Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 5
Helgar 5 blaðið
Til varnar velferðarkerfmu
Gu&rí&ur Ólafsdóttir og Tryggvi Friójónsson eru búin aó fó nóg af aóför rikisstjórnarinnar a& velferö-
arkerfinu og vinna ósamt ö&rum aó stofnun samtaka til varnar því. Mynd: Kristinn.
Almannavöm, samtök um
rétdæti. Fólk sem er búið
að fá nóg af árásum ríkis-
stjómarinnar á velferðina,
vill senda stjóminni viðvör-
im.
Þetta byijaði allt með því að
Gísli Helgason kastaði því fram í
Þjóðarsálinni á Rás 2 að rétt væri
að stofha samtök til vamar velferð-
arkerfínu íslenska. Hópur fólks
greip þetta á lofti og á mánudaginn
kemur verður útifundur á Austur-
velli. KJukkan 16.15 ætla menn að
hittast þar, mótmæla aðförinni og
síðan stofna félagið Almannavöm,
samtök um réttlæti, á Hótel Borg.
Fólkið sem myndar undirbúnings-
hópinn er búið að fá sig fullsatt á
niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, í
skólakerfinu og víðar og ætlar að
snúa vöm i sókn og berjast fyrir
réttindum þeirra sem minna mega
sín. Enda hefúr verið að magnast
reiði i þjóðfélaginu, segja aðstand-
endur.
„Hlutverk samtakanna verður að
standa vörð um velferðarkerfið.
Það verður meginhlutverkið,“
sagði Tryggvi Friðjónsson, einn úr
undirbúningshópnum, í samtali við
Helgarblaðið. „Þetta em grasrótar-
samtök og við höfum leitað eftir
stuðningi hjá samtökum fatlaðra,
aldraðra og sjúkra og fengið þar
góðar undirtektir. Við höfum leitað
eftir stuðningi hjá verkalýðshreyf-
ingunni og fengið jákvæðar við-
tökur þar líka. Ymsir forystmenn
launafólks hafa talað á þessum
nótum. Það hefúr hvatt okkur til
dáða að þeir hafa ekki viljað ganga
til samninga fyrr en búið er að
ganga til baka með eitthvað af
þessum breytingum sem ríkis-
stjómin er að gera á velferðarkerf-
inu,“ sagði Tryggvi.
Hann sagði að íslenska þjóðin
hefði að mörgu leyti verið stolt af
velferðarkerfi sínu og litið á það
sem einn af homsteinum þjóðfé-
lagsins. „Það setur að fólki ákveð-
inn óhug við þessar breytingar
vegna árása stjómvalda," sagði
Tryggvi. Almannavöm, samtökin
sem enn á eftir að stofna, telur að
þær grundvallarbreytingar sem rík-
isstjóm íslands og Alþingi em að
gera á velferðarkerfmu njóti ekki
stuðnings þjóðarinnar og að um
slíkar breytingar verði að vera
þjóðarsátt. „Og þá emm við ekki
að tala um þjóðarsáttarsamninga
heldur þjóðarsátt í víðtækum skiln-
ingi,“ sagði Tryggvi.
„Almannavöm krefst þess að
stjómvöld láti af árásum á velferð-
arkerfið og lífskjör þeirra sem eiga
allt sitt undir því. Almannavöm
skorar á ríkisstjóm og Alþingi að
snúa nú þegar við blaðinu, en gefa
þjóðinni ella kost á að segja álit
sitt á áorðnum og fyrirhuguðum
breytingum,“ sagði Tryggvi. Sam-
tökin krefjast þess sem sagt að
menn fái að kjósa um velferðar-
kerfið ef ekki vill betur.
Menntakerfið
„Þá telja samtökin jafnframt að
nú sé svo vegið að rótum mennta-
kerfisins að á engan hátt verði við
það unað,“ bætti Tryggvi við.
Hann sagði undirbúningshópinn
hefði tekið saman nokkra punkta
sem þau leggi áherslu á að verði
teknir til umræðu í þjóðfélaginu á
næstu dögum með það fyrir augum
að knýja á um að stjómvöld taki til
baka þær ákvarðanir er varða vel-
ferðarkerfið. „Þar emm við að tala
um niðurskurðinn á sjúkrahúsum,
og við emm í raun og vem að tala
um niðurskurð í víðtækri merk-
ingu. Við emm að tala um hinn al-
menna spamað í ríkisrekstrinum,
sem verður meðal annars til þess
að skerða stoðþjónustu við fatlaða
og fjölskyldur þeirra. En þessi
þjónusta er forsenda þess að fjöl-
skyldur geti annast fatlaða einstak-
linga heima. Við emm að tala um
Landakotsmálið, tökum undir með
ritstjómargrein Morgunblaðsins
þar sem varað var mjög eindregið
við þessum flumbrugangi ráðherra.
Við emm að tala um skerðingu
grunnlífeyris, bæði elli- og örorku-
lífeyris, við erum að tala um hækk-
un lyfjakostnaðar og lækkun
bamabóta. Við emm að tala um að
námsmöguleikar hafi verið skertir
með ýmsum hætti á öllum skóla-
stigum. Við erum að tala um að
kostnaðarhlutdeild sjúkra, fatlaðra
og aldraðra hafi verið aukin á
flestum sviðum heilbrigðiskerfis-
ins. Og þama viljum við snúa til
baka,“ sagði Tryggvi.
Fólk fullsatt
Þegar að stofhun samtakanna
kemur getur hver sem er gengið i
þau. Tryggvi sagði að undirbún-
ingshópurinn væri fyrst og fremst
vinnuhópur til að koma samtökun-
um á koppinn. „Síðan ræðst það á
þessum fúndi hveijir fara í stjóm
samtakanna. Þá ræðst það af undir-
tektum fólks hvert framhaldið
verður. Við sem fórum að stað
með þetta teljum að mjög margir
séu búnir að fá sig fúllsadda á
þeim breytingum sem hafa dunið
yfir og það sé komið að því að
veita stjómvöldum viðvömn.
Benda þeim á að í þessum hópi séu
kjósendur sem sætti sig ekki við
þessa aðför öllu lengur,“ sagði
Tryggvi.
Hann sagði að hópurinn væri
ekki tilbúinn með tilteknar lausnir
í stað niðurskurðarins en að mark-
mið til að byija með væri að
hrinda aðförinni að velferðarkerf-
inu. „Við munum síðan í fram-
haldinu vera tilbúin að skoða þetta
og ræða leiðir til lausnar vandans,“
sagði Tryggvi.
I undirbúningshópnum era
Selma Dóra Þorsteinsdóttir, Gísli
Helgason, Tryggvi, Guðríður Ól-
afsdóttir og Jónas Jónasson.
WMmtbók sem ber nafn með rentu
Raunvextir Metbókar eru nú 7%.
Árið 1991 voru raunvextir Metbókar 5,96% fyrri hluta árs og 8,12%
seinni hlutann reiknað á ársgrundvelli. Meðalraunvextir voru 7,03%.
Einfaldur binditími.
Hver innborgun á Metbók er aðeins bundin í 18 mánuði. Eftir það er hún alltaf
laus til útborgunar. Að þessu leyti er Metbók frábrugðin öllum öðrum bundnum
innlánsreikningum.
Vextirnir alltaf lausir.
Vextir Metbókar eru lagðir við höfuðstól tvisvar á ári og eru alltaf lausir til
útborgunar. x
Skiptikjör tryggja bestu ávöxtun.
í lok hvers vaxtatímabils er gerður samanburður á nafnvöxtum bókarinnar og
verðtryggðum kjörum að viðbættum tilteknum vöxtum. Ávöxtun ræðst af því hvor
kjörin eru hagstæðari hverju sinni.
Spariáskrift.
Tilvalið er að safna reglubundið inn á Metbók með aðstoð Sparnaðarþjónustu
Búnaðarbankans. Þá er umsamin fjárhæð millifærð reglulega af öðrum
bankareikningi, t.d. Gullreikningi.
Veðhæf bók.
Metbókin er veðhæf en hana er einnig hægt að fá sem bókarlausan sparireikning.
BLINAÐARBANKINN
- Tmustur banki