Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 20

Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 20
Helgar 20 blaðið Jón Baldvin og Stórisannleikur Margir menn ágætir urðu tíl að senda Þjóðviljamönn- um kveðjur sínar þegar blaðið hætti að koma út. Sumir mæltu eftír okkur með trega, aðrir voru einna helst gagnrýnir á okkar framlag, en eins og þar segir: flest fór það vel fram. Og hafi menn heila þökk fyrir góðar kveðjur. Við skulum vona að guð launi fyrir hrafuinn. Ein kveðja skar sig mjög úr i síðasta tölublaði Þjóðviljans. Hún var frá formanni Alþýðuflokks- ins, Jóni Baldvin. Eins og menn tóku eftir fann hann Þjóðviljanum allt til foráttu fyrr og síðar. Blaðið hafði frá upphafi vega verið tröllriðið af því sem Jón kallar „Stórasannleik". Þar á hann við Sovéttrúna. Síðan hafi sú trú breyst í annan Stórasannleik sem hann kallar „vanskapaða þjóðfé- lagslega eyðsluhyggju“. Þetta er allt nokkuð fróðlegt. í fyrsta lagi festa menn athygii við það hve gjörsamlega Jón Baldvin er laus við allt sem heitir örlæti i hugsun og yfirsýn. Hann gctur ekki séð kost og löst á blaði, hann hefur hugann við þann „Stórasannleika“ einan að þetta blað hefur oftar en ekki staðið honum sjálfum og hans áformum í pólitík fyrir þrifum. Annað kemst ekki að. Þetta nægir til að hugur ráðherrans fyllist stein- geldri kergju og því myrka hatri sem slekkur á sálartýrunni. Stalínismi Framsóknar Dæmið úr kveðjublaði Þjóðvilj- ans fer ekki einsamalt. Jón Bald- vin hefur verið að deila við bænd- ur á fundum um GATT. Bændur eru lítt hrifnir af GATTinu, og ætti engum að koma á óvart, hvað sem þeir annars halda: hvcr sá sem sér sína afkomu í nokkrum háska er reiður. En Jón Baldvin virðist ekki skilja svo ofurcðlileg mannleg viðbrögð. Hann sér í bændaræóum á fundum harðsnúið samsæri gegn sér pcrsónulcga og æpir hátt: Stalínískt samsæri! Skipulagt af Framsókn eða Bændasamtökum. Þegar menn láta si sona: Fram- sókn er stalínismi, Þjóðviljinn er Pravda (eins og Össur Skarp- héðinsson heldur fram), þá cru menn fyrst og síðast að gera tungumálið merkingarlaust. 1 annan stað viðra þeir fyrir al- þjóð persónulegan vanmátt: þeim er um megn að ræða marga hluti án þcss að allt sé dregið undir tilfinningasveiflur þeirra eigin pólitíska frama eða vandræða. Og er slíkum mönnum vorkunn nokkur: þeir eru nefni- lcga dæmdir til að vera mjög einmana innan uin sína skammgóðu viðhlæjcndur. Hvað er Stórisann- leikur? En svo er annað: Stórisannleikurinn sjálfur. Orðið er víst frá Halldóri Laxness og vísar í skrifum hans til Sovétkomm- únismans sem og til framgöngu kaþólsku kirkjunnar eða amk. Rannsóknarréttarins á fyrri öldum. Með öðrum orðum: ef menn vilja ekki halda áfram að eyðileggja merkingu orða, þá er Stórisannleikur varla á dagskrá nema að saman fari skoðanaof- stæki og svo vald og valdatæki sem reka Sannleikann ofan í mannfólkið. Ef við hinsvegar er- um að fjalla um skoðun (sem and- stæðingar hafa tilhneigingu til að kalla ,,kreddu“) hjá minnihluta- hópi, þá er, eðli málsins sam- kvæmt, annað á seyði. Það eru margir „Sannleikar" í gangi í Arni Bergmann skrifar samfélaginu, og þótt sumar teg- undimar séu boðaðar með ástríðuhita breytast þær ekki í Stórasannleika fyrir því. Síbernskan Menn geta svo sagt að hreyf- ingar bæði og einstaklingar hafi misjafnlega mikla innri þörf fyrir að gcra sér einhvem boðskap að þeim allshcrjarsannleika sem slævir gagnrýna hugsun, byrgir sýn í þröngum farvegi. Slík þörf er jafnan mikil þegar hreyfingar (og einstaklingar) eru ungar að árum, menn hafa vissa þörf fyrir cinfaldanir andspænis flóknum heimi og þurfa tíma til að átta sig á því að í margbreytileikanum og þverstæðunum eru viss ágæt vcrðmæti fólgin. Ef þessi hlið dæmisins er svo tcngd við mál- fiulning Jóns Baldvins sjáifs, þá er cins og hann sé mörgum öðrum fremur haldinn „sibcmsku" kreddufcstunnar. Að minnsta kosti hefur hann stcrka tilhneig- ingu til að líta á sinar skoðanir með þeirri nauðhyggju sem segir, að sá sem ekki er með mér (t.d. í Evrópumálum) hann er flfl eða glæpon (,,skuggabaldur“) nema hvorttveggja sé. Kröfugerðarhyskió Þegar lesið er kveðjublað Þjóð- viljans kemur á daginn að sumir telja að blaðið hafi verið of kreddufast, en aðrir að það hafi ekki verið nógu „beitt“, ekki nógu grimmt á meiningunni. Allt er þetta til umræðu vitanlega. En Jón Baldvin gerir langa sögu stutta: hann segir að Þjóðvilja- kreddan hafi nú um alllangt skeið komið fram i „vanskapaðri þjóð- félagslegri eyðsluhyggju og tak- markalausri kröfugerð á allt og alla“. Þetta er skondin ásökun. I fyrsta lagi: hún minnir á það hve blindir og sljóir margir menn verða á söguna, þegar þeim svo hentar. Eða man Jón Baldvin ekki lengur til þess, að á yngri ámm Alþýðufiokksins hét hann í allri íhaldspressunni fyrst og síðast „ábyrgðarlaus kröfugerðarflokkur á allt og alla“? Öll sú kröfugerð sem fram var borin af jafnaðar- mönnum, hvort sem þeir fóru síð- an á vinstri eða hægri væng þeirr- ar fylkingar, hún var „eyðslu- hyggja" sem fékk hin sígildu svör ihaldsins um að verið væri að espa lýðinn til að eyða um efni fram og stefna þjóðfélaginu í ógöngur enda „peningar ekki fyrir hendi“. Þegar Jón Baldvin lýsir „kreddu" Þjóðviljans á þann hátt sem fyrr greinir, þá megum við svo sannarlega vel við una. Hann meinar náttúrlega að Þjóðviljinn sé að gera ráðamönnum Alþýðu- flokksins lífið leitt með miður þægilegum frásögnum og útlegg- ingum á þeirra niðurskurði á því félagslega kerfi og menntakerfi sem kratar af öllum tegundum hafa lengst af talið rétlætingu sinnar tilvem. Hann meinar að nú em það hans menn sem hafa komið sér í þá stöðu að segja við alla sem vilja gott gjöra: étið það sem úti frýs því fé cr ckki fyrir hendi. Og af öllu saman verður til bullandi innri rciði sem órólcg pólitísk samviska kyndir undir og niagnar náttúrlega upp for- mælingamar - meðal ann- ars í garð Þjóðviljans. Og það bætir náttúr- lega ekki úr skák fyrir Jóni Baldvin að þetta ber allt upp á þá daga þcgar hann og hans menn standa gjörsam- lega máttvana og ráðlaus- ir andspænis „forstjóraf- rek junni" sem fram brýst í sinni ókræsilegustu rnynd í máli Samcinaðra vcrktaka. Jón Baldvin og Alþýðu- fiokkurinn cru í rammri til- vistarkrcppu eins og hvcr maöur getur séð. Og \\ viðbrögðin eru helst \\ nokkur tilfinninga- \ gos og ómarkviss óp um andstæðingana. Það gerir andstæð- ingunum svosem ósköp lítið til - nema hvað það reynist oft- ar en skyldi óþarf- lega mikil mæða að rcyna að taka þátt í umræðu hér á þessu ísa köldu landi. Kontratenór í Gerðubergi Sverrir Guðjónsson kontra- tenór syngur sönglög eftir tón- skáld frá 17. öld fram á okkar daga á Ijóðatónleikum í Gerðu- bergi á morgun, laugardag, kl. 17 og á mánudag kl. 20.30. Meðal efhis á tónleikunum eru söngvar eftir Purcell, antik-aríur eftir Scarlatti og Sarri, Shakespe- aresöngvar eftir samtímatónskáld- ið Gerald Finzi, þjóðlagaútsetning- ar eftir Britten, jiddísk þjóðlög og íslensk sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjöms- son, auk þriggja nýrra söngva eftir John Speight, sem verða frumflutt- ir á tónleikunum. Söngrödd kontratenórs spannar svipað raddsvið og altrödd kvenna. Sverrir hefúr verið við söngnám í Englandi hjá David Mason. Hann vakti líka athygli sem einn af með- limum búksláttarbandsins sem tróð uppi á menningarkynningu í Lond- on. Undirleikari á píanó er Jónas Ingimundarson. leikarar komast þokkalega fró hlutverkum sínum. Af háskalegu starfi leikhúsrýnenda Stúdentaleikhúsið, Tjarnarbíói Hinn eini sanni Seppi eftir Tom Stoppard Leikstjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Leikmynd Þorgeir Olason Framsögn og leikmunir Steinunn Ólafsdóttir Búningar Linda B. Árnadóttir Lýsing og mynd Eric Thor Guðmundsson Hljóð Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir Þýðandi Guðjón Ólason Stúdentaleikhúsið frumsýndi Hinn eina sanna Seppa eftir Tom Stoppard, síðastliðið föstudags- kvöld. Leikurinn gerist í leikhúsi og snýst jafnt urn tvo gagnrýnend- ur, sem þar eru mættir á fremsta bekk, og um sýninguna á leiksvið- inu. Leikhúsið í leikhúsinu er morð- gáta og fer fram á milli þess sem gagnrýnendumir ræðast við. Hún fylgir upphafiega forskrifi sem virðist ættuð frá Agötu Christie: Staðurinn eingangrað sveitasetur, persónumar rík ekkja, bróðir fyrr- verandi eiginmanns hennar, vin- kona hennar, grunsamlegur ungur maður, húshjálpin frú Puða, Seppi lögrcgluforingi og líkið - og auð- vitað cr þoka. En það sýnir sig brátt að í þessum leik er ekkert cins og það lítur út fyrir að vera og það er mcira að scgja alls ckki ljóst hver er hvað, eða hver leikur hvern og hvort það er yfirleitt ver- ið að leika. Gagnrýnendumir tveir dragast brátt meira inn í atburðarásina en venja er. og ekki fjarri sanni að segja að leikurinn fjalli mikið til um háskalegt starf þeirra. Magnús Þór Þorbergsson leikur Mána gagnrýnanda og Haraldur Jóhannsson Spóa, kollega hans. Hildigunnur Þráinsdóttir er frú Puða, og Kári Gíslason Símon Gunnarsdóttir skrifar Grafstein, ungi maðurinn gmn- samlegi. Blíðu Konráðs, yndislega stúlku á þrítugsaldri, leikur Ásta Böðvarsdóttir, og Ólöf Sverris- dóttir fer með hlutverk lafði Sælu Moldá, húsráðandans á sveitasetr- inu. Mats Jonsson leikur major Magnús Moldá og Seppa, hinn dæmigerða laganna vörð, leikur Amoddur Magnús Valdimarsson. Kjartan Freyr Vilhjálmsson leikur líkið. Leikmynd, búningar, lýsing og leikhljóð em prýðileg í alla staði, leikstjómin ágæt og leikaramir komast þokkalega frá hlutverkum sínum, sérstaklega líkið, sem var með eindæmum dauðyfiislegt. Leikur annarra var viðvaningsleg- ur, enda ekki við öðm að búast og ósanngjamt að vera eitthvað að fjölyrða um það. Leikritið er skemmtilegt, svo sem og sýningin í heild, og var henni mjög vel tek- ið af frumsýningargestum. FöstudaRiirínn 7. íebrúar

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.