Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 23
r
Ar apans
Kínveijar héldu upp á ára-
mót í byijun vikunnar. Þá
gekk ár apans í garð, eins og
það gerir reyndar tólfta
hvert ár. Samkvæmt 2000
ára gamalli hefð heita árin
eftir tólf dýrum. Dýrin sem
mynda tólf ára hring eru
mús, naut, tígrisdýr, kanína,
dreki, snákur, hestur, lamb,
api, hani, hundur og svín.
Samkvæmt þessum gömlu
kínverskum vísindum er
hægt að sjá hvemig þeir
krógar sem á árinu fæðast
eru skapi famir og hvemig
þeim mun vegna í lífinu.
Helgar 23 blaðið
Kinverska myndlistarkonan
Lu Hong mála&i þessa tákn-
rænu mynd af ári apans fyrir
Helgarblaáiá. Hún fæddist í
Peking 1957 og sýndi
snemma mikla myndlistar-
hæfileika. Hún tók þátt í
samsýningu æskufolks á tim-
um menningarbyltingarinnar.
Lu Hong var fyrsta konan
sem lauk námi i kínverskri
landslagsmálun frá Kin-
verska listaháskólanum í
Peking. Hún hefur tekiá þátt i
fjölda samsýninga auk þess
sem hún hefur haldiö einka-
sýningu i Tokyo í Japan. Þar
kýnntist hún islenskum náms-
mönnum og fékk mikinn
áhuga á landinu. Til Islands
flutti hún 1990 og hefur hald-
i& hér tvær einkasýningar.
Karlar á ári apans:
Þeir em hæfileikarikir,
laghentir, tilfinningaríkir og
vel ritfærir. Þeir em vinnu-
samir og gera miklar kröfúr
til sjálfra sín og þróa hæfi-
leika sína til hins ýtrasta.
Ennfremur eiga þeir auðvelt
með að umgangast annað
fólk og hafa sjálfstæðar
skoðanir. I leit að hagnaði
eiga þeir ekki að leita í suð-
urátt, heldur halda sig við
norðrið. Jaíhframt eiga þeir
ekki að kvænast konum sem
em fæddar á ári Svinsins,
árið 1995 og 1983. Þá er
mjög hagstætt fyrir þá að
komast í álnir á miðjum
aldri en 28 ára aldurinn get-
ur hinsvegar orðið erfiður.
Konur á ári apans:
Mjög ástrikar og örar. Þær
era einnig mjög opnar í
samskiptum við aðra og í
því sem þær taka sér fyrir
hendur. Ennfremur em þær
margorðar um það sem þeim
finnst snerta sig beint en
þegja um það sem þeim
finnst að komi þeim ekki
við. Þær þurfa ekki að hafa
miklar áhyggjur af fram-
færslu og þurfa lítið að
leggja á sig til að hafa það
allgott. Þá er ekki slæmt fyr-
ir þær að eignast böm um
fertugt enda er 39. árið best.
Hinsvegar er hætta á að 25.
aldursárið geti orðið þeim
erfitt.
Vetrarþreyta
pottablóma
Æ, - mikið hefur þetta veríð Ijóslaus vetur. Sól hefur
sjaldan sindrað á hjami, enda er snjóa vant og á milli vað-
málsgrárra fjalla Fróns ómar nú slíkur sortusöngur og
svartagallsraus að eindæmi er í sögu lýðveldisins. Allt
mun nú á köldum klaka, hvert uppfúndið kerfið af öðru
hrunið og flest stefiiir í óefni þrátt fyrir gæftatíð til sjós og
lands og gott upplag þjóðarinnar!
Nú er ekki vanþörf á að rækta garðinn sinn.
Fátt gefur jafn væna gleymsku á
veraldarvafstur og armæðuna úti-
fyrir og umsinna grænna grasa.
Tíminn fær saðra tíþni og tilveran
verður mýkri. En jafhvel grösin
hafa ekki farið varhluta af dimm-
unni í vetur. Ótal margir hafa
hringt til mín vegna sölnaðra laufa
á pottablómum. Júkkur, sjefflemr,
benjamínfikusar og fleiri stássjurtir
hafa hent blöðum í skammdeginu
Hafliðason skrifar
og em farin að láta á sjá. Þetta á
sér eðlilegar orsakir og úr þessu
rætist aftur þegar sól fer að hækka
á lofti. En margt er hægt að gera til
að draga úr þessum skamm- degis-
viðbrögðum og gera plöntunum
lífið bærilegra.
Ójafnvægi ^
í flestum tilvikum stafar blað-
fallið af ójafnvægi í aðstæðunum.
Þetta ójafhvægi er einkum fólgið í
því að hiti, vökvun og jafnvel
áburðargjöf em í litlu samræmi við
dagsbirtuna. Eins og við vitum öll
er sólskinið aðalundirstaða þess að
plöntur fái þrifist. Þegar birtuna
þverr fara norðlægar jurtir í vetrar-
dvala. Hins vegar em hinar suð-
rænu plöntur sem við ræktum í
stofunum okkar ekki alveg eins
klókar. Samt reyna þær að klóra í
bakkann og þreyja af veturinn. Til
þess nýta þær þá orku sem þær
söfnuðu á sumri sem var. Orkuna
geyma þær í rótum og stöngli en
umfram allt í grænum blöðum. Við
óbreytt ástand inni hjá okkur, þ.e.
háan stofuhita og tíða vökvun á
vetuma, halda þær vexti sínum
áfram í sama takti og fyrr en í stað
sólarorkunnar grípa þær til þessa
niðursuðuvamings og flytja forð-
ann úr eldri blöðum til vaxtar-
broddsins og nýrra blaða. Þá er
eðlilegt að gömlu blöðin gulni og
detti af. Ef við viljum leggja
áherslu á að koma í veg fyrir þetta
er aðeins ein leið fær.
Vetrarhvíld
Hún er sú að halda aftur af
pottablómunum yfir vetrarmánuð-
ina og reyna að fá þær til að fara í
vetrardvala. Það þýðir með öðmm
orðum að við verðum að draga
niður í hitaveitunni og vökva
plöntumar lítið sem ekkert. Með
því móti hægir mjög á allri lífs-
starfsemi þeirra og þær komast í
einskonar vetrarmók. Hinsvegar
orkar það tvímælis hvort okkur lík-
ar það að ganga um í tveim lopa-
peysum og ullarsokkum með sult-
ardropann í nefinu heima hjá okk-
ur til að varðveita heilsu stofu-
blómanna heilan vetur. Þama þurf-
um við að finna milliveg. Kannski
er auðveldast að færa plöntumar í
herbergi sem ekki er mikið hitað
upp á vetuma. Bjartar forstofur
eða gestaherbergi má finna í flest-
um íbúðum. Þar er upplagt að raða
plöntunum upp þannig að þær njóti
nærvem hver af annarri og sem
mestrar birtu.
Blómalýsing?
Blómalýsing gerir oftast lítið
gagn. Til þess að muni um hana
þarf útbúnaðurinn að skila a.m.k.
1100 LUXum á fermetra. Ljósaút-
búnað af þessu tagi er vissulega
hægt að fá, en hann kostar sitt og
þar að auki hentar hann ekki sem
heimilislýsing. Birtan af honum er
alltof skær til að okkur finnist hún
þægileg innanhúss. Betra að halda
stofuhitanum á bilinu 14-18 gráður
á vetuma og vökva ekki meira en
svo að okkur finnist moldin næst-
um vera skrælþurr, það nægir að
halda henni þvalri. Við svona lág-
an hita halda plöntumar aftur af
sér og koma hraustari og grænni
undan vetri.
Blómastofur
Ymsir hafa yfir að ráða blóma-
stofum sem byggðar em út frá
íbúðarhúsi og hitaðar upp í hófi á
vetuma. Þar yfirvetra pottaplönt-
umar vel þótt hitinn sé lágur, rétt
um tíu til tólf stig, sé þess bara
gætt að hafa vökvun í algeru lág-
marki. I blómastofúnum er líka
sjálfsagt að rækta „gamaldags“
blómstrandi plöntur eins og pelar-
góníur og fúksíur árið um kring.
Þær gera sig oftast betur þar í birt-
unni og svalanum heldur en í
þröngum gluggum íbúðanna.
Hin illa þrenning
Það er einkum þrennt sem reyn-
ist skeinuhætt blómunum á vet-
uma: Ofhitun, ofeldi og ofvökvun.
Það er samt ofvökvunin sem helst
ber að varast. Ef moldin í pottun-
um er lengi blaut kólnar hún mjög
og verður kaldari en andrúmsloftið
umhverfis plöntumar. Afleiðingin
er sú að rætumar herpast saman,
þær kelur jafnvel ef gólfkuldi er
mikill eða dragsúgur, svo að plönt-
umar skrælna vegna þess að þær
ná ekki upp nægilegum raka til
mótvægis við uppgufunina úr
blöðunum. Vökvið því lítið í einu
á vetuma og þá alltaf með ögn
volgu vatni (það er í góðu lagi að
nota hitaveituvatn!).
f næstu viku:
Nú hækkar sól á lofti svo að
pottaplöntumar geta séð hag sinn
vænka og sogið til sín afl úr nýju
sumri. Ýmislegt má samt gera til
að búa þær undir það og létta þeim
lífsbaráttuna. Umpottun og annað
smálegt ber hér á blað í næstu
viku.
SHARP VC A105, eitf læki úr magnsendingu sem nú er i boði meó 20% afslæftii
litli RISINN
VERSLUNIN
Hágæöa myndhaus.
Grei&slukjör: VISA, EURO, SAMKORT OG MUNALÁN.
Arsábyrgö og 10 daga skilaréttur.
Með afar haastæðum samningum við framleiðanda, tókst okkur að tryggja viðskiptavinum okkar, möguleika á að
eignasj þettalrábæra myndbandstæki á ótrúlega góðu tilboðsverði. Þú sparar ríflega átta þúsund og áttahundruð
kronur!
Hljóöláta timamótatækiö.
Verð varkr. 43.590.- • Nú kr. 34.782.-
Stafræn leitarforritun.
Hljó5laus vinnsla.
Alsjálfvirkt.
Sýnir aSgerS á skjá
365 daga minni á 8 mism
HQ
Kapalsjónvarpsmóttakari.
Barnalæsing.
Teljari
SKART tengi.
Margir tengimöguleikar.