Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 4

Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 4
Hdgar 4 blaðið SKÚMUR Einstæður fundur Sænskur leiðangur á Suðurpólnum fann fyrir skemmstu beinleifar af 200 til 300 milj- óna ára hryggdýri, trúlega einhvers konar skriðdýri. Leiðangursstjórinn, Olle Melander, sagði í viðtali við sænsku fréttastofuna TT að frá vis- indalegu sjónarmiði væri þetta einstæður fund- ur og að svona leifar hefðu aldrei fundist á austurhluta Suðurpólsins og sennilega aldrei á Suðurpólnum yfirleitt. Sænsku leiðangursmennimar, sem hafa nú verið við rannsóknir í rúma tvo mánuði, höfðu áður tilkynnt um að þeir hefðu fúndið tijáleifar og gróðursteingervinga. Leiðangurinn verður á Suðurpólnum fram yfir miðjan febrúar. Davíð hreinsar Davíð Oddsson hefur heldur betur tekið til höndunum síð- an hann settist í forsætisráðu- neytið. Hann hefur skipt út fólki og valið inn menn sér þóknanlega. I stað Guðmundar Benediktssonar ráðuneytisstjóra er Hreinn Lofts- son kominn. Þá var búin til ný staða fyrir Albert Jónsson. Ekki má heldur gleyma að Davíð vék þeim Bjama Einarssyni og Jónasi Hallgrímssyni úr vest-norrænu nefndinni. Og nú er ráðuneytið skrifstofu- stjóralaust, þvi báðir skrifstofu- stjóramir em farnir. Helga Jóns- dóttir er komin í orlof og mun í sumar fara til starfa hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Gísla Ama- syni, sem hvergi cr flokksbund- inn og hefur starfað í ráðuneytinu í rúm tuttugu ár, var sagt að taka poka sinn og fara. Hann verður á fullum launum frá ráðuneytinu í eitt ár þótt vinnuframlags hans sé ekki óskað þar. Enginn hefur ver- ið ráðinn i stað þeirra Hclgu og Gísla. Þá skipti Davíð um bíl- stjóra hjá ráðuneytinu. Bílstjóri borgarstjórans varð bílstjóri for- sætisráðherrans. Töluverður ugg- ur er í öðrum starfsmönnum ráðuneytisins og spyrja þeir í hljóði: Hver verður látinn fara næst? út Iðandi, lifandi torg án kola Kolaportiö er orðið einn heisti sam- komustaður íbúa höfuðborgarsvæð- isins um helgar. Þangað streymir að fólk til að gera reyfarakaup, eða bara til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er iðandi markaðstorg þar sem ægir saman ólíklegustu vömm. Þar er eiginlega hægt að kaupa allt, nema ef vera skyldi kol. í janúar tók Kola- portið upp þá ný- breytni að opna gall- erí í portinu. Gallerí Port er sérstaklega ætlað frístundamál- urum, en þeir hafa átt erfitt með að komast inn í hina hefðbundnu sýning- arsali. Einnig geta ungir listmálarar sýnt sín fyrstu verk í galleríinu. Þessi nýbreytni í portinu hcfur gert mikla lukku. Mynd- unum er ekki raðað á veggi eftir einhverju K°aBjort fnsvegur 3 fögtudags 07,30 Kaup hafa ver- i& gerö og mynd- inni er pakkað inn. Á bóka- boróum Kolaports- ins er ab finna bæk- ur um allt milli himins og jarbar. í þessari bók leyndist peli og staup meft. Tvær ungar stúlkur vir&a fyrir sér sýninguna. fyrirfram gefnu fagurfræði- legu mati, heldur er þama um að ræða síbreytilega samsýningu myndlistar- manna úr öllum áttum og á öllum aldri. Um leið og verkin seljast eru ný verk eflir nýja listamenn hengd upp. Verði myndanna er mjög í hóf stillt. Kolaportið er opið á laug- ardögum og sunnudögum. Aukið fjöllyndi óskast Viðbrögð nianna við andláli Þjóðviljans voru með ýmsu móti, einsog nærri má geta. Sumir grétu, rifu hár sitt og börðu sér á brjóst, opinberlega eða í Iaumi, aðrir létu sér fátt um finnast, ypptu kannski öxlum og sögðu „Nújá?“ eða „Jæja?“ - og svo voru þeir sem beinlínis fognuðu. Þetta síðasttalda fólk fæ ég ekki skilið. Ekki vegna þess að ég hafi litið á Þjóðviljann sem Hið fullkomna blað og skilji ekki fólk sem leit hann öðrum augum. Astæðan er einfaldlega sú að ég skil ekki þann skort á lýðræðislegri hugsun sem fram kemur hjá þessu fólki. Vill það í raun og veru að öll fjölmiðl- un verði í framtíðinni í höndum þeirra sem með völdin fara og auðinn eiga? Ég trúi ekki að svo sé. Páll Skúlason prófessor var að tala um það í umræðuþætti í Sjón- varpinu fyrir skemmstu að skortur á lýðræðislegri hugsun kynni að verða íslendingum skeinuhættur þegar þeir kæmust í nánari snert- ingu við þjóðir Evrópu, sem byggju yfír mun sterkari hefðum á þcssu sviði. Ég held að það sé fuil ástæða til að staldra við og gefa þcssu gaum. Við höfum alltaf gengið út frá því sem gefnu að við værum lýð- ræðisþjóð, við höfum montað okkur af „elsta þjóðþingi í heimi“, þjóðvcldi og lýðveldi og „frjáls- ræðishctjunum góðu“ og öllu því. En eru þctta í raun annað en falleg orð, til notkunar hvort heldur er á góðum stundum cða þcgar móti blæs? Höfum við ekki vanrækt sjálfa undirstööuna, hina lýðræð- islegu hugsun þjóðarinnar? Og er ekki tími til kominn að fara að cndurskoða þetta orð, „lýðræði"? Hvað þýðir það á okkar tímum, í okkar landi? Hvaða skilning legg- ur venjulegt fólk í þetta orð? Er lýðræði einungis það að labba inn á kjörstað og kjósa á íjögurra ára fresti? Eða fclst eitt- hvað meira og merkilegra í þessu fallega hugtaki? Erum við kannski að tala um skoðanafrelsi, tjáning- arfrelsi, viðurkenningu á rétti ann- arra og jafnvel umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra? Er- um við að tala um réttinn til að hafa áhrif á þá ótalmörgu þætti stjómmálanna sem snerta okkur sjálf, líf okkar og afkomu, og framtíð bamanna okkar, svo að eitthvað sé nefnt? Auðvitað er lýðræði allt þetta og miklu fleira. Haraldsdóttirskrifar Málið er að sjálfsögðu talsvert flókið og verður ekki útrætt í svona pistli, enda var það ekki ællunin. Ein af leiðunum lil að notfæra sér tjáningarfrelsið er t.d. að hringja í Þjóðarsálina og kvarta undan nánast hverju sem er, skamma ráðamenn, krefjast úrbóta í tilteknum málum osfrv. En til eru þeir sem hringja í Þjóðarsálina af því að þeir vilja láta banna allt sem þeim líkar ekki - t.d. ein- hverja ákveðna tegund tónlistar eða tiltekinn sjónvarpsþátt - eða til að fordæma eitthvað sem þeir skilja ekki sjálfír og vilja þess- vegna ekki að sé til. Þetta fólk veit áreiðanlega ekki hvað lýðræði er. Það misnotar tjáningarfrelsið og sýnir ekki vott af umburðarlyndi. Ég held að hættulegur skortur á umburðarlyndi hrjái þjóðfélag okkar. Auðvitað er margt sem við ættum helst ekki að sýna umburð- arlyndi - við ættum t.d. ekki að umbera núsitjandi ríkisstjóm öllu lengur og við ættum aldrei að um- bera ranglæti, misrétti eða ofbledi gagnvart saklausu fólki. En gæt- um við ekki reynt að vera svolítið Qöllyndari en við erum? Leyft hundrað blómum að blómstra? Er í rauninni nokkur ástæða til að fagna þegar lítið dagblað leggur upp laupana - jafnvel þótt sumir hafi lengi haft horn í síðu þessa blaðs og viljað það feigt? Hefur ekki lýðræðið í landinu beðið hnekki við andlát Þjóðviljans? Jú, segi ég, og er þá ekki að meina að lýsa beri yfír þjóðarsorg í hvert sinn sem einhver íjölmiðill hrekkur upp af standinum. Ég gréti þurrum támm þótt eitthvað fækkaði glanstímaritum eða „frjálsum“ útvarpsstöðvum - það dót er hvort eð er allt sama marki brennt, það em viðtöl við sama fólkið og leikin sömu popplögin daginn út og daginn inn. En Þjóð- viljinn var „öðmvísi" blað. Hann hafði sterka sérstöðu í blaðaheim- inum. Hann átti sér langa og merka sögu og mörgum fannst hann enn hafa hlutverki að gegna. Og nú er hann semsé horfinn og augljóst að lýðræðið í landinu verður ekki tryggt nema til sög- unnar komi einhverskonar arftaki hans (og helst fóðurbetrungur, náttúrlega) - dagblað sem yrði verðugur vettvangur félags- hyggjufólks og hefði þann slag- kraft sem dygði í baráttunni við þau fúlu íhaldsöfl sem hér vaða uppi um þessar mundir. Ekki veit- ir nú af. En þangað til skulum við velta þessu fyrir okkur með lýðræðis- hugsunina, líta í eigin barm og spyrja nærgöngulla spuminga á borð við: „Hvað er lýðræði og hvaða sess skipar það í mínu lífi?“ Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.