Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 2

Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 2
Helgar 2 blaðið Félagar í Óperusmiðjunni komu saman í Borgarleikhúsinu i vikunni tii a& hefja undirbúning ai sýningunni á La Bohéme. Mynd: Kristinn. Bohéme í Borgarleikhúsinu Óperusmiðjan og Börgar- leikhúsið hafa sameinast um að færa upp hina vin- sælu óperu La Bohéme eftír Puccini. Frumsýning verður 28. mars. Þetta er í fyrsta skiptí sem ópera er uppfærð í Borgarleikhús- inu, en salur þess er sér- staklega hannaður með góðan hljómburð í huga, auk þess sem þar er full- komnasta leiksvið lands- ins. Leikstjóri sýningarinnar verður Bríet Héðinsdóttir. Hljómsveitar- stjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson, sem verið hefur við framhaldsnám í Finnlandi. Hljómsveitin verður skipuð hljó- færaleikurum úr röðum Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Leikmynda- höfundur er Messíana Tómasdótt- ir. Með helstu hlutverk fara Þor- geir Andrésson, Inga Backman, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jóhanna Linnet, Keith Reed, Sigurður Bragason, Stefán Amgrímsson, Jóhann Smári Sævarsson, Sigurð- ur Steingrímsson og Ragnar Dav- íðsson. Þá tekur þrjátíu manna kór auk tuttugu bama, sem Ámi Harðarson hefur æft, þátt í sýn- ingunni. Tenórinn Ólafiir Bjamason, sem hefur staðið sig vel í Óper- unni í Regensburg í Þýskalandi, mun syngja í nokkrum sýningum í byijun maí. Einnig er hugsan- legt að Kristján Jóhannsson komi og taki þátt í sýningum ef færi gefst. Helgarblaðið lætur sér ekkert mann- legt óviðkomandi og hikar því ekki við að hnýsast í persónulega hagi fólks sem á vegi þess verður. Sem fyrsta fómarlamb völdum við Tómas Tómasson, ungan og upprennandi söngvara sem um þessar mundir æf- ir af kappi hlutverk Lodovicos í Ot- ello eftír Verdi sem íslenska óperan fmmsýnir á sunnudaginn kemur. Þar að auki sinnir hann dagskrár- gerð á tónlistardeild Rásar 1 og lærir söng í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Stundum er tilveran trunta! Hverra manna ertu? Sonur Tómasar og Sigurlínu, cn þau rckja ætt- ir sínar austur, norður og vestur, mest vcstur á firði. Aldur, menntun og fyrri störf? Ég er ungur maður, 25 ára. Menntunin hcld ég sé ágæt en störfin hafa verið mörg og misjöfn; vikapiltur í sveit, háseti á trillu og togara, löndunarbolti, pizzugerðarmaður, rilari, gæslumaður á geðdeildum, tækjamaður í frystihúsi, handlangari og „smiður“, blaða- maður og auðvitað bar ég út Þjóðviljann þeg- ar ég var gutti. Heimilishagir? Bý með Tinnunni minni í notalegri 2ja her- bergja íbúð vestur í bæ. í hvaða stjörnumerki ertu? Steingeitinni. Hvað er það besta sem fyrir þig hefur kom- ið? Að eldast og giftast. Hvaða bók lastu síðast? Ritgerð um ríkisvald eftir John Lockc. , Hver er þinn uppáhaldssöngvari? Nicolai Ghiaurov. Á hvaða plötu/disk hlustaðirðu síðast? Aríudisk með Matti Salminen. Ertu með einhverja dellu? Söngdellu! Er þér meinilla við eitthvað? Tilhugsunina um að í Örfirisey rísi fiskimjöls- verksmiðja. Hver er þinn helsti löstur? Letin, kannski gleymskan lika. En kostur? Stundum man ég eftir að rífa mig uppúr leti- köstunum. Ertu sá sem þú sýnist? Hver sýnist þér ég vera? Ertu sáttur við tilveruna? Já, ég er nokkuð sáttur við þá stefnu sem líf mitt er að taka, cn það verður nú að viður- kcnnast að stundum cr tilvcran svolítil trunta! Hefurðu migið í saltan sjó? Auðvitað. Mér finnst samt hlýlegra að gera það bara heima. Hvernig heldurðu að sé að búa með þér? Skaplegt, allavega þolanlegt milli þess sem ég æfi mig á þessum yndislegu skölum upp og niður tónstigann, hálftón í senn! Ertu matvandur? Yfirlcitt ekki, en kæsta skötu ét ég aldrei. Hvernig ertu útlits? Svolítið líkur henni mömmu. Hefurðu komið í Perluna? Einu sinni, en ekki oftar og ekki aftur i bráð því maturinn var vondur. Ertu misskilinn? Svolítið stundum, en sjaldnast kemur það að sök. Hvernig fólk laðast að þér? Flest það fólk sem ég hef kynnst hefur reynst vera ágætisfólk. Ferðastu með strætó? Stundum, en mér finnst samt betra að flakka um á nýja, fina Clio- inum okkar Tinnu. Kanntu brauð að baka? Já, það kann ég. Fer herinn? Æ, já, væri það ekki óskandi? Hvað er það sem þú hefur ekki glóru um? Ha? Ertu ástfanginn? Ja. Á hvað stefnirðu? Að verða „góður" söngvari, syngja með góðu fólki í góðum óperuhúsum og fleira gott. Hvernig er fólk flest? Áhugasamt. Hvernig viltu verja ellinni? Mér litist ágætlega á að verða hrukkótt, hundrað ára, pínulítið skapstirt grey og gleymið, með haug af góðum plötum í kring- um mig og Tinnuna líka, álíka hrukkótta og hundrað ára. Miljón króna skrif- borð Á sama tíma og ríkisvaldið sést ekki fyrir í atlögu sinni að velferð- arkerfinu virðast ávallt vera til nægir peningar til að kosta hé- gómaskap ráðamanna. Sem dæmi um það má nefna að ekki alls fyrir löngu fjárfesti Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í nýju póleruðu skrifborði sem kost- aði litla miljón. Þá er ekki langt um liðið síðan Halldór Blöndal samgönguráðherra Iét ríkið kaupa undir sig nýjan jeppa sem kostaði að sjálfsögðu sitt. Titring- ur hjá krötum Mikill titringur er kominn í her- búðir krata eftir að DV birti niður- stöður úr skoðanakönnun um fylgi stjómmálaflokkanna í vikunni. Þar kom ffam að fylgi flokksins er komið niður í 9% á sama tíma og Alþýðubandalagið er komið með 23,6%. Þrátt fyrir þessar ófarir reyna kratar að bera sig manna- lega svona opinberlega og bera við að þeir séu að vinna þarfl verk í ríkisstjóm þótt þau séu óvinsæl meðal almennings. Engu að síður verða þær raddir háværari innan flokksins sem krefjast þess að skipt verði um foryslu í flokknum. Þeir hinir sömu er auðvitað minn- ugir orða flokksformannsins sem sagði á sínum tíma að nauðsynlegt væri að skipta um karlinn í brúnni þegar hann væri hættur að fiska. Á máli stjómmálamanna þýðir þetta að skipta beri um fomstu í við- komandi flokki þegar hann er far- inn að tapa kjósendum. Annað að gista en fljúga Sökum flughræðslu lætur for- maður Verkamannasambands ís- lands, Bjöm Grétar Sveinsson, sig ekki muna um að keyra á milli Homafjarðar og Reykjavíkur þeg- ar hann þarf að fara suður. En hann er jafnframt formaður verka- lýðs- og sjómannafélagsins Jökuls þar eystra. Þrátt fyrir þessa hræðslu við að fljúga Iætur verka- lýðsforinginn sér fátt um finnast þótt hann gisti á herbergi númer 727 á Hótel Esju. En eins og kunnugt er þá er 727 ákveðin teg- und af Boeing-flugvélum. Til að vinna bug á flughræðslu sinni hef- ur Bjöm, að því er best er vitað, ákveðið að fara á námskeið hjá' Flugleiðum til að vinna bug á þessum flugótta sínum. Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.