Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 6
Helgar 6 blaðið
Hagur sjukra versnar enn
ólafur Ólafsson landlæknir
sagði við Helgarblaðið að af
reynslu nágrannalandanna
af því að skera niður í heil-
brigðiskerfinu væri ljóst að
hagur þeirra sem minna
mættu sín versnaði.
Það er stutt síðan Ólafur kynnti
niðurstöður könnunar þar sem
fram kom að hagur fólks með
langvinna sjúkdóma hefði ekki
batnað jafnmikið og hagur annarra
landsmanna. Með niðurskurðinum
í heilbrigðiskerfinu versnar hagur
þessa fólks enn meira. Sérstaklega
fólks sem ef til vill þyrfti að bíða
lengi efir bæklunaraðgerðum.
Ólafur vildi hinsvegar taka fram
að á þessum tímapunkti væri ekki
ljóst hver niðurskurðurinn yrði þar
eð menn væru að fara yfir þær
upplýsingar sem safnast hefðu.
Hann benti líka á að starfsmenn
heilbrigðisstofnana væru að vinna
að hagræðingu sem án efa myndi
takast og væri það af hinu góða.
„Síðan verður reynt að finna
hvar eigi að skera svo skerðing
þjónustunnar verði sem minnst,“
sagði landlæknir.
Hann sagði að niðurskurður ann-
arsstaðar hefði bitnað á eldra fólki,
fólki sem þyrfti að vistast á hjúkr-
unar- og elliheimilum og endur-
hæfingarstofnunum og að niður-
skurður í tryggingamálum hefði
bitnað á bamafólki, einstæðum
foreldrum, sjúklingum og öryrkj-
um. „Þetta er reynsla hinna Norð-
urlandanna," sagði hann.
„Ef það stenst sem Alþingi hefúr
samþykkt þá er líklegt að hið sama
muni gerast hér og því hljótum við
að mótmæla,“ sagði Ólafur.
Ólafur
Ólafsson
landlæknir.
Skorið á báða bóga
Niðurskurðurinn tröllríður
þjóðfélaginu þessa dagana.
Hin harkalega aðferð flata
niðurskurðarins hefur vakið
upp ýmsar spumingar og
margir telja niðurskurðinn í
heilbrigðiskerfinu á endan-
tun verða þjóðfélaginu dýrari
en ef kyrrt hefði verið látið
liggja.
Það er skammgóður vermir að
pissa í skóinn sinn, segir máltækið.
Þetta er máltæki sem fólk í heil-
brigðiskerfinu gripur iðulega lil
þessa dagana þegar spamaðartillög-
ur sjúkrahússtjómanna eru að líta
dagsins ljós. Sjúkrastofnunum er
gert að spara flatt fimm prósent
einsog öðmm ríkisstofnunum, en
það er ekkert áhlaupaverk þegar
ekki er hægt að fækka sjúkuni,
margar deildir hafa þegar verið
reknar með of fáu starfsfólki, og
stofnanimar telja sig hafa verið í
stanslausu hagræðingarátaki síðast-
liðin ár.
Nú keyrir hinsvegar um þverbak
og sem dæmi um spamaðarráðstöf-
un má nefna að framvegis verður
mjólk ekki á hveiju borði í matsöl-
um Borgarspítalans heldur verður -
mjólk í kaffið á einum stað. Ein
kanna fyrir alla. Það sparar.
Það viðurkenna allir nauðsyn þess
að spara, veita aðhald og auka hag-
ræðingu. Hinsvegar telja flestir að
aðgerðir ríkisstjómarinnar leiði alls
ekki til þessa. Bent er á að margar
spamaðartillögur dagsins í dag spari
ef til krónur í ár en muni í framtíð-
inni kosta þjóðfélagið stórar fúlgur
og þá er ekki tekið með í reikning-
inn óhagræði fólks sem þarfnast
þjónustunnar en fær ekki.
Þorkell Helgason, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, benti hinsvegar
á að enn ætti eftir að útdeila þeim
500 miljónum króna sem ráðuneytið
greiðir til baka af flata niðurskurðin-
um. Því væri gagnrýnin ótímabær.
Dýr sparnaður
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra telur að íslenska velferð-
arkerfið sé misnotað og auk þess séu
ekki til þeir miljarðar sem nauðsyn-
legir eru til þess að reka kerfið með
sama hætti og gert hefiir verið. Þjóð-
in hafi ekki lengur efni á þessu og
því sé niðurskurður leiðin til að
vemda kjamann i velferðarkerfinu.
En hefúr þjóðfélagið efni á spamað-
inum?
Þorvaldur Veigar Guðmundsson,
formaður læknáráðs Landspítalans,
sagði að til lengri tíma litið gerði
þessi spamaður ekkert gagn, til þess
væri hann alltof harkalegur. „Það er
svo auðvelt að ákveða fimm prósent
flatan niðurskurð, en ég held að
ráðamenn hafi ekki skilið hvað þetta
þýðir fyrir einstaklinga," sagði Þor-
valdur Veigar. Hann sendi ásamt
formönnum læknaráða Borgarspít-
ala og Landakotsspítala frá sér yfir-
lýsingu í síðasta mánuði þar sem
bent er á að niðurskurðarhnífurinn er
tvíeggjaður og ber að meðhöndla
hann af mikilli varúð. „Fækkun
sjúkrarúma bætir hvorki heilbrigði
þjóðarinnar né fækkar þeim sem
þurfa aðhlynningar við. Niðurskurð-
Abgerðin breytti lifi Gunnars,
ón hennar hefbi hann orðiö
byrði á samfélaginu, en vegna
hennar er hann nýtur
þjóðfélagsþegn sem borgar
sina skatta og skyldur.
Mynd Kristinn.
Gunnar Baldursson vöru-
bflstjóri hefði ekkert getað
unnið, heíði orðið að selja
atvinnutæki sitt og þurft á
fé frá ríkinu að halda hefði
ekki verið skipt um hnjálið
í honum. Nú kemur hann
hinsvegar til með að borga
sína skatta einsog hver ann-
ar nýtur þjóðfélagsþegn.
Gunnar Baldursson er nýbúinn
að fá stálkúlu í vinstra hnéð. Fyrir
rúmum tveimur árum fékk hann
eina slíka í hægra hnéð. 1 haust var
hann orðinn óvinnufær vegna þcss
að hann gat lítið sem ekkert hreyft
liðinn. „Þetta var orðið bein í
Væri rúmliggjandi án gerviliðarins
bein,“ sagði Gunnar í samtali við
Helgarblaðið. Um leið og hann
heyrði af niðurskurðarhugmyndum
ríkisstjómarinnar fór hann að
þrýsta á lækna sína um að gera
þess bæklunaraðgerð. Hann vissi
að ef hann lenti í langri biðröð á
bæklunardeiidinni vegna niður-
skurðar yrði hann að selja bílinn
sinn, atvinnutækið. Auk þess yrði
hann nánast rúmliggjandi þangað
til aðgerð yrði gerð. „Þessi aðgerð
breytir öllu í lífi mínu,“ sagði
hann. Gunnar, líkt og svo margir
aðrir, skilur ekkert í spamaðarhug-
myndum ríkisstjómarinnar sem
margar leiða til þess að fólk cins
og hann kostar þjóðfélagið pen-
inga í stað þess að leggja sitt af
mörkum til samneyslunnar.
Vegna reynslu sinnar af hnjá-
liðaaðgerðinni árið 1989 vissi
Gunnar að hverju hann gckk. Hann
vann í fyrrasumar en þcgar líða tók
á haustið var hann orðinn óvinnu-
fær. Þá fór hann að þrýsta á um að
skipt yrði um liðinn í vinstra
hnénu. Hann tók íbúð á lcigu í
Reykjavík og flutti hingað suður í
haust frá Hofsósi ásamt konu
sinni. Strax viku eftir aðgerðina er
hann farinn að lyfta fætinum og
beygja lítilega og býst fastlega við
því að verða jafngóður, enda var
það tilfellið með hægra hnéð.
Hann var skorinn upp á Landa-
koti og mun liggja þar næstu tvær
vikumar. Jafnframt verður hann í
endurhæfingu. Síðan tekur við
mánaðar endurhæfing í Hveragerði
og þá ætti hann að geta farið að
vinna aftur.
Gunnar er dæmi um mann sem
cr þjóðhagslega hagkvæmt að
framkvæma læknisaðgerð á, að
ekki sé nú talað um hvaða þýðingu
þetta hcfur fyrir hann sjálfan.
„Þctta skiptir öllu máli fyrir mig,
ég gat ekkert orðið gert og hefði
orðið örkumla maður,“ sagði
Gunnar. „Eg sárvorkenni því fólki
sem sér fram á langan biðtíma eftir
svona aðgerðum. Það gæti orðið
margra ára bið,“ sagði hann og
bætti við að yfirlæknirinn hefði
sagt honum að ef ekki yrði drifið í
þessari aðgerð núna væri alveg
ófyrirsjáanlegt hvenær af henni
gæti orðið. „Ef ég hefði ekki kom-
ist inn hefði ég orðið að selja bíl-
inn, mitt atvinnutæki. Og ég hefði
verið frá vinnu í mörg ár, jafnvel
alla tíð. Auk þess hefði ég þurft á
peningum frá ríkinu að halda í stað
þess að borga mína skatta.“
„Auðvitað þarf að spara,“ sagði
Gunnar en sagðist jafnframt ekki
skilja hvers vegna það þyrfti að
koma niður á sjúkum og fólki sem
Iiði kvalir á meðan það biði eftir
aðgerðum á bæklunardeild.
„Manni finnst þessar niðurkurðar-
hugmyndir alveg ótrúlegar. Menn
eru alveg frosnir í þessu,“ sagði
Gunnar og talaði ekki fallega um
Sighvat Björgvinsson heilbrigðis-
ráðherra. Honum sámar sérstak-
lega niðurskurðurinn á Landakoti
en þar var fyrri aðgerðin líka gerð.
„Það er óskaplegt að vera í þessari
óvissu," sagði hann um starfsfólk
spítalans sem hann talar mjög hlý-
lega um. Hann hefur veitt því at-
hygli að andrúmsloftið á spítalan-
um er annað eftir að öllum var sagt
upp. „En það er ekki látið bitna á
sjúklingunum," sagði hann. „Um-
önnunin á þessu sjúkrahúsi er al-
gert einsdæmi og Höskuldur Bald-
ursson.sem skar mig í bæði skiptin
er alveg frábær," sagði Gunnar
ánægður — enda laus við biðröðina.
Hann gagnrýnir niðurskurðinn
harkalega og segir að margt miður
fallegt mætti um hann segja. „En
maður vonar að þessir menn sjái
að sér því gamla fólkið, öryrkjar
og ellilífeyrisþegar eiga þetta ekki
skilið eftir að hafa unnið sitt ævi-
Föstudagurinn 7. febrúar