Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 21
Helgar 21 blaðið
Með mörg sverð á lofti
Með vorinu er væntan-
leg bæði hljómplata og
bók frá Bjartmari Guð-
iaugssyni. Hingað til hefur
Bjartmar lagt á borð fyrir
okkur lög og texta en eftir
nokkurt hlé í plötuútgáf-
unni kemur einnig bók
sem inniheldur ljóð, prósa
og myndir.
Bjartmar segir að mynd-
listin hafi alltaf verið aðal-
búgreinin hjá sér, lagasmíð-
amar hafi verið aukabúgrein
og söngurinn sjálfsbjargar-
viðleitni. Þetta kemur óneit-
anlega nokkuð á óvart og
því best að byrja á bytjun-
inni.
Þessa dagana er Bjartmar
að hefja upptökur á nýrri
plötu. Samhliða plötunni
ætlar hann síðan að gefa út
bók. í bókinni verða ljóð af
plötunni og prósar sem eru
hluti af stærra verki, skáld-
sögu sem Bjartmar hefur
lokið við að skrifa. Mynd-
imar í bókinni verða bæði
teikningar, akrílmyndir og
olíumyndir. Bjartmar segist
hafa verið í læri hjá Magn-
úsi A. Amasyni og Þórði
Ben Sveinssyni, og borið
trönumar fyrir Magnús í
nokkur sumur. Það hafi allt-
af verið ætlunin að hasla sér
völl i myndlistinni.
Utgáfa skáldsögunnar
bíður að minnsta kosti
haustsins. Bjartmar segist
hafa skrifað og skrifað í tvö
ár og á endanum setið uppi
með 800 síðna sögu. Og þar
eð hann sé ekki Rússi, vinni
Bjartmar
hann nú að því að stytta
söguna niður í tvö til þrjú
hundmð síður. Skáldsagan
hefur fengið titil, sem ekki
má birta hér, en hvorki plat-
an né mynd- og prósabókin
sem koma út með vorinu,
hafa fengið titil.
Þetta er óvenjulegt miðað
við fyrri vinnubrögð Bjart-
mars, því yfirleitt segist
hann hafa unnið plötumar
sínar út frá titli en ekki öf-
ugt. En þar með er ekki öll
sagan sögð af Bjartmari.
Innan skamms fer hann í
ferð um landið með Manna-
komum og er meiningin að
heimsækja sem flesta staði á
landsbyggðinni. Blúsband-
ið, sem er önnur hlið á
Magnúsi Eiríkssyni, er sið-
an að fara í hljóðver að taka
upp plötu, og þegar sumarið
kemur, verða það Bjartmar
og Blúsbandið sem fara um
landið.
Þótt Bjartmar segi mynd-
listina vera sína aðalbú-
grein, hafa myndir hans
aldrei birst opinberlega. Það
verða þvi tíðindi þegar
mynd- og prósabókin kemur
út, og þegar skáldsagan
kemur, ef Bjartmar styttir
hana þá ekki þar til ekkert
er eftir. Tónlist, textar, sög-
ur og myndir. Þetta minnir á
Mugg, sem líka var með
mörg sverð á lofti. Bjartmar
er einhvers konar Muggur
nútímans.
Sykurmolarnir Björk, Bragi, Þór, Magga, Sigtryggur og Einar Örn.
Líf Sykur-
molanna
framlengt
Þá er tveggja ára þögn
Sykurmolanna rofin, og
sumir velta því fyrir sér
hversu margir leggja við
hlustir í þetta skipti. Eftir
glæsilega byrjun á „Life’s
Too Good“ kom „Here To-
day Tomorrow Next We-
ek“, sem lagði ekki eins
margar hlustir að velli og
sú fyrri. Þá þóttust margir
vissir um að þriðja breið-
sldfa Sykurmolanna réði
því hvort hljómsveitin lifði
eða lognaðist útaf.
Af fyrstu viðbrögðum
að dæma virðist nýja
platan „Stick Around For
Joy“ ætla að ffamlengja
alþjóðlegt líf Sykurmol-
anna. Það er margt sem
gerir „Stick Around...“ að
aðgengilegri plötu en
„Here Today...“. Það sem
gerði þá plötu að vissu
leyti erfiða var að á
disknum amk. voru allt of
mörg lög, eða alls 16.
„Here Today...“ var því
bæði yfirþyrmandi og
sundurlaus.
Að minu mati veðjuðu
Molamir líka á vitlaust
lag þegar þeir völdu „Re-
gínu“ til að ryðja braut-
ina. Það vom mörg önnur
lög betur til þess fallin, til
dæmis „Speed Is The
Key“.
Núna virðast Sykur-
molamir hins vegar hafa
valið rétt lag til að kynna
nýju plötuna sína. „Hit“
hefur gert það gott á bæði
háðum og óháðum vin-
sældalistum í Bretlandi.
Fór i 17. sæti háða list-
ans, sama sæti og Mezzo-
forte náði með „Garden
Party“, og þaut í fyrsta
sæti óháða listans. Þeir dómar sem
undirritaður hefur séð í breskum
blöðum hafa líka verið lofsamlegir.
„Hit“ er meðal bestu laga Sykur-
molanna. Aðallega vegna þess að
það er melódískt en ekki mónótónt
eins og mörg lög þeirra hafa verið.
Hvað melódiu varðar mættu Mol-
amir líta betur til átrúnaðargoðanna
Abba og Boney M. En þeim tekst
hins vegar vel upp með titla. „Hit“
Heimir
Már Pétursson skrifar
getur þýtt „hit- lag“ upp á ensku,
þótt það geri það ekki i textanum í
viðkomandi lagi. Og „Stick Around
For Joy“ er vel heppnaður titill sem
felur í sér áskorun.
Þá er bara spumingin hvort inni-
haldið stendur undir titlinum. í
fyrsta lagi er það mikil framför að á
þessari plötu era tíu lög en ekki
sextán. Þessi tíu lög era líka heil-
steyptara safn en á fyrri plötu.
„Stick Around...“ byijar á ágætri til-
vísun í James Bond í laginu „Gold“,
svo kemur „Hit“, og þá lag sem
vinnur vel á, „Leash Called Love“.
Þar era allir í réttum hlutföllum,
ekki hvað síst Björk og Einar og
gítarleikur Þórs eins og best verður
á kosið.
Trommuleikurinn er mjög svip-
aður í gegnum alla plötuna. Tempó
laganna er mjög keimlíkt. Það er
helst að bragðið sé út af taktinum í
„Chihuahua", sem er að komast í
uppáhald hjá mér, ásamt „Vitamin".
„Stick Around...“ á eftir að staldra
lengur við en „Here Today...“. Þeir
sem bíða eftir tónleikum með Syk-
urmolunum geta farið að hlakka til
fyrirhugaðra tónleika í Reykjavík
um næstu mánaðamót. Þar á eftir
hefst tónleikaferðalag þeirra um
England og meginland Evrópu, og
siðan verður haldið vestur um haf.
Frá Bandaríkjunum berast þær
fféttir að „Hit“ hafi farið beinustu
leið í sextánda sæti Modem Rock-
listans í Billboard, hæst nýrra laga,
og era þetta bestu viðtökur sem
Sykurmolamir hafa fengið til þessa.
Þá er „Hit“ á lista yfir mest spiluðu
lögin á 29 útvarpsstöðvum í Banda-
ríkjunum.
TónVist I
utani
úrl
irrtn- 1
utn
A lj:i_
Hilmar
Örn
Hilmarsson
Það er ekki oft sem eitt-
hvað furðulegt og gott er
gefið út á Islandi. Islensk
tónlist er annað hvort bara
furðuleg eða góð þegar best
lætur.
Islenskir tónlistarmenn era
nefnilega brenndir sama markinu
og aðrir listamenn landsins. Þeir
era alltaf í túnfætinum heima. Út-
víkkun heilans nær yfirleitt ekki
lengra en til heimsmenningar
Reykjavíkur. Plata galdramanns-
ins Hilmars Amar, „ísland“, er því
fagnaðarefni. Loksins hefur ís-
lenskur tónlistarmaður siglt skipi
sínu út úr landhelginni og uppfyrir
veðrahjúpa.
„ísland“ gæti hafa verið gefin út
hvar sem er í sólkerfinu, það er
ekkert sem gerir plötuna sérís-
1
lenska. Hilmar Öm gæti hvort
heldur sem væri verið að bíða eftir
rútuj upp í Borgárfjörð eða ferð út
í geiminn, og hann tekur hlustand-
ann með sér í þetta óræðna ferða-
lag.
Þetta er ekki plata sem maður
lætur líða undir masi yfir kaffi-
bolla. Hún krefst hlustunar. Menn
verða að slökkva á stöðvum amst-
urs og leyfa tónlistinni að ráða
ferðinni. Þótt „ísland" hafi verið
nærri sex ár í vinnslu, kemur plat-
an út sem heilsteypt verk. Hilmar
Öm notar mikið hljóðgervla og
raftækni ýmiss konar, en gerir það
svo smekklega að það er engu lík-
ara en hann hafi fangað hljóm
stjamanna. Styrkur plötunnar ligg-
ur líka í notkun radda og bak-
radda, en þar era margir tilkvadd-
ir, til dæmis Lísa Páls og Björk
Guðmundsdóttir. Söngurinn er þó
aðallega kominn úr barka Davids
Tibets.
Án þess að lasta önnur lög vil
ég sérstaklega vekja athygli á
„The Dream of a Shadow of
Smoke“ og „Merry-Go-Round and
Around". Fyrra lagið er mikil-
fenglegt minningarlag um Karl
Sighvatsson, en bæði era lögin
dæmi um góða lagasmíð og vand-
aða úrvinnslu.
Nýlega var sýnt í Reykjavík
leikrit sem heitir „Dampskipið ís-
land“. Ekki sá ég leikritið, en tit-
illinn vísar í túnfótinn heima.
Plata Hilmars gæti heitið „Geim-
skipið ísland“, og borið þann titil
með réttu. Hilmar skipar einn
fárra íslendinga bekk með alþjóð-
legum tónlistarmönnum um þessar
mundir, en honum ætti ekki að
leiðast þar, hann er meðal jafn-
ingja.
Föstudagurinn 7. febrúar