Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2003, Side 37
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 3?
Þórey Edda Elísdóttir,
stangvarstökkvari úr FH.
Þórey Edda átti gott ár þar sem hún
stökk yfir 4,50 metra innanhúss og margoft
yfir 4,40 utanhúss. Þórey Edda komst í tólf
manna úrslit á heimsmeistaramótinu í
haust en datt úr leik þar sem hún felldi
byrjunarhæð sína í þrígang.
Hermann Hreiðarsson, knattspyrnu-
maður með enska liðinu Charlton.
Hermann Hreiðarsson lék með tveimur enskum
úrvalsdeildarliðum á árinu, Ipswich og Charlton auk þess að
leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. Hermann átti
ffábæra leiki gegn Þjóðverjum þegar íslenska landsliðið var í
fyrsta sinn í baráttunni um sæti á stórmóti ffam í síðasta leik.
íþróttamaður ársins verður útnefndur með viðhöfn 1 48. sinn
30. desember næstkomandi en í gær var tilkynnt hvaða
íþróttamenn skipa tíu efstu sætin i kjöri íþróttafréttamanna.
Ólafur Stefánsson, handboltamaður
hjá Ciudad Real á Spáni.
Ólafur Stefánsson, varð Evrópumeistari með þýska liðinu
Magdeburg á árinu og var kosinn besti leikmaður þýsku deildarinnar af
leikmönnum sjálfum. Ólafur gekk til liðs við spænska liðið Ciudad Real í
sumar. Ólafur var aðalmaðurinn í íslenska landliðinu sem náði 7. sæti á
HM og tryggði sig inn á Ólympíuleika í fyrsta sinn í tólf ár.
Örn Arnason, sundmaður úr ÍRB.
örn Amarson vann siffurverðlaun í 100 metra
baksundi á nýju Norðurlandameti á Evrópumótinu
í 25 metra laug í Dublin í desember og komst auk
þess í úrslit í bæði 200 og 50 metra baksundi á
mótinu. örn var auk þess sigursæll á mótum hér
heima og vann 7 verðlaun, þar af 4 gull á
Smáþjóðaleikunum á Möltu í sumar.
Ragnhildur Sigurðardóttir,
golfari úr GR.
Ragnhildur vann öll stærstu golfmót kvenna á
árinu, varð íslandsmeistari, stigameistari á Toyota-
mótaröðinni og vann síðan karlana í árlegri
holukeppni á Nesinu. Ragnhildur var þá aðeins einu
höggi frá því að komast áfram í úrtökumót fyrir
evrópsku mótaröðina.