Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 9

Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 9
Helgar 9 blaðið I Kvikmyndin Ingaló verður frum- sýnd á morgun, laug- ardaginn 8. febrúar, samtímis í Stjömubíói í Reykjavik og Isafjarðar- bíói. Úr ástarsenu meb Vilhjálmi og Inguló. Ingaló var tekin upp á Drangsnesi, Hólmavík, Flateyri, Suðureyri og fleiri stöðum á Vestfjörð- um og Vesturlandi sl. sum- ar. Hún fjallar um 17 ára stúlku úr litlu sjávarplássi á Ströndum sem lendir í útistöðum við foreldra sína, fer að heiman og ger- ist kokkur á 100 tonna bát sem gerður er út frá Vest- fjörðum. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfúndur er As- dís Thoroddsen. Hún er fædd í Reykjavík 1959 og lauk námi frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð 1978. Asdís vann við sjónvarp og kvikmyndir um nokk- urra ára skeið, m.a. sem skrifta og aðstoðarmaður leikstjóra. Árið 1983 lék Asdís aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Skilaboð til Söndru“ og sama ár hóf hún nám í kvikmyndaskól- anum í Berlín. Náminu lauk hún 1989. Ásdís hefiir gert Qölda stuttra mynda en Ingaló er fyrsta kvik- mynd hennar í fullri lengd. Með helstu hlutverk í myndinni fara Sólveig Amarsdóttir, Haraldur Hallgrímsson, Þráinn Karlsson, Ingvar Sigurðs- son, Eggert Þorleifsson, Bjöm Karlsson, Magnús Ólafsson, Bessi Bjamason, Jón Hjartarson, Stefán Jónsson, Gísli Halldórs- son, Bríet Héðinsdóttir, Þorlákur Kristinsson, Þór Hrafnsson Tulinius, Ámi Pétur Guðjónsson og Ró- bert Amfinnsson. Fjöldi annarra leikara og Vest- firðinga kemur einnig ffam í myndinni. Tahvo Hirvonen sá um kvikmyndatöku, Martin Steyer hljóðupptöku, Anna Th. Rögnvaldsdóttir sá um leikmynd og Valdís Ósk- arsdóttir klippingu. Fram- leiðendur myndarinnar eru Martin Schluter, Albert Kitzler og Heikki Takkin- en. Kvikmyndin var styrkt af Kvikmyndasjóði ís- lands, Finnska kvikmynda- sjóðnum og Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópu- ráðsins. Kvíðablandin tilhlökkun Ingaló er 17 ára stúlka úr litlu sjávarplássi á Ströndum. Hún lend- ir í útistöðum við foreldra sína, er send suður í rannsókn og lendir í ástarævintýri með sér mun eldri manni, Vilhjálmi. Hún ræður sig svo sem kokk á bátinn Matthildi en gæftir eru slæmar, dallurinn bilar og því er haldið til heimahafhar bátsins. Utgerðarmaðurinn og aðal- drifljöðrin í bænum er þá enginn annar en Vilhjálmur. Hlutverk Ingulóar í samnefndri kvikmynd Ásdísar Thoroddsen er mjög veigamikið hlutverk einsog á þessari stuttu sögurakn- ingu sést og því mikið í húfi að vel takist til um val í hlutverkið. Sú sem fer með þetta burðarhlutverk myndarinnar er Sólveig Am- arsdóttir, tvítug stúlka úr Reykjavík. Hún á ekki langt að sækja leikhæfileikana því for- eldrar hennar eru Arnar Jónsson leikari og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. „Þetta er í ættinni. Ég er búin að fást við leik frá 9 ára aldri en hef verið viðriðin leik- hús alveg frá fæðingu. Ég hef sjálfsagt drukkið bakteríuna í mig með móðurmjólk- inni,“ sagði Sólveig í spjalli við Helgarblað- ið. Sólveig hefur leikið töluvert á sviði áður og einnig einusinni í kvikmynd. „Ég lék lítið hlutverk í Stellu í orlofi og það var nóg til þess að ég fékk smjörþefinn af þessu.“ Én hvemig taka foreldrar hennar því að hún feti svona í fótspor þeirra? „Þau em beggja blands. Þau vita að þetta er erfítt starf sem krefst bæði tíma og orku en jafnframt er það ekki vel launað starf. En auðvitað hvetja þau mig og þau geta ráðlagt mér um flest sem viðkemur starfinu. Þótt ég „Ingaló minnir á Sölku Völku Halldórs Laxness, en Mynd Krislinn. hafi fengist töluvert við leik þá er mín mesta reynsla samt komin frá þeim.“ Hvernig stóð á því að þér bauðst þetta hlutverk? „Þetta var lengi vel spumingin um mig og aðra stelpu. Hún reyndist svo upptekin við annað og þá var ég beðin að koma í prufutöku. Niður- staðan úr því var að mér var boðið hlutverkið og mín fyrstu viðbrögð vom þau að ég varð skíthrædd. Ég óttaðist það að taka að mér svona burðarmllu þar sem ég er ekki út- lærður leikari. Þetta var feikna áskomn og eiginlega ekki hægt að víkjast undan henni.“ Sólveig er nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hvemig hefur gengið að sam- ræma námið og leiklistina? „Ég á eftir eitt ár í stúdentinn. Eðlilega hefur leiklistin tafið námið. Það hlýtur alltaf að gerast þegar aðrir hlutir em teknir fram yfir námið. Undanfarin þijú ár hef ég tekið þátt í sýningum Herranætur og það bitnar á námsárangrinum. En maður lærir víðar en í skólum og leiklistin hefur verið erfiður og gefandi skóli.“ Hver er Ingaló? „Hún er 17 ára gömul stúlka. Hún er ákveðin og hleypir ekki tilfinningunum mik- ið út fyrir skelina og þar af leiðandi hleypir hún ekki öðmm inn lýrir, nema hún neyðist til þess. Ingaló passar ekki inn í samfélagið í þorp- inu svo hún rífur sig burt frá því. Kvik- myndin er því þroskasaga þessarar stúlku. Það er í sjálfu sér óvenjulegt, því yfirleitt íjalla þær þroskasögur sem hafa verið ritaðar á Islandi um unga stráka í dúfnakofa. Hall- dór Laxness er þó undantekning þar á. Hann er slíkur listamaður að hann getur sett sig inn í hugsanir stúlkna jafnt sem pilta." Tolli líkir Inguló við Uglu í Atómstöðinni. Ertu sammála því? „Nei, hún minnir mig meira á Sölku Völku. Það kann þó að stafa af því að ég er að æfa hlutverk Sölku fyrir uppfærslu Herra- nætur á leikritinu. Það er sjálfsagt töluverð Ugla í Inguló líka.“ Finnurðu sjálfa þig í hlutverki Ingulóar? „Á vissan hátt finn ég samhljóm með henni. Það er margt líkt með okkur en líka margt ólíkt. Hún lætur ekki vaða yfir sig og er óhrædd að segja sínar skoðanir. Hinsveg- ar held ég að hún sé mun alvarlegri en ég dagsdaglega.“ Nú em bara nokkrir dagar þar til kvik- myndin verður fmmsýnd. Hvemig tilfinning er það? „Ég hef ekki séð eitt einasta skot úr mynd- inni þannig að i raun og veru veit ég ekki við hverju ég má búast. Ég fæ að sjá mynd- ina fyrir fmmsýninguna og mér finnst það mjög gott. En stærsta tilfinningin þessa daga er kvíði, sem vissulega er blandinn tilhlökk- un. Það verður mjög skrítið að setjast niður og horfa á afrakstur sumarsins, sjá hvemig i henni er sjálfsagt töluverö Ugla lika." til hefur tekist með leikinn, en ekki síður það að upplifa þetta timabil aftur. Þetta timabil var skemmtilegt, sérstakt og erfitt og þar af leiðandi þroskandi. Þetta var hörku vinna á meðan á þessu stóð og ég komst ekki hjá þvi að kynnast fólkinu mjög vel. Við fómm í fimm vikur út á land. Við byijuðum tökur á Hólmavik og Drangsnesi og fómm svo til Flateyrar og Suðureyrar og tókum upp þar. Á meðan á tökum stóð tmfl- aði ekkert einbeitinguna. Hugurinn snerist um þetta 24 tíma á sólarhring.“ Þú ert staðráðin i því að gerast leikari, þrátt fyrir að það hafi í för með sér mikla vinnu og léleg kjör. „Maður veit aldrei hvað lifið ber í skauti sér en ég hef allavega hug á að láta reyna á það. Það verður svo að koma í ljós hvemig það fer. Það er nú svo með listina að maður getur ekki skorðað hana niður.“ Að lokum Sólveig. Tolli lýsir þér sem samblandi af álfi og trölli. Hvað segirðu um það? „Ég hef nú ffekar verið kennd við dverga en tröll, vegna smæðar minnar. En það er kannski eitthvað til í þessu hjá honum.“ möskvana með sögum víðsvegar að. Undirstaða sögunnar er hið staðbundna lífþorpsins í samspili við gullgrafarastemmningu sem fylgir farandverkamönnum. Sjálfur þekki ég líf farandverka- mannsins en í Inguló er ég kom- inn hinurn megin við borðið og leik þar útgerðamianninn Vil- hjálm. Ég hef samúð með honum. Nútíma þjóðsögur „Ingaló er m.a. byggð á nú- tíma þjóðsögum sem eru i gangi í verbúðunum. Þetta eru dramatískar sögur, oft ferle^a fyndnar. Þetta eru síðbunar drykkjusögur, hreystísögur og alltaJf stutt í öfgana,“ segir Þorlákur Kristinsson, Tolli, um kvik- myndina Inguló, en hann leikur útgerðarmanninn Vilhjálm, sem flekar stúlkuna Inguló. „Sagan af Dynkinum er t.d. fræg. Þrír sjómenn vom staddir í Bjamarey. Þá gerði mikla roku og sviptivindur feykti einum þeirra fram af bjargbrúninni. Félagar hans vom vissir um að þar hefðu þeir séð það síð- asta af honum héma megin. En þeim sem flaug fram af bjargbrún- inni tókst ein- hvemveginn að krækja sér saman í loftinu og féll ofan í sjóinn án þess að skaddast. Þegar honum skaut aftur upp kall- aði hann til félaga sinna: Heyrðuð þið dynkinn, strákar? Eftir það gekk hann ætíð undir nafninu Dynkurinn. Kveikjan að sögu Ásdísar varð til þegar hún var á vertíð í Bol- ungarvík. Þaðan kemur persónan Ingaló. Ásdís hefur síðan þétt Tolli segir aö Ingaló geisli af sannri íslenskri feguró. Hún sé sambland af álfi og trölli. Þetta er vel menntaður maður, fæddur með gullskeið í kjafti. Hann erfir útgerðina og plássið en hefði sennilega helst viljað fara út í arkitektúr, ef hann hefði sjálfur fengið að ráða. I stað þess situr hann uppi með þetta fyrirtæki og þorpið. Þegar hann grípur til þess að sökkva skipinu fmnst honum hann vera að bjarga samfélaginu. Hann á auðvelt með að réttlæta glæpinn fyrir sjálfum sér, einsog sennilega ílestir sem fremja glæp. Einsog þú heyrir þá er ég hlaupinn í bullandi vöm íyrir Vilhjálm. Til þess að geta leikið hann varð ég að skilja hann, trúa honum og standa með honum, og það geri ég enn. Vilhjálmur flekar stúlkuna In- guló. Samband hans við hana er flótti frá raunveruleikanum. Þegar hann fellur fyrir stúlkunni er hann að brjóta upp skyldur sínar og kvaðir. Ingaló er engin venjuleg fegurð- ardís heldur geislar af henni sönn íslensk fegurð, sambland af álfi og trölli. Hún er dálítil Ugla. Þetta er ung stúlka með stór augu. Hjá henni er aldrei að finna neina und- irgefni frekar en hjá útnesjafólki. Það var mjög gott að leika á móti Sólveigu. Til þess að sam- leikurinn yrði sannfærandi varð ég að sannfæra mig um að ég gæti fallið fyrir mótleikaranum. Það var ekkert vandamál," sagði Tolli. Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.