Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MENNING 19 Opnum bækur LESTUR: í dag og á morgun mun Ríkisúvarpið, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgef- enda, hvetja hlustendurtil auk- ins bóklestrar undir yfirskrift- inni „Opnum bækurnar". Dag- skrárgerðarfólk á báðum rásum fjallar um lestur og lesskilning, hlustendur verða hvattir til að lesa bækur og foreldrar hvattir til að lesa fyrir börn sín. Mozart fyrir sex TÓNLIST: Óperan á nú í stífum samningaviðræðum við Veður- stofuna því að til stendur að reyna aftur að flytja tónleikana Mozart fyrir sex í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 16. Það tókst ekki um síðustu helgi. Sex tónlistarmenn taka þátt í tónleikunum, Chalu- meaux-tríóið og þrírsöngvarar (slensku óperunnar, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir, messósópran, og Davíð Ólafsson, bassi. Flutt verða fimm næturljóð og ein kan- sónetta fyrir þrjá söngvara, klarínettur og bassetthorn og að auki aríur, dúettar og terzettar úr óperunum Brúðkaupi Frgarós og Cosi fan tutte, Grasrót 2003 MYNDLIST: Nú stendur yfir í Nýlistasafninu sýning 13 upp- rennandi listamanna: Grasrót 2003. Grasrótarsýningar hafa verið haldnar allt frá upphafi Nýlistasafnsins fyrir réttum 25 árum og nú sýna Arndís Gísla- dóttir, Baldur G. Bragason, Birgir ÖrnThoroddsen, Birta Guðjónsdóttir, Bryndís E. Hjálmarsdóttir, Bryndís Ragn- arsdóttir, Elín Helena Everts- dóttir, Hanna Christel Sigur- karlsdóttir, Hrund Jóhannes- dóttir, Huginn Þór Arason, Hugleikur Dagsson, Magnús Árnason og Rebekka Ragnars- dóttir. Sýningarstjórar eru Dorothée Kirch og ErlingT.V. Klingenberg. Baldur Geir Bragason verður með leiðsögn á sunnudaginn kl. 15. TÓNUSTARGAGNRÝNl JónasSen Sex ára gamalt verk, Feria, eftir finnska tónskáldið Magnús Lindberg var fyrst á dag- skránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar fs- lands í Háskólabíói í gærkvöld. Það var lengi vel einn samfelldur kliður af óræðum hend- ingabrotum sem mismunandi hljóðfærahóp- ar ýmist skiptu á milli sín eða spiluðu saman. Tónlistin var ákaflega hröð og af þeim sökum missti hún fljótlega alla merkingu og varð bara að einhverjum gný. Að vísu dúkkaði upp gömul laglína eftir Monteverdi sem Lindberg hafði klínt inn í mitt verkið, en til hvers? Vissulega lék hljómsveitin ágætlega undir öruggri stjórn hins unga Olari Elts, og bar hæst langan fingurbrjót í formi nokkurs kon- ar kadensu sem Guðríður Sigurðardóttir pí- anóleikari leysti prýðiiega af hendi. Það breytti því ekki að tónlistin líktist helst há- vaðanum í tíu þúsund ryksugum, öllum í gangi á sama tíma. Upp í hugann kom keppni í því með hvaða ryksugu væri hægt að skapa verstu óhljóðin. Eg sá fyrir mér risa- stóran borða hangandi yfir sviðinu þar sem stóð: „Getur þú sogið betur?“ Varla er hægt að ímynda sér neitt leiðin- legra og hefði vasaklútur átt að fylgja hverj- um miða. Ekki til að þerra burt tárin sem renna á viðkvæmustu augnablikum fagurrar tónlistar, heldur til að þurrka burt slefið sem vill leka ósjálfrátt þegar maður sofnar. En hafi tónlist Lindbergs verið svæfandi þá vakti næsta atriði efnisskrárinnar mann hressilega. Þetta var píanókonsert frá árinu 1956 eftir Jón Nordal og lék Víkingur Heiðar Ólafsson einleik. Verkið er áþekkt mörgum píanókonsertum frá fyrri hluta 20. aldar, en það er samt ekki stæling á einu eða neinu. Formgerðin er ákaflega skýr og framvindan markviss, alis konar átök eiga sér stað og hvergi dauður punktur. Rödd píanósins ber með sér að tónskáldið þekkir möguleika hljóðfærisins út í ystu æsar, og komu þeir all- ir fram í glæsilegri túlkun Víkings. Hún ein- kenndist af gríðarlegri spennu og var spila- mennskan í senn nákvæm og kraftmikil. Hef- ur ekki heyrst svona sannfærandi flutningur á íslenskum einleikskonsert síðan Björn Steinar Sólbergsson frumflutti orgelkonsert Jóns Leifs fyrir nokkrum árum. Sama var uppi á teningnum í fyrsta píanó- konserti Prokofíevs, sem á eftir kom. Þar var spilamennska Víkings örugg og miklu tærari en fautalegur flutningur Andreis Gavrilovs á sömu tónsmíð á Sinfóníutónleikum um árið. Hugsanlega hefði þó stígandin mátt vera hnitmiðaðri hér og þar og kannski meiri létt- leiki, en að öðru leyti var frammistaða Vík- ings stórfengleg, enda var honum ákaft fagn- að. Síðasta atriði efnisskrárinnar var Sinfónía nr. 3 frá árinu 1997 eftir eistneska tónskáldið Erkki-Sven Túúr. Þar var gerð tilraun til að sameina tvo heima nútímatónlistar, tónal og atónal, og var útkoman oft áheyrileg. Þung- búin undiralda var auðfundin í tónlistinni og á tíðum var stemningin svo tryllingsleg að mann langaði hálft f hvoru til að glefsa í ná- læga tónleikagesti. Flutningur hljómsveitar- innar var magnaður, og þótt tónsmíðin væri ekki auðveld áheyrnar gekk hún upp í lokin. VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON: Túlkun hans einkennd- ist af gríðarlegri spennu og var spilamennskan í senn nákvæm og kraftmikil. Þetta voru fínir tónleikar en vel hefði mátt sleppa Lindberg og láta Víking spila eitthvað skemmtilegt í staðinn. Slnfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói 25.09 2003: Magnus Lindberg: Feria (1997), Jón Nor- dal: Konsertfyrir píanó og hljómsveit (1956), Sergej Prokofíev: Píanókonsert nr. 1 í Des-dúr (1911), Erkki-Sven Tútir: Sinfónía nr. 3 (1997). Einlelkarl: Víkingur Heiðar Ólafsson. Hljómsveitarstjórl: Olari Elst. i : : l: MÉSasiS FÖSTUDAGUR 26. SEPT. kl. 20 STÓRTÓNLEIKAR - UPPSELT Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. LAUGARDAGUR 27. SEPT. kl. 21 FERÐALÖG UM ÍSLAND KK og Magnús Eiríksson flytja. SUNNUDAGUR 28. SEPT. kl. 20 TÍBRÁ: Beethoven, Þorkeil, Brahms Sigurður I Snorrason, Pavel Panasiuk og Helga B. Magnúsdóttir leika. MÁNUDAGUR 29. SEPT. kl. 20 STÓRTÓNLEIKAR frá 26. sept ENDURFLUTTIR! Nokkur sæti laus. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPT. kl. 20 SUÐRÆNT OG SEIÐANDI Hannes Þ. Guðrúnarson leikur gítartónlist frá Paraguay, Mexíkó og Kúbu. NETSALA www.salurinn.is AUOI Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin daglega 13:00 -18:00 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10:00 virka daga. MIÐASALA SÍMI 568 8000 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is BORGARLEIKHUSIÐ Leikíélag Reykjavflcur BORGARLEIKHUSIÐ Leikfébg Reykjavikur STÓRA SVIÐ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN sýnir: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason FRUMSÝNING Fi. 9/10 kl. 20 - hvít kort 2. sýn. su. 12/10 kl. 20 - gul kort 3. sýn. lau. 18/10 kl. 20 - rauð kort 4. sýn. fi. 30/10 kl. 20 - græn kort 5. sýn. su. 2/11 kl. 20 - blá kort LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau. 27/9 kl. 14 - UPPSELT Su. 28/9 kl. 14 - UPPSELT Lau. 4/10 kl. 14 - UPPSELT Su. 5/10 kl. 14 - UPPSELT Su. 5/10 kl. 17 - AUKASÝNING Uu. 11/10 kl. 14-UPPSELT Su. 12/10 kl. 14-UPPSELT Lau. 18/10 kl. 14 -UPPSELT Su. 19/10 kl. 14 - UPPSELT Lau. 25/10 kl. 14 Su. 26/10 kl. 14 Lau. 1/11 kl. 14 Su. 2/11 kl. 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau. 27/9 kl. 20 Lau. 4/10 kl. 20 Fö. 10/10 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fö. 3/10 kl. 20 Lau. 11/10 kl. 20 Su. 19/10 kl. 20 Su. 26/10 kl. 20 Ath. Aðeins þessar sýningar Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir. Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, þrjár að eigin vali. Kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali. Kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 Friðþjófur (Eggert Þorleifsson) hefur tekið að sér að gæta sveítahótels systur sinnar á meóan hún bregður séi í Munaðarnes. Hann ætlar að eiga néðuga helgi - en það gengur illa með 2 elginkonur, 2 eiginmenn = 4 viðhðld - a litlu hóteli. „Farsi sem svínvirkar' SH Mbl. Öfugu .uppí megin Þau leika við hvum sinn fingur: Eggert Þorielfsson Bjöm Ingi Hilmarsson Ellert A. Ingimundarson Jóhanna Vigdls Amardóttir Signin Edda Bjömsdóttir Leikstjóri: Maria Sigurðardóttir BORGARLEIKHUSIÐ I eftír DerekBenfield A'terllílU lliSlíríÍUU skelUlllilrÍeiliÍÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.