Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 Stöð 2 hættir á Norðurlandi Tekjuaukning á Nesinu HÆTTIR: Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hætt fréttaöflun á Norð- urlandi en fjárhagsörðugleikar fyrirtækisins hafa leitttil þess að smám saman hefur dregið úr starfseminni á undanförn- um árum. Islenska útvarpsfé- lagið keypti rekstur Eyfirska sjónvarpsfélagsins og lagði niður staðbundnar útsending- ar þess fyrirtækis á Akureyri en se'tti í staðinn upp útibu með tveimur starfsmönnum sem önnuðust fréttaöflun á Norður- landi. Árið 2001 var útibú fyrir- tækisins einnig lagt niður og samið við Aksjón um fréttaöfl- un og myndatökurá Norður- landi en þeim samningi var sagt upp nú í Vor og hefur enginn starfað fyrir stöðina á Norðurlandi í sumar. Enginn fréttamaður verður á vegum fyrirtækisins á Norður- landi í framtíðinni en samið við fyrirtækið Castor miðlun um að annastfréttamyndatökur í bænum. Hópur ungmenna á aldrinum 17 til 23 ára rekur fyrirtækið Castor miðlun sem tekur að sér verkefni á sviði margmiðlunar, heimasíðugerð og skipulagningu viðburða. FJÁRHAGUR: Endurskoðuð fjár- hagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyriryfirstandandi rekstrarár hefur verið samþykkt í bæjar- stjórn. Er gert ráð fyrir 25 millj- óna króna aukningu á útsvars- tekjum og 7 milljóna króna aukningu annarra tekna en 20 milljóna króna hækkun rekstr- argjalda að teknu tilliti til breytinga á afskriftarhlutfalli fasteigna og húsaleigu. Rekstr- arafgangur fyrir afskriftir og fjármagnsliði verður 7 prósent. Heildarvelta bæjarsjóðs og fyr- irtækja er áætluð um 1.550 milljónir króna en nettóskuld um 390 milljónir í árslok. Ráð- stöfunarfé bæjarsjóðs nemur um 130 milljónum og verður varið til niðurgreiðslu lang- tímaskulda og fjárfestinga. Jafnréttisnefnd Reykjavíkur kvartar vegna viðtals í blaði UMFÍ Segir umfjöllun um fyr- irsætustörf ekki sam- rýmast forvarnarstarfi Jafnréttisfulltrúi Reykjavíkur- borgar hefur kvartað formlega yfir grein um fyrirsætustörf í Skinfaxa, forvarnarblaði Ung- mennafélags fslands, fyrir hönd jafnréttisnefndar borgarinnar. Greinin er viðtal við Bjarneyju S. Lúðvíksdóttur hjá Eskimó módels um fyrirsætustörf og birtist í nýjasta tölublaði Skinfaxa. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi sendi jafnréttisnefnd athugasemd vegna greinarinnar. f kjölfarið sendi Hild- ur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi borgarinnar, ritstjóm Skinfaxa bréf um að athugasemd hefði borist vegna greinar um fyrirsætuheiminn sem hæfist á þessum orðum: „Eins og marga unga drengi dreymir um að verða atvinnumenn í knatt- spyrnu þá dreymir margar ungar stúlkur um að verða fyrirsætur." „Gamlar staðalímyndir kynjanna" í bréfi sínu til ritstjórnarinnar segir Hildur að jafnréttisnefnd hafi verið sammála um að í greininni birtust „gamlar staðalímyndir af kynjunum sem ekki geti samrýmst þeirri uppeldis-, forvarnar- og jafn- réttisstefnu sem ætla má að sé leið- arljós ungmenna- og íþróttafélaga." Segir Hildur að lýsa megi greininni sem „einhliða auglýsingamennsku1' fyrir tiltekið atvinnufyrirtæki en „ekki úttekt þar sem t.d. er bent á tengsl lystarstols, áhættuhegðunar og fleiri slíkra þátta við fyrirsætu- og tískuheiminn." Loks segir hún að af framsetn- ingu greinarinnar megi ráða að rit- stjórn Skinfaxa „finnist það beinlín- is heyra til forvarnarstaifs að hvetja ungar stúlkur til að starfa í fyrir- sætuheiminum en að mati jafn- réttisnefndar er vafasamt hvort slíkt geti samrýmst forvarnarstefnu UMFÍ sem beint er að börnum og ungmennum sérstaklega." DV tókst ekki að ná tali af Hildi Jónsdóttur. „Ekkert óeðlilegt" „Mér finnst greinin ekki gefa til- efni til athugasemda af þessu tagi," segir Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ. „Við erum ekki með neina fegurðarsamkeppni á okkar vegum og höfum ekki ætíað okkur það,“ segir hann, spurður um þá fúllyrðingu að blaðið sé í raun að hvetja ungar stúlkur til að leggja fyr- ir sig fyrirsætustörf. „Ég sé ekkert óeðlilegt við þessa grein." %ím? ju 9 STi Áherslan í blaðinu Þótt viðtalið við Bjarneyju sé ekki „úttekt" um meinta skaðsemi þess að starfa sem fyrirsæta, af því tagi sem jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur- borgar virðist lýsa eftir í bréfi sínu, kemur þar fram að umboðsskrif- stofa Bjarneyjar fylgist með og grípi „Jafnréttisnefnd var sammála um að í grein- inni birtust gamlar staðalímyndir afkynj- unum, í taumana, bendi eitthvað til þess að stúlkur á hennar vegum beiti óheilbrigðum eða óskynsamlegum aðferðum til að grennast. Þá segir Bjarney að sýningar- stúlkur hafi vissu- lega þótt verulega grannar en að það hafi „sembeturfer verið að breytast". Einnig kemur fram að mismikið fé sé í boði.- stund- um lítið en stund- um mikið - og sumar stúlkur vinni sér inn fyrir innborgun í íbúð. Þá má nefna að blaðinu em viðtöl við fimm konur en þrjá karla. Auk Bjameyjar er rætt við Ásthildi Helga- dóttur knattspyrnu- konu undir fyrir- sögninni: „Þessi ólöglegu efni em hættuleg"; Guðrúnu B. Ágústsdóttur áfengisráðgjafa um „Vellíðan án vfmu- efna"; Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur fegurðardrottningu undir fyrir- sögninni: „Mér finnst reykingar hræðilega sorglegar" og Sigrúnu Völu Vilmundardóttur sem á dög- unum sigraði í söngva-keppni UMFÍ. KVARTAÐ YFIR BLAÐI: Jafnréttisráögjafi kvartaði yfir grein um fyrirsætustörf i blaði UMFl eftir ábendingu frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. (Greinin tengist ekki forsíðu- viðtalinu við ungfrú Island.) -.Í.G-rH- w» u. **•**» « atóíttSW***- öMúttow vA Í5S3X2S*. - *-*-jr ** Ki M l{ agnpc Ssti' S.Uih3«írti GuAift'BeérgifÁnn-. - olafur@dv.is liiS'tui Vi i 1« I z

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.