Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 9
Pagblaöiö. Þriöjudagur 16. september 1975. 9 FJÖLDI RISASTÓRRA OLÍUSKIPA LIGGUR ÓNOTAÐUR í HÖFNUM Vestur-þýzkur verkfræðingur hefur kynnt i heimalandi sinu hugmynd um að breyta risa- stórum oliuflutningaskipum i vatnsflutningaskip. I stað þess að taka oliu um borð i höfnum Persaflóa og Norður-Afriku, myndu skipin taka vatn úr fljótum á borð við Nil, Tigris og Efrat. Vatnið yrði siöan hreinsað um borð. Þessi hugmynd er hugarsmið verkfræðiráðgjafa i Wiesbaden, Hans Ulrichs Klein. Vestur- þýzka verkfræðifirmaö Preussag hefur þegar hafið könnun á hagkvæmni slikra flutninga og skipafélög viðs vegar um heiminn sýna málinu töluverðan áhuga. Það er ekki furða, þvi verkefni fyrir stór oliuskip eru nú harla litil — og I nokkrum tilfellum alls engin. Fjöldi risastórra oliuflutninga- skipa liggur nú bundinn við akkeri, engum til gagns. Upphaf málsins er þaö, að Klein vildi gera tilraun til að leysa vandamál þýzka skipa- félagsins Essberger i Hamborg. Essberger hefur þegar lýst þvi yfir, að ónotuð skip þess séu til reiðu i slika flutninga, jafnvel þótt afraksturinn verði ekki nema til að greiða kostnaðinn af slikum flutningum. LÁTUM OLÍUSKIPIN FLYTJA VATN — segir v-þýzkur hugvitsmaður Verkefnaleysið kostar tugmilljónir mánaðarlega Oliuskipafloti heimsins er sem stendur allt of stór fyrir þann markað, sem um er að ræða. Tvö skipa Essbergers hafa legið bundin i nokkra mán- uði og áður en langt um liður verður að bæta þriðja skipi félagsins (nýlegu skipi, Hein- rich Essberger) við. Jafnvel þótt ekki sé reiknað með beinu tekjutapi, þá er kostnaðurinn við að láta skip af þessu tagi liggja verkefnalaus i höfn svo gífurlegur, að áhugi skipafélaganna er skiljanlegur. Kostnaðurinn við að halda stóru oliuflutningaskipi verkefna- lausu skiptir tugum milijóna króna mánaðarlega. Fyrsta skrefið i að gera hug- mynd Kleins að veruleika er að breyta stóru oliuflutningaskipi I eins konar fljótandi vatnsveitu og koma fyrir i þvi sams konar tækjabúnaði og notaður er til að hreinsa vatn á þurru landi. Kostnaðurinn við slikar breytingar veltur á stærð'Skips- ins. Klein hefur þó nýlega út- skýrt fyrir fréttamanni Reuter- fréttastofunnar, að kostnaður- inn við 150 þúsund tonna skip myndi nema i kringum 3.5 milljónum þýzkra marka, eða um 218 milljónum islenzkra króna. Ýmsar leiöir má fara til aö ná i vatn, þar sem nóg er af þvi, og Þetta oliuflutningaskip kann aö þykja stórt, en stærsta olíuflutn- ingaskip i hcimi er þó enn stærra. Þaö er rúm 800 þúsund tonn, smíöaö og gert út frá Japan. Nú vill Hans Ulrich Klein nota olíuflutningaskip til að flytja vatn frá vatnsauðugum svæöum til þurra. flytja það til staða, sem skortir það. kvæmni þeirra. Onnur eru þess eðlis, aö úrlausn þeirra beinlfnis skiptir sköpum um það, hvort ýmsir þéttbýlisstaðir, sem mikilvægu hlutverki gegna i verðmætasköpun þjóðarbúsins geta haldið i horfinu eða dæm- ast til að dragast aftur úr og missa Ibúana frá sér. Gerð gatna úr varanlegu efni er nú að verða eins konar mælikvarði á það, hvort einstök byggðarlög séu fýsileg til búsetu, hvað útlit og yfirbragð snertir, en hér er um að ræða risavaxið verkefni, sem teljast verður eitt stærsta framfaramál margra byggðar- laga, þótt það kosti mikið fé. Auk útlits bæjanna standa mörg sveitarfélög frammi fyrir þeirri kröfu þegna sinna, að þeir geti átt kost á sambærilegri þjónustu á ýmsum sviðum fé- lags- og menningarmála og bezt gerist annars staðar á landinu. Sveitarstjórnir hljóta lika að gera þetta markmið að sinu. En til þess að svo geti orðið, þarf viðast hvar að ráðast i byggingu ýmiss konar mannvirkja, allt frá dagvistunarstofnunum fyrir yngstu borgarana til dvalar- heimila fyrir hina elztu, svo ekki sé minnzt á skólamann- virki og vaxandi kröfur um vandaðan undirbúning bygging- arlóða og aukna hlutdeild sveit- arfélaganna i lausn ibúðavand- ans. Vlst er um það, að ef sveitar- félögunum á að takast að búa þegnum sinum vistlegra um- hverfi, bjóða þeim upp á fjöl- þættari félagslega þjónustu og búa i haginn fyrir fjölbreyttara atvinnulif, sem er aðkallandi verkefni viðast hvar, þá kallar þetta allt á vaxandi hlutdeild i Kjallarinn Unnar Stefánsson þvi fjármagni, sem til ráðstöf- unar er til sameiginlegra þarfa. Nýlega var á það bent i kjall- aragrein hér í Dagbiaðinu, að útgjöld rikisins til endurgreiðslu á lyfjakostnaði einstaklinga væru orðin fram úr hófi. Og ó- neitanlega hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki væri skyn- samlegt að verja þótt ekki væri nema sem svaraði litlu broti af þeim 7 milljörðum króna, sem ætla má, að hið opinbera verji til sjúkratrygginga i ár, til að koma upp varanlegri aðstöðu til fyrirbyggjandi aðgerða á sviði heilsuverndar. Er þá bæði átt við beinar aðgerðir með bygg- ingu heilsugæzlustöðva og ó- beinar aðgerðir, svo sem með byggingu íþróttamannvirkja, svo unnt verði að halda uppi a.m.k. lögboðinni kennslu i likamsræktargreinum I skyldu- námsskólum. Verkefnin blasa hvarvetna við, þótt engum detti i hug, að þau verði öll leyst að bragði. Skammgóður vermir Þegar þetta er haft i huga, hlýtur það að teljast mikil skammsýni, þegar rikisvaldinu er beitt i tiltölulega góðu árferði til þess að binda hendur sveitar- stjórna varðandi tekjuöflun til sameiginlegra þarfa. Slikt er skammgóður vermir, eins og reynslan frá seinasta ári sýnir. Erþá fyrst til að taka þá ráð- stöfun rfkisvaldsins að banna sveitarfélögum alfarið, og hvað sem sannanlegri fjárþörf þeirra liði, að beita heimild tekju- stofnalaganna til að innheimta útsvör 1974 með álagi eins og leyft var 1972 og á yfir- standandi ári. Vitað var þó, að útgjöld sveitarfélaga myndu stóraukast á árinu vegna verð- lagsbreytinga og innheimt út- svör verða mun lægri að verð- gildi heldur en tekjur undanfar- andi árs, sem á var lagt. 1 annan stað hafði fasteignaskatturinn, sem árið 1972 nam 18% af heild- artekjum sveitarfélaga, rýmað til mikilla muna með þvi að gjaldstofninn fylgdi ekki verð- lagsbreytingum milli ára. 1 þriðja lagi bættist við tregða stjómvalda til að breyta gjald- skrám þeirra stofnana, sem við fasteignamat eru miðaðar, svo sem vatnsveitna. Sama gilti um gjaldskrár rafveitna og hita- veitna, sem dregið var úr hömlu að breyta, þótt oliukreppa væri þegar á skollin og kunnugt um mikilvægar hitaveitufram- kvæmdir framundan á höfuð- börgarsvæðinu. Afleiðing þessara aðgerða rikisvaldsins á seinasta ári gagnvart sveitarfélögunum hef- ur óhjákvæmilega orðið sú, að gjaldendur hafa á þessu ári orð- ið að taka á sig mun þyngri greiðslubyrðar heldur en ella hefði þurft að vera, ef útsvör og fasteignaskattarhefðu fengið að fylgja verðlagsbreytingum og gjaldskrárbreytingar átt sér stað fyrr og jafnar. Hvers eru sveitar- félögin megnug? I framhaldi af þessu er eðli- legt að einhver spyrji, hvernig sveitarfélögin séu i stakk búin . til að takast á við aukin verkefni og meiri umsvif. Eru þau nokk- urs megnug? Enginn vafi er á þvi, að miklar umbætur hafa orðið i rekstri flestra stærri hreppanna á seinustu árum. Þeir hafa flestir ráðið sér fasta starfsmenn, sveitarstjóra, sem sinna hliðstæðum verkefnum og bæjarstjórar i kaupstöðunum. Og mikill fjöldi hæfra manna tekur virkan þátt i steínumörk- un og framkvæmd verkefna á vettvangi sveitarstjórnarmála. Þjóð okkar hefur ekki meiru úr að spila en svo til sameiginlegra þarfa, að á miklu veltur, að þeim fjármunum sé beint að þeim verkefnum, sem leiða til mestra heilla. Heimamenn þekkja bezt, hvar skórinn kreppir að. Sveitarfélagið er hverjum þegni miklu nálægra stjómvald heldur en hið fjar- læga og I margra hugum fram- andi rikisvald. Einnig má ætla, að meira aðhald riki við með- ferð fjármuna að öllu jöfnu hjá sveitarfélögum heldur en hjá rikisstofnunum, þótt vafalaust megi tina til dæmi um undan- tekningar. Vatnið hreinsað um borð Herra Klein segir að bæði Tigris og Efrat, sem renna i Persaflóa, auk Nilar og Indus i Pakistan séu vænlegar til vatns- miðlunar fyrir þurrari heims- hluta. Minni skip geta auðveldlega siglt upp eftir fljótunum nægi- lega langt til að fá sæmilega hreint vatn, og taka það um borð i gegnum gömlu oliu- dælurnar, sem orðnar eru aö vatnsdælum. Stærri skip geta lagzt úti fyrir höfnum og tekið vatnið um borö i gegnum sérstakar plastpipur, sem knúnar eru af neðansjávar- dælum. Þegar vatnið er komið um borð, er það hreinsað vandlega á leiðinni á ákvörðunarstað. Þegar þangað kemur, má dæla vatninu beint I vatnsgeyma á heimilum og verksmiðjum, Enn er ekki ljóst hvaða lönd eru liklegustu viðskiptavinir vatnssölu Kleins. Hafnaraö- staða þarf að vera góð og að sjálfsögðu skiptir miklu máli, að góðar vatnsleiðslur séu i ná- grenninu. Hans Ulrich Klein segir, að Iran, Persaflóarikin, Libýa og önnur riki á norðurströnd Afriku séu liklegust til að sýna málinu umtalsverðan áhuga. Samkvæmt útreikningum þýzka verkfræðingsins bendir allt til þess, að „oliuvatnið” verði um 20% ódýrara en vatn úr saltvatnshreinsistöðvum. Með tilliti til áhuga skipa- félaganna, segir Klein, þá er hægt að byrja þegar i haust að breyta fyrstu skipunum. Það þýðir, að fyrsta „fljótandi vatnsveitan” getur lagt af stað frá Þýzkalandi suður á bóginn fljótlega upp úr áramótum. Og þegar farið er að .flytja 150.000 tonn af vatni i einni ferð hlýtur að vera afar vafasamt, að arövænlegt sé að selja is- lenzka lindarvatnið á tveggja pela flöskum. Nefna má tvö dæmi um svið, sem rikisvaldið hefur tekið að sér á siðari árum, en áður var að hluta til i höndum sveitar- stjórna. Á árinu 1972 yfirtók rikisvald- ið alla forsjá löggæzlumála, enda höfðu sveitarstjórnir engin umráð yfir störfum lögreglu- manna. Reynslan mun nú hafa sýnt, að minna aðhald af hálfu heimamanna en áður var hafi átt rikan þátt i mjög verulegri útgjaldaaukningu rikisins til þessa málaflokks og stóraukn- um þrýstingi á fjárveitinga- valdið i kröfugerð um fjölgun lögreglumanna vi'ðs vegar um land. Siðara dæmið snýr að þvi mikilvæga verkefni að tryggja sem vandlegast, að álagning gjalda til hins opinbera sé á hverjum tima i samræmi við það, sem löggjafinn ætlast til og með þeim hætti, að greiðslu- byrðin dreifist með þeim hætti á bök skattborgaranna, að sann- gjarnt þyki að beztu manna yfirsýn. Ekki skal i efa dregið. að skattstofurnar, sem rikið rekur i landshlutunum, leitist við að gegna skyldum sinum eftir beztu getu. Samt mun það margra manna mál, ekki sizt á þessu ári, að vel færi á þvi, að staðkunnugir heimamenn væru meira með i ráðum en nú er og hefðu meira þar um að segja heldur en nú virðist raun á. Þessi tvö litlu dæmi má skoða sem sýnishorn um það, að far- sæltgeti verið i mörgum efnum, þar sem við verður komið, að fela heimamönnum i hverju byggðarlagi aukin fjárráð og meiri ábyrgð á sviði opinberra mála.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.