Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Síða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 7 8. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Hugmyndin um skjótfenginn gróða, fyrir sem minnsta vinnu á sem stystum tíma, hefur löngum heillað mann- skepnuna. íslendingar eru þar engir eftirbátar annarra þjóða, þvert á móti vilja margir meina að auðfengið fé kitli íslenska þjóðarsál meira en góðu hófi gegni. Á síðasta ára- tug hafa svokölluð píramída- og fjölþrepafyrirtæki átt mik- illi velgengi að fagna. Þau höfða nær eingöngu til þeirrar gróðaflknar sem virðist mörgum 1 blóð borin. Heimsbank- inn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Qölmörg vestrænar eft- irlitsstofnanir hafa ítrekað varað við slíkum fyrirtækjum Hefur þú tekið þátt í pýramída-gróðastarfsemi? „Ég persónulega hef aldrei lagt peninga í svona keðjur. En einu sinni var mér boðið að taka þátt í einhverju keðjubréfí og ég ætlaði að gera það, en svo var svo mikil röð á pósthúsinu að ég sendi það ekki, sem betur fer. En mér finnst vera gríðarleg ólykt af þessu öllu saman. Ég hef til dæmis aldrei heyrt um neinn sem hefur orðið milli á að taka þátt í einhverju svona, einmitt öfugt. Ég þekki engan persónulega sem getur státað af því að hafa rúllað inn milljónum, ef svo væri tæki ég kannski þátt.“ Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður „Ég hef aldrei tekið þátt í svona pýramídastarfssemi og mun aldrei gera það. Ég þekki efni málsins ekki það vel að ég geti haft skoðun á en það er svona almennt sjónarmið þegar mönnum eru boðnar billegar aðferðir til að auðgast að það sé betra að hafa varann á. Ég þekki engan sem hefur hefur tapað pen- ingum í svona nokkru en ástæðan fyrir þessum gylliboðum er líklega sú að menn komast upp með það að plata fólk út í svona starfssemi. Með þessum orðum er ég þó ekki að leggja dóm á þessi mál heldur eru þetta meira bara svona vangaveltur." Jón Steinar Gunnlaugsson, iög- maður og prófessor „í gamla daga voru þessi keðjubréf í gangi og menn tóku þátt í þeim og það gekk svona upp og niður. Sjálfur hef ég aldrei tekið þátt í neinu af þessu tagi. En það virðist vera þannig að ein- hver einn stendur alltaf uppi með pálmann í höndunum. Stundum virðist þetta vera of gott til að vera satt. Mér persónulega finnst eitthvað verulega bogið við þessa starfssemi." Björgvin Halldórsson tónlist- armaður „Ég hef fengið mörg keðjubréf um dagana en ekki svarað þeim síðan ég var á fermingaraldri. Fékk aldrei neitt útúr ; & þeim, mér var lofað hell- ingi af póstkortum ef ég myndi bara senda eitt en aldrei komu þau. Ef ég fæ send svona bréf þá fara þau beinustu leið í rusla- körfuna. Við sjáum nú hve örugg svona starfssemi er þar sem öll albanska þjóð- in fór á hausinn á einu bretti. Ég veit ekki til þess að neinn hafi orðið ríkur af því að taka þátt í svona pýramída. Það var síðast í síðustu viku sem ég fékk tölvupóst frá einhverju Afríkulandi og ég var beðinn um að geyma pen- ing. Það yrðu lagðar 10 milljónir bandaríkjadollara inn á reikninginn minn og ég fengi 20% af upphæðinni fyrir geymsluna. Ég var ekki lengi að henda þeim pósti því mín af- staða til gylliboða er skýr, maður fær ekki mikið fyrir lítið og þú uppskerð eins og þú sáir.“ Davíð Þór Jónsson „Ég hef engan áhuga á pýramí- dasölu og veit ekkert um þetta. Ég er bara að selja vítamín til þeirra sem þurfa á því að halda.“ Jónína Benediktsdóttir at- hafnakona og Aloe Vera snyrti- vörusaii. „Ég tók þátt í keðjubréfi upp á viskíflöskur fyrir 10 árum. Ég tapaði 10 flöskum, en það var svosem í lagi þar sem mér finnst viskí vont. Svo tók ég þátt í tyggjókeðjubréfi þegar ég var sjö ára. Ég hef ekki fengið neitt útúr því ennþá, en kannski birtist einn daginn bilfarmur af tyg- gjói fyrir utan hjá mér. En þetta er eins og með svo margt annað, þeir sem eru neðst í píramídanum hafa minnstan aðgang að upplýsingum, kaupa dýrast og græða minnst.“ Almar Örn Hilmarsson forstjóriAco tæknival „Þegar ég var krakki var mikill keðjubréfafaraldur, sem barst á endanum til Vestmannaeyja þar sem ég bjó. Mig minnir að þegar ég var 12 ára höfum við strákarnir allir látið 10 krónur í umslag og sent, en enginn okkar fékk nokkurn ífa*,.\ tíma peninga til baka.Einhvers konar amöbuskipt- ing á víst að eiga sér stað, en ég veit ekki af neinum sem hefur grætt á þessu. í dag myndi ég frek- ar taka þátt í annars konar viðskiptum." Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ „Einhvern tíma fýrir svona 20 árum þegar mikið heilsu- æði var í gangi fékk ég ein- hver vítamín send. Eitthvað af þeim nýttist fjölskyldunni en ég endaði með að gefa þau flest öO, enda er ég afskaplega lítil sölumanneskja. Ég hef ekki tekið þátt í slíku aftur, ég bara er ekki þessi týpa.“ Guðrún ögmundsdóttir aþingisþingmaður „Ég er ekki ginnkeypt fyrir slíku. Ég held ég sé of jarðbundin. Mér finnst verið að spila með fólk, og ég læt ekki spila með mig, en ég get þó skilið að fólk láti heillast ef það er örvænting- arfullt og eygir í þessu einhverja von. En það virðist samt vera þannig að þeir fyrstu fá og síðan útvatnast þetta." Margrét K. Sverrisdóttir, fram- kvæmdarstjóri Frjálslynda flokksins „Ég hef aldrei haft nein afskipti af slíku, enda er ég alveg gersam- lega laus við allt svona peningadót og á reyndar enga peninga til að eyða í slíkt. Ég hef aldrei komist svo langt að láta peninga vinna fyrir mig, ég er ennþá að vinna fyr- ir þá. En fólk virðist vera að leika sér að einhverju sem er ekki til. „ Andrea Jónsdóttir útvarpskona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.