Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 14

Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 14
Helgar 14 blaðið tt Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- s^tmbands Islands: ir verkal sátt? Verkafólk var tibúið í nýja þjóð- arsátt miðað við ákveðnar gefnar forsendur. En það er smám saman verið að kippa þeim út af borðinu þannig að verkafólk er ekki tilbúið í þjóðarsátt um hvað sem er. Þjóðsátt felst ekki í því að það sé traðkað á verkafólki, troðið á því með aðgerð- um og kaupmáttarrýmun. Þjóðarsátt snýst ekki um þessa hluti, heldur rignir yfir okkur alls kyns dæmum frá fólkir sem verður fyrir gífurleg- um ijárútlátum í tengslum við band- ormsaðgerðir ríkisstjómarinnar. Það er því að myndast geysimikil breið- fylking um að breyta þessum að- gerðum stjómvalda. Mér dettur ekki í hug að við náum öllu því til baka sem ríkisstjómin hefur verið að gera, en við viljum milda mjög að- gerðimar og minnka þessar gífur- legu skattahækkanir. Vaxandi líkur á allsherjarverkfalli einfaldlega um það að menn setjist niður til að skipta réttlátlega því sem hér er. Það þurfti nefnilega ekki mikið til að ná hér áframhaldandi þjóðarsátt. I fyrsta lagi hcfði ríkis- stjómin ekki átt að demba yfir al- mennt launafólk þessum skatta- hækkunum, í hinum ýmsu myndum sem hún er búin að framkvæma. I öðm lagi átti atvinnurekendavaldið að vera tilbúið til launajöfnunar. En ekkert af þessu hefur gerst. A samn- ingafundi í fyrradag vomm við með kröfur um að jafnað yrði innan hópa í launþegahreyfingunni. Þar er verið að tala um jöfnun á desemberuppbót og orlofsrétti. Það cr sagt nei við þessu öllu. Eins og málin standa núna get ég með engu móti séð að menn geti kallað þessa aðferðafræði þjóðarsátt. Engin sátt Ertu þá svartsýnn á að það tak- ist að semja um nýja þjóðarsátt? Já, það er ég. Það er ckki hægt að kenna kjarasamninga við sátt þegar engin sátt cr. Það er engin sátt í aug- sýn eins og staðan er í dag. Hversvegna hafa samningar dregist svona lengi? í fyrsta lagi höfum við verið að reyna að ná samningum alveg frá því í haust, í sérkjaraviðræðum, cins og öllum er kunnugt. Það gckk hægt og lítið og yfirleitl ekki neitt. Við vildum m.a. sjá hvers væri að vænta í þeim heildaraðgcrðum scm búið var að boða. Víð gelum í raun og vem ekki samið fyrir fólk mcð það hangandi yfir okkur að það verði allt tekið af því sem við sömdum um og miklu meira, strax að loknum kjarasamningum. Við gerum ekki slíka samninga og hafi það ein- hvemtíma verið gert þá er það orðið úrelt. Og eins og staðan er í dag, þá segi ég nú bara: Guði sé lof að ekki var búið að gera kjarasamninga. Um þessar mundir er fólk að finna fyrir því sem við vissum þegar við lásum bandorminn. En því miður er það svo að fólk skynjar ekki hlutina fyrr en þeir koma beint við budduna. Nú Sérstaklega þær sem snúa að okk- ar fólki og þá einkum bamafólkinu. Ef við tökum bara þjónustugjöldin til læknanna, heilsugæslustöðva og sérfræðinga. Hvcrjir verða mest fyr- ir þessu? Langstærsti hópurinn er til dæmis þetta unga fólk sem er kann- ski með eitt, tvö eða þrjú böm og er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Sem dæmi má nefna að svona með- alferill fyrir barn sem þarf að fara í eyrnaskoðun og jafnvel röraísetn- ingu kostar um sex til tíu þúsund krónur. Innbyrðis lagfæring Hverjar eru helstu kröfur verkalýðshreyfingarinnar? Þær hclstu cru þær seni varða samræmingu á svokallaðri dcscm- bcruppbót. I aðalkjarasamningum okkar, scm sncrla ficst okkar fólk, er hún tíu þúsund krónur. I sérkjara- samningum okkar við bæjarfélög og stofnanir ýmisskonar cr þcssi upp- bót hinsvcgar 24-28 þúsund krónur. Það cr samkomulag um það innan hrcyfmgarinnar að samræma þctta. Það fcr ncfnilcga oft saman að það fólk scm cr á lægstu töxtunum hjá okkur cr með þcssa lágu dcsembcr- uppbót. Það cr sátt um það hjá okk- ur að færa þctta til samræmis; inn- byrðis lagfæring scm kostar ckki mikið. Önnur aðalkrafa okkarcr samræming á orlofsréttinum, scm cru auðvitað líka aurar. I aðalkjara- samningi okkar cru þctta 24 virkir dagar, cða 10,17%. Eflir tíu ára starf hjá sama atvinnurckanda bætist cinn dagur við. í okkar sérkjarasamning- um við ýmsa aðila cr þctta þrcpað allt uppí 30 daga, eða 13,04%. Ann- arsvcgar miðað við lífaldur og hinsvegar starfsaldur. Síðan cru nokkur millistig, 26, 27, 28 og 30 dagar. Þama cr hið sama á ferðinni og ég var að tala uin varðandi dcs- cmbcruppbótina - samræming. Þeir sem eru mcð þctta fyrir í okkar röð- um gera ekki athugasemd við það að þetta verði Samræmt. Þama er um að ræða ákveðna jöfnun sem all- ir tala um svo fallega, hvort sem þeir búa fyrir vestan og em kallaðir bjargvættir eða einhverjir aðrir. Nema þegar kemur að ögurstund- inni, þá er það: Engar nýjar álögur á fyrirtækin. Eg svara því á móti: Ef Guömundur Rúnar Heiöarsson skrifar þeir cinhentu sér í það að lækka vaxtastigið í þjóðfélaginu, vextina sem fyrirtækin cru að borga, þá væri þctta bara brot af þcim pcningum scm þar eru á fcrðinni. Eg hélt satt að scgja að okkar viðsemjcndur vildu frckar grciða starfsfólki sínu lil samræmis við atvinnurckendur í öðrum stéttum hér á landi, heldur en að borga þctta lil bankastofnana. En hvað um beinar launahækk- anir? Við höfum ekki sett fram kröfur um bcinar launahækkanir, einfald- Icga vegna þcss að við höfum viljað sjá hvað kæmi út úr sérkjaraviðræð- unum. En þar sem ekkert viröist ætla að korna út úr þeim viðræðum hlýtur auðvitað að koma að því að við förum fram með beinar launa- hækkanir. Þær hljóta líka að miðast við það hvort þeim aðgerðum, sem bcinast gegn okkur, verður breytt, því að í þeim cr fólgin kjaraskerð- ing. Þá verður ekki staðið upp frá þcssum samningum fyrr en ein- hverjar úrbætur hafa verið gerðar varðandi hina svokölluðu láglauna- hópa. Það endar trúlega í einhvers konar útfærslu með því að miða við eitthvert tekjumark og að á ákveðnu tímabili skuli greiða mönnum ein- hveija uppbót á laun. Það hlýtur að vera sú útfærsla sem við skoðum, ásamt hugmyndum okkar um jöfnun í skattakerfmu. En því miður örlar lítt á því að menn séu tilbúnir í það. Tekjujöfnun Hverjar eru ykkar hugmyndir um jöfnun? Það er til dæmis í sambandi við breytinguna á bamabótnnum. Við höfum aldrei verið á móti því að tekjutengja bamabætur. En við höf- um viljað nota þá peninga til tekju- jöfnunar til þeirra sem þess þurfa. Málið snýst um tekjujöfnun. Hvernig ætlar verkalýðshreyf- ingin að bregðast við aðför rílds- stjórnarinnar að velferðarkerf- inu? Verkalýðshreyfingin hefur náttúr- lega verið að bregðast við þessu. Það hefur stundum verið sagt við okkur að við höfum ekki verið nægilega hörð í að mótmæla. Sé hinsvegar farið yfir ferilinn frá því í haust, vil ég bara minna á sam- þykktir frá þingi Verkamannasam- bandsins þar sem deilt var hart á fyrirhugaðar aögerðir ríkisvaldsins. Við áttum von á þessum aðgerðum ríkisstjómarinnar og þama í haust vomm við að vara við því að það næðist ekki þjóðarsátt um hinar og þessar aðgerðir, sem em að koma í ljós. Núna er búið að staðfesta þær með lögum og fólk er farið að finna fyrir þeim í beinhörðum peninga- greiðslum eða skattaálögum. Málið Við erum ekki búnir að samþykkja þessar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar þótt þær hafi verið samþykktar niðri við Austurvöll. Það er bara ekki nóg. Alþingi götunn- ar á eftir að taka ákvarðanir í þessu máli snýst um launajöfnun og kaupmátt. Vegna þess að þetta þjóðfélag er orðið svo samansúrrað í vísitöluút- reikningum og tengingum. Ef ein- hver hækkar um tíu þúsund krónur þá fer allt af stað og áður en maður veit af er kaupmátturinn orðinn sá hinn sami og hann var fyrir hækkun. Þj óðarsáttarsamningurinn svokallaði var íyrsta skrefið í þá vem að breyta þessu. Launafólk var tilbúið að stíga það skref og líka það næsta, en for- sendumar þurfa að vera fýrir hendi til þess að það sé hægt. En það er bara búið að höggva svo mikið í þær; menn hafa verið eins og naut í flagi. Þannig orðaði Morgunblaðið það fýrir skömmu á kjamyrtan hátt i leiðara og ég vil nota tækifærið og þakka þeim sérstaklega fýrir það því þetta er einn mesti sannleikur sem ég hef heyrt í langan tíma. Hafa menn einhverjar aðgerðir á prjónunum til að mæta þessari aðför ríkisstjórnarinnar að vel- ferðarkerfinu? Við emm ekki búnir að sam- þykkja þessar aðgerðir ríkisstjómar- innai þótt þær hafi verið samþykktar niðri við Austurvöll. Það er bara ekki nóg. Alþingi götunnar á eftir að taka ákvarðanir í þessu máli Er það lykilatriði í samningun- um að ríkisstjórnin dragi tii baka ýmsar þær ákvarðanir sem hafa rústað velferðarkerfið? Já, það er lykilatriði að þar verði breyting á. Við höfum alltaf lýst því yfir, allt frá því í haust, að við vær- um tilbúin að ræða hina ýmsu þætti í velferðarkerfinu. Það er ekkert óumbreytanlegt af okkar hálfu. En það vill svo til, og ég held að menn hafi t.d. séð það á síðustu tveimur ámm, að okkar ráð em betri en margra annarra, svo að ekki sé meira sagt. Og það er kannski betra að taka mark á verkalýðshreyfing- unni heldur en á einhverjum fræð- ingum, hagspekingum sem bera ein- hver ákveðin nöfn, em erlendir. Menn lesa bækur þeirra og trúa því sem þar stendur eins og nýju neti - Það er ekki hægt áb kenna kjara- samninga við sátt þegar engin sátt er Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.