Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003
Fréttir 0V
Hundar og kettir eru ekki undanskilin því að þurfa á snyrtistofu í jólabaðið fremur en mannfólkið. Dýr-
in fá líka jólagjafir og eru ekki lengi að þefa uppi sína gjöf undir trénu. Enn ánægðari eru þau í jólaföt-
unum því þá fá þau verðskuldaða athygli og njóta sín vel.
Það er ekki aðeins mannfólkið sem gerir
sér dagamun um jólin. Heimilisdýrið verður
einnig að fá gott að borða, betri föt og jóla-
gjafir. Margir setja skóinn út í glugga; nota
bene af einhverjum mennskum og jóla-
sveinninn setur eitthvað gott í skóinn fyrir
hundana.
Lára Fleckenstein í versluninni Tokyo í
Hafnarfirði segir mikið hafa verið að gera í
desember. Mikið sé keypt af jólagjöfum fyrir
dýrin, hvort sem er eitthvað gómsætt eða
nýja ól eða bæli. „Það er allt milli himins og
jarðar sem fólk kaupir. Hundarnir fá ný föt,
þeir fá gott að borða og svo auðvitað pakka.
Þeim finnst ógurlega gaman að taka upp sína
pakka sjálfir en þeir þefa pakkann sinn sjálfir
uppi undir trénu," segir Lára. Hún bætir við
að helstu gjafirnar séu nýjar ólar, jólapokar
með ýmsu góðgæti, boltar og ýmis leikföng
og körfur og bæli. „Menn bíða oft með að
kaupa nýtt fyrir dýrið sitt og nota tækifærið
og gefa frekar í jólagjöf. Úrvalið er alltaf að
aukast enda er dýrum að fjölga. Að sama
skapi hugsa menn betur um dýrin sín og velta
meira fýrir sér hvaða fæði er gott fyrir þau.
Þetta er ekki lengur eins og það var; menn
komu með sætan hvolp heim úr sveitinni og
svo var honum oftar en ekki lógað þegar hann
stækkaði. Nú undirbýr fólk vel kaup á gælu-
dýri og gerir sér grein fyrir hvað það þýðir til
framtíðar að taka að sér dýr.
En dýrin fá ekki aðeins jólagjafir og ný föt.
Þau þurfa jólabaðið líka rétt eins og við hin.
Sýnishorn jólagjafa fyrir dýrin Vinsælast er að kaupa
fyrír þau leikföng og eitthvað gott að naga. Mörg fá nýja
61, föt eða körfu til að sofa í.
Þvo, blása og greiða niður hnúta Flókar og hnútar vilja myndast I feldmiklum
hundum og köttum. Það er ekki nema fagmanna aðná þeim úr svo vel sé. Það þarf
lika að klippa klær sem er vandasamt verk efekki á illa að fara. DV Myndir Hari
Fá athygli og auka knús
Á jólunum skrýðast hundarnir nýju fötun-
um; Innan dyra er þau tæpast klædd nema í
eitthvað létt sem puntar þau en einkum eru
það jólasveinahúfurnar sem eru vinsælar.
Allar eru þær sammála um að dýrunum líki
það alls ekki illa að klæðast fötunum þá hljóti
þau sérstaka athygli. Athyglin er þeim nauð-
synleg eins og börnunum og það er einmitt
það sem þau vilji. Þau fá að heyra hvað þau
séu fín og sæt og fá auka knús. Bæði í Tokyo
og öðrum dýrabúðum er mikið úrval af fötum
og segir Guðríður í Dýrabæ fötin mjög vönd-
uð og saumaskapinn og hönnunina ekki síðri
en á fötum almennt. „Það er nauðsynlegt að
eiga góð útiföt á flestar tegundir hunda því að
klæða þá áður en haldið er út í kulda, kemur í
veg fyrir að þau kólni niður. Fötin hlífa feldin-
um fýrir að blotna og ekki þarf að þurrka þau
og þvo þegar inn er komið. Það fer nefnilega
svo illa með viðkvæman feld og þannig
myndast flækjur og hnútar,“ segir hún. Menn
verða að átta sig á að hundurinn stjórnar ekki
hraðanum í ól eins og ef hann væri laus sjálf-
ur og héldi þannig á sér hita.
Guðríður Vestars í Dýrabæ, Hlíðarsmára hef-
ur nóg að gera fyrir þessi jól og hefur svo ver-
ið allt frá því í byrjun mánaðar. Hún segir
flesta vilja fá jólabaðið eins nærri jólum og
kostur er þannig að unnið er dag og nótt á
Dýrabæ þessa síðustu daga fyrir jól.
AIIs ekki pjatt
Þar eru einungis tekið á móti köttum og
hundum en hundarnir eru öllu fleiri. „Margir
telja þetta tómt pjatt en svo er alls ekki. Marg-
ar feldmiklar tegundir hunda og katta þarf að
baða kemba, klippa og greiða regfulega. í
þeirri veðráttu sem er á veturna fer það illa
með feld dýranna að blotna oft því það vilja
myndast flækjur smátt og smátt þegar þau
eru þerruð. Það er ekki fyrir nema fagmann
að ná þeim úr ef flókarnir eru orðnir miklir.
Dýrunum líður illa með flóka sem stundum
eru djúpt niðri í feldinum, næst húðinni og
menn óttast að klippa í sjálfa húðina," segir
Guðríður sem jafnframt bendir á að dýrunum
líði rnjög vel á eftir baðið.
Það þarf
líka að klippa
klær og snyrta
og það er ekki á
hvers manns
færi að klippa
klærnar því það
má alls ekki
klippa of langt
upp en þá
myndast blæð-
ing sem mjög I
erfitt er að
stöðva. „Svo
vilja auðvitað
allir að dýrinu
líði vel og sé líka
flott þegar allt
heimilisfólkið er
í sínu ffnasta
pússi.
Hrönn Hreið-
arsdóttir hunda-
snyrtistofunni
Erluhólum tekur
undir orð Guð-
ríðar og bætir við
að það sé að fær-
ast í aukana að
fólk láti klippa
hundana sína
stutt. Hún segir
menn svo önnum
kafna að þeir megi hreinlega ekki vera að því
að sjá um feldhirðu á hundi með síðan feld.
„Það er svo mikið að gera að mönnum er nóg
að sjá fyrir daglegum þörfum dýranna eins og
göngutúra. Ef vel á að vera þarf að kemba
sumar tegundir á hverjum degi til að koma í
veg fyrir flóka. Dýrunum líður afar illa ef þau
eru óhrein með stóra flóka,“ segir Erla og ann
sér ekki hvfldar fyrr en í hádeginu á aðfanga-
dag. „Sá síðasti kemur til mín þá en mjög
mikið hefur verið að gera allan desember,"
segir hún.
Baða, klippa og blása
★
★
★
★
★
★
★
★
Tilboð 1. Rafmagnsgítartilboð.
Rafmagnsgítar, magnari, ól og
snúra.
Tilboðsverð
27.900,-
stgr.
Opið alla daga til jóla til kl. 22
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27
sími 552-2125 og 895 9376
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Tilboð 2. Kassagítar.
Tilboðsverð 15.900,- stgr.
★
★
★
★
★
★
★
★