Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 18
f, f 18 1 Búvöruverðið: Fulltrúar neytenda samþykktu hœkkunina Fulltrúar neytenda í verðlagsráði landbúnað- arins samþykktu hækk- unina, sem varð á búvör- um í gær. Verð á landbún- aðarvörúm er reiknað út í svonefndum • verðlags- grundvelli, sem er mat á hækkun á kostnaði við bú- rekstur, að meðtöldum „launum fjölskyldu bóndans". Tölur í þessum grundvelli hafa hækkað um milljón á einu ári. Dagblaðið fékk þessar upplýsingar hjá Agnari Guðnasyni, blaðafulltrúa Stéttarsambands bænda. „Verðlagsgrundvöllurinn var tvær milljónir tvö hundruð f jörutíu og f imm þúsund 1. september í fyrra en er nú þrjár milljónir tvö hundruð sextíu og fimm þúsund krónur," sagði Agnar. „AAagnið, sem reiknað er með í grundvellinum, er óbreytt, en allar tölur hafa hækkað. Hækkunin er 45,4 prósent. Síðan 1. júní í ár vegur áburðarhækkunin einna mest. Helmingurinn af þess- ari hækkun kom ekki fram i verðhækkun á landbúnaðarvörum í vor heldur var hann geymdur þar til nú. Bóndinn fékk þessa hækkun því ekki bætta fyrr en núna. Kaup fjölskyldu bónd- ans var 1. september í fyrra rúm milljón, eða 1.140.000 krónur en er nú talið eiga að vera hálf önnur milljón, eða 1.593.000 krónur. Þá hefur sláturkostn- aður vaxið geysilega. Hann var 40 krónur á kílóið í hitteðfyrra, 62.40 krónur fyrir ári og nú 95 kr. á kíló. AAat á verðlagsgrund- vellinum byggist á reikn- ingum Hagstofunnar og var það samþykkt sam- hljóða í verðlagsráði.-HH VILJA HEIMAMANN SEM VARÐSTJÓRA LÖGREGLU Bæjarstjórn Seltjarnarnes- kaupstaðar hefur skorað á dómsmálaráðuneytið að veita Ingimundi Helgasyni stöðu lög- regluvarðstjóra i kaupstaðnum. Lárus Salómonsson hefur um árabil gegnt þessari stöðu. Hefur Ingimundur Helgason, lögreglu- maður, verið honum til aðstoðar og staðgengill hans. Lárus lætur nú af starfi sakir aldurs. Var staða hans auglýst. Sóttu tveir menn um stöðuna, Ingimundur Helgason og Ólafur Jóhannsson, lögregluþjónn á Siglufirði. Þriðja umsókn barst um almennt lög- regluþjónsstarf. I umsögn sinni um hæfni umsækjenda, telur bæjar- fógetinn, Einar Ingimundarson, báða umsækjendur hæfa. Sem fyrr segir, er það dómsmálaráðu- neytið, sem veitir stöðuna, enda um ráðningu rikisstarfsmanns að ræða. —BS— Hohday Mag.c: „UNDARLEG - segja SAMNINGAGERÐ" stúlkurnar „Ég byrjaði að selja þessar vörur”, sagði ein þeirra sölp- stúlkna, sem eru liður i sölu- og dreifingaraðferð „Holiday Magic” fyrirtækisins. Hún skýrði DAGBLAÐINU frá þvi, að hún hafi i byrjun verið látin skrifa undir „samning” um, að hún fengi 20% i sölulaun. Eng- inn undirritaði þennan samning fyrir hönd „Holiday Magic”, og ekkert eintak „samningsins” gat hún þvi fengið i hendur. „Fyrst átti óg að sækja tveggja eða þriggja daga nám- skeið i „sölutækni”. Mér leizt svo á, að þetta námskeið gæti alveg eins heitið eitthvað annað, og tók raunar ekki þátt i þvi, þegar ég komstað þvi, að ég átti að greiða kr. 5 þúsund fyrir „kennsluna,” sem einhver finnsk hjón virtust eiga að ann- ast. „Til þess að geta hafið söluna varð ég að kaupa tösku með kremkrukkum og annarri vöru fyrir kr. 9.500.00. Með þessum kaupum var látið heita, að ég hefði komið á fót eigin fyrir- tæki”, sagði þessi sölustúlka. Töskuna keypti hún af svoköll- uðum umboðsmanni. „Nú hófst snyrtivörusala min með þvi, að ég bauð heim til min nátengdum konum og kunningj- um. Notaði ég þetta „fyrirtæki” mitt til þess að láta þær reyna snyrtivörurnar. Þær útfylltu siðan pöntunarseðla fyrir vör- um að kaupverði um kr. 8 þús- und”. „Þegar ég kom með þessa pöntun, varmér sagt að ég fengi ekki nema 15% i sölulaun. Þeg- ar ég samþykkti það ekki orða- laust, og vitnaði til „samnings- ins”, þá var mér bent á, að ég hefði engan samning og, að auð- velt væri að rifa eintakið, sem ég hafði undirritað og einhliða gengizt inn á 20% sölulaun.” „Þessi kynni min af „Holiday Magic” voru mér alveg næg. Ég var búin að kaupa töskuna með snyrtivörum, sem ég átti að nota við söluna. Gat ég þvi ekki skilað henni aftur. Ég get vel notað það, sem i henni er, en verðið á innihaldinu er hátt, ekki sizt, þegar haft er i huga, ab ég fékk töskuna á „heildsölu- verði”.” Þessi frásögn er studd af mjög samhljóða lýsingum fleiri stúlkna, sem höfðu samband við DAGBLAÐIÐ í gær. —BS— „ALLT A HREINU" „Þaðerekkirétt, að „Holiday Magic” sé landrækt úr Dan- mörku,” sagði Ágúst Jónsson, framkvæmdastjóri Vlkingavers hf„ sem flytur inn „Holiday Magic”-snyrtivörurnar hér á landi. „Hins vegar er verið að breyta sölukerfinu i Skandinaviu,” sagði Ágúst. Agúst kvað eiganda fyrirtæk- isins i Danmörku ætla að stefna Extra-blaðinu út af skrifum þess, ef það birti ekki leiðrétt- ingu á þeim. Varðandi gæði vörunnar, benti Agúst á, að hún hefði feng- ið Oscar-verðlaun i „Turin- Italy”. Er sú viðurkenning, vægast sagt, ekki sannfærandi. Eftir stendur sú staðreynd, að skipulagning dreifingar og sölu þessa vörumerkis, hefur verið gerð útlæg úr mörgum löndum fyrir stórkostleg svik. „Vikingaver hf. kaupir „Holi- day Magic”-vörurnar af „Tara Enterprizes A/S” i Kaup- mannahöfn,” sagði Agúst Jóns- son, talsmaður snyrtivörusöl- unnar, sem DAGBLAÐIÐ skýrði frá i gær. Hann kvað 15 umboðsmenn hafa með höndum sölu vörunnar og dreifingu. „Þeir leggja sina löglegu smá- söluálagningu á vöruna”, sagði Ágúst. „Hún er frá 29% til 34,7%”. Umboðsmennirnir kaupa vör- una á heildsöluverði, að sögn Ágústar. Hver þeirra um sig má siðan hafa allt að 10 sölustúlk- um. Þessar stúlkur fá siðan á- kveðinn hundraðshluta af sölu. Hver hann er, fer eftir sölu- dugnaði. t stuttu máli kveður Agúst þessa sölu ganga þannig fyrir sig, að neytandinn gerir pöntun hjá sölustúlkunni. S.ölustúlkan kaupir vöruna hjá umboðs- manni. Umboðsmaðurinn kaup- irvöruna hjá „Vikingaveri hf.”, en „Vikingaver hf.” kaupir beint frá „Tara Enterprizes A/S” i Kaupmannahöfn. „Þetta fyrirkomulag heldur verðinu niðri,” sagði Agúst, „vegna þess, að enginn einn sölumaður getur selt dýrara en annar. Vik- ingaver hf. gefur út pöntunar- seðla með skráðu verði á öllum vörutegundum. Þetta er ekki eins og I verzlunum, þar sem verðið getur verið mjög mis- munandi á sömu vörutegundum i hinum ýmsu sölubúðum,” sagði Ágúst. Ágúst kvað sölustúlkurnar fá námskeið i meðferð vörunnar. Þar er þeim kennt að láta við- skiptavininn prófa vöruna áður en hún er keypt. .bs- -3 J.f @1 f ,lg jfiri >'1 éié BldjjhU Dagblaðið. Þriðjudagur 16. september 1975. Tilkynningar Orlof að Laugum Orlofskonur, sem dvöldu að Laugum 2.-9. júli sl., eru beðnar um að mæta á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 18. september, kl. 20.30. Opinber háskólafyririestur. Magnús Ulleland, prófessor við Oslóarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur I boði heimspekideild- ar H.t. fimmtudaginn 18. septem- ber n.k. kl. 20.30 i stofu 201, Arna- garði. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og nefnist: „Gio- vanni Boccacio sex hundruð ár- um siðar.” öllum er .heimill að- gangur að fyrirlestrinum. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fótsnyrting fyrir aldraða er byrjuð aftur. Upplýsingar hjá Guðbjörgu Einarsdóttur á miðvikudögum kl. 10-12 árdegis i sima 14491. Handknattleiksdeild Fram Æfingatafla, gildir frá 15. september 1975. íþróttahús Alftamýrarskóla Sunnudagar: kl. 10.20-12.00. Byrjendaflokkur pilta kl. 13.00-14.40. 4. fl. stúlkna. i Mánudagar: kl. 18.00-18.50 3. fl. kvenna kl. 18.50-19.40 2. fl kvenna kl. 19.40-21.20. M.fl. og 1 fl. kvenna Þriðjudagar: kl. 18.00-19.40. 5. fl. karla. kl. 19.40-20.30. 4. fl. karla 20.30- 21.30 3. fl. karla 21.20-22.10 2. fl. karla. Fimmtudagur: kl. 18.00-18.50 3. fl. kvenna 18.50-19.40 4. fl. karla 19.40-20.30 2. fl. kvenna. 20.30- 21.20. M. fl. og 1. fl.kvenna. 21.20-22.10 3. fl. karla 22.10-23.00 2. fl. karla. Þann 26. júli sl. voru gefin saman i hjónaband af sr. Ragnari Fjalari Lárussyni i Hallgrims- kirkju Sigriður Eiriksdóttir og Kristinn Sveinbjörnsson. Heimili þeirra er að Grundarbraut 12, Ólafsvik. Nýja Myndastofan. Þann 23. ágúst voru gefin saman I hjónaband af sr. Þóri Stephensen i Dómkirkjunni Sig- rlður Steinarsdóttir og Einar Kr. Þórhallsson. Heimili þeirra er að Blönduhlið 26. Nýja Myndastofan. Laugardalshöll Miðvikudagar: "kl. 18.50-20.30 M. fl. og 1. fl. karla Föstudagar: kl. 18.50-19.40 M. fl. og 1. fl. karla kl. 20.30-21.20 Mfl. og 1. fl. kvenna. K.R. hús Þriðjudagar: kl. 22.10-23.50M. fl. og 1. fl. karla. Fwtdir Kristniboðsfélagið í Keflavík Fyrsti fundur á þessu hausti verður i Kirkjulundi, i kvöld kl. 20.30. Gunnar Sigurjónsson hefur Bibliulestur. Allir velkomnir. — Stjórnin. Samkomur Frá íþróttafélagi fatlaðra Reykjavík: Iþróttasalurinn að Hátúni 12 er opinn sem hér segir, mánudaga kl. 17.30—19.30, bogfimi, miðviku- daga kl. 17.30—19.30 borðtennis og curtling, laugardaga kl. 14—17, borðtennis, curtling og lyftingar. - Stjórnin. Árnað heilla Filadelfía Almennur Bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Einar Gisla- son. Sýningar Kjarvalsstaðir. Ljós ’75. Stendur til 16. september. Loftið.Kjartan Guðjónsson sýnir. Stendur til 19. september. Opið á verzlunartima. Mokka. Gunnar Geir sýnir til 27. september. Þann 19. júli voru gefin saman I hjónaband af sr. Þorsteini Björnssyni Gréta Hrönn Ebenesardóttir og Páll Isaksson. Heimili þeirra erað Njálsgötu 15. Nýja Myndastofan. Um þessar mundir sýnir Kristján Guðmundsson verk sin I Galleri Súm, Vatnsstig 3B. A sýningunni eru 23 verk, flest teikningar og bækur, unnin á sl. fjórum árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 16-22. Henni lýkur 28. september nk. Unuhús, Veghúsastig 7: Grafik- myndir eftir Einar Hákonarson við Timann og vatnið eftir Stein Steinarr. Stendur til föstudags- kvölds, 19. sept. Hamragarðar: Hörður Haralds- son sýnir. Stendur til 21. septem- ber. MAÐUR GETUR ALLTAF VIÐ SIG BLÓMUM BÆTT BLOMABUÐIN FJÓLA GOÐATUNI 2 GAHOAHREPPI SIMI 44160

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.