Dagblaðið - 24.09.1975, Síða 5
Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975.
5
Kaffi hœkkar á heimsmarkaðnum:
Tvöfaldast kaffiverðið hér?
„Búast má við verðhækkun á
kaffi hér á landi eins og annars
staðar, þvi kaffiverð á heims-
markaði rauk upp úr öllu valdi
er frosthörkur herjuðu stóra
hluta af kaffiekrum i Brasiliu.
Hækkaöi þá heimsmarkaðsverð
um 50% og gefið var i skyn að
búizt væri við enn meiri hækk-
un,” sagði talsmaöur eins af
stærstu kaffiinnflytjendunum er
Dagblaðið hafði tal af.
„Þessara verðhækkana á
kaffi hefur hins vegar ekki gætt
enn hér á landi. Það er langt til
Brasiliu og pantað er fram i
timann,” bætti hinn sami við.
Kaffiverð hérlendis er ákveð-
ið i nánu samstarfi við verðlags-
stjóra og til þessa hefur verið
stefnt að þvi að deyfa allar
verðsveiflur. Fólk hefur kvart-
að undan þvi, að kaffiverð
lækkaði hér ekki, þótt það lækk-
aði úti i heimi, og nú njótum við
þess væntanlega að kaffiverð
hér hækki seinna en annars
staðar er raun á vegna frost-
skemmdanna i Brasiliu.
Kaffiinnflytjandinn, sem
Dagblaðið ræddi við, sagði að i
landinu væru ætið 1-2 mánaða
kaffibirgðir, annað eins magn,
er til tslands ætti að fara, væri
til umskipunar i Evrópuhöfn-
um, og þriðja sendingin væri þá
tilbúin til sendingar frá Brasi-
liu. Væru nú þannig á leiðinni til
íslands kaffisendingar i 6 skip-
um og þar af væru aðeins tvær
sendinganna ófarnar frá Brasi-
liu, eða u.þ.b. að fara þaðan.
Kaffiinnflytjandinn sagði, að
nýjustu verðútreikningar á kaffi
væru nú til meðferðar hjá verð-
lagsstjóra.
Dagblaðið hafði samband við
verðlagsstjóra i gær. Sagði hann
að búast mætti við hækkandi
kaffiverði, en hann gæti ekkert
nánar sagt um það mál að svo
stöddu.
Dagblaðinu er kunnugt um, aö
verð á kaffi i neytendaumbúð-
um i stórverzlunum i Banda-
rikjunum hækkaði um helming
á fyrstu tveim vikunum eftir að
frostskemmdirnar urðu á kaffi-
ekrum Brasiliumanna. Má þvi
ætla að kaffiverð hérlendis
verði ekki lengi óbreytt.
Þá ræddi Dagblaðið við aðal-
innflytjendur „Nescafe”. Þeir
kváðust engar fréttir hafa feng-
ið um hækkandi innkaupsverð
þeirrar vörutegundar. Heims-
markaðsverð á kaffi hefði áhrif
á verð á Nescafe, en þess gætti
siðar á innflutningi Nescafe en á
venjulegu kaffiverði. Innflutn-
ingur á Nescafe hefur mjög
aukizt, og er i stöðugum vexti,
og gildir það jafnt um báðar
tegundir kaffiduftsins, hins
venjulega og þess sem kallað er
,,luxus”-tegund.
ASt.
Fáskrúðsfjörður:
r
Arangurslaus leit
Gunnar Ragnarsson, Vikur-
gerði við Fáskrúðsfjörð, heitir
maðurinn, sem saknað hefur
verið frá þvi aðfaranótt sunnu-
dags. Gunnar er 26 ára
gamall. Hann var á heimleið frá
dansleik á Reyðarfirði, en skil-
aði sér ekki, og hvarf hans er
sett i samband við hvarf báts
frá næsta bæ, Vik. Báturinn
fannst mannlaus á hvolfi i Fá-
skrúðsfirði en leit að Gunnari
hefur enn engan árangur borið.
Geir Helgason lögreglumaður
sag.ði Dagblaðinu að fjörur
hefðu verið gengnar, en ekkert
fundizt. —ASt.
EG KEM
AFTUR,-
VERIÐ ÞIÐ
Lézt undir stýri
67 ára gamall vörubif-
reiðarstjóri frá Hafnarfirði lézt
undir stýri á bil sinum á Alftanes-
vegi i fyrradag. Rann billinn, sem
er stór vöruflutningabifreið með
krana á palli, siðan út af vegi og
lenti ofan i gjótu. Farþegi i
bilnum stakkst út um framrúðuna
og hlaut nokkur meiðsl af. Bil-
stjórinn hafði áður kennt lasleika
fyrir hjarta. —ASt.
Guðbergur Birkisson.
Söludrengur
Dagblaðsins
rœndur
Einn af þeim mörgu drengjum,
sem af dugnaði selja Dagblaðið,
varð i gær fyrir barðinu á illa inn-
rættum pilti á Hondu-
hjóli. Blaðsölu-
drengurinn, sem heitir
Guðbergur Birkisson, seldi Dag-
blaðið fyrir utan Glæsibæ. Að
honum vatt sér kona, sem vildi fá
blaðið, en hafði ekki nema 1000
kr. seðil. Guðbergur litli, sem er
senn 11 ára gamall, gat skipt seðl-
inum, en rétt eftir að konan sneri
sér frá honum og hann var að láta
peninga sina i budduna, kom pilt-
urinn á Hondunni eins og valur i
vigahug og þreif til peninganna
og tókst á þann hátt að ná i 1000
kr. seðilinn sem Guðbergur var
að skipta. Þetta var ljótt bragð og
fékk að vonum nokkuð á Guðberg.
Málið mun verða kært til
lögreglunnar. —ASt.
VISS!
Þær eru senn á förum flug-
urnar, sem margir hafa
kannski bölvað, ekki sizt i sól-
riku héruðunum fyrir norðan
og austan. Reykvikingar hafa
ekki haft svo mikið að segja af
þessuhúsdýri. Þessa hittiljós-
myndarinn okkar þó fyrir einn
af þessum fáu sólardögum
núna fyrir skemmstu. „Ég-
kem aftur, verið þið viss.”
gæti hún hafa hugsað, þessi
húsfluga, sem senn fær sér
vetrarblundinn.
(PB-mynd Björgvin
Pálsson, tekin með Nikon F2
og Micro Nikkor 44 mm
linsu. Stækkuð á
Ufobrompappír.
Flugan er ekta og iifandi.
Var gerð aðeins ljósari með
vatnslitapensli með bleiki-
baði, sem núið var á staðinn
þar sem flugan situr).
DIXIE Á BORGINNI
Þeir minna á „gömlu
góðu dagana” þessir sjö
félagar á myndinni,
sem taka ofan fyrir
lesendunum. Minna á
þá daga þegar dixie-
landinn og bluesinn
voru upp á sitt bezta.
En nú ætlar Borgin.
þ.e. Hótel Borg, að
bjóða gestum sinum
dixielandhljómsveit
svona til tilbreytingar.
A myndinni eru þeir
Guðmundur
Steingrimsson, tromm-
ur, Kristján Fr. Jóns-
son, trompet, Þórarinn
Oskarsson. básúna,
Arni Isleifsson, pianó,
Bragi Einarsson, tenór-
saxófónn og klarinett,
Njáll Sigurjónsson.
bassi. og Gunnar
Ormslev,
tenórsaxófónn. Þeir
munu leika á laugar-
dögum i vetur undir
dunandi dansi og munu
þvi bjóða upp á marg-
brevtilega tónlist auk
þess að hafa i frammi
dixie.