Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 19
DagblaOið. Þriðjudagur 16. september 1975. 19 „Maður hefði nú haldið I oliúkreppunní, að hætt yrði við allan' eltingaleik á'bii um í glæpamyndunum.” Apótek Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 12.—18. september er i Lyfjabúð Breið- holts og Apóteki Austurbæjar. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu fra kl. 22 að kvöldi til 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Kðpavogs Apóteker opið öll kvöld til kl. 19, nema laugardaga er opið kl. 9—12 og sunnudaga er lokað. Slysavaröstofan: simi 81200 Sjúkrabifreið: Reykjavík og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tanniæknavakt er í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Simi 22411. Reykjavik — Köpavogur Dagvakt:K1.8—17 mdnud,—föstud., ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510 Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánud.—fimmtud., simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla, upp- lysingar i lögregluvarðstofunni,. simi 51166. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjðnustu eru gefnar i sim- svara 18888. Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100 Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Bilanir_____ Rafmagn: í Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Sími 85477. Simabilanir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnanna. 1 f0 Bridge í tvimenningskeppni i Bandaríkjunum kom eftirfar- andi spil fyrir. Lokasögn var yfirleitt gamesögn eða slemma i rauðu litunum hjá a/v eða of hátt farið i grandi. Einn i austur fékk þó töluna — spilaði sex lauf eftir að hafa opnað á tveimur laufum, og kjánalegt áframhald i sögn- um. En úrspilið var ekki kjánalegt — suður spilaði út spaðaás og skipti siðan yfir i tromp. * 952 V 87 * G9752 * 1062 & G876 V 632 ♦ 8 + G9875 4AD1043 VD1094 ♦ 43 *43 * K V AKG5 * AKD106 * AKD Spilarinn i austur tók annan trompslag, og spilaði siðan þremur hæstu i tigli. Kastaði 2 hj. úr blindum og áform hans var að reyna að gera hjartað gott með þvi að trompa eitt hjarta I blindum. En þegar suður fylgdi ekki lit i 3ja tigulinn — og gat ekki trompað — breytti austur um áætlun — það er að spila suður upp á báðar drottningarnar i hálitunum. Hann trompaði þvi tigul i blindum — trompaði spaða heim, og trompaði siðan slöasta tigul sinn. Það fór að hitna um hjá suðri — og á laufagosann var hann i al- gjörri kastþröng. Gat ekki kastað spaðadrottningu — lét hjartaniu. En austur reyndi ekki hjartasviningu — tók tvo hæstu og drottningin kom sigl- andi. Hjartagosi var svo tólfti slagurinn. Skák ísimaskák þeirra dr. Blass, sem hafði hvitt og átti leik i eftirfarandi stöðu, gegn Baer 1933, kom þessi staða upp. 1. Hh4 — Bf5 2. Hgh3!! og svartur gafst upp. Sjúkrahús Borgarspitalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30. La u ga r d . —sunnu d . kl. 13.30— 14.30 og 18.30—19. Grensásdeild: kl. 18.30—19.30alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 Og kl. 18.30—19.30. Hvitabandið: Mánud,—föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tima og-kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum-dögum. Sólvangur Hafnarfirði: Mánu- dag — laugard. kl. 15 — 16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga ki. 15—16 Og 19—19.30. Fæðingar- 'deild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hringsins: kl. 15—16 alla daga. Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 17. september. Vatnsberinn (21. jan.-19. feb.): Vinátta kann að breytast I ástarsælu. Rasaðu hvergi um ráð fram, en stjörnurnar sýna að langvarandi ástarævintýr er i vænd- um. Ekki beinlinis dagur til að fara á út- sölurnar. Fiskarnir (20.feb.-20. marz) -.Stjörnurnar óhagstæðar fyrir nýjar hugmyndir. Farirðu eitthvað út i kvöld er eins vist að þú hittir fyrir einhverja, sem eru þér ósammála. Haltu þér ekki i neinar kreddukenningar i rökræðum. Hriíturinn (21. marz-20. april): Einhver breyting frá þvi hefðbundna i dag. Varastu að kaupa nokkuð, þvi peninga- táknin eru fjarri þvi að vera þér i hag. Reikningarnir erfiðari en nokkru sinni. Nautið (21. april-21. mai):: Forðastu ruglingslega hluti i dag. Ef þú ert önnum kafin(n), er liklegt að þú fáir aðstoð úr óvæntri átt. Ferðalög i vændum fyrir marga i þessu merki. Tviburarnir (22. mai-21. júni): Sam- starfsfólk þitt telur að hugmyndir þfnar séu nokkuð fjarri lagi. Gamalt deilumál virðist geta blossað upp. Yngra fólkið kann að valda vandræðum seinni hluta dags. Krabbinn, (22. júni-23. júli): Ný þróun á heimavettvangi kann að valda meiri erfiðleikum en þörf er á. Vertu viðbúinn dálitlum hugaræsingi hjá fjölskyldunni. Vertu rólegur, timinn læknar öll sár. Ljónið (24. júli-23. ágúst): Láttu ekki fólk i kring um þig koma allri sök á þig, þegar illa gengur. Bréf frá vissri persónu virðist á leiðinni, og það mun gleðja þig. Meyjan, <24. ágúst-23. sept.): Þú munt geta séð hlutina i mun skýrara ljósi en flestir I kring um þig i dag. Stjörnurnar bjdða upp á talsverðan umsnúning frá öllu þessu hversdagslega. Vogin, (24. sept.-23.okt): Góður timi til að biðja einhvers greiða. Einhver óvæntur og skemmtilegur atburður i nánd. Láttu vini þina ekki telja þér trú um hvað sem er — spurðu sjálfan þig, hvort þeir viti sjálfir hvert þeir eru að fara. Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): Af- greiddu það mikilvægasta fyrst, þvi brátt muntu þurfa á öllu þinu að halda i vinn- unni. Það vekur athygli á vinnustað, hvað þú vinnur skynsamlega. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): Reyndu að vera sveigjanlegri, það er hægt að gera hlutina á fleiri en einn veg. Félagslifið kann að bregðast i kvöld, en þú getur notað fritimann til að hagnast á honum. Steingeitin, (21. des.-20. jan): Góður dag- ur fyrir þá sem vilja auglýsa sjálfa sig. Taktu þátt i samkeppni, og þú vinnur sjálfsagt verðlaunin. Mikil gæfa i vænd- um, einkum fyrir þá sem fæddust snemma dags. Afmælisbarn dagsins:Áþessu ári rætast þinar beztu óskir. Einhver þér eldri mun reyna að stjórna lífi þinu i byrjun af- mælisársins. Stattu á eigin fótum og taktu eigin ákvarðanir. Löng ferð er sennileg, og þér mun gefast gott tækifæri til að komast i viðskiptasambönd. 3-//

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.