Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 4
Pagblaðiö. Þriöjudagur 16. september 1975. BANKINN MATTI SETJA FRYSTIGJALDIÐ A Ferðalangur fór í mól við Landsbanka vegna 25% tryggingagjalds ó gjaldeyri „Það staðfestist, að stjórn Seðlabankans haföi samráö viö mig sem forsætisráðherra um niöurfellingu gengisskráningar hinn 21. ágúst 1974 og hafði ég ekki neitt viö hana aö athuga,” segir I yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra, ölafs Jó- hannessonar, á réttarskjali, sem lagt var fram i dómsmálinu: Jónas Haraldsson o.fl. gegn Landsbanka Islands. Mál þetta var höföaö til þess að hnekkja 25% tryggingargjaldi vegna gjaldeyrissölu Landsbanka íslands á feröamannagjaldeyri, eftir aö felld haföi veriö niöur skráning á gengi islenzku krón- unnar vegna gengisbreytingar. Var Landsbanki íslands sýknaöur af kröfum stefnenda, en hvorum aöila um sig gert aö bera sinn kostnaö af málinu. Hrafn Bragason, '<borgardómari, kvaö upp dóminn. Stefnendur málsins, hjón, hugöust dvelja í London i viku- tima, og var brottför ákveöin þann 27. ágúst 1974. Hinn 21. ágúst haföi Seðlabanki Islands gefiö út tilkynningu þess efnis, aö gengis- skráning yröi felld niöur frá þvi er bankar hættu gjaldeyrissölu þann dag. Var skýrt frá þvi, að ráöstöfun þessi væri nauðsynleg vegna óvissuástands, sem skap- azt haföi dagana á undan, og leiddi til þess, að skipuleg gjald- eyrisviöskipti gátu ekki fariö fram. Þá var tilkynnt að sala gjald- eyris yröi meö þvi skilyrði, aö greitt yröi endanlegt verö sam- kvæmt fyrstu skráningu gengis krónunnar, eftir að regluleg gjaldeyrisviöskipti hæfust á ný, en þar til myndu viðskiptabank- arnir taka 25% tryggingarfé um- fram siðasta skráöa gengi. Stefnendur keyptu gjaldeyri, samtals 305 sterlingspund, á sfö- asta skráöa gengi kr. 229.60 aö viöbættum 25%. Greiddu þau hjónin þessa viðbótmeð fyrirvara og áskildu sér rétt á endur- greiöslu, en fóru fram á þaö viö Landsbankann, aö hann benti á þann lagalega rétt, sem þessi gjaldtaka styddist viö. Meö bréfi dags. 5. sept. er ákvöröun talin byggjast á heim- ildum i I. og V. kafla laga nr. 10/1961 um Seölabanka Islands og bent á samkomulag milli Seöla- bankans og viðskiptabankanna um aö gefa fólki kost á gjaldeyr- iskaupum gegn þvi, aö „depo- nera” fyrir hugsanlegri hækkun hans. Stefnendur segja, að sala á væntanlegu gengi hafi verið óheimil vegna ákvæöa um bann viö verötryggingu fjárskuldbind- inga nema samkv. heimild Seðla- bankans, sbr. lög nr. 71/1966, 1. gr. Þá telja stefnendur, að Seðla- bankann hafi brostiö vald til aö fella niður gengisskráningu án samráös viö eöa með samþykki rikisstjórnarinnar eða banka- málaráöherra. Er i þvi sambandi vitnað til fréttar i dagblaðinu VIsi laugardaginn 24. ágúst 1974, þar sem haft er eftir Lúðvik Jóseps- syni, þáverandi viöskiptaráö- herra, aö ekki hafi verið haft samráö viö rikisstjórnina um niö- urfellingu gengisskráningar og þar af leiöandi hafi enginn rikis- ráðsfundur verið boðaður um máliö. Jóhannes Nordal segir sbr. nefnda fréttagrein, aö gengis- skráning hafi oft veriö felld niöur án samráös viö rikisstjórn. Slik mál þurfi ekki aö fara fyrir rikis- stjórn, en auövitaö hafi viðskipta- ráöuneytiö vitaö um þessa ákvöröun fyrirfram. Fleiri rök voru færö fram af beggja hálfu i málinu, en m.a. benti stefndi á, aö gjaldeyrissala hafi farið' fram skv. ákvöröun Seölabankans eöa heimild og sé þvi ekki vafi á þvi, aö skilyröum laga um verötryggingu sé full- nægt. I vottoröi, sem aflaö var frá Seðlabanka Islands, er sagt, aö viðskiptaráöuneytinu hafi veriö kunnugtum, að fella heföi átt nið- ur gengisskráninguna, án þess aö athugasemdir væru gerðar, og eins er vitnaö til samráðs við for- sætisráöherra. Loks er tekið fram, að Seðlabankinn telur sig ekki þurfa samþykki rikisstjórn- ar til að fella niöur gengisskrán- ingu. t forsendum dómsins er fallizt á þessa skoðun. Þar þykir 4. gr. 1. nr. 10/1961 veröa skilin svo, aö þar sem margar ákvarðanir bankastjórnar Seðlabankans séu svo mikilvægar fyrir þróun efnahagsmála I heild, sé gert ráö fyrir, að bankastjórnin hafi náið samráö við rikisstjórnina annars vegar og bankaráð sem fulltrúa Alþingis hins vegar. Með tilliti til þess, að viðskiptaraouneytinu var kunnugt um niðurfellingu gengis- skráningarinnar, og staðfesting- ar forsætisráðherra um samráð viö hann, þykja ákv. 4. gr. 1. nr. 10/1961 hafa verið uppfyllt. „A þessum tirna höfðu kosningar til Alþingis nýfariö fram, unnið var aö myndun nýrrar rikisstjórnar og þannig aöeins timaspursmál, hvenær sú stjórn, sem að völdum sat, færi frá.” Þess má aö lokum geta, að stefnendurhafa ákveöiö að áfrýja málinu til Hæstaréttar, ef þaö veröur kUsift vegna þess aö hér virðist "árkrafan undir þeim mörkum, sem Hæstiréttur fjallar annarsum, nema málsatvik gefi sérstaklega tilefni til. — BS UPPHAF BYLTINGAR í ÍSLENZKRI MJÖLVINNSLU? Gufusoðið mjöl Þetta er nýjung á Islandi en rikjandi vinnsla til dæmis i Nor- egi og I Færeyjum. Fjárfesting- arsjóöir tóku málinu illa og voru aö heita má alveg lokaðir en þd komst þetta af stað. Hráefni i m jöl er gufusoðið og mjölið þurrkað með gufu. Þess- ar upplýsingar fékk Dagblaöið hjá Heröi Vilhjálmssyni viö- skiptafræöingi, einum aðstand- anda slikrar mjölvinnslu i verk smiöju úti i örfirisey. Hann seg- ir, aö mjöl fengiö meö þessum hætti sé sérstaklega gott til fisk- eldis, loðdýraræktar og i ýmiss konar fóöurblöndur. Þorskmjöl- iö, sem verksmiðjan hefur framleitt, hefur aö miklu leyti veriö selt til Englands og Þýzkalands. Aöstandendur gufuvinnslunn- ar telja þetta byltingu til hins betra, en aö sögn Haröar Vil- hjálmssonar máttu fjárfesting- arsjóöir, sem venjulega fjár- magna slikan rekstur, heita al- veg lokaðir. Þvi var við veru- lega byrjunarörðugleika að etja. Verksmiöjan vinnur úr um 140 tonnum af hráefni miöað viö 12 tima vinnu, og fást úr þvi magni 10—11 tonn af mjöli. Eggjahvituefnin varðveitast betur með þessum hætti en i venjulegri m jölframleiöslu, segir Hörður. Lykt af þessu á ekki að spilla heilsu fólks, þvi aö henni er eytt i sérstökum þéttiturni. Sams konar verksmiöja tók til starfa i Dalvík um svipaö leyti og þessi. Hún mun framleiða úr 60 tonnum af hráefni á sólar- hring. —HH GÖLDRÓTTUR MADUR,ZINNEMANN! Zinnemann ræðir viö Sjakalann (i miöiö) meöan myndin var Itöku. Laugarásbió. Dagur Sjakalans (The day of the Jackal) 4F-k-k-k 140 min. Technicolour. Leik- stjóri Fred Zinnemann. Dagur Sjakalans er góð mynd. Ég býst við að óhætt sé að segja, að hún sé með þeim betri, sem hér hafa sézt á þessu ári. Zinnemann er með betri leikstjórum i heiminum i dag eins og fyrri myndir hans bera glöggt vitni. Það er athyglis- vert, hvernig Zinnemann tekst að halda samúð áhorfenda með Sjakalanum i lokaþætti mynd- arinnar, þóttSjakalinn sé hvergi nærri. Ennfremur er spennunni haldið allt til enda, þótt allir viti að gamli de Gaulle hafi dáið drottni sinum á sóttarsæng. En hvernig fer Zinnemann aö þessu? Það er mjög einfalt. Hann eltist viö smáatriði, sem gefa myndinni raunveruleika- blæ. Tökum til dæmis byrjun myndarinnar. Þar er sýnt til- ræði viö De Gaulle, sem mis- heppnast. Þetta er sýnt i heim- ildarmyndastil, nánast eins og fréttamynd. Ég er ekki alveg sannfærður um, að þetta mundi virka á áhorfendur, sem ekki væru búið að „prógrammera” með sjónvarpsfréttum af hryðjuverkum á hverju kvöldi áriö út og inn. Og þetta notar leikstjórinn sér, þ.e.a.s. við- brögð áhorfanda viö vissum táknum, sem hann sér á tjald- inu. Hvað dettur manni fyrst i hug, þegar maöur sér hóp vopn- aðra lögreglumanna? Ég býst við að flestir setji slikt i sam- band viö ofbeldi i einhverri mynd. Zinnemann aftur á móti hættir að sýna beint ofbeldi, eft- ir þvi sem liður á myndina. Hann sýnir ofbeldi aöeins þrisv- ar fyrir utan dauða Sjakalans. Þ.e. tilræöið við de Gaulle i byrjun myndarinnar, þegar Sjakalinn drepur falsarann og svo þegar hann er aö stilla inn kikinn á rifflinum og melónan springur i tætlur. Hins vegar verður áhorfandinn varla var viö það, þegar hann kyrkir frúna, sem hann fór i rúmiö með, eöa þegar hann drepur hommann, sem hann lét pikka sig upp I gufubaöinu. En alltaf er undirtónninn sá sami alla myndina út i gegn. Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi. Ofbeldi er alltaf til staöar, beint eða óbeint. En þrátt fyrir mjög góöa mynd eru nokkrir áberandi gallar og nokkrar spurningar sem ekki er veitt svar við. Aðal gallinn er sá, að þegar búið er að dreifa söguþræðinum yfir hvita tjaldiö i rúma tvo tima, fer manni aö finnast hann jafn götóttur og tága- karfa. Jú, jú, þaö eru mörg góö augnablik i myndinni sem gera hana fyllilega þess virði að fara og sjá hana. En hraöinn er ekki nógur til að réttlæta eða hylja hinn þunna vef tilviljana og ó- likinda. Sjakalinn, skemmtilega undirleikinn af Edward Fox, einn af ljósu punktum myndar- innar, er nálægt skotmarkinu. Franska lögreglan, þykkari, en mý á mykjuskán, hefur kembt húsþökin, mannfjöldann, göt- urnarog holræsin. Sérstök sveit mjög hárra öryggisvaröa hefur fengiö skipun um aö raða sér kring nm forsetann ,,án þess að hann verði var við það.” Og tvær spurningar, sem gaman er að brjóta heilann um: Hvar fékk Sjakalinn málningu til að mála bilinn sinn, einmitt þegar hann þurfti þess með? Hvernig vissi hann, að þetta sérstaka herbergi I þessu sér- staka húsi mundi standa autt á þeirri sérstöku stund, sem heppilegust væri fyrir hann að skoða de Gaulle i gegn um riffil- sjónaukann? Það er slæmt þegar áhorfand- inn spyr sjálfan sig svona spurninga að lokinni mynd, sem greinilega er unnin með smáat- riði i huga. Kvik myndir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.