Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 13
meistarar Vík- efna í úrslitin þaö síöara aðeins 30 sekúndum fyrir leikslok — Vikingssigur i höfn og Vals- menn sátu eftir með sárt ennið. Islandsmeistarar Víkings eru með mjög skemmtilegt ungt lið — lið, sem aðeins getur orðið betra. Páll Björg- vinsson er potturinn og pannan i öllu spili liðsins. Hann skoraði 4 mörk. Markhæstur Vikinga var þó Viggó Sig- urðsson með 5. Magnús Guðmundsson skoraði 4, Jón Sigurðsson, Stefán Halldórsson og Þorbergur Aðalsteins- son skoruðu eitt mark hver. Hjá Val var Jón Karlsson drýgstur með 4 mörk — en hann var tekinn úr umferð i fyrri hálfleik og skoraði ekk- ert eftir það. Guðjón, Jón P., Þorbjörn og Bjarni Gunnarsson skoruðu eitt mark hver. „Gamla Fram seiglan er horfin,” sagði hallargestur i gærkvöldi eftir að Framarar höfðu misst sex marka for- skot niður i jafntefli gegn IR, 16-16. Framarar eru nú búnir að tapa þremur stigum og litlar likur á að þeim takist að verja Reykjavikur- meistaratitilinn i ár. Nú, en leikurinn i gærkvöldi bauð ekki upp á nein tilþrif — sér I lagi var fyrri hálfleikur lélegur. Mistök á mis- tök ofan. ÍR-ingar byrjuðu vel, komust I 4-1 en Framarar jöfnuðu 4-4 og kom- usU 8-6 i hálfleik. Siðari hálfleikur var mun betur leik- inn — meiri yfirvegun og boltanum haldiðlengur. Framarar héldu áfram aðauka forskotsitt og um miðjan hálf- leikinn voru þeir komnir meö sex marka forskot — 13-7. Pálmi Pálma- son var drýgstur Framara, ógnandi og hélt spilinu gangandi. En þær 15 min- útur, sem eftir voru, fór allt i baklás hjá Fram, neistinn i leik liðsins hvarf. Tóku IR-ingar að saxa á forskotið og var þar drýgstur Vilhjálmur Sigur- geirsson. Skoraði hvert markið á fætur öðru — og staðan orðin 13-14. Þegar aðeins 30 sekúndur voru eftir höfðu Framarar eitt mark yfir, einum manni fleiri og með boltann i þokka- bót! En á mjög klaufalegan hátt misstu þeir boltann — ÍR-ingar brun- uðu upp. Dæmt viti og Villi jafnaði, 16- 16. —h.h um í vandrœðum" r Celtic í gœr. Oskar Tómasson'mikið í skozku blöðunum hélt Jóhannes áfram. En leikur okkar var slakur — munar miklu að McGrain getur ekki leikið vegna meiðsla. Jock Stein er byrjaður að mæta á æfingar. Hann er miklu bctri og ég er viss um, að hann breytir miklu. Ég sá i blöðunum I morgun myndir og greinar um Óskar Tóm- asson — sagt frá þvi, að hann hafi komið með Dundee Utd i gær. Það héfur vakið talsverða athygli hér. Við leikum við Dundee Utd. á laug- ardag, sagði Jóhannes að lokum. Óvænt úrslit urðu i deildarbik- arnum I gær. Montrose sló Hiberni- an út. Vann 3-1 eftir framlengingu og 3-2 samanlagt. 2-1 stóð eftir venjulegan leiktima. Queen of the South og Rangers gerðu jafntefii 2- 2, einnig eftir framlengingu. 2-1 eft- ír venjulegan leiktima, en McDonald jafnaði fyrir Rangers i framlengingunni. Rangers vann þvi samanlagt 3-2. Clydebank vann Partich 1-0, en það nægði ekki. Ekki hefur verið dregið um, hvaða liö leika i undanúrslitum „vona að viö sleppum viö Rangers”, sagði Jóhannes „fáurn þá i úrslitaleikn- #• V f •• IE• Yfirgafu vollinn með tór í augum eftir að Alec Stepney hafði „gefið" Englandsmeisturunum Derby bœði stigin í gœrkvöldi. Derby vann Manch. Utd. 2-1 og QPR nóði við það efsta sœti í 1. deild Reyndasti leikmaður Manch. Utd., enski landsliðsmarkvörður- inn Alec Stepney, lét sig falla niður á hnén — byrgði andlitið i. höndum sér, algjörlega bugaður, I lok leiks Manch. Utd. við Eng- landsmeistara Derby á Baseball Ground i Derby i gærkvöldi. Rétt áður höfðu honum orðið á mestu mistök i litrikum leikferli. Hafði varið knöttinn frá Kevin Hector — kastaði honum út beint til mót- herja, Charlie George, sem þakk- aði gott boð og sendi boltann i autt markið. Það var sigurmarkið I leiknum og fjölmargir aðdáendur Manchesterliðsins gengu af leik- velli með tárin I augunum. Stig hafði glatazt á ótrúlegan hátt og um leið forusta i 1. deildinni ensku. Stepney var „brotinn” maður eftirleikinn — en áður hafði hann staðið sig frábærlega vel. Beinlin- is haldið liði sinu á floti. Hið unga lið United byrjaði leikinn með miklum hraða, sem kom hinum reyndu leikmönnum Derby úr iafnvægi. Fyrstu 20 min. máttu þeir hafa sig alla við aö halda marki sinu hreinu. En siðan jafnaðist leikurinn og Derby náði forustu á 31. min. með marki George af 25 metra færi. Sókn Derby varð þung eftir markið — en Stepney varði hvað eftir annað snilldarlega. United náði aftur tökum á leiknum og 8 min. fyrir leikslok jafnaði Gerry Daly. Jafn- tefli virtist i höfn — en svo komu mistökin miklu. Heimatap í UEFA- bikar Sliema Wanderers, lék á heimavelli i gær við Sporting, Lissabon, og tapaði 1-2. Það var fyrri leikur liðanna i UEFA- keppninni. Ahorfendur 5000. Marinho skoraði fyrsta mark leiksins á 36. min., en Azzopardi jafnaöi fyrir Sliema á 66. min. A lokaminútu leiksins skoraði Fernandez sigurmark portúgalska liðsins. Sviss hélt Tékkunum! Vítaspyrna fimm minútum fyr- ir leikslok gerði að verkum, að Sviss náði jafntefli i landsleik við Tékkóslóvakiu i Brno i gær. Risi skoraði úr vitinu og úrslit urðu 1- 1. Ahorfendur voru 18 þúsund og voru afar óánægðir með leik tékk- neska liðsins — Marian Masny skoraði eina mark þess á 52. min. ' Við sigur Derby skauzt QPR upp i efsta sæti 1. deildar á betri markatölu en Manch Utd. og West Ham — sem leikið hefur ein- um leik minna. öll liðin hafa 13 stig. Derby er í fjórða sæti með 12 stig, Einn leikur annar var háður i 1. deild. Manch. City vann Stoke á Maine Road í Manchester 1-0 og skoraði Rodney Marsh markið á 66, min. Leik Tottenham og Everton var frestað. I deilda- bikarnum á þriðjudag vann Everton Arsenal 1-0 i Lundúnum. Tveir leikir voru i deilda- bikamum i gær. West Ham átti i vök að verjast iBristol gegn City, sem lék mjög vel i f.h. Cheesley skoraði i hálfleiknum, en Pat Hol- land, með snilldarleik kom WH á sporið i þeim siðari. Lundúnaliðið skoraði þá 3 mörk á 6 minútum — öll eftir undirbúning Hollands. Trevor Brooking, Clyde Best og Alan Taylor skoruðu og WH vann 3-1. Leikur við Darlington heima i næstu umferð. Þá vann Fulham WBA 1-0 og skoraði Alan Mullery markið úr viti tveimur min. fyrir leikslok. Leikur heima gegn Peterbro i næstu umferð — en Everton heimaleik gegn Carlisle. 1 2. deild urðu úrslit þessi: Blackburn-Blackpool 0-2 Luton-Plymouth 1-1 Nottm.For.-Charlton 1-2 Bobby Charlton sölustjóri! Bobby Charlton, sem ný- lega hætti sem fram- kvæmdastjóri Preston eftir deilur við félagsstjórnina, réðist i gær sem sölustjóri hjá ferðaskrifstofu — ákveð- inn i að hætta afskiftum af knattspyrnu. Risinn I Vlkingsliöinu, Magnús Guðmundsson, kastar sér inn á Llnu og skorar úrslitamark leiksins. „Gamli” Vikingurinn Guðjón og Jón Karlsson horfa agndofa á. Ljósmynd DB — Bjarnleifur. Viö þurfum að skipu’ Þetta var gott, Bommi -------, næsti. ^ Og auka ^ sjáum hvort þiö. hraðann,Þjálfi getið ekki aukiö deggja nýja leikaðferð hraðann © Kmg Feature* Syndicate. Inc., 1974. World right* reeerved.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.