Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Side 24
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5555 SKAFTAHLÍÐ24 10SREYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000 aftur fir fangelsi a Albingi Þórunn heim með barnið Þórunn Sveinbjamar- dóttir alþingismaður er komin heim frá Kína með litla dóttur. Þórunn fór f ferðina til að ætt- leiða bam og allt gekk að óskum: „Hún er ótrú- lega sæt,“ segir Þómnn sem nýtur nú samvista við barnið á heimili þeirra í Amarásnum. „Ég er ekki búin að skíra. Það bíð- ur betri tíma og verður að athuga vandlega." Þómnn er nú í fæðing- arorlofi eins og lög gera ráð fyrir og á meðan gegnir Ás- geir Friðgeirsson þing- mennsku fyrir hana. Skilj- anlega verða mikil umskipti í lífí Þómnnar við það að eignast barn og hún nýtur hverrar mínútu. Að sögn Þórunnar gekk ferðalagið til Kína alveg eins og í sögu en þangað fór þingmaðurinn með hópi íslendinga sem einnig voru að ættleiða börn. Dóttir Þórunnar, sem enn er óskírð, er 14 mán- aða gömul. Fjármálastjór- inn hætti Fjármálastjóri Garða- bæjar er hættur störfum. Elín Þórðardóttir rekstrar- hagfræðingur hafði aðeins verið í tvo mánuði í starfi þegar hún ákvað að yfir- gefa skútuna: „Ég fann bara að þetta átti ekki við mig,“ segir Elín sem áður starfaði hjá deCode, B&L og Eimskip. „Þarna starfar fínt fólk og þar er bæjarstjórinn ekki undan- skilinn," segir Elín og bætir því við að ekkert dularfullt sé við skyndilegt brotthvarf hennar úr stóli ijármála- stjóra. Samstarf hennar og Ásdísar Höllu Bragadóttur bæjarstjóra hafi verið með ágætum. Stundum gangi hlutirnir bara ekki upp. Gunnar snýr „Ég hef lært mína lexíu og er fullur iðmnar vegna þeirra brota sem ég framdi en um leið feginn að hafa greitt skuld mína við samfélagið," segir Gunnar örlygsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sem laus er úr fangelsi og á leið á Alþingi. Gunnar hlaut þriggja mánaða fang- elsisdóm fyrir svindl með fisk og sat þar af 50 daga í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og f fangelsinu f Kópavogi og var svo í 40 daga á Vernd þar sem Árni Johnsen, fyrr- um alþingismaður, stimplaði sig inn í fyrradag. Gunnar hyggst taka sæti á Alþingi í byrjun næsta mánaðar en hann lauk afplánun í byrjun þessa mánaðar. Þurfti að jafna sig og ná áttum eftir vistina og hefur verið að vinna sín venjubundnu störf við sölu á fiski til Spánar og Japans. Seg- ir hann það ganga vel. En nú eru það þingstörfin: „Ég á eftir að láta sjávarútvegs- mál til mín taka, svo og málefni íþróttahreyfingarinnar, dóms-og fangelsismál svo ekki sé minnst á at- vinnuástandið á Suðurnesjum sem er mér hugleikið," segir þingmaður- inn klár í startholunum og til í allt þrátt fyrir það sem á undan er geng- ið: „Ég er sáttur. Eftir standa góð kynni af starfmönnum Fangelsis- málastofnunar og fangavörðum. Allt prýðisfólk," segir Gunnar og bætir því við að nú standi hann teinréttur eftir: „Vissulega hefur þetta allt tekið á mig og fjölskyldu mína en við stöndum saman sem fyrr. Það er enginn einn í heiminum." eir@dv.is Þeirsetja lögin sem brjóta þau ión Baldvin velur Jón Steinar Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra er sem kunnugt er í málaferlum við Ríkisendurskoðun vegna gagna sem snerta afmælisveislu Bryndísar Schram sem haldin var með pomp og pragt á meðan Jón var utanríkisráð- herra. Það var Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sem óskaði eftir gögnunum frá Ríkisendurskoðun og með málshöfðuninni er Jón Bald- vin að reyna að koma í veg fyrir að þau verði afhent. Þessi orrahríð kemur þó ekki í veg fyrir að Jón Baldvin hafi yfirsýn og traust á meintum andstæð- ingi sínum þegar til kastanna kemur. Snæfríður dóttir hans hefur staðið í forræðisdeUu við barnsföður sinn og þá vildi Jón Baldvin aðeins það besta úr lögfræðingastétt dóttur sinni tU handa. Og valdi Jón Steinar. Stilling - til öryggis PHILIPS KllfP m-mi: Fyrir ökumenn sem ekki sætta sig við neitt minna en allra nýjustu tækni. BlueVision perurnar frá Philips veita bílum með halogen perur alla kosti bjartrar dagsbirtu. .00° Kejyín dD - UVBIock Quartz Toclinology www.stilling.is 0ALSHRAUN! 13 HFN. SlMI 5551019 EYRARVEGI 29 SELF. - SlMI 483 1800 SKEIFUNNI 11 RVlK. - SlMI 520 8000 SMIÐJUVEG! 68 KÚP. ■ SlMI 544 8800 BlLDSHÖFÐA 16 RVlK. ■ SlMI 577 1300 Lattu Ijos þitt skina! /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.