Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Síða 15
1 DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 15 Heimildamönnum DV ber ekki saman um áætlaðan fjölda þeirra sem fjárfest hafa með einhverjum hætti í pýramída- og fjölþrepafýrir- tækjum en talan er að líkindum í kringum 30 - 40 þúsund manns. Eru þá ótaldir þeir sem taka þátt í lög- vernduðum fjárhættuspilum; Lottó 5/38, 1X2 og spilakössum Rauða krossins svo fátt eitt sé nefnt. „Mér hefur löngum fundist fólk vera yfirgengilega ginnkeypt," segir Anna Birna Halldórsdóttir hjá Sam- keppnisstofnun, en hún hefur starf- að að málum tengdum píramída- og fjölþrepafyrirtækjum. Hún segir að fyrir örfáum árum hafi stofnunin fengið margar kvartanir yfir fjöl- þrepa- og pýramídafyrirtækjum. „Það virðist ekkert lát vera á fólki sem lætur hafa sig út í slíkt.“ Anna segir að afar þunn lína sé á milli fjölþrepafyrirtækja annars veg- ar og píramídafyrirtækja hins vegar. „Pýramídakerfið er ólöglegt víða í heiminum vegna þess að í flestum tilfellum þarf fólk að leggja út tölu- verðar upphæðir til að hefja starf- semi og án þess að einhver vöru- skipti eigi sér stað. Tekjurnar sem lofað er eru yfirleitt umboðslaun fyr- ir að útvega nýja dreifendur og fæst- ir, ef einhverjir eru, ná þeim himin- háu upphæðum sem lofað er í byrj- un. lóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, ber slíkum fyrirtækjum einnig illa söguna. Hann varar fólk við að taka þátt í þeim ævintýrum sem pýramídafyr- irtækin eru oftast. „Það er óhætt að fullyrða að slík starfsemi er ekki neytendavæn og mýmargar kvart- anir hafa borist okkur hér hjá sam- tökunum. Flestum er lofað miklum gróða en staðreyndin er sú að þeir fáu sem græða á slíku eru þeir sem fyrstir fá hugmyndina. Aðrir sem á eftir koma ná sjaldan eða aldrei þeim tekjum sem gefið er í skyn að hægt sé að ná.“ „Að mér vitandi hefur enginn komið til okkar beinlínis vegna þessa,“ segir Þórarinn Tyrfmgsson, formaður SÁÁ, en þangað leita spilafíklar mikið þegar ekki sést lengur í land. „Margir leita á okkar náðir þegar spOafíknin nær tökum á þeim en að mestu leyti eru það venjubundin fjárhættuspil. Hins vegar eru það orð að sönnu að kalla starfsemi slíkra fyrirtækja íjárhættuspil." Costgo Goði Jó- hann Gunnarsson kom eins og þruma úr heiðsla'ru lofti inn í íslenskt „við- skiptalíf ‘ þegar hann birti heilsíðuauglýs- ingu í Fréttablaðinu í nóvember 2001. Þar voru ýmis heimilistæki boðin til sölu á afar lágu verði en til þess að geta keypt þurfti fólk að fjárfesta í vörulista fyrirtækisins, sem kostaði fimm þúsund krónur. Alls greiddu 85 einstaklingar fyrir listann og fékk Goði því 425 þúsund krónur inn á reikninginn sinn. Listann fékk aldrei neinn að sjá, hvað þá vörumar. Lögregla lagði hald á megnið af upphæðinni við rannsókn málsins og fékk fófk endurgreitt hlutfalls- lega af því sem var endurheimt. GoldQuest Fyrirtækið GoldQuest fofar áhugasömum 350 þúsund krónum í laun á dag innan fimm ára. Fyrst þarf þó að punga út 50 - 80 þúsund krónum. Fyrir- tækið sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á 24 karata gullmunum, úrum og ýmsu öðru skarti. „Það er ákaflega dapurt að Goldquest sé ávallt nefnt í sömu andrá og þessi vara- sömu píramídafyrirtæki," segir Sigurður örn Leósson, forsprakki GoldQuest á íslandi. „Þetta er alls óskylt. GoldQuest er ekkert annað en sölufyrirtæki.“ öllum viðskiptavinum GoldQuest býðst engu að síður að aðstoða GoldQuest við að afla nýrra viðskiptavina og hljóta þóknun fyrir eftir flóknu kerfl. Það er álitamál hvort líta beri á fyrirtækið sem Qölþrepa eða píramídafyrirtæki. Löglærð- ir ntenn hafa gert úttekt á GoldQuest bæði hér og erlendis án þess að flnna neitt athugavert. „Pýramídakerfíð er ólöglegt víða í heim- inum vegna þess að i flestum tilfellum þarf fólk að leggja út tölu- verðar upphæðir til að hefja starfsemi og án þess að einhver vöruskipti eigi sér stað. Tekjurnar sem lofað er eru yfírleitt umboðslaun fyrir að útvega nýja dreifend- ur og fæstir, efein- hverjir, ná þeim him- inháu upphæðum sem lofað er í byrjun. World Games Talið er að yfir þrjú þúsund íslendingar séu þáttakendur í World Games. Fyrir aðgang greiðir viðkomandi 17 þúsund krónur og getur þá tekið þátt í fjárhættuspili, lottóleik, keypt sérstök hlutabréf og fengið sérmerkt World Games kredit- eða debet- kort. En aðeins gegn þóknun. Viðskiptatækifæri World Games felast einmitt í því að geta hagnast sjálfur á fjárhættuspili og lottóleik en einnig að fá þóknun í hvert sinn sem viðkomandi skráir inn nýja með- limi. „Þetta byrjar í raun ekki að skila neinum tekjum nema ég skrái nýja meðlimi," segir einn þáttak- enda sem tekið hefur þátt en vildi ekki láta nafn síns getið. Viðkomandi hefur tekið þátt í World Games í eitt ár en sagðist ekki hafa grætt neitt enn sem komið er. „Ég hef nú reyndar verið afspymu latur við að afla nýrra félaga.“ Mörgum er talin trú um að vaxtarmöguleikar World Games séu gríðarleg- ir, að mestu leyti vegna þess að fyrirtækið á enn eftir að fara inn á Bandaríkja- markað. Staðreyndin er hins vegar sú að starfsemi sem þessi er stranglega bönn uð þar í landi. j UJorld Games Inc Herbalife Eitt lífseigasta fyrirtækið í fjölþrepa/pt'ramídageiranum er Herbalife en saga þess hérlendis er löng. Enn fara fram talsverð viðskipti með vörur fyrirtækisins og dreifingaraðilar skipta tugum, ef ekki hund- mðum. Mánaðartekjur þeirra söluhæstu í keðjunni nálgast þrjár milljónir króna en algengast er að ein- staklingur, sem selur í aukavinnu, þéni 20 - 50 þúsund krónur hvern mánuð. „Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem ég kem heim og sé þann aukna fjölda fólks sem orðið er feitt á Islandi," segir Jón Óttar Ragnarsson, næringarfræðingur og forsprakki Herbalife hérlendis. Hann segir vinsældir Herbalife sjaldan hafa verið meiri og sífellt fleiri sláist í hóp notenda. Margir vilja meina að fátt sé betra standi til að fækka aukakílóum og bæta heilsu. Sú trú, og mikil endurnýjun vömúrvals Herbalife, er ástæða þess að vörur fyrirtækisins seljast enn þann dag í dag. „Það er hægt að hafa tekjur af sölu á vörum Herbalife en það kostar miklu meiri vinnu en margir halda,“ segir Emih'a Kristín Rigensborg, sem lengi bæði notaði og seldi vömrnar. Það gengur ekki að skrá sig og bíða svo átekta eftir seðlum." Sprinkle Network Nýjasta bólan í píramídaæði íslendinga sprakk áður en hún komst á flug. Eftir situr fólk, sem sumt hvert veðjaði aleigunni, með sárt ennið og tóma pyngju. Um 70 íslendingar lögðu um 100 milljónir í púkkið gegn loforði um ævintýralegan hagnað innan þriggja ára. Mikill fjöldi þess fólks hefur þegar farið fram á að fá end- urgreiðslu enda efndir forsprakkanna þess verið litlar sem engar. Sprinkle Network gerir út á sölu sérstakra afsláttarkorta en for- ráðamenn þess hafa áður staðið að svipuðum kraftaverkafyrirtækj- um. Anna Birna Halldórsdóttir hjá Samkeppnisstofnun segir að hún hafi lauslega kannað Sprinkle Network. „Þetta fyrirtæki er einnig starfandi í Noregi en mér vitandi hefur ekkert vafasamt komið ffam þar enn sem komið er.“ Nígeríubréfin uSSSsS Ef kraftaverkasögurnar um töfraúðann Waves þóttu ótrúverðugar, þá má telja grandvaraleysið algert þegar kemur að m'gerísku bréfunum. Á hverju ári fær efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra til sín kærur og kvartanir vegna þessa bréfa. Þar er fólki lofað gulli og grænum skógum gegn því einu að veita afrískum við- skiptamönnum afnot af bankareikningi tímabundið. Ástæðurnar eru yfirleitt þær að miklar peningaupphæðir sitji fastar í bönkum í myrkustu Afríku og nauðsynlegt sé að millifæra þær um hlutlausan aðila til að forðast að valdagráðugir konungar og j forsetar komist yfir féð. í staðinn er viðkomandi lofað dágóðum hlut af heildarupp- í hæðinni. Þá sent orðið hafa nkir vegna þessa má telja á fingrum handalauss manns. Ban- í kaupplýsingarnar sem fórnarlömbin senda áleiðis eru notaðar til að táema reikning- inn en þó ekki fyrr en búið er að óska eftir smávægilegu peningaframlagi til að koma lagi á viðskiptin. Fleiri þúsund manns víðs vegar á Vesturlöndum hafa misst aleiguna vegna þát- töku sinnar, þar á meðal nokkrir tugir fslendinga. Waves Margir muna eftir bætiefnaúðanum Waves sem átti að vera algjör bylting á fæðubóta- efnamarkaðnum. Úðinn átti að lækna höfuðverk, tannpínu, hálsbólgu og slæman hósta á sléttum tveimur mínútum. Haft var eftir Heirni Karlssyni, sem var einn þeirra sem kynntu vöruna fyrir íslensku áhugafólki, að hann gæti staðfest það persónulega að úðinn virkaði sem skyldi. „Margir hafa prófað og dæmin um virknina hrannast upp.“ Áhuginn reyndist það mikill að selt var inn á kynningarfund sem haldin var vegna Waves. Rúmlega 500 manns greiddu aðgangseyrinn. Skömmu síðar höfðu yfir eitt þúsund Islendingar keypt sig inn í Waves sölukerfið fyrir samtals 100 milljónir króna. Þeir bjartsýnustu fyrir allt að 200 þúsund. Nokkrum mánuðum síðar bannaði Lyfjaeftirlitið alíar sex úðategundimar. Fimm vegna þess að þau innihéldu óleyfileg efni og eitt vegna lélega merkinga. Einar Vilhjálmsson, fyrrum spjótkastari, hafði lengst manna trú á Waves og stofnaði nýtt félag, ísöldur, þegar það fyrra gaf upp öndina. Allt kom þó fyrir ekki og yfir þúsund íslendingar sáu aldrei aft- ur peningana sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.