Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 10
Melgar 10 blaðið
Útgefandi: Fjörðurinn sf.
Framkvæmdastjóm og hönnun:
Sævar Guðbjömsson.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Ámi Þór Sigurðsson,
Sigurður Á. Friðþjófsson.
Fréttastjóri:
Guðmundur Rúnar Heiðarsson.
Ljósmyndari:
Kristinn Ingvarsson.
Prófarkalesari:
Hildur Finnsdóttir.
Umbrot:
Silja Ástþórsdóttir.
Auglýsingar:
Svanheiður Ingimundardóttir,
Unnur Ágústsdóttir.
Dreifing:
Sveinþór Þórarinsson.
Heimilisfang:
Síðumúli 37,108 Reykjavík.
Sími á ritstjórn og afgreiðslu: 681333.
Auglýsingasími: 681310 og 681331.
Prentun: Oddi hf.
Hleypt af stokkunum
Helgarblaðið hefur nú göngu sína. Eins og lesendur sjá, er
efnisval fjölbreytt enda ætlunin að blaðið geti höfðað til sem
flestra lesenda, bæði yngri kynslóðarinnar og eins þeirra sem
eldri eru. Ritstjóm blaðsins er umhugað um að vanda efnistök
og alla vinnu við blaðið.
Þau tíðindi gerðust á fjölmiðlamarkaðinum um síðustu helgi
að Þjóðviljinn hætti að koma út, en þar með varð íjölmiðlaflór-
an óumdeilanlega fátækari. Það er einn af homsteinum lýðræð-
issamfélagsins að öll sjónarmið eigi greiðan aðgang að almenn-
ingi, en það kallar á íjölbreytta fjölmiðlun. Það er markmiðið
með útgáfu Helgarblaðsins að auka fjölbreytnina, halda uppi
málefnalegum málflutningi um helstu svið mannlegs lífs og
sinna sérstaklega þeim lesendum sem hafa nú til færri blaða að
venda. Helgarblaðið mun leitast við að verða gagnrýnin rödd til
vinstri. Rödd sem ber fyrir bijósti hag almennra launamanna og
lítilmagnans í samfélaginu, rödd sem snýst til vamar velferðinni
og elur á bjartsýni og kjarki til að skapa hér réttlátara og byggi-
legra samfélag. Ekki sist mun Helgarblaðið eftir megni taka af-
stöðu með þeim sem eiga sér formælendur fáa eða enga, en
stærsti hópurinn af því tagi í samfélaginu er án nokkurs vafa
bömin og unglingamir, sem iðulega em homreka vegna þess að
enginn tekur málstað þeirra og berst fyrir honum. Engu að síður
býr framtíðin í bömum okkar, þótt upp á síðkastið hafi fortíðin
verið eitt helsta umræðuefni þjóðmálanna. Ráðamenn dagsins í
dag mega biðja um að bömin okkar verði ekki fortíðarhyggju-
fólk þegar þau erfa landið því þá er eins víst að þeir fengju ým-
islegt í hausinn. Þess vegna er ávallt brýnt að horfa björtum
augum til framtíðarinnar. Þótt eitthvað bjáti á um stundarsakir
skal eigi gráta Bjöm bónda.
Helgarblaðið er í senn gagnrýnið blað og jákvætt. Það gagn-
rýnir það sem miður fer í samfélaginu en bendir jafnframt með
jákvæðum hætti á leiðir til úrbóta. Helgarblaðið ætlar sér að
verða rödd sem eftir er tekið, rödd sem skiptir máli og kemur
með ferskan blæ inn á fjölmiðlamarkaðinn.
Ríkisstjómin og meirihluti hennar á Alþingi hefúr á undan-
fomum mánuðum verið að gera stórfelldar breytingar á islenska
velferðarkerfinu sem svo er kallað. Stjómin hefur valið sér
kjörorðið „Velferð á varanlegum granni“ en aðgerðir hennar
tala skýrastu máli um það hversu mikil öfúgmæli felast í þeim
kjörorðum. Á meðan sífellt er seilst lengra ofan í vasa sjúkra,
eldri borgara, námsmanna og bamafjölskyldna era hundrað
miljóna greidd út úr fýrirtækjum til hluthafa - skattfijálst. Þess-
ar aðgerðir era svo varðar með því að þær séu löglegar. Jafnvel
klerkastéttin heldur uppi málsvömum fyrir siðleysið og segir:
Öfundið eigi!
Hér skiptir vitaskuld engu máli hvort óréttlætið er löglegt eða
ekki. Óréttlæti er og verður óréttlæti og það er verkefni samtaka
launafólks og félagshyggjufólks, hvar í flokki sem það stendur,
að beijast gegn því.
Þegar samtök launafólks ganga nú til viðræðna við atvinnu-
rekendur og ríkisvald um nýja kjarasamninga verður það að
vera forgangsverkefni að auka kaupmátt launa, mest hjá launa-
Iægstu hópunum, en einnig og ekki síður að standa vörð um
velferðarkerfið og réttindamál launafólks, sem ríkisstjómin hef-
ur annað hvort þegar skert eða ætlar sér að skerða. í þeim slag
dugar ekkert pískur á göngunum í Borgartúni, það dugar ekkert
minna en hróp og köll á torgum. Stjómarandstaðan og samtök
launafólks verða nú að taka höndum saman við hin nýju
grasrótarsamtök Almannavöm og brjóta á bak aftur
gerræðislegar aðgerðir ríkisstjómarinnar - þannig verður sam-
takamátturinn öflugastur.
Fýluför
Ingólfur Alþýðublaðsritstjóri á naumast orð
til yfir það, hvílíkur yfirburða kjarkmaður Jón
Baldvin sé. Hann hætti nánast lífi og limum
með því að boða til fundar með bændum til
þess að sannfæra þá um það hvað hann sé snjall
samningamaður fyrir hönd bændastéttarinnar.
Raunar hefur ekki annað frést en að Jón hafi
sloppið nokkumveginn hcilskinnaður frá þess-
um mannraunum. Hilt kann frcmur að vera, að
æran hafi eitthvað látið á sjá.
En Jón Baldvin var, sem betur fór, ckki einn
síns liðs á þessu háskasamlcga ferðalagi. Hann
hafði m.a. í farteski sínu hagfræðilærðan fund-
arstjóra, meira að segja úr sjálfu ráðuncytinu.
Það var hyggilegt, því auðvitað cr búandkörlum
út á landi ekki treystandi til þess að stjórna
fundi svo nokkur mynd verði á. Og hagfræðin
lætur ckki að sér hæða. Hún komsl að þeirri
niðurstöðu að hagkvæmast væri fyrir ráðherr-
ann að hann fengi að vaða elginn endalaust cn
öðrum væri nánast sagt að þcgja. Og náttúrlcga
var það hættuminnst fyrir niálstað ráðherrans.
Það duldist auðvitað
hvorki fundarstjóranum
né ráðhcrranum sjálfum.
Og svo kom úrskurður-
inn frá háborðinu: Hans
hágöfgi, ráðherrann,
mátti tala cins oft og
lcngi og honum þóknað-
ist cn óbreyttir mcnn
fengju allra náðarsamlcgasl 5 mínútna (íma til
fyrirspuma. Tæki því ckki fyrir þá að vera að
ónáða ræðustólinn, cnda cðlilcgt að hann væri
aðeins fyrir hina mciri hállar mcnn - og gælu
fyrirspyrjcndur bara borið fram spumingar úr
sætum sínum. Trúboðar kunna til vcrka. Flcstir
munu hafa hlýlt þcssum hagfræðilcgu fundar-
sköpum, vitandi það að cinræður ráðhcrrans
bára aðeins votl um vcikan málstað manns scm
vildi forðast rökræður.
Þrátt fyrir þessar varúðarráðstafanir var þó
ýmsum spumingum varpað að ráðhcrranum.
Þeim svaraði hann annað tveggja með vífilcngj-
um og innantómu málæði cða alls cngu. Og
þegar svo fundarmcnn vildu bcra upp ályktanir
slitu þeir kumpánar bara fundi og lilupu hcim til
sín.
Það virtist koma ráðhcrranum og fylgifé hans
algerlega á óvart hversu bændur voru vel að sér
um GATT-tilboð Dunkels. Hann hélt að hann
gæti matað menn að vild sinni, sagt það sem
honum sýndist, þagað um annað. En svo mætti
hann þama mönnum sem hölðu gert sér fulla
grein fyrir því hvers eðlis þetta óskabam ulan-
ríkisráðherrans er.
Þessir fundir voru ekki haldnir til þess að
upplýsa heldur blekkja. Þessvegna hafa þeir rýrt
álit manna á ráðherra og var þó ekki af miklu að
taka.
Magnús H. Gíslason
I3:iíí ftís.;. „
dfcí
Hægri pressan
Fróðlegt var að lesa ýmis þau eft-
irmæli sem Þjóðviljinn hlaut í
síðasta blaðinu. í»ær voru t.d.
kaldar kveðjumar sem Jón Bald-
vin Hannibalsson sendi blaðinu.
Sömuleiðis kvað Jónas Kristjáns-
son ritstjóri upp þungan dóm,
þótt í sumu sýndist mér hann í
raun vera að lýsa eigin skriíum í
þeim orðum sem hann lét falla
um Magnús Kjartansson.
I raun cr það algjört aukaatriði hvort
mcnn hafa verið sammála skrifum pólit-
ísks blaðs. Ef um það citt væri að ræða
gæti ég að sjálfsögöu tekið undir ýmsar
þessar köldu kveðjur. Eg hef ætíð verið
andslæðingur kommúnismans, svo ég tali
nú ekki um ýmissa harðstjóra og ofbeld-
ismanna scm skákuðu í skjóli hans, eins
og l.d. Stalíns. Það er hins vegar ekki
neitt aðalatriði í þessu tilfelli.
Til umræðu crmiklu fremur rétlurinn
til þcss að koma skoðun sinni á framfæri.
Þótt kommúnisminn hafi reynst, þegar
upp cr slaðið, lil lílillar gæfu þeim sem
hann aðhylltust, verður því ekki neitað að
stór hluti mannkyns greip til hans í ör-
væntingarfullri tilraun lil að hrynda af sér
oki og kúgun og arðráni yfirstéttar og
hcrkonunga. En jafnvel það cr aukaatriði.
Kjami málsins er hvort allar skoðanir eigi
ckki rétt á málsvara í lýðræðisríki? Því
svara ég jálandi, a.m.k. innan þeirra
marka að ckki séu boðuö ólýðræðisleg
vinnubrögð og valdrán. Það lýsir satl að
scgja ótrúlcgri skammsýni að fara svo
hörðum orðum um Þjóðviljann hcitinn
cins og fram kom hjá ofangrcindum ein-
staklingum.
Sú mikla brcyting. scm á undanfömum
árum hefur orðið á fjölmiðlahciminum,
hlýtur að vckja mciin lil umhugsunar um
það hvort lýðræðinu sé hætt. Ekki verður
á móti því mælt að aðstaða til þcss að
koma hinum ýmsu sljórnmálaskoðunum
á framfæri cr orðin mjög ólík í þcssu
þjóðfélagi. Þótt málgögn hægri manna
hafi lcngi vcrið útbrciddust og öfiugust í
þessu landi var það þó varla svo að úrslit-
um réði. Málgögn vinstri- og miðju-
manna vora einnig allsstaðar vel að-
gengileg. Nú hcfur þctta breyst. Nú má
heita að Morgunblaðið ásamt DV, það er
að segja hægri pressan, sé einráð í blaða-
heiminum. Sjónvarp og hljóvarp er að
sjálfsögðu á sínum stað og eiga að hcita
hlutlausir fjölmiðlar. Staðreyndin er þó
sú að ríkisstjóm á hverjum tíma á stórum
auðveldari aðgang að sjónvarpi en stjóm-
arandstaða.
Sumar þjóðir eins og t.d. Norðurlöndin
Ieggja á það mikla áherslu að gera öllum
stjómmálaflokkum og stefnum kleift að
koma skoðunum sínum á framfæri. Veitt-
ir eru miklir styrkir úr ríkissjóði til þess
að stjómmálaflokkar megi starfa sem
Steingrímur
Hermansson skrifar
frjálsast og blaðaútgáfa á vegum þeirra
nýtur mikillar aðstoðar. Hér á landi lét
Friðrik Sophusson það verða eitt sitt
fyrsta verk að draga úr slíkri aðstoð og í
raun veita litlu blöðunum náðarhöggið.
Vel má vera að dagblöð, gefin út af
stjómmálafiokkum, séu úrelt fyrirbæri.
Að minnsta kosti kappkostar hægri press-
an að kalla sig óháða. Það er hún þó að
sjálfsögðu ekki. Hvað sem því Iíður verð-
urhinu ekki neitað að því fer víðsíjam að
aðstaða stjómmálaflokkanna sé svipuð til
þess að koma skoðunum sínum á fram-
færi. Það tel ég í raun hið alvarlegasta
mál fyrir lýðræðið.
Þessi aðstaða er reyndar ólík að mörgu
öðru leyti en i blaðaútgáfu. Flokkarnir
búa við afar misjafna aðstöðu til þess að
fylgjasl sem best með því sem er að ger-
ast í umheiminum. Við íslendingar sog-
umst jafnt og þétt inn í nánara, alþjóðlegt
samstarf. Það er að ýmsu leyti mjög
vandmeðfarið fyrir smáþjóð. Tökum til
dæmis hið evrópska efnahagssvæði og
Evrópubandalagið sem slíkt. Þingmenn
og ýmsir fulltrúar fiokkanna þurfa að fá
tækifæri til þess að kynna sér slík mál
sem best og öðruvísi en af afspum einni.
Þótt ýmsum þyki ferðalögin mikil, verður
því miður ekki hjá því komist að við tök-
um þátt í fjöldamörgum alþjóðlegum
funduin og ráðstefnum, bæði til þess að
kynnast og til þess að hafa áhrif á gang
mála. I þessu sambandi hafa stjómar-
flokkar langtum betri aðstöðu cn stjómar-
andstaða, að minnsta kosti hér á landi.
Það hefur hins vcgar vakið athygli mína,
hve fjölmenn stjómarandstaða ýmissa
einráð
landa er á sumum slíkum fundum. A
Norðulöndunum t.d. fær stjómarandstað-
an ríflega styrki til þess að taka þátt í
slíku. í Vestur-Þýskalandi og í Bandaríkj-
unum era sérstakar stofnanir á vegum
stjómmálaflokkanna sem standa fyrir al-
þjóðlegri þátttöku þeirra og fræðslustarf-
semi um heim allan. Þessar stofnanir fá
miklar fjárveitingar úr ríkissjóði viðkom-
andi landa.
Vel má vera að kaup á dagblöðum
stjómmálaflokka séu úrelt fyrirbrigði.
Um hitt er ég hins vegar sannfærður að
auka þarf veralega opinbera aðstoð við
starfsemi stjómmálaflokkanna. Þeir geta
þá ráðið því hvemig þeir ráðstafa slíku
fjármagni, hvort því er varið til útgáfu-
starfsemi í keppni við hægripressuna eða
á annan máta til þess að kynna sína
stefnu og til þess að byggja upp flokks-
starfið með fiindum, ráðstefnum, alþjóð-
legri þátttöku o.s.frv. Ekkert skal ég um
það fullyrða hvort sú hægri stjóm sem nú
situr fellst á slíka skoðun. Aðfor hennar
að sjálfum grandvelli okkar þjóðskipu-
lags og velferðar, heilbrigðis- og mennta-
kerfinu, gefur ekki miklar vonir um víð-
sýni. Að öllum líkindum eru þeir flokkar
sem að ríkisstjóminni standa, jafnvel Al-
þýðuflokkurinn, hæstánægðir með
ástandið eins og það er nú. Sú kalda
kveðja sem Þjóðviljinn fékk gefur ekki
miklar vonur um víðsýni. Ekki er þó rétt
að gefa lýðræðið upp á bátinn. Fulltrúar
stjómmálaflokkanna þyrftu að ræðast við
og skoða af fullri alvöra þau mál sem ég
hef hér hreyft.
Þær fyrstu opinberu ádeilur sem ég
fékk kornu frá Þjóðviljanum. Ég var ný-
kominn til landsins frá námi erlendis og
fiutti erindi á fundi Verkfræðingafélags
íslands um erlenda fjárfestingu og sam-
starf okkar íslendinga við erlenda aðila
um uppbygginu orkuffeks iðnaðar. Þá
birti Þjóðviljinn stóra frétt um það að ég
vildi selja landið. Mér sámaði þetta svo
að ég var að hugsa um að fara í meið-
yrðamál við blaðið. Faðir minn réð mér
hins vegar frá því og kvað slíkt aðeins
verða til þess að skerpa umræðuna og
herða. Síðan hef ég í gegnum árin iðulega
fengið kaldar kveðjur frá Þjóðviljanum,
en ég hef lært að ráð foður míns vora rétt.
Ég hef látið kveðjumar sem vind um eyra
þjóta. Alþýðubandalagið, eða hvað það
sem sá flokkur hefur heitið í gegnum ár-
in, á rétt til sinna skoðana og til að koma
þeim á framfæri. Ég get jafnvel ekki neit-
að því að nú sakna ég Þjóðviljans.
Fösludagurmn 7. fcbrtar