Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 4 24 Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824-550 5810 Smekkleysa í Bókhlöðu Sýningin „Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár" hefur verið færð úr Hafnarhúsinu í Þjóðar- bókhlöðuna. Áður var hún í Spitz Gallery í London. Þar sem sýningin þykir höfða mjög til námsmanna var afráðið að setja hana upp að nýju, í því sem næst sömu mynd, og hafa hana aðgengilega gestum í Þjóðarbókhlöðunni. Mikil eftir- spurn er einnig eftir sýning- unni erlendis frá og þegar eru nokkrir sýningarstaðir bókaðir á næsta ári. Smekkleysa áform- ar að hafa ýmsar dagskrár í haust í tengslum við sýning- una, m.a. verður Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræð- ingur með erindi um mynd- bönd Bjarkar. Skimað í skógi Gengið verður um Fossvogs- dalinn á morgun, í síðustu haustgöngu Skógræktarfélag- anna og Garðyrkjufélags Is- lands, þetta árið. Hist verður við hlið Skógræktarinnar kl. 10 árdegis og síðan verður létt ganga um svæðið, tré mæld og skimað eftir fuglum, því bæði verða fuglafræðingur og garðyrkjufræðingur með í för. Styrktartónleikará Höfn: í Eden Torfhildur Steingrímsdóttir frá Hafnarfirði og Ólafur Árni Hall- dórsson frá Keflavík sýna í Eden. Allt frá 16 ára aldri hefurTorfhildur fengist meira eða minna við mynd- list og sýnir brot af afrakstrinum. Ólafur Árni Halldórsson sýnir olíu- málverk, pastelmyndir og skúlptúr- verk úr hvalskíðum, fjörugrjóti og steinsteypu. Yfirlitssýning og sjónþing Gerðuberg: Yfirlitssýning á verk- um Koggu sl. 30 ár verður opnuð á morgun kl. 13.30 í Gerðubergi með Sjónþingi sem Aðalsteinn Ingólfs- son list- fræðing- ur stjórn- ar. Sýn- ingin stendur til 16. nóvem- ber. Eftir höfðinu Guðrún Öyahals opnar sýningu í Gallerí Skugga, á morgun, 27. sept- ember, kl. 17. Yfirskrift sýningar- innar er Eftir höfðinu dansa limirn- ir. Augnagildrur Á morgun, 27. september, kl.15 opna Einar Garibaldi Eiriksson og Bruno Muzzolini einkasýningar í Listasafni ASÍ. Einar Garibaldi sýn- ir málverk og kallast sýning hans fs- land f níu hlutum. Bruno sýnir ljós- myndir og myndbandsverk og kall- ast sýning hans Augnagildrur. Himinn og jörð Himinn og jörð nefnist sýning Þorgerðar Sigurðardóttur í Grens- áskirkju. Sýningin er liður í 40 ára afmælishátíð Grensássafnaðar og mun standa yfir næstu vikur. Þar eru 15 teikningar, unnar með blýi á akrýlgrunnaðan pappír. Þær eru gerðar á þessu ári og eru úr myndröð sem fyrst var sýnd í Ás- mundarsal, Listasafni ASf, 5.-21. Sara og Spessi Tvær sýningar verða opnaðar í Sjónarhorni Listasafns íslands í dag kl. 16. Sara Björnsdóttir og Spessi eru gestir Sjónarhornsins að þessu sinni og eru þau bæði með ný verk sérstaklega gerð af þessu tilefni. Sara Björnsdóttir sýnir vídeó- innsetningu sem hún kallar Rugl í rýminu. Spessi er kominn burt frá andartakinu sem ljósmyndin festir á mynd yfir í óskilgreindan og til- viljunarkenndan tíma sem mynd- bandið fangar. Leiðsögn verður um allar sýning- ar Listasafns íslands sunnudaginn 28. september. Þar mun Harpa Þórsdóttir listfræðingur ganga með gestum safnsins um yfirlitssýningu Júlíönu Sveinsdóttir og nýopnaðar sýningar þeirra Söru Bjömsdóttur og Spessa í Sjónarhorninu. Leið- sögnin hefst kl. 15 og tekur um eina klukkustund. Ljósi varpað á söguna Yfirlitssýning verður opnuð á morgun í Ljósmyndasafni Reykja- víkur, Tryggvagötu, á verkum Magnúsar Ólafssonar (1862-1937), eins helsta fmmherja í íslenskri ljósmyndun. Verk Magnúsar, sem em kjölfestan f safneign Ljós- myndasafns Reykjavíkur, varpa ljósi á tímabilið frá aldamótum 1900 fram undir miðbik 20. aldar og fletta upp svipmyndum frá tímabili er samhliða tæloiiframförum ein- kenndist af þjóðfélagsbreytingum * og þróun borgarsamfélags í Reykja- apríl sl. Allmargar em í einkaeigu, ein fengin að láni hjá Listasafni Reykjavfkur en aðrar til sölu. Opið Myndlistarkonan Nína Magnús- dóttir sýnir verk sín undir nafninu Opið í Kling og Bang galleríi, Laugavegi 23. Verkin samanstanda af ljósmyndum og myndbands- verkum. I Kling og Bang er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 18. Sýningin stendur til 28. sept- ember. Möguleki Myndlistarmennirnir Sirra Sig- rún Sigurðardóttir og Erling T.V. Klingenberg opna á morgun kl. 17 sýningu er ber heitið „Mökuleki" í menningarmið- stöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Á sýningunni vinna þau saman sem andstætt kyn á og í yfirborð hefðbundinna miðla myndlistar út frá miðju síns kyns sem verkfæri aðdráttarafls. Aðdráttaraflið og möguleikar merkinga í verkunum takast á við tálbeitu miðlanna og efnisnotkunar. Sýningin stendur til 10. október. Allir velkomnir. vík. Dansi dansi... Sýningunni Dansi, dansi dúkkan mín á Minjasafninu á Akureyri lýkur á morgun. Þar em dúkkur í eigu mynd- istarkonunnar Guð- bjargar Ringsted. Fyrsti vangadansinn kannski rifjaður upp Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar hefur staöið undir ballmenningunni á suðausturhorni landsins í tvo ára- tugi. Haldið verður upp á það um helgina og safnað um leið fyrir lifrar- skiptum lítils drengs. „Við verðum með tónleikana „Hljómsveit Hauks í 20 ár“ í Sindrabæ í kvöld og síðan er af- mælishóf á Hótel Höfn annað kvöld, með mat, hluta af tónleika- prógramminu og balli á eftir," seg- ir forsprakkinn, Haukur Þorvalds- son. Fleiri munu stíga á svið á tón- leikunum því hornfirska ung- mennahljómsveitin Parket mun hita upp og auk þess koma fram Synir Valda og Ágúst og hluti hinna austfirsku Óma sem áttu miklum vinsældum að fagna á sjö- unda áratugnum. Þess má geta að í öllum þessum hljómsveitum eru „synir Valda" valdamiklir, enda tónlistarmenn af lífi og sál. Lítill drengur í lifrarskipti Að sögn Hauks rennur allur ágóði af tónleikunum í nýstofnað- an styrktarsjóð vegna lítils drengs, Hilmis Guðna Heimissonar sem er af hornfirskum og vopnftrskum ættum. Hann fæddist 19. júní í sumar og er með mjög sjaldgæfan lifrarsjúkdóm þannig að hann þarf að fara í lifrarskipti. Reikningurinn er nr. 0172-05-220 og kennitalan hans er 190603-2450. „Allir sem að þessum tónleikum standa gefa sína vinnu og við vonum að við getum lagt hinni ungu Ijölskyldu lið því að þetta er kostnaðarsöm aðgerð,“ segir Haukur. Víða borið niður Með Hauki í bandinu eru þeir Jóhann Morávek, Gunnlaugur Sig- urðsson, Bragi Karlsson og söngv- arinn Bjartur Logi Finnsson. „Allir sem að þessum tónleikum standa gefa sína vinnu og við von- um að við getum lagt hinni ungu fjölskyldu lið því að þetta er kostnaðarsöm aðgerð," Haukur segir þennan kjarna hafa myndað hljómsveitina að mestu síðan 1986 en þó hafi orðið söngv- ara- og trommaraskipti og koma þeir kraftar flestir fram á tónleik- Danirnir í FH fóru í kennslustund ídönsku: Kvennamál og fótbolti efst á baugi FH-ingar bíða í ofvæni eftir bikar- leiknum sem fram fer gegn ÍA á morgun. Félagið hóf í gær að dreifa mið- um til skólabarna í Hafnarfirði og stóð til að gefa 1500 miða. Það voru dönsku leikmennirnir, Tommy Nielsen og Allan Borgvardt, sem riðu á vaðið og mættu þeir klyfjaðir aðgöngumiðum í Áslandsskóla snemma í gærmorgun. Að sjálf- sögðu eltu tvímenningarnir uppi kennslustundir í dönsku. Nemend- ur í Áslandsskóla tóku fótbolta- mönnunum tveimur vel og voru ófeimnir að rabba við þá á dönsku. Spurningum rigndi yfir fótbolta- mennina og voru þeir meðal ann- ars spurðir út í fótboltaferilinn, hvernig þeim litist á íslenskt kven- fólk og hvort þeir væru búnir að eignast kærustur. Úrslitaleikinn bar einnig á góma. Stuðningsmenn FH standa í ströngu við undirbúning vegna leiksins enda tilefnið stórt; FH hef- ur aldrei hampað bikartitli. Þeir hafa tvisvar leikið bikarúrslitaleik; árið 1971 gegn ÍBV og árið 1991 gegn Val en tapað í bæði skiptin. Búið er að setja upp FH-búð í Nemendur í Áslands- skóla tóku fótbolta- mönnunum tveimur vel. verslunarmiðstöðinni Firði og eins og fyrr segir verður öllum krökkum í bænum boðið á leikinn. Opið hús verður í Kaplakrika frá klukkan 11 í fýrramálið og þar geta krakkar fengið andlitsmálningu. Rútuferðir á leikinn verða frá Kaplakrika. arndis@dv.is GJÖRÐU SVO VEL: Allan Borgvardt, leik- maður FH, afhendir nemanda í Áslands- skóla aðgöngumiða á bikarleik FH og (A sem fram fer á morgun. Tommy Nielsen sést ofar í salnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.