Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 15

Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 15
Helgar 1 5 blaðið Kröfur Alþýðusambandsins A fundi Alþýðusambands Is- lands með atvinnurekendum í íyrradag lagði ASÍ fram eft- irfarandi kröfur: 1. Samningstími verði eitt ár. 2. Akvæði um rauð strik og launanefnd verði hliðstæð því sem var á síðasta samningstímabili; end- urskoðun fari fram þrisvar á samn- ingstímabilinu. 3. Samið verði um eftirfarandi al- menn ákvæði: I) Desember- og orlofsuppbót verði samræmd þannig að desem- beruppbótin hækki hjá öllum í 24 þúsund krónur. í dag er stór hluti fé- lagsmanna ASÍ með 10 þúsund króna desemberuppbót en ýmsir hópar innan ASÍ svo og flestir opin- berir starfsmenn með 24 þúsund krónur. II Orlofsréttur verði samræmdur þannig að 1 dagur bætist við þegar ákveðnum aldri eða starfsaldri er náð og síðan fleiri dagar þangað til 28 dögum er náð. Hér er einnig um samræmingu við ýmsa sérkjara- samninga að ræða. III Réttur til fráveru vegna veik- inda bama verði aukinn (10 dagar í stað 7) og rétturinn nái einnig til fráveru vegna veikinda maka og nánustu ættingja. IV Réttur starfsmanna til að taka sér launalaust leyfi vegna jarðarfar- ar verði samningsbundinn. V) Aunnin réttindi haldast þegar starfs- maður flyst á milli vinnustaða. VI Uppsagnarréttur eldri starfs- manna verði aukinn. Starfsmenn sem hafa náð 63 ára aldri og hafa verið 10 ár í starfi hjá sama atvinnu- rekanda njóta nú 6 mánaða upp- sagnarffests. VII Allir sem hafa náð 16 ára aldri njóti fúllra launa. Svo er ekki i dag hjá verslunarfólki og starfsfólki í veitinga- og gistihúsum. VIII Lífaldurs- og starfsaldurs- álög verði betur samræmd. IX Matartími um helgar verði greiddur. X Uppsagnarréttur sjómanna sem nú er 7 dagar verði samræmdur því sem almennt gerist. XI Skýrt komi fram í samningi að útgerðarmanni sé óheimilt að krefj- ast þess að sjómenn taki þátt í kostnaði við kvótakaup. 4. Launakröfúr verða lagðar fram síðar m.a. með hliðsjón af ffam- vindu sérkröfúviðræðna. Áhersla er jafnffamt lögð á að gerð er krafa um sérstakar kauphækkanir til handa láglaunafólki. A samningafúndinum ítrekuðu fúlltrúar atvinnurekenda að þeir höfnuðu öllum kröfúm sem auka kostnað atvinnurekenda. Nýr fundur hefúr verið boðaður á mánudag n.k. þar sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar mun gera grein fyrir nýrri þjóðhags- spá. og haga sér síðan eftir því. En ef það tekst ekki, verður það þá ekki sótt til atvinnurekenda? Þetta er ekki svona einfalt. Við sækjum ekki til atvinnurekenda það sem verið er að rífa af sjúklingum. Við getum ekki borgað sjúklingun- um út í gegnum launaumslögin sem við erum að sækja til atvinnurek- enda. Ennfremur getum við ekki sótt til þeirra hjálpartækin. Þetta er spumingin um kostnaðinn sem við- komandi verður fyrir. Margt af þessu fólki er ekki í vinnu, svo að það verður ekki sótt beint til at- vinnurekenda. En fýrir vinnandi fólk reiknum við einfaldlega út hvað þetta kostar - og sækjum það. Því miður leysum við ekki aðförina að þessu fólki með því að ná því í gegnum atvinnurekendur. Það er ekki svo einfalt. Þetta em aðgerðir ríkisstjómarinnar og mér er voða- lega illa við að lemja Pétur þegar Páll sló mig. Eru verkfalisátök eða jafnvel allsherjarverkfall inni í mynd- inni? Það er allt inni í myndinni. Telurðu að almenningur sé til- búinn í átök? Mér skildist um daginn á niður- stöðum úr einhverri skoðanakönnun að 50% hefðu verið tilbúin þá. Og það er ekki langt þangað til þessi tala verður komin uppí 80%. Það em þannig miklu meiri líkur á því að til átaka komi heldur en ekki. Og þær líkur vaxa dag frá degi, því er nú verr og miður. Það verður ekki borið á hina almennu verkalýðs- hreyfingu að hún hafi misnotað þetta eina vopn sem verkafólk á til að ná fram sínum málum. Því hefur ekki verið misbeitt. Ég bara bið menn, ef þeir geta rökstutt það að almennt verkafólk á íslandi hafi misnotað verkfallsvopnið að undan- fömu, að stíga ffam fýrir alþjóð og segja það. Vegna þess að margir af ungu gapuxunum hafa verið að senda þessu verkafólki kveðjur. Þetta em yfirleitt menn sem líklega hafa aldrei nokkumtíma lyft reku, hvað þá heldur meir, og þeir em með einhveijar einkaskoðanir á verkföllum! Verkföll em fýrst og fremst neyðarréttur verkafólks og það er ekki hinn almenni launamað- ur, þetta venjulega verkafólk, sem hefur verið að misnota þennan rétt. Menn ættu að skoða þá sögu og það væri gaman að fá raunverulega út- tekt á því, t.d. á síðasta áratug, hvar verkföllin hafa verið. Má búast við að samstaða verði með opinberum starfsmönnum og Alþýðusambandsfélögunum? Eg held að það komi til með að myndast mikil samstaða á næstunni um hin ýmsu mál. Þau em ennþá í höndum hinna einstöku félaga innan BSRB en við erum nokkum veginn komin með þau inn á sameiginlegt borð, hvað snertir aðalkröfumar. En ég held að þegar fer að harðna í þessu núna, eins og það lítur út i dag, þá myndist hér mikil breiðfylk- ing. Að visu á maður aldrei að spá langt ffam í tímann í þessum efnum, en ég held að menn þurfi að samein- ast, ætli þeir að breyta einu neii. Launþegahreyfingin þarf að samein- ast til að bioyta því. Ertu bjartsýnn á að samningar takist á næstunni? Nei, það er ég því miður ekki. En er eitthvað sem bendir til þess að samningaviðræður geti runnið út í sandinn á næstunni? Já, ef neiin halda áffam að streyma svona. Við semjum ekki um nei. En því miður er þaö svo áb fólk skynjar ekki hlutina fyrr en þeir koma beint viö budduna NISSAN SUNNY SLX 1.6 STÓRSKEMMTILEGUR 0G GLÆSILEGUR Nissan Sunny SLX 1.6 16 ventla hlaðinn aukahlutum s.s. rafdrifnum rúðum, rafstillanlegum speglum, upphituðum sætum, vökvastýri, samlæstum hurðum og m.fl. Fáanlegur í ýmsum útfærslum. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700. Nissan Sunny SLX 1,6, 3ja dyra. Verð kr. 903.000 stgr. 4ra dyra stallbakur. Verð kr. 981.000 stgr. 5 dyra hlaðbakur. Verð kr. 980.000 stgr. Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2 sími 91-674000 Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.