Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 5
Pagblaðift. Þriftjudagur 16. september 1975, 5 SELSKINNIN HAFA HÆKKAÐ UM NÆRRI100 AF HUNDRAÐI — frá því í ársbyrjun Sjö milljónir fjörutiu og þrjú þúsund höfðum við fengið fyrir selskinn á þessu ári i lok júli. Gengisbreytingar og verðhækk- anir erlendis hafa gert það að verkum, að i júli hafði verð á hertum og þurrkuðum selskinn- um hækkað um nærri 100% frá þvi i ársbyrjun. Svipað mun hafa verið veitt af sel og verkað af skinnum i vor og undanfarin ár. Kristinn Jónsson, bóndi á Seljanesi við Ingólfsfjörð, sagði Dagblaðinu, að á lagnajörð- um væri seltekjan svipuð ár frá ári. Þetta væri venjulega sömu urturnar, sem skiluðu sér og kóp- unum sfnum jafnt og þétt, sagði hann. Á sfðasta ári voru seld úr landi 3.152 kiló af hertum og þurrkuð- um skinnum, samtals 5775 skinn, fyrir 31,1 milljón króna. Að auki voru svo seld 1566 kiló af söltuð- um skinnum, 434 skinn, fyrir 259 þúsund krónur. A fyrstu sjö mánuðum þessa árs höfðum við selt 443 kiló, 773 skinn, fyrir 6,725 milljónir. Auk þess voru seld 1129 kiló af söltuð- um skinnum, 395 stykki, fyrir 318 þúsund. Nokkuð mismunandi verð fæst fyrir skinnin eftir þvi hvert þau eru seld. Þannig hafa Danir borg- að tæp niu þúsund fyrir skinnið, Bretar rösk tiu þúsund, en vinir okkar Vestur-Þjóðverjar tæp ell- efu þúsund. Meðalverðið þessa fyrstu sjö mánuði var tæplega niu þúsund fyrir skinnið, en i upphafi ársins var það aðeins tæp sex þúsund. Meðalverðið i júli var hins vegar yfir tiu þúsund fyrir skinnið. —SHH Síldarsöltun í Hafnarfirði í gœrdag: NÚ SALTA ÞÆR í BRAGGA EN EKKI Á Hún er þó náttúrlega ekki svip- ur hjá sjón miðað við það, sem áöur var, þegar heilir skarar kvenna söltuðu á mörg hundruð fermetrum sildarplana og allt iðaði af lifi, jafnt daga sem næt- ur. I Firðinum fór söltunin fram i bröggum og þær voru ekki sið- ur hressar stúlkurnar, þó þær væru i bragga en ekki á plani. Þær komu einnig flestar úr ná- grenninu og bjuggu þvi ekki i verbúðum, sem áttu mikinn þátt i að skapa hið dásamaða ljúfa lif, sem margir eldri Islendinga minnast frá sildarárunum fyrir strið. Við fylgjumst með söltuninni og einnig einum fulltrúa þeirrar stéttar manna, sem reis hvað hæst hér á sildarárunum. Þetta er sildarspekúlantinn i Firðin- um, Ólafur Óskarsson. Ólafur er á stöðugri ferð milli sildarsölt- unarkvennanna og þvi fremur erfitt að ná tali af honum. Sildin kemur inn á færibandinu og Ólafur hendist á milli kvenn- anna til að jafna niður á þær sildinni, er inn kemur. 1 þetta skiptið eru það ekki nema hundrað tunnur, sem bát- urinn kom með. Slld veidd út af Austurlandi, en siglt með hana hingað suður fyrir. Það er ekki lengur saltað fyrir Svia og allt það, sem saltað verður á vegum Þau ná hröftum handtökum vift að hausa sildina. Ólafs, fer til neyzlu innanlands svo að engin hætta er á að sildin eyðileggist á bryggjum erlend- is, meðan Sviar vilja ekki kaupa fyrir uppsett verð. Nú er eftir- spurninmargföldávið framboð- ið, þvi að vöntun er á slldinni. Verkstjórinn I slldarsöltun- arbragganum réttir svo hverri stúlku litla álskifu i hvert sinn, sem lokið er við að salta i tunnu, og munu þessar álskifur vera einhverjar þær verðmætustu ál- þynnur, sem finnast, þvi að eftir fjölda þeirra fá svo söltunar- stúlkurnar borgað, 5-600 kr. á tunnu. Sennilegast eiga sildar- árin aldrei eftir að koma aftur. Þau eru skemmtilegur kapituli i Islandssögunni, sem ekki verð- ur upplifaður oftar og allt unga fólkið veit ekki, hvers það fer á mis. Ólafur óskarsson, kominn af sildarspekúlöntum aftur i ættir, kvaðst muna dagana öðruvisi, þegar söltunarstúlkurnar hjá sér hefðu verið um áttatiu, en ekki þrettán eins og nú i haust. Nú væru þeir tveir karlmenn- irnir auk hans, en um þrjátiu strákar hefðu unnið hjá sér áður fyrr. Reyndar er Ólafur fæddur i sild og hefur alltaf unnið við sild eða verið nálægt henni. Og það er alls ekki svo slæmt hlut- skipti. —BH Ólafur óskarsson (Halldórssonar) er feddur I sfld aft heita má. Hann er Ifka ófeiminn að handfjatla silfur hafsins. (Ljósmynd Dagblaðsins: Bjarnleifur). PLANI Sild, sild, sild, sild i Hafnar- firði. Hafnarfjörður er enginn Siglufjörður. A Siglufiröi er ekki söituö sild lengur en það er gert i Hafnarfirði. Blaðamaður og ljósmyndari Dagblaðsins brugðu sér til Hafnarfjarðar til að fylgjast með sildarsöltun. Tvær ungar f sfldinni. Metsumar í laxveiðinni „Það virðist ljóst, að þetta sumar hefur orðið bezta lax- veiðisumar, er hér hefur kom- ið” sagði Þór Guðjónsson veiði- málastjóri, er Dagblaðið ræddi viðhannum laxveiðimál. „End- anlegar niðurstöður liggja að vfsu ekki fyrir, þvi skýrslur ber- ast heldur dræmt, en þær tölur sem við höfum, benda allar til metárs”. Laxveiðin i fyrra var 15% minni en árið 1973, en það ár var algjört metár hvað veiði snertir. 1 ár er veiðin mun betri og það svo, að hún mun fara fram úr afla metársins 1973. Mikið og jafnt vatn i ám hefur sett svip á veiðarnar. Gjöfulasta laxveiðiá landsins er Þverá í Borgarfirði, en>þar hafa veiðzt um 2500 laxar. IMiðfjarðará hefur veiði auk- iztmest, en þar komu á land um 1500 laxar á móti 837 i fyrra og 730 árið 1973. Mesta laxagangan, sem menn vita um f einni á, er í Elliðaán- um. Þar hafa um 6000 laxar gengið upp fyrirteljara. Til við- bótar koma þeir laxar, er veiðzt hafa neðan teljara, og þeir fisk- ar, sem enn eru i ánum milli tej- ara og sjávar, svo ætla má að um 7000 laxar hafi gengið i árn- ar. Þar veiddust hins vegar i sumar 2066 laxar. I Laxá i Kjós veiddust um eða yfir 2000 laxar. „Þetta verður metveiðiár hjá Stangveiðifélagi Reykjavikur” sagði Friðrik Stefánsson fram- kvæmdastjóri „8-9000 laxar hafa komið á land upp úr ám er félagið annast og er um 40% aukningu að ræða frá þvi i 6800 laxar skiluðu sér í Kolla- fjarðarstöðina — 6800 laxar hafa skilað sér aftur f Kollafjarðarstöðina á þessusumri og er árið i ár það hagstæðasta siðan stöðin hóf rekstur, sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri Dagblaðinu. Þetta er glæsilegt met, þvi mesti laxafjöldi, sem áður hafði skilað sér i stöðina, var um 4200 og var það árið 1970. 1 fyrra komu um 3000 laxar i stöðina. Jafnframt þessum metafla fagnar stöðin i ár jafnari út- komu úr öllum „aldurshóp- um” seyða, en i þvi sambandi eru árlega gerðar ýmsar til- raunir, að sögn veiðimála- stjóra. — A.St. fyrra, og aflinn er meiri en á metárinu 1973”. t Elliðaám veiddust2066 laxar á móti 2033 i fyrra og 2276 árið 1973. Þar eru 5 stangir leyfðar. 1 .Grimsá veiddust um 2100 laxar á móti 1419 i fyrra og 2094 árið 1973. Þar eru 10 stangir leyfðar. I Norðurá hafa veiðzt yfir 2000 laxar á móti 1428 í fyrra og 2322 árið 1973. Þar eru 10 stangir leyfðar og 12 i ágúst, en S.VFR hafði ána ekki i júli. t Leirvogsá er um metveiði að ræða. Þar hafa veiðzt 750 laxar á móti 332 i fyrra og 495 árið 1973. Veiði er leyfð til 20. sept. t Gljúfurá hafa veiðzt um 550 laxar á 3 stangir á móti 150 i fyrra og um 600 árið 1973. t Stóru-Laxá hafa veiðzt 4-500 laxar á móti 157 i fyrra og 155 árið 1973. Þar er aukningin mest hjá SVFR. t Hvitá i Grimsnesi (Snæfoks- staðaland) hafa veiðzt um 150 laxar I sumar. Það er nýtt svæði fyrir stangveiðimenn. t Tungufljóti og á Lagarfljóts- svæðinu er ræktun og bygging laxastiga að gefa ávöxt. Á báð- um svæðum veiddust laxar i sumar. I I Breiðdalsánum þremur hafa veiðzt um 150 laxar á móti 126 i fyrra og 190 árð 1973. Veiðileyfi hjá SVFR hafa selzt mjög vel og kvað Friðrik þvi úlit fyrir gott ár i starfsemi félags- ins. —A.St. Þveró gjöfulust með 2500 laxa veidda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.