Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 18

Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 18
Helgar 18 blaðið Otello afmælis- / gjöf Operunnar Óperan Otello eftir Giuseppe Verdi verður frumflutt í ís- lensku óperunni á sunnudag. Þessi viðamikla sýning á einu af stórvirkjum óperuheimsins teng- ist því að um þessar mundir eru liðin tíu ár síðan íslenska óperan fékk fastan samastað í Óperu- húsinu við Ingólfsstræti, þar sem áður var Gamla bíó. Það má því með sanni segja að þessi upp- færsla sé afmælisgjöf íslensku óperunnar til íslenskra óperu- unnenda. Garðar Cortes, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Keith Reed syngja stærstu hlutverkin í sýningunni. Garðar starfar nú sem óperustjóri í Gautaborg í Svíþjóð. Hann gerði hlé á þeim störfum til að taka þátt í Sótthreinsaður Emil í Kattholti Börnin voru fjörug, skemmtileg og skýrmælt og virtust hafa gaman af ab vera á leiksviöinu. Mynd Jim Smart. Þjóðleikhúsið Gmil ■ Kattholti eftir Astrid Lindgren Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og búningar Karl Aspelund Lýsing Páll Ragnarsson Dansar María Gísladóttir Tónlist Georg Riedel Hljómsveitarstjóri Jóhann G. Jó- hannsson Þýðandi Vilborg Dagbjartsdóttir Þýðandi söngtexta Böðvar Guðmundsson Leikritið um smálenska ærslabelg- inn F.mil í Kattholti var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðið miðvikudagskvöld. Leikurinn snýst um nokkur af prakkarastrikum Emils, sem Astrid Lindgren gerði fyrst fræg- an í samnefndum bókum: Emil reynir að sleikja innan súpuskál og festist í henni, hann vill leyfa ídu systur sinni að njóta útsýnis yfir sveitina og hífir hana upp í fánastöng, hann læsir foð- ur sinn inni á kamrinum, með afleið- ingum sem hljóta að teljast ófyrirsjá- anlegar, og svo framvegis og svo framvegis. Það em reyndar þessar ófyrirsjáan- legu afleiðingar sem geta gert sögurn- ar af Emil fýndnar. Hann ætlar sjaldnast að gera neitt illt af sér held- ur snúast atvikin einhvem veginn honum í óhag enda tekur hann upp á ótrúlegustu hlutum. Hann vill til að mynda bara leyfa ídu að njóta útsýnis yfir sveitina þegar hann dregur hana upp í fánastöngina og ída hefúr síður en svo nokkuð á móti flugferðinni - það er ekki fýrr en fjöldi fólks er mættur til veislu í Kattholti og ída hangir enn við hún, að gamanið kám- ar. Eða gerði það, hér á áram áður. Það er ekki gott að segja hvað veldur - ef til vill ber verkið aldurinn illa, viðhorf til bama og „réttrar" hegðun- ar þeirra hefur vissulega breyst síðan Astrid Lindgren skrifaði sögumar af Emil - en kannski var sýning Þjóð- leikhússins á miðvikudagskvöldið einfaldlega of máttleysisleg, í það minnsta sýndust óknyttir Emils held- ur meinlausir. Sýningin er að vísu ákaflega vel snyrt og fáguð. Þýðingar Vilborgar Dagbjartsdóttur og Böðvars Guð- mundssonar eru smellnar og skemmtilegar nú sem fýrr og um- gjörðin er hin ágætasta, sýnir okkur Kattholt sem örlítið annarlegan heim einhvern tímann hér á áram áður. Leikmyndin er falleg, og fellur í alla staði vel að leikriti og leiksviði, bún- ingar vel heppnaðir og í stíl við bæði leikmynd og leikrit, Ijósanotkun nokkuð góð svona yfirleitt. Ekki er annað að sjá cn leikstjóri hafi unnið verk sitt vel og af samviskusemi, en sýningin virðist sótthreinsuð um of. í hana skortir bæði orku og sannfær- ingarkraft. Þar er ekkert illa gert, bara oft af litlum áhuga, sem gerði að verkum að sögumaraf Emil gátu orð- ið nokkuð langdregnar á stundum, og gaf hin ágæta hljómsveit sýningarinn- ar langlokutóninn þegar í upphafi þegar áheyrendum var gert að hlusta á forleik hennar alllanga hrið á með- Gunnarsdóttir skrifar an dáðst var að rauða tjaldinu fallega fyrir stóra sviði Þjóðleikhússins. Það er ekki við aðalhlutverkin, þau Emil og ídu, að sakast. Bæði er þeim vel leikstýrt og eins bar leikur þeirra Sturlu Sighvatssonar og Anitu Briem af leik annarra á frumsýningu, en þau skiptast á við Jóhann Ara Lárasson og Álfrúnu Örnólfsdóttur um að leika systkinin í Kattholt. Þau vora fjörag, skemmtileg og skýrmælt og virtust hafa gaman af að vera á leiksviðinu. Þeir fúllorðnu vora hins vegar flestir heldur þreytulegir og kipptu þar með fótunum undan prakkarastrikum Em- ils, eða hvað er gaman að uppátækj- um hans ef enginn nennir að hneyksl- ast eða taka þau nærri sér - og elta Emil af einhverri sannfæringu? Margrét Kr. Pétursdóttir var reynd- ar bæði fjörag og hressileg Lína vinnukona og hélt lengst af uppi þeirri skemmtan sem í leiknum var, ásamt þeim Emil og fdu. Lína kynnir öll prakkarastrik Emils á milli atriða og virtist Margrét gera það vel. Það var ekki hennar sök að einhver dósar- hljómur í hátalarakerfi Þjóðleikhúss- ins gerði það að verkum að söngvar hennar komust jafn illa til skila og raun bar vitni. Gísli Rlunar Jónsson var stórfúrðulegur Alfreð vinnumaður og ekki laust við að manni dytti í hug að eitthvað hlyti nú að eiga að vera að þeim Línu og Emil; Línu að sækja svona fast að giftast þessu skrípi, Em- il að velja sér það að vini. Bessi Bjamason lék Anton föður Emils og haföi uppi ágæta tilburði við að elta strákskrattann, en það náði þó ekki lengra en svo. Hann var í rauninni ímynd hins bugaða foreldris sem reynir að reka upp einhverjar rokur svona af og til, mest formsins vegna. Margrét Guðmundsdóttir var Alma, bæði jákvæð móðir og áhuga- laus, hún virtist hafa svo litlar áhyggjur af uppátækjum stráksins að það varð hálf ankannalegt þegar hún fór að staglast á því hvað hann væri nú góður inni við beinið. Það var svo sem enginn sem haföi haldið því gagnstæða ffam, hvorki í orðum né æði. Helga Bachmann var Títubeija- Maja, kerlingin einfalda sem fæst við kukl og ber fréttir á milli bæja, en virtist skorta áhuga á að fýlgja leik- persónunni eitthvað eflir. Þetta áhugaleysi virtist reyndar einkenna flesta þá sem ffam komu í ýmsum aukahlutverkum, en það vora Þór Tulinius, Bríet Héðinsdóttir, Þor- steinn Guðmundsson, Erling Jóhann- esson, Randver Þórláksson, Gísli Al- ffeðsson og Bryndís Pétursdóttir. Þótt fagmannlega væri leikið og oft vel, virtust leikendur nokkuð fjarverandi í anda og hafa lítinn áhuga á þessu leikriti. Þar vora þeir leikendur sem bragðu sér í gervi hestsins og kýrinn- ar þó undantekningar, skepnur þessar fóra á kostum og hlutu verðskuldaða athygli óhorfenda. Áhorfendur vora flestir jákvæðir og þakklátir fýrir það sem vel var gert. En það var ekki laust við að í upphafi bæri á spumingum eins og „fer ekki eitthvað að gerast?" og seinna, „er þetta búið núna?“ sem bendir til þess að einhveijum þeirra hafi þótt leikurinn heldur tíðindalítill á köflum. Listin og þjáningin Hvemig hefði Beethoven þróasl ef hann heföi ekki orðið heymarlaus? Því er vandsvarað. Og kannski eru svona „ef‘ spumingar hreinasta vitlcysa. En það má samt leika sér með þær. Eitt er víst. Hann hefði ekki orðið minni listamaður. Og áreiðanlega gert mikla byltingu í tónlistar- sögunni. En sennilega hefði hann ekki sam- ið sömu verkin. Það er til dæmis líklegt að hann hefði gcgnt einhverri stöðu sem aftur heföi hvatt hann til ákveðinna tónverka. Beethoven heföi heldur ekki einangrast eins og hann gerði. Sá ójarðneski og háfleygi andi sem ríkir í síðustu kvartettunum er hugarheimur manns sem kominn er langt burtu frá venjulegu mannlífi. Stundum er sagt að þjáningin hafi gert Beethoven stóran. Þessi trú á töframátt þjáningarinnar í listsköpun er ansi lífseig. Hún er þó fremur hæpin. Vissulega er þján- ingin fýlginautur okkar gegnum lífið. Flest- ir eða allir fá sinn skammt af völdum sjúk- dóma og dauða. Svo eru ástarsorgimar, ým- iss konar vonbrigði og ótal margt annað. En margir deyja litlu vitrari hundgamlir heldur en þeir voru við fermingu, hvort sem líf þeirra var lán eða ólán. Aðrir vaxa og dýpka hvort sem líf þeirra er lán eða ólán. Þroski manna er æði misjafn hvað sem lífs- kjörum þeirra líður. Þroskagildi þjáningar er reyndar ólíkt eftir eðli hennar. Sú kvöl sem kcmur utan frá, til dæmís ýinis áföll og slys, er auðvcldari viðfangs en sú er sprett- ur innan frá og enginn veit hvaðan kemur né hvers vegna, svo sem geðveiklun. I fyrra lilfellinu á einstaklingurinn auðveldara með að vinna úr þjáningunni. Breyta harrni sín- um í fegurð ef hann er listamaður. En í síð- ara tilfellinu er það sjaldnast hægt. Þá sigr- ar þjáningin manninn. Hún brýtur hann nið- ur án þess að nokkur fái vömum við komið. Og því miður er það hlut- skipti algengast þegar um mikla þjáningu er að ræða. Ég hygg því mála sann- ast að yfirlcitt sé það heil- brigði og hamingja er skapar bcstu og fegurstu verk mannkynsins í list qinnrftiir og annarri starfscmi. r.LrHor þessiim barlómstímum, þegar Kenningin um skopunar- ÞÓf GuöjOnSSOD SknfSr margjr s;a ekkert svar við erfið- Kammersveit Reykjavíkur fiutti hann á tónleikum í Áskirkju á sunnudaginn var. Þar léku Sigrún Eðvaldsdóttir, Guðmund- ur Kristmundsson, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Richard Kom, Einar Jóhannesson, Joseph Ognibene og Rúnar H. Vilbergsson. Það var Sigrún sem leiddi af miklum krafti. Að mínum dómi kunni hún sér ekki hóf. í þessu verki eiga ekki að vera sólista- stælar heldur fallegur samleikur. Það er heildin sem máli skiptir. Og í heild var hraðinn og bægslagangurinn of mikill, þótt ýmislegt væri fjandi flott spilað. Þannig fór sjarminn og eiginlega líka brillj- ansinn hálfvegis forgörðum. Og þá er nú ekki mikið eflir af sept- ettnum. Á tónleikunum var einnig flutt íslensk tónlist. Fyrst var Örlagafugl eftir Þorkel Sigurbjömsson fýrir klar- inett og strengjakvartett. Það er undurfagurt verk. Upphafið er einstaklega magnað og seiðandi. Það er ekki svo Iítils virði á mátt þjáningarinnar er að mestu leyti óskhyggja. Þegar Beethoven gerði septettinn op.20 hafði ógæfan mikla ekki barið að dyrum hans. Enda er septettinn fullur af yndisleik og sjarma. Sumir segja að hann sé óður um Rín sem í þá daga var hrein og fögur. Hann var saminn fyrir fiðlu, víólu, selló, kontra- bassa, klarinett, hom og fagott. margir sja i leikum nema æ tiylltari afþreyingu, að enn finnist menn sem í djúpum hugans heyra þvílíkan söng. Og hann var listavel framinn af Einari Jóhannessyni og Reykjavíkur- kvartettnum. Þá var frumflutt Septembersonnetta fýrir óbó og strengjakvertett eftir Pál Pampichler Pálsson. Tónskáldið segir að það sé hlust- andans að dæma um hvort þessi músik fari vel í hann eða ekki. Og ekki fór hún illa í mig. En heldur ekki sérlega vel. Hún er áferðarfalleg en snerti mig ekki. Eg vona hinsvegar að hún hafi snert alla aðra. Þetta lék Kristján Þ. Stephensen ágætlega á óbóið sitt en mér fannst reyna lítið á hina lýrískari hæfileika hans sem em svo fallegir. Reykjavíkurkvartettinn lék með sóma. í honum em Rut Ingólfsdóttir og Zbigniew Dubik á fiðlur. Guðmundur Kristmundsson á víólu og fnga Rós Ingólfsdóttir á selló. I kynningu tónleikanna þakkaði Kamm- ersveitin Sævari Karli Ólasyni fýrir stuðn- ing við tónleikana. Það var virkilega fallega gert af honum. Þau em aldeilis rausnarleg orðin fyrirtækin við tónleikahald. Alltaf að styrkja og styrkja. En því að vera að básúna það út um allt? Geta þau ekki styrkt og aft- ur styrkt steinþegjandi og hljóðalaust? Á annars ekki að nefna hlutina réttum nöfn- um? Ber ekki að segja að þessi og þessi fýr- irtæki styrki tónleika gegn því að fyrirtækin séu auglýst í staðinn?. Að þetta sé bissness. Kaup kaups. Og að lokum er þá ekki úr vegi að benda þessum styrkjurum á að styrkja nú myndar- lega ýmis mannúðarmál. Ekki þarf að orð- lengja hvað þau skipta miklu meira máli en listin. Þar er um að tefla hamingju lifandi fólks. Því ekki að styrkja einu sinni fátæka rausnarlega svo þeir hafi loks efni á að sækja tónleika? Og það væri alveg sjálfsagt að auglýsa það út um allt. Af nógu er að taka: einhverfir, þroskaheftir, geðsjúkir, eyðnismitaðir. Ötæmandi verkefni fyrir styrkjara í margar aldir. Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.