Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Síða 3
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 3 Lexus í eyðimörk Spurning dagsins Erfiðasta jólagjöfin? Ég sat í aftursæti bifreiðar sem ók á fleygiferð eftir hraðbraut í eyði- mörk í Arabíu. Skyndilega dró öku- maðurinn úr hraðanum og umferðin þéttist. Framundan blasti við vold- ugur jeppi á hvolfi úti í vegarkanti. Sandryk hafði þyrlast upp í kringum jeppann og hjólbarðamir snerust enn - hægar og hægar. Slysið var nýorðið. Kvíði ýfðist uppí huga mér, þar sem bifreið okkar lullaði hægt og rólega að vettvangi. Hópur manna hafði safnast saman við jeppann - sumir böðuðu út höndum í átt úl himins, aðrir horfðu á forvitnir á svip, á meðan enn aðrir lögðu sig fram um að bjarga þeim sem bjargað varð. Þrír eða fjórir líkamar lágu al- blóðugir við vegarkantinn, og fleiri söfnuðust í þá sveit. Við ókum hjá og skyndilega grisjaðist umferðin - hraðinn jókst og bílarnir komust á fyrra skrið. Lífið hélt áfram. Og þar sem við brunuðum frá for- tíð til framtíðar forðaðist ég að h'ta um öxl. Ég var felmtri sleginn - festi beltið sem ég geri nær aldrei og hélt mér fast næstu andartökin. Alþjóðavæðingin fer í mann- greinarálit Á meðan óhugurinn leið um mig velti ég fyrir mér hverfulleik tímans og hversu lítilvægur dauði einstak- lingsins er í stóru myndinni. Þá rifj- aðist upp fyrir mér reglan sem var við lýði og er líkast til enn hjá Frétta- stofu sjónvarps þegar ég var þar fréttamaður. Þumalputtaregla sú miðar að því að ákvarða hversu mörg dauðsföll á erlendri grundu teljist fréttnæm á íslenskri grundu. Sam- kvæmt reglunni jafngildir eitt ís- lenskt mannslíf tveimur dönskum, þremur norskum, fjórum sænskum, sjö enskum, tíu frönskum, hundrað indverskum, tvö hundruð afríkönsk- um og svo framvegis eftir því sem fjær dregur. Þannig var reglan í gróf- um dráttum. Vitaskuld einskorðast regla sem þessi ekki við Fréttastofu sjónvarps enda fréttum gefinn tak- markaður tfmi og dauðsföll mörg. Hins vegar er það staðreynd að það Linda Pétursdóttir Þakkarvert er að Linda segi okkur sögu sina. Hreinskilin hjálpar Sigrún Guömundsdóttir, skrifar. Linda Pétursdóttir hefur stigið fram á sjónarsviðið og greint heinskflnis- Lesendur lega frá veikindum sínum og erfið- leikum sem hún mætti. Það er kalt á toppnum og rósirnar sem virtust vera allt um kring f lífi þessarar feg- urstu konu heims voru með þyrnum sem stungu illilega. Því er þakkar- vert að hún segi okkur sögu si'na, sem vísast verður mörgum til hjálp- ar. Þá er mjög svo virðingarvert af Lindu að hún leggi Hjálparsi'ma Rauða krossins lið. Jólin eru árstíð sem mörgum er þung í skauti, en ég er sannfærð um að auðveldara er fyrir fólk að bera sig eftir hjálp þegar það hefur Lindu sem fyrirmynd. Ég hvet því alla til að lesa bókina um Lindu, sem hinn stílsnjalli og geð- þekki blaðamaður, Reynir Trausta- son, hefur skráð. Bókin Einskonar ég eftir Þráin skiptir máli hver á í hlut þegar dauðsföll verða. Til dæmis fór ekki mikið fyrir því í heimspressunni þeg- ar um hundruðum þúsunda borgara í Rúanda var slátrað í borgarastri'ð- inu á mettíma - u.þ.b. tveimur vik- um. Ég heyrði til dæmis ekki þau ótíðindi fyrr en þau voru löngu liðin. Alþjóðvæðingin fer augljóslega í manngreinarálit. OCHA, FAO, WFP, IDP, HIC, UNICEF, IRC og UNHCR! Hér í heimi Araba hefur mér gefist tækifæri til að blanda geði og hlusta á menn sem verja lífi sínu í að bjarga nauðstöddu fólki. Þessir menn til- heyra alþjóðabjörgunarsveitum eða mannúðarsveitum ýmsum hvort heldur sem er á vegum óháðra sam- taka, ríkja eða alþjóðastofnana. Þessir menn tala af ástríðu um iðju sína og þeir voru allir saman komnir í Mosambík, Sómalíu, Líberíu, Kósóvó, Afganistan, Kongó, írak og svo framvegis. Alls staðar þar sem fólk verður fyrir áföllum, hvort held- ur er af mannavöldum eða náttúru, eru þessir menn komnir upp á dekk með uppbrettar ermar. Mér varð það fljótt ljóst að þessi sveit manna var í þessum bisniss af lífi og sál hvort sem þeir tilheyrðu OCHA, FAO, WFP, IDP, HIC, UN- ICEF, IRC, UNHCR eða öðrum app- arötum hjálparinnar. Ég fann til lotningar gagnvart þessu fólki og ástríðu þess fyrir ævi- starfi sínu. Allir voru þessir menn galvaskir og klárir og vel í stakk bún- ir. Þeir höfðu kosið sér þá iðju að hjálpa náunganum handan heima- hagans. Það er ekki bara homo economus sem drífur samfélögin áfram! Þrátt fyrir að sumir telji, að Bertelsson er sömuleiðis frábær lesning; saga drengs sem ekki átti alltaf sjö dagana sæla á uppvaxtar- tíma sínum á eftirstríðsárunum. Margur situr uppi með kaun á sálu sinni eftir erfiða æsku og ekkert okk- ar kemst frá áföllum og erfiðleikum af einhverjum toga. Bækur líkar þeirri sem Þráinn hefur skrifað geta hjálpað mörgum. Fram á síðari ár tíðkaðist gjarnan að ævisögur væru frásagnir af sigur- göngu einstaklinga. Fullar af sjálfsumgleði sögumanns og að því leyti ósannindavaðall. Góðu heilli eru slrkar bókmenntir á undanhaldi. Lífið er stórbrotanara ævintýri en svo að við getum komst frá erfiðleik- um. En því nefni ég bækur Lindu og Þráins að þær eru hreinskilnar og geta hjálpað mörgum. Ekki síst nú um jólaleytið, þegar mörgum er svart í sinni. Sameining þjóðar Sigríöur Daníelsdóttir, skrifar. í samfélagi fjölhyggjunnar er mikil- vægt að til staðar séu þættir sem halda þjóðinni saman. Oft eru þetta hrein og klár smáatriði, sem skipta engu að síður óskaplega miklu máli. Ég nefni kveðjurnar sem lesnar eru á Rás 1 á messu heilags Þorláks. Til fólks á ystu ströndum og í innstu dölum berast hugheilar óskir um góðar stundir á þeirri heilögu hátíð sem í garð er að ganga. Og þjóðin hlustar - og finnst þetta ómissandi þáttur í aðdrag- anda hátíðarinnar. Á aðfangadagskvöld fer undarleg tilfinning um okkur þegar jólin heyr- ast hringd inn. Klukkur Dómkirkj- unnar óma á öldum ljósvakans, svo heyrist um landsins breiðu byggðar. Sr. Jakob og sr. Hjálmar flytja okkur fagnaðarerindið, sem alltaf eru sem nýjar fréttir. Og um það sameinast þjóðin, sem er svo mikilvægt. hin mikla flóðbylgja frumherjans lyfti öllum skipum jafnt, ryðdöllum sem glæsisnekkjum. Án undantekn- inga eru það þó kaupsýslumennirnir sem fyrstir yfirgefa sökkvandi skip. Peningarnir flýja óeirðir og átök og snúa ekki aftur fyrr en allt er orðið með friði og spekt - kjörin kyrr. Auðhyggja dugar ekki ein og sér Markaður þrífst ekki þar sem ófögnuður og eymd ráða ríkjum. Þar koma sveitir mannúðarsinna til sög- unnar. Sá hópur er ekki mannaður liflum mönnum sem orðið hafa und- ir í hörðum heimi kapitalismans. Al- deilis ekki. Þessir menn knýja áfram alþjóðavæðinguna - ekki með því að maka krókinn heldur með því að plægja akurinn fyrir aðra. Björgunar- sveitirnar endurspegla annað andlit alþjóðavæðingarinnar sem ekki myndast eins vel og auðhyggjan í myndveri pressunnar. Alþjóðavæðingin snýst um auð- sköpun og frjálst flæði fjár og fólks. En hið mikla flóð fjármagnsins brest- ur ekki á án menntunar, vegakerfis, sjúkrahúsa, eldsneytis og næringar. Auðhyggja ein og sér dugar ekki til auðsköpunar. Menn verða líka að kenna til í stormum sinnar tíðar. Án samkenndar er enginn markaður, engin auðsköpun og engin alþjóða- væðing. Sumsé, ég fór bara að velta þessu fyrir mér þar sem ég sat í leðurbólstr- uðum Lexus á hraðferð í eyðimörk- inni og ók framhjá jeppa á hvolfi. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skötuveisla oghíalín „Oft hefur mér reynst erfitt aö kaupa jólagjöfhanda konunni minni. Meðan við bjuggum á ísafirði þrammaði ég þó stundum í verslun að kvöldi Þor- iáksmessu, eftir skötuveiziu hjá Hans- inu Einarsdóttur vinkonu minniþar sem vel var neytt afkæstri skötu og alkahólblönduðum niðurbrotsdrykk, og keypti gjöfsem gladdi; undirföt úr híalíni. Þau glöddu mína góðu konu, en taka ber fram að verð vörunnar var i öfugu hlutfalli við hve stóran hluta tíkamans hún hyiur." Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. „Ætii það séu ekki gjöfin handa pabba, ÞorgeirÁst- valdssyni. Hann vill ekk- ert nema klossa með tré- hæi. Ég veit að skónúmerið er 43, en alltafer erfitt að velja réttan stíl sem honum hæfir." Kristjana Þorgeirsdóttir, heilsukona. „Mér hefur oft reynst erfitt að kaupa jólagjöf handa kærast- anum. Ekki að hann sé vand- fýsinn, heldur vil ég vanda valið og standa mig. Oft hefég gef- ið honum bækur, svo sem vísinda- og tóniistarbækur. Ekkert er þægilegra en glugga í bók á aðfangadagskvöid, þeg- ar búið er að opna pakkana." Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Ungfrú íslands. „Meðan ég átti hund, lítinn kinverskan plögg, var oft erfitt að kaupa jólagjöfina á hann. Ein- hverju sinni fékk ég þó stórfína regnkápu sem ég keypti í London. Nú er úrval hunda- gjafa miklu meira og stundum kaupi ég jólagjöf fyrir hundinn hennar mömmu." Kristín Stefánsdóttir, No Name á íslandi. „Líklega hefég aldrei verið að leita að svo sérstökum hlutum að ég hafi ekki fund- ið neitt og lent í svona hremmingum. Ekki nema þá þegar ég var barn og þá er ég búinn að gleyma því." Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur. Sumt sem gleður,er ekki auðvelt að kaupa. &&m/ /nmmi' /ída/ áetur- Tempur heilsukoddar Tempur inniskór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.