Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 2
2 Dagblaöið. Fimmtudagur 25. september 1975. dagsins Ætlarðu að stunda menningar- lifiö i vetur? Sveinbjörn Matthlasson hjá Pósti og sima: Já, já, hef alltaf gert það og á því verður engin breyting, tónleika, myndlist og leikhús, ég er á kafi i þessu. Einar Skúlason Landhelgis- gæzlunrii: Ja, þaö get ég ekki sagt um núna. Ég fer nú samt i leikhús og svoleiðis þegar tæki- færi gefst. Rigge Gorm Hoiten listakona: Ja, ég veit það nú ekki alveg en ég fer sennilega á listsýningar og ég hef mjög gaman af kon- sertum. Gunnar Einarsson Reykviking- ur: Ég veit nú ekki um tima til þess, lifsbaráttan er hörð, en ég fer oftast i leikhús og eitthvað söng ég með kórum hér áður fyrr. Dagmar Jónsdóttir bankarit- ari: Já, ég hafði hugsað mér að lesa ensku og fara i jógastöðina og svo fer maður að sjálfsögðu alltaf eitthvað i leikhús. Borghildur Ingvarsdóttir nem- andi: Já, svo framarlega sem það er eitthvað sem ég hef á- huga á. Það er boðið upp á svo margt að maður verður að velja úr. Raddir lesenda SNYRTILEGIR ÞJÓFAR! Adda hringdi: ,,Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til þjófa! jú, einmitt þjófa. Þannig hagar til, að við hjónin eigum sumarbústað austur á Þingvöllum. Við höfum verið að reyna að gera við hann I sumar, svona eftir efnum og ástæðum. Með öörum orðum, þarna eru málningadollur og ýmis verk- færi. Auðvelthefði verið aö sulla málninguna á veggina og brjóta allt og bramla. Nei, aldeilis ekki, það eina, sem þeir höfðu á brott með sér, var viskiflaska og, jú, auðvitað upptakari fyrir blandið. Þeir gengu óaðfinnanlega um, snertu ekki á neinu og meira að segja lokuðu á eftir sér betur en við hjónin höfum gert — það er enginn smekklás. Við héldúm fyrst að einhver kunningi okkar hefði verið á ferðinni en svo var ekki. Bara þjófar með sómatil- finningu.” Aðspurð hvort hjónin ætluðu að skilja eftir viskiflöskur i framtiðinni sagði frúin ekki svo vera — það væri nokkuð dýrt! FRÆKORN BANANA Lilja Magnúsdóttir hafði sam- land við PAGBLAÐIÐ: ,,Eru snikjudýr i bönunum og f svo er, eru þau þá skaðlaus? Ég hef keypt banana i sumar, vö merki, sem eru aðallega á narkaðnum. Ég hef skorið þá ið endilöngu, og þó að þeir virð- st óskemmdir og varla nógu iroskaðir, eru i þeim oftast nær engjur, svipaðar trefjum, og i illum eru korn. Bananar eru mjög vinsæll larnamatur. Þvi er þessi spurn- ng min tilkomin. Er þetta skað- egt?” DAGBLAÐIÐ sneri sér til Kristins Guðjónssonar hjá Ban- anar hf. „Þessi korn, sem konan talar um, eru fræ bananans og eru að öllu leyti eins og fræ annarra á- vaxta, nema hvað þau er svo litil að fæstir verða þeirra varir. Þau eru meí) öllu óskaðleg. Eins og allir vita vaxa bananar i hitabeltinu og eru fluttir með kæliskipum til Evrópu. Þaðan eru þeir sendir til islands í köss- um, 20 kg i kassa, og vafðir inn i plastfilmu.” LESENDUR Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, hringið þá í síma 83322 á milli klukkan 13 og 14 Aðeins tveir skussar Myndin: Frá leik Keflvlkinga og Dundee Utfl. Grétar horfir forviða á einn Skotann blta gras. Ahorf- endur voru óánægðir með aðieikurinn skyldibyrja fyrir auglýstan tlma. AF HVERJU AUGLÝSTU ÞEIR EKKI RÉTTAN TÍMA? uðiaugur Heigason Skipholti :0, hringdi: ,,Ég vil lýsa yfir vanþóknun íinni á þvl háttalagi Keflvík- íga að láta leikinn byrja fyrir uglýstan tíma. Ég, ásamt élögum minum, kom þarna tveim mínútum fyrir sex og þá stóð 1-0. Ég get ómögulega skilið hvers vegna þeir auglýstu ekki leikinn fyrr. Voru þeir ef tii vill hræddir við að aðsókn minnkaði? Keflvikingar vissu sem var að mikil aðsókn yrði frá Stór-Rey k ja vikursvæðinu. Blöðin auglýstu leikinn upp — og svo gera þeir þetta. Ég veit að fjölmargir voru sáróánægðir vegna þessarar framkomu. Ég get vel skilið ástæður Kefl- vil;inga fyrir að láta leikinn byrja fyrr — EN þá áttu þeir að auglýsa það. Ég vona, að atburður sem þessi komi ekki aftur fyrir — slikt veldur bara óánægju.” Baldur Pálmason skrifar: í upphafi greinar minnar um umferðarmál hér i blaðinu á þriðjudaginn var gerði ég að umtalsefni hinn sexfalda bilaá- rekstur á dögunum. Mér hefur verið bent á að ökuþórarnir, sem ósköpunum ollu, hafi að- eins verið tveir og einkanlega annar þeirra. Hinir höfðu vist numið staðar, voru eftir það stangaðir aftan frá og stönguðu siðan ósjálfrátt fram fyrir sig. Þetta sýnir að bilið hefur ver- ið of stutt á miili bila, og skyld- um við ökumenn temja okkur að hafa 4—6 m bil fram að næsta bil i kyrrstöðu, auðvitað miklu lengra i akstri. En slikt dæmi sem þessi á- rekstur er þvi miður ekki eins- dæmi og var ljósi brugðið á það til viðvörunar, án þess að farið væri út i einstök atriði. En ekki vildi ég skella skuld á þá sem voru að mestu eða kannski öllu leyti án saka. HVAÐ VERÐUR UM KISTUNA? Ein, sem ætlar i ofninn, hringdi: „Eftir að ég las grein i sunnu- iagsblaði Þjóðviljans um arðarfarir og likbrennslu, angar mig að spyrja, hvað erði um kistuna ef lik er >rennt? Er hún brennd með likinu (sem mér finnst nú ótrú- legt) eða er kistan brennd sér? Er hún ef til vill seld öðrum? Ef svo er, sem ég held að ekki sé leyfilegt, hvers vegna eru ekki leyfðar sérkistur fyrir þá sem eru brenndir. Dagblaðið hafði samband við Hjört E. Guðmundsson for- stjóra Kirkjugarða Reykja- víkur: „Hér á landi, eins og á öllum Vesturlöndum, er kistan brennd með jarðneskum leifum hins látna. Askan er tekin og sett i duftker. Siðan er askan jarðsett annaðhvort i grafreit eða sér- stökum duftreit hér i kirkju- görðunum. Það fer eftir ósk aðstandenda eða hins látna hvort er.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.