Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 11
Asgeir HVAÐ KOSTA BÆKURNAR? Þaö er alltaf vafasamt aö birta bókalista þann, sem nemendur fá í hendurnar á haustin, þvi aö allan veturinn eru aö bætast viö fleiri bækur til lestrar. Viö látum listann samt fljóta meö, aöal- lega til aö gefa lesendum hugmynd um verö bókanna: ISLENZKA: Hrafnkels saga Freysgoöa kr. 720 Lesarkasöfn: Þórbergur Þóröarson kr. 200 Svava Jakobsdóttir kr. 200 Réttritun 2. hefti kr. 350 Lausnahefti viö réttritun kr. 150 Leikur aö stráum kr. 360 Lausnahefti viö Leik aö stráum kr. k*. 150 ENSKA: English Commercial Practice... kr. 560 Developing Skills kr. 533 An Intermediate Practice Book kr. 533 ÞÝSKA: Þýzkunámsbók Jóns Gislasonar — Leskaflar kr. 1440 Þýzkunámsbók Jóns Gislasonar — Málfræöi kr. 1200 Deutsche Lesestucke 1974 kr. 660 DANSKA: Litteratur for niende kr. 530 Danmarksbilleder... kr. 1720 Gule Handsker kr. 900 STÆRÐFRÆÐI: Stæröfræöi I ekki til. BÓKFÆRSLA: Landspróf. 1. stig bókfærslu kr. 200 2 höfuöbækur kr. 150 1 dálkabók kr. 120 Gagnfræðapróf. II. stig bókfærslu kr. 200 2 höfuðbækur kr. 150 2 dagbækur kr. 240 HAGFRÆÐI: Verkefnahefti I fyrirtækjarekstri kr. 550 Eyöublöð kr. 700 SAGA: Landspróf. lslandss. eftir Egil J. Stardal kr. 1320 VÉLRITUN: Kennslubók I vélritun kr. 1740 Vélreikningur kr. 350 Auk þess má bæta viðum 1500 kr. I stilabækur og ritföng. Sam- tals nemur þvi byrjunarkostnaöurinn frá 15.500—16.500 kr. AT- Pagblaðið. Þriöjudagur 16. september J975. „Uss, nei, — hann pabbi borgar þetta allt saman" — rœtt við skólafólkið með sumarhýruna, þegar það gerir innkaup fyrir veturinn Hvað kostar að hef j« framhaldsskólanám? All of mikið, segja vafalaus þeir, sem eru að byrj< núna, og staðreyndin er sú að undirrituðum, sem ekk hef ur fylgzt með verðbólg unni sem skyldi nú á síð ustu tímum, krossbrá, ei hann kynnti sér bókaverð ið. DAGBLAÐIÐ brá sér á Bóka- markað Verzlunarskólans til að fylgjast með nemendum, sem voru að birgja sig upp af skóla- bókum til vetrarins. Verzlunin virtist ganga vel. En svo sannar- lega var enginn gleðisvipur á fólki, er það dró upp stóran hluta sumarhýrunnar og lét i hendur kaupmannanna, sem reyndar eru einnig nemendur skólans, sjöttu bekkingar. t dreifibréfi, sem fylgir inn- kaupalistum nemenda, segir m.a., að á bókamarkaðinum sé samankomið allt það lesefni, sem nemendur þurfi á að halda á kom- andi vetri, — og sé það á ótrúlega lágu verði miðað við verðbolfe- una. Einnig selja sjöttu bekking- ar glósur, sem þeir útbúa sjálfir og eru þær að þeirra sögn á mjög hagstæðu verði. Til að athuga málin nánaf náð- um við tali af tveimur ungmenn- um, sem eru að hefja skólagöngu, og spurðum þau, hvernig pep- ingamálin stæðu hjá þeim. 1 leið- inni forvitnuðumst við um, hvern- ig þeim litist á Verzlunarskólann eftir eins dags kynni af honum. Linda Runólfsdóttir var nýbúin að kaupa bækur fyrir rúmlega Þarna eru glósurnar fjölritaöar. 8.000 krónur, er við drógum hana afsiðis til viðræðna. Hún sagðist vera að byrja að verzla og ætti vafalaust eftir að kaupa bækur og annað slíkt fyrir 7.000 i viðbót. ,,Og þetta er ekki allt,” sagði hún, „skólagjöldin eru 12.500 krónur og auk þess bý ég i Kefla- vik og þarf að borga 620 krónur i ferðir daglega.” Þriöjubekkingar birgja sig upp af skólabókum til vetrarins. DB-myndir: Björgvin Pálsson. En hafði hún ekki þurft að fata sig eitthvað upp fyrir veturinn? „Jú, jú, ég er búin að kaupa föt fyrir 20.000 krónur og á sennilega eftir að leggja út 40.000 i viðbót.” Linda vann i sumar i frystihúsi i Ytri-Njarðvik og hafði 180.000 kr. i laun. Við spurðum hana, hvort hún væri ekkert hrædd um að verða gjaldþrota á miðjum vetri. „Uss, nei,” svaraði hún, „pabbi borgar þetta allt saman.” Linda fór i Verzlunarskólann bara til að gera eitthvað, og svo haföi hún heyrt að alltaf væri gott að fá vinnu þegar maður hefði verzlunarpróf. Henni leizt ekkert sérstaklega vel á skólann eftir eins dags veru þar. Aron Styrmir Sigurðsson hafði verzlað fyrir 7.000 krónur, þegar við hittum hann að máli. Hann gat ekki keypt meira þann dag- inn, þvi að hann var orðinn blank- ur. Aron vann á eyrinni i sumar og hafði um 100.000 kr. i kaup. Hann bjóst við að það myndi endast út veturinn, ef spartyrði á hlutunum haldið. Ekki sagðist hann þurfa að kaupa allar námsbækurnar nýjar, þvi að hann þekkir nokkra gamla Verzlunarskólanemendur og ætlar að fá gamlar bækur hjá þeim. Aron var ekki byrjaður að fata sig upp fyrir veturinn, en bjóst við að eyða 20.000 krónum til þeirra hluta. Og hvernig leizt honum svo á skólann eftir eins dags veru þar: „Bara vel. Þetta verður sjálf- sagt ágætt, þegar allt er komið i gang.” —AT— Linda Runólfsdóttir „Það er náttúrlega alltaf erfitt að skipta um skóla. Ég hef verið i sama skólanum, frá þvi að ég byrjaði. Svo finnst mér húsnæðið i það þrengsta, og kennararnir eru ekkert sérstakir svona við fyrstu sýn, — sérstaklega fannst mér þýzkukennarinn skritinn!” sagði hún að lokum. Aron Styrmir Sigurðsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.