Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 14
Pagblaðið. Þriðjudagur 16. september 1975. íþróttir Iþróttir t) 14 I fþróttir fþróttir Það var hátíð hjá FH- ingum i Kaplakrika á sunnudaginn — á íþrótta- svæði féiagsins. Axel Kristjánsson, formaöur FH, og Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, lögðu þá siðustu þökurnar á hinn nýja grasvöll félagsins þar — og nú er stefnt i miklar framkvæmdir. Næsta sumar geta FH-ingar því leikið heimaleiki sina á grasvelli í 1. deildinni og innan fjögurra ára er fyr- irhugaðað framkvæmdum verði lokið við reisulega á- horfendastúku á vellinum, sem á að rúma 3500 áhorf- endur i sæti. Teikningin að ofan er af henni — og undir stúkunni búningsherbergi, skrifstofur og ýmisleg fé- lagsaðstaða fyrir FH. Vinna á svæði FH i Kaplakrika hófst 1968 og miðaði vel i fyrstu. en brást vegna iramkvæmda- galla. Þetta tafði, en i sumar hef- ur verkinu fleygt áfram og nú er lokið við að tyrfa völlinn. Hins vegar var malarvöllur þar tilbú- inn i júli 1973 og heíur verið keppt á honum siðan. Völlurinn er tal- inn einn bezti malarvöllur hér á landi. Þá hefur og bygging hlaupabrautar heppnazt mjög vel. Blaðamannastúka hefur verið byggð við malarvöllinn og frjálsiþróttasvæðið, sem er eins- dæmi hér á landi við iþrótta- mannvirki utan Reykjavikur — og næsta skrefið er að byggja á- horfendapalla við vesturhlið vall- arins. Það verður gert næsta sumar. Áhorfendastúkan verður að austanverðu. Þegar rætt er um framkvæmdir á iþróttasvæði FH i Kaplakrika er nauðsynlegt að gera sér ljóst, að varðandi byggingu iþrótta- mannvirkja á svæðinu skiptist það i tvennt. Annars vegar efri hluti svæðisins og hins vegar neðri hluti svæðisins. Efri hlut- inn, þ.e.a.s. malar-knattspyrnu- völlur með hlaupabraut og ann- arri frjálsiþróttaaðstöðu og bún- ingsklefar, er byggður sam- kvæmt sérstökum samningi við Hafnarfjarðarbæ og er Hafnar- fjarðarbær jafnframt leiguaðiii að nefndum iþróttamannvirkjum frá 1973 til næstu 10 ára, og hafa þvi iþróttafélög i Hafnarfirði af- notarétt til æfinga að þessum mannvirkjum, samkvæmt þar til gerðum reglum. 'Neðri hluti svæðisins og þau i- þróttamannvirki, sem þar er ráð- gert að reisa eru aftur á móti reist án leiguaðildar bæjarins þ.á.m. 110 mx75m grasvöllur, sem er stærsta leyfilega stærð fyrir al- þjóðlega og millirikja knatt- spyrnukappleiki og mót. FH-stúlkur náðu jöfnu á Ítalíu Fll-stúlkurnar, sem siðustu þrjú árin hafa orðið islandsmeist- arar í knattspyrnu, eru nú i kcppnisför til ítaliu. Þar stendur kvennaknattspyrna I Evrópu með mestum blóma — þegar komnar þar atvinnukonur i iþróttinni, meira að segja frá Norðurlönd- um. A laugardaginn léku FH-stúlk- urnar sinn fyrsta leik i keppnis- förinni og léku þá við það lið, sem sigraði i 2. deild á Italiu. Jafntefli varð i leiknum án þess að mark væri skorað. Stúlkurnar munu leika tvoaðra leiki i förinni, 18. og 23. september og mæta þá meðal annars ítaliu-meisturunum. Þær eru einnig efstar i keppninni þar nú og hafa sex „landsliðskonur” i liði sinu. Fararstjóri i förinni er iþrótta- konan góðkunna Guðlaug Kristinsdóttir, en þjálfari Helgi Ragnarsson. Þessi för komst á, þegar borgarstjóri Lingano var hér i sumar — Albert Guðmunds- son samdi þá við hann um mót- tökur fyrir FH-stúlkurnar. VIÐ TEPPALEGG JUM STIGAHUSIÐ —«j ,»® "n MARGRA ARA REYNSLA TRYGGIR GÓÐA PJÓNUSTU NÍÐSTERK TEPPI I MÖRGUM GERÐUM OG LITUM....... STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR, GERUM TILBOÐ EF ÓSKAÐ ER, LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ INNRÉTT- INGABÚÐINNI GRENSÁSVEGI 3 1•••••• Sigurvegari I nýliðakeppni Golfklúbbs Reykjavikur meö glæsileg 'verö- laun. Verðlaunaafhending var hjá Golfklúbbnum á laugardag —og við munum birta fleiri myndir siöar. Ljósmynd Bjarnleifur. Spenna í golfi Um heigina fór fram á Grafarhoitsvellinum hin svo- nefnda Bacardi keppni. Þátttak- endur voru alls 70. Úrslit voru óvenjuleg, að ekki sé meira sagt. Ragnar Ólafsson og Jóhann Eyjólfsson deiidu meö sér efsta sætinu og verða þvi að fara aðrar 18 holur. Keppnin um þriðja sætið var ekki siður skemmtileg, þar voru einnig jafnir, þeir Hörður Magnússonog Helgi V. Jónsson. Nr. 1-2 Ragnar Ólafsson, fór á 73 höggum, forgjöf 4 = 69. Nr. 1-2 Jóhann Eyjólfsson, fór á 80 höggum, forgjöf 11 = 69, Nr. 3-4 Hörður Magnússon, fór á 92 höggum, forgjöf 22 = 70 Nr. 3-4 Helgi V. Jónsson, fór á 92 höggum, forgjöf 22 = 70. Einnig fór fram Chrysler-opin. Þátttakendur voru 55. Einnig þar verður að fara fram annar 18 holu leikur. Nr. 1-2 Sveinn Sigurbergss. fór á 83, forgjöf 14 = 69 Nr. 1-2 Jón Carlsen fór á 93, forgjöf 24 = 69 Einnig fór fram keppni i kvenna- | flokki. Þar sigraði Kristin Pálsdóttir, fór á 92 höggunli, for- gjöf 20 = 72. Jakobina Guðlaugsdóttir fór á beztu skori, 90 höggum. hh

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.