Helgarblaðið - 07.02.1992, Blaðsíða 12
Helgar
12
blaðið
Hneyksli í Wall Street
Leiðandi fjármálamenn
við margar af stærstu fjár-
málasamsteypum Banda-
ríkjanna roðna þegar pils-
faldinum er lyft og í Ijós
kemur leynifélagsskapur
sem margir þeirra eru
meðlimir í.
Félagsskapur þessi nefnist
Kappa Beta Phi og hefur
verið við lýði í 60 ár. Fram
til þessa hefur lítið sem ekk-
ert verið vitað um félags-
skapinn, annað en að hann
er til og að margir af helstu
{jármálamönnum Bandarikj-
anna eru meðlimir í honum.
Yfirmenn flestra stórfyrir-
tækja í Wall Street eru með-
limir i Kappa Beta Phi. Sem
dæmi má nefna iyrirtæki
einsog American Express og
Morgan Stanley.
Nú hefur vitni skýrt frá
mjög sérstæðum helgisiðum
sem tíðkast hjá félagsskapn-
um þegar nýir meðlimir eru
teknir í hópinn. Þessir fjár-
málajöfrar höfðu sem sagt
allir verið á háum hælum,
klæðst kjóium og jafnvel
sett á sig gervibrjóst til að fá
inngöngu í klúbbinn.
Arlega heldur félagsskap-
urinn mikið kvöldverð-
arboð og er nýjum með-
limum boðið að taka þátt
í því. Mikil leynd hefiir
hvílt yfir því sem gerist á
þessum samkomum og
það var ekki fyrr en í
byrjun þessa árs sem
upplýsingar láku út um
það.
Hinum nýju meðlim-
um í félagsskapnum er
fyrirskipað að klæðast
einsog klæðskiptingar.
Þegar þeir mæta til veisl-
unnar standa fjármála-
spekingamir, sem þegar
em fullgildir meðlimir,
og ausa mat yfir kven-
mannsklædda nýliðana.
Einkunnarorð félagsskapar-
ins em „Cantamus et Biber-
amus“ (Við borðum og
drekkum).
Sá sem sagði frá þessu
segist hafa hitt mann sem
hann var vel kunnugur en
ekki borið kennsl á hann. •
„Ég áttaði mig ekki fyrr en
hann spurði hversvegna ég
heilsaði sér ekki. Síða hár-
kollan og gervibrjóstin
gerðu hann óþekkjanlegan.“
Það var New York Obser-
ver sem birti lýsinguna á
helgisiðunum. Flestir sem
tóku þátt í kvöldverðarboð-
inu neituðu að tjá sig um
það þegar fjölmiðlar gengu
á þá. „Ég vil ekki tala um
þetta. Þetta em einkasamtök
sem koma fjölmiðlum ekk-
ert við,“ sagði Archie Fost-
er, forseti Werthwim Schro-
der samsteypunnar.
„Þar eð ég hef ekki gefið
kost á mér í forsetaframboð
kemur einkalíf mitt engum
við,“ sagði yfirmaður eins af
fjárfestingarfélögunum í
Wall Street.
Annar sagði það andstætt
trú sinni að ræða við fjöl-
miðla og einn sagðist ekki
muna í hveiju hann hefði
verið þegar hann gerðist
meðlimur. Margir skelltu á
þegar hringt var í þá út af
þessu hneyksli.
Marinó G. Njólsson ókvöróunarfræóingur. Mynd: Kristinn.
GULLFALLEGAR GJAFABÆKUR
Á 10 ára afmæli bókaforlagsins Vöku-Helgafells hefjum við
útgáfu á flokki glæstra gjafabóka á ótrúlega góðu verði.
Hér býðst lifandi og skemmtilegt efni tengt íslenskri
þjóðmenningu: Bókin Úr sagnabrunni, með þjóðsögum og
ævintýrum sagnaþularins Ásdísar Ólafsdóttur. Eftir henni
sendu Reykvíkingar mann og hest um síðustu aldamót svo að
hún gæti sagt þeim sögur.
Hin bókin sem markar upphaf þessa nýja gjafabókaflokks er
í skugga lárviðar með snilldarþýðingum Helga Hálfdanar-
sonar á 2000 ára ljóðum Hórasar, höfuðskálds Rómveija.
Gjafabækur í hæsta gæðaflokki á aðeins 1860 krónur.
VAKA-HELQAFELL
Síðumúla 6 • Sími 688 300
Marinó G. Njálsson heitir
31 árs Seltimingur sem ber
starfsheitið ákvörðunarfræð-
ingur, sem heyrir til nýmæla
hérlendis þótt það sé vel
þekkt erlendis. Marinó er
þegar tekinn til starfa með
eigin ráðgjafarþjónustu sem
hann neíhir „Betri lausn“,
en auk þess kennir hann
tölvunarfræði við Iðnskól-
ann í Reykjavík.
„Þetta starfsheiti, sem ég hef tek-
ið mér, finnst mér betra en það sem
ég hef lært til, sem er aðgerðarrann-
sóknarfræðingur. En þau fræði
lærði ég í Stanford- háskólanum í
Kalifomíu í Bandaríkjunum. Mín
sérmenntun þar vestra var ákvörð-
unarfræðin innan aðgerðarrann-
sóknarinnar. Ég er tölvunarfræðing-
ur að mennt frá Háskóla íslands og
vestra var ég í tvö ár við nám.
Starfið felst einkum í því að að-
stoða fólk við að taka markvissar
ákvarðanir. Ákvörðunarfræðingur-
inn tekur að sér ákveðið verkefni
og kemur með ákveðna ráðleggingu
um bestu lausn. Hann skoðar
óvissuþættina, möguleikana, fer í
gagnasöfnunina og setur vandamál-
ið upp.“
Eins og Marinó hefur auglýst
sína ráðgjöf er hún meðal annars
fyrir stjómendur fyrirtækja og
stofnana, deildarstjóra, fólk með
mannaforráð, vinnuhópa, verkefna-
anir án þess að þurfa að kaupa sér
slíka þjónustu?
„Ef þú ert íþróttamaður og vilt ná
árangri í þinni íþrótt, þá færðu þér
þjálfara. Hann bendir þér á hvað þú
þarft að gera til að ná árangri.
Sundmaður sem ætlar sér stóra
hluti í sinni íþrótt, þarf að vita ná-
kvæmlega hvemig sundhreyfingin
á að vera og það er þjálfarinn sem
bendir honum á það. Jú, auðvitað
emm við sjálfmenntuð í ákvarðana-
töku með svo og svo góðum árangri
og sammála um að góð ákörðun sé
gulls ígildi. Við getum bara líka séð
hvað hefur gerst í íslensku þjóðfé-
lagi á undanfömum ámm. Það hef-
ur allt farið úr böndunum. Menn
hafa ekki getað tekið réttar ákvarð-
anir varðandi fjárhagsáætlanir og
hvemig standa skuli að hinu og
þessu. Ég er í sjálfu sér ekki að
gagnrýna þær ákvarðanir sem menn
hafa tekið. Það var ömgglega staðið
vel að þeim ákvörðunum sem til
dæmis vom teknar í sambandi við
Perluna. En þeir hinir sömu klikk-
uðu allillilega í því að sjá hvaða
þættir ættu að koma inn í ákvörðun-
ina. Því var ofsalega margt skilið
útundan sem seinna varð að kostn-
aðarliðum. Gmnnákvörðunin var
sem sagt góð, en afmörkunin slæm.
Þannig að þetta er spuming um
vinnubrögð og þar kemur ákvörð-
unarfræðin inn,“ segir Marinó G.
Njálsson.
upphefðin kemur að utan.“ Marinó
viðurkennir að aðsóknin að nám-
skeiðunum sem hann býður uppá
hafi ekki verið eins mikil og hann
hafði vonast til. „Ég geri mér líka
grein fyrir því að ég þarf að kynna
mig og ná athygli landsmanna. Þótt
nokkuð hafi skort á það hefur hann
þó náð að vekja athygli fjölmiðla.
Marinó segist hafa fengið mis-
jöfn viðbrögð við námskeiðahaldi
sínu. Sumir hafi verið mjög hrifnir,
aðrir minna eins og gerist og geng-
ur.
En er ekki hver og einn fullfær
um að taka sínar sjálfstæðu ákvarð-
hópa og einstaklinga sem vilja
víkka eigin sjóndeildarhring. Hann
segir að í Bandaríkjunum sé vissu-
lega markaður fyrir ákvörðunar-
fræðinga og hvað viðkemur íslandi
þá bendir hann á þau erlendu ráð-
gjafarfyrirtæki sem innlendir aðilar
hafa fengið sér til aðstoðar við
ákvarðanatöku. „En það er með
þetta eins og svo margt annað að
Ákvörðunar-
fræðingur
Góð ákvördun
gulls ígildi