Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 7
7, !t.’ • T*MlniS>'({9<l .i)i líl{.U;bu[ðÍTl . ’ii G f í Pagblaðið. Þriðjudagur 16. september 1975. 7 Erlendar fréttir FÆR HÚN AÐ DEYJA? V ill fá að skera á líf - taugina Fylkisdómari i New Jersey i USA skipaði i gær verjanda til handa 21 árs gamalli stúlku, sem legið hefur i dái siðan i april. Kjörforeldrar hennar hafa farið fram á, að hætt verði að halda i henni lifi. Stúlkan, Karen Ann Quinl- an, missti meðvitund á dular- fullan hátt i april og hefur ekki komið til meðvitundar siðan. Samkvæmt frásögn kjörföður hennar, Jóseps, segja læknar engar likur á að hún komi aft- ur til meðvitundar og að stórir hlutar heila hennar séu þegar ónýtir. Quinlan fór fram á það i sið- ustu viku, að hann fengi um- boð dómara til að fyrirskipa, að tækjabúnaðurinn, sem heldur Karen Ann á lifi, verði tekinn úr sambandi. í gær gerðist svo það, að op- inber verjandi fylkisins vár skipaður til að gæta hagsmuna stúlkunnar, i réttarbaráttu milli Quinlans og saksóknara fylkisins. Saksóknarinn dreg- ur i efa rétt kjörföðurins um að láta stúlkuna deyja með „tign og sæmd”. Deilan snýst um, hvort ung- frú Quinlan er lagalega á lifi. Lög New Jersey skilgreina dauða sem þá stundu, er hjartað hættir að slá. Ýms önnur fylki skilgreina dauða sem þá stundu, er „heilinn deyr”. Sú skilgreining gæti átt við i þessu tilfelli, segir Reuter i morgun. Og þú líka... Hvíta húsið í Washington sendi í gær út tilkynningu frá Ford forseta, þar sem hann lýsti 9. október dag Leifs Eiríksssonar. í tilkynningu forsetans sagði meðal annars: „Með því að heiðra þennan mikla Norðmann heiðrum við alla þá, sem komu til lands okkar og hafa auðgað sögu Bandaríkjanna." "ÁRAMÓTASTíMMN- ING" FYRIR FRAMAN SíNDIRÁÐ EGYPTA Atburðirnir i egypzka sendi- ráðinu i Madrid á Spáni, sem hefðu getað endað i skelfilegu blóðbaöi, urðu 3000-4000 borgar- búum til mikillar skemmtunar i gærkvöldi og fram eftir nóttu. Skarar lögreglumanna með alvæpni gættu götunnar fyrir framan sendiráðið og allt i kring, en áhorfendurnir fylgd- ust með frá gangstéttinni hinum megin. Þegar arabi'skir sendimenn, sem stóðu i samningastappi við skæruliðana, komu og fóru frá sendiráðinu, blossuðu mynda- vélaglampar og áhorfendahóp- urinn klappaði ákaft og hróp- aði: „Olé! Viva! ” í takt og með jöfnu millibili. 1 fréttaskeyti frá Reuter i morgun segir að stemmningin á staðnum hafi verið eins og á nautaati eða gamlárskvöldi. Veitingahúsaeigendur i ná- grenninu gerðu skinandi góð viöskipti i gærkvöldi. Stöðugur straumur áhorfenda og frétta- manna var um sali þeirra til að fásér hressingu, kaffi og koniak I kuli næturinnar. Sendiráðstakan varhin fyrsta Spáni Generalissimos til Alsír Francos, sem sloppið hefur til- tölulega vel út úr skuggalegu striði arabiskra og israelskra skæruliða og leyniþjónustu- manna. ísraelskur sendimaður var þó skotinn til bana af ara- biskum skæruliðum i Madrid i janúar. Hann var jarðsettur með viðhöfn sem háttsettur her- maður i tsrael. Skæruliðahreyf- ingin „Svarti september” tók á sig ábyrgðina á morðinu. Þá gerðist það 1972, að króatiskir skæruliðar, sem rændu SAS-flugvél i Malmö, komu til Madrid og létu þar lausa 77 gisla i skiptum fyrir 6 Króata, sem voru i fangelsum i Sviþjóð. Þeir voru fangelsaðir á Spáni en siðan náðaðir af Franco. EFTIR 16 TÍMA SPENNU í MADRID: Skœruliðarnir komnir Palestinsku skæruliðarnir, sem i gær héldu sendiherrum Egyptalands, Alsir og íraks i gislingu I 16 klst. i sendiráði Egyptalands i Madrid, komu til Alsir snemma i morgun með gisla sina. Það var egypzka stjórnin sem tók af skarið og féllst á að út- vega skæruliðunum fjórum flugvél, sem flytti þá til Alsir. Upphafleg krafa skæruliðanna var sú, að Egyptar segðu upp Sinai-samkomulaginu við Isra- el. Að öðrum kosti myndu þeir sprengja sendiráðið i loft upp. Að sögn gislanna, sem töluðu við fréttamenn, stjórnir sinar og eiginkonur frá sendiráðinu, voru skæruliðarnir mjög vel vopnaðir og höfðu komið fyrir sprengjum um allt sendiráðið. Egypzka stjórnin fékk frest til kl. 11 i gærkvöldi að isl. tima til að segja upp samkomulginu, en áður höfðu sendiherrarnir fall- izt á að undirrita yfirlýsingu, er fordæmdi samkomulagið og taldi það á engan hátt þjóna hagsmunum Palestinumanna. Fjórmenningarnir lýstu mikilli ánægju sinni með sendiherrana, spænsk yfirvöld og spænska fjölmiðla. „Heiðarlega hefur verið komið fram við okkur,” sagði einn skæruliðanna i sim- tali við fréttamann Reuters i Madrid, „og þá munum við einnig koma heiðarlega fram.” 1 samtali við spánskan frétta- mann sagði einn skæruliðanna, að þeir hefðu notið góðs matar og liði prýðilega. Þegar flugvél Egyptalands- stjórnar, af gerðinni Iljushin-18, lenti á flugvelli i Algeirsborg i Egyptar undirrita samkomulagið i Genf á dögunum. Palestinsku skæruliðarnir vildu það ógilt — en fengu „aðeins” fordæmingu á þvi. morgun voru gislarnir þegar skæruliðana né heldur hvar látnir lausir en ekki er vitað um gislarnir eru nú. Stjórnin í Líbanon setur úrslitakosti Stjórn Libanon hefur sett strangar öryggisreglur i tveimur róstusömustu úthverfum Beirút. t tilkynningu stjórnarinnar i morg- un sagði, að ef nauðsyn krefði, þá myndi stjórnin senda herlið inn i hverfin til að koma i veg fyrir á- tök. Það var innanrikisráðherra landsins, Camille Chamoun, sem tilkynnti um þessar öryggisráð- stafanir. Viðvörun hans um mögulega beitingu hervalds var birt um leið og leyriiskyttur og sprengjutilræðismenn héldu upp- teknum hætti i tveimur úthverf- um borgarinnar. 1 þessum sömu hverfum létu rúmlega 100 manns lifið i átökum fyrr á þessu ári. Chamoun sagði ekkert mann- fall hafa orðið i átökunum undan- farna daga, en bætti þvi við, að leyniskyttur hefðu skapað mikla spennu. I siðustu viku sendi stjórn Libanons herlið til noröurhluta landsins eftir vikulanga bardaga milli múhameðstrúarmanna i Tripóli og kristinna manna i fjallabænum Zghorta. Þar létu tugir manna lífið. Samkvæmt lögreglufréttum hafa minnst 130 manns fallið á undanförnum tveimur vikum i Tripóli. Þar af eru 12 vinstrisinn- aðir byssumenn, sem féllu i átök- um við herflokk á ströndinni milli Beirút og Libanon á sunnudaginn. Óeirðarseggir sátu um nokkrar lögreglustöðvar i og um Tripoli til að hefna félaga sinna. Um leið og innanrikisráðherr- ann birti tilkynningu sina var birt áskorun frá forsætisráðherra landsins, Rashid Karami, þess efnis, að ibúar landsins tækju höndum saman viö yfirvöld um aö koma aftur á lögum og reglu i landinu. Moskva viðurkennir Papúa Nýju- Gíneu Sovétstjórnin hefur viður- kennt hina nýju stjórn Papúa Nýju Gineu, sem fékk sjálf- stæði um helgina. Tassfrétta- stofan skýrði frá þessu i morgun. Þá er i dag i Prövdu, mái- gagni kommúnistaflokksins, yfirlýsing frá Aleksei Kosygin, þar sem viðurkenn- ingin er formlega staðfest og forsætisráðherrann óskar eftir stjórnmálalegum tengslum við hiná nýju stjórn. Yfirlýsingu Kosygins var beint til Michaels Somares, forsætisráðherra Papúa Nýju Gineu. Segir þar, að viðurkenningin sé til komin vegna staðfastrar leitar hinnar nýju stjórnar eftir „jafnrétti og vináttu allra Skæruliðar fara um götur Beirút I Libanon á sunnudaginn. Þá féllu 12 úr þeirra hópi Alls hafa 130 manns fallið þar á liðinni viku. ÓVÆNT STUÐ Ungt par i London henti óvænt atvik þar i gær, þegar þau lögðust á götuna og hófu innilega ástaleiki. Drukkinn ökumaður ók yfir þau. Bæði misstu meðvitund, rifbrotnuðu og skárust hér og þar. Þá skemmdi ökutækiö einnig lifur mannsins. ökumaðurinn, sem er 36 ára, hefur verið sviptur ökuleyfi 1 eitt ár og sektaður um 34000 islenzkar krónur. Hann var ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.