Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 2
2 Hagblaöið. Þriðjudagur 16. september 1975. Spurning 9 Verðbólga í algleymingi Hefurðu gaman af klám- myndum? Hannes Jónsson nemi: Ja, hvað á maöur að segja, þær geta margar verið stórfyndnar, en þó held ég aö sennilega hafi ég ekki séð nógu margar. Jón Kjartansson framkvæmda- stjóri: Ekkert sérstaklega, ég skoða ekki mikið af þeim og hef yfirleitt alls ekki gaman af þeim. Herdis Sveinsdóttir i skóla: Nei, helzt ekki, ég skoða engar klámmyndir, svo aö ég á frekar bágt með að svara þessu. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir stud.ethn.: Ég hef séð svo fáar að ég get eiginlega ekki svarað þessu. Pjetur Maack guöfræðinemi: Nei, alls ekki, raunverulega hvorki meira né minna en aðrir. Jarþrúöur Jónasdóttir nemandi: Ekki bara séð neinar. Ef til vill er hægt að hafa gaman af sumurn, a sem eru listrænar. Borgar Ólafsson hringdi til Pagbiaðsins og sagði sinar farir ekki slétlar. ,,Ég ætlaði að gefa konunni minni djúpsteikingarpott i af- mælisgjöf og fór þvi að skoða potta í verzlunum. Sá ég einn, er ég hugðist kaupa, á um 8.650 kr. Daginn eftir kem ég aftur i búð- ina og ætla að kaupa pottinn, sem kostar þá 12.640 kr! Daginn áður hafði ég einnig séð i sömu búð pott, sem kostaði þá um 12.700 kr. en hækkaði á sama tima og potturinn, er ég hugðist kaupa, i 17.110 kr. Ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég gekk að þessum kaupum.” Dagblaðið fékk uppgefið hvaða verzlun þarna var um að ræða og hringdi i hana og kann- aði málið. Staðfesti verzlunar- stjórinn, að i búðinni hefðu feng- izt tvær tegundir djúpsteiking- arpotta, nú aöeins ein, og verðið væri 17.110 og 12.640 kr. Þessi sending hefði komið i verzlunina 24. júli s.l. og verðið ekki breytzt siðan þá. Eina skýringin sem verzlunarstjóranum datt i hug á hvernig hægt væri að ruglast á verði pottanna var, að vörurnar væru verðmerktar meðlausum plastklossum, sem auðvelt væri að hreyfa til, og kæmi það stundum fyrir, að börn skiptu á verðmerkjum milli hluta. Ef fólk verður vart óeðlilegra verð- breytinga er sjálfsagt að láta vita af þvi til að unnt sé að kanna málið. A „leiksvæöinu” eru bilflök, hjólhýsi og vegasalt. Ekki eru Ibúarnir ánægðir meö þetta, sem vonlegt er. GANGIÐ FRÁ SVÆÐINU, BARNA OKKAR VEGNA! Óánægðir blokkareigendur i Breiðholti simuðu: „Við viljum vekja athygli á ósmekklegum vinnubrögðum borgaryfirvalda. Þannig hagar til uppi i Bréið- holti I, að þar eru tvö svæði ætl- uð til leikja. Borgin á að sjá um að ganga frá þessum svæðum. A svæði, sem afmarkast af Blöndubakka og Dvergabakka, komu menn frá borginni og unnu af elju við að malbika, girða og ganga frá svæðinu — það var skömmu fyrir siðustu kosningar. Voru nú allir ánægð- Markús Einarsson skipstjóri i Hafnarfirði hafði samband við DAGBLAÐIÐ: ,,Ég vil bera fram fyrirspurn- ir til Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra, Einars Agústsspnar utanrikisráðherra og Þórarins Þórarinssonar, for- manns landhelgislaganefndar Alþingis. ir með stórhug yfirvalda og lof- uðu borgarstjórn i hástert. Á svæði, sem afmarkast af Eyjabakka, Ferjubakka og Grýtubakka, biðu menn i ofvæni — jú, þeir komu með vegasölt fyrir börnin og löguðu kantinn aðeins. Fóru nú kosningar i hönd — sumir sögðu, að nú kæmu þeir ekki aftur, — aðrir voru fullir bjartsýni á, að gengið yrði frá svæðinu. Ekki sýndu þeir sig og enn hafa þeir ekki sýnt sig! 1 rigningum verður þarna eitt svað, börnin verða skitug upp Hvaða fiskitegundir og ár- gangar eiga að synda yfir i 50 milurnar, þegar þið hafið samið um undanþágur fyrir verk- smiðjutogara frá V-Þýzkalandi, frá brezka heimsveldinu, Pól- landi, Rússlandi, A-Þýzkalandi, svo nokkrar þjóðir séu nefndar? Þetta er sá floti, sem á að fá, með samkomulagi og undan- fyrir haus og vegasöltin eru komin á kaf i drullu! Það, sem er allra verst, bilar keyra þarna inn á svæðiö og skapast af þvi stórkostleg slysahætta vegna hinna fjölmörgu barna, sem þarna eru að leik. Dæmi eru til að stórir vörubilar með aftani- vagna komi inn á svæðið — þarf að minna á alvarleg slys, sem hafa orðið af slikum farartæki- um? Þess vegna viljum við skora á borgaryfirvöld að ganga frá þessu svæði hið allra fyrsta — öryggis barna okkar vegna. þágum, aðstöðu til að gjöreyða fiskistofnunum frá 50 til 200 milna svæðisins út i haf. Er ekki möguleiki að visa þessu máli til þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu? Landhelgismálið er það mikilvægt mál, að ekki má láta misvitra alþingismenn ráðskast með það. Alþingi veldur ekki þessu lifshagsmunamáli. Það sýndi það þegar það lýsti yfir stuðningi með samkomulags- umleitunum við þessar þjóðir.” Konur, gefum dreif- býlis- konum frí! E.E.G. skrifaði okkur linu: „Hvernig væri að snúa dæm- inu við? Þvi skyldum við ekki breyta alþjóðlegum verkfallsdegi is- lenzkra „þéttbýliskvenna” i hörkuvinnudag til sveita? Við gefum „dreifbýliskonum ” sólai;fri um leið. Væri ekki nær að hafa dag- setningu þessa merkidags óákveðna og skella á fyrirvara- lausu verkfalli einhvern góð- viðrisdaginn og skreppa i hey- skap? Þannig myndi verkfallið hafa mest áhrif og bæta ögn bágborið ástand hjá bændum. Fyrirvaralaust kvenmanns- leysi myndi hafa meiri áhrif en ef það væri ákveðið fyrirfram. Atvinnubilstjórar fengju a.m.k. einn vinnudag, „þéttbýliskon- ur” kynntust sveitabúskapnum. „Dreifbýliskonur” kæmust i sólarfri og svo mætti lengi telja. Konur! — Ef þið viljið láta verkfallið hafa áhrif, þá breytið til. Karlþjóðin hefur það allt of náðugt. Um leið og við styðjum bændastéttina, látum við karl- mennina finna hversu bráð- nauðsynlegur kvenmað- ur er i nútimaþjóðfélagi.” Raddir Jesenda HVERT EIGA FISKARNIR AÐ SYNDA? eigum við að gjalda?" „Hvers Anna Haraldsdöttir, nemandi i Árbæjarskóla, hafði samband við DAGBLAÐIÐ og kvaðst vera geysilega móðguð yfir viðtökunum, sem hún og vinkonur hennar hefðu fengið i verzlun Halla Þórarins i Árbæjarhverfi. „Við vinkonurnar vorum að koma úr skólanum og ætluðum að koma við i verzluninni á heimleiðinni. Okkur var þá meinaður aðgangur á þeim for- sendum, að við værum i frimin- útum. Við náðum tali af verzl- unarstjóranum og hugðumst fá leiðréttingu okkar mála en hann stóð fast á sinu og sagði, að krakkar fengju ekki aðgang að verzluninni i friminútum. Við vorum alveg agndofa á ósvifni verzlunastjórans og ákváðum að fara með málið i blöðin til að vekja athygli á þessari framkomu.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.