Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 14
14 Dagblaðið. Fimmtudagur 25. september 1975. DÖNSK STÚLKA LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI: „ÉG VAR ÁSTKONA KRÓNPRINS SVÍA" Lone Ostergaard, 28 ára danskur „rakari” (karlmanna), var vinkona sænska krónprins- ins og nú konungs, Karls Gustavs i heilt ár. Aðeins örfáir vissu um samband þeirra, sem var haldið eins leyndu og unnt var. Opinberlega var hún aðeins „rakari” og snyrtidama krónprinsins. Hún er nú sannfærð um, að sænski konungurinn muni kvænast Silviu Sommerlath. Þau Lone og Karl slitu samvist- um, þegar krónprinsinn varð konungur. Hún á nú þá ósk helzta, að konungur kvænist Silviu, þýzku vinkonunni sinni. Hún þykist vita af bréfum konungs til sin, að hann sé mjög hrifinn af Silviu. „Greinilega ástfangnari en hann var af mér,” segir sú danska. Það voru helzt nánir vinir þeirra við sænska sendiráðið i London, sem vissu um ástar- brall Karls og Lone. Þá var Karl við nám i London. Nú finnst dönsku stúlkunni að „ekkert geti gert til” þótt talað sé um samband þeirra. Hún hafði i fyrstu ekki búizt við að þau yrðu lengi saman, hún og krónprins- inn. Hún er sannfærð um, þrátt fyrir blaðaskrif úti i löndum um hið gagnstæða, að krónprinsinn hafi ekki verið með öðrum stúlkum á þessum tima. Þetta segist hún ekki segja af sjálfs- elsku eða stolti, heldur af þvi að hún vilji að fram komi, að kóng- urinn núverandi sé maður sem unnt sé að treysta. Hann sé ekki sá kvennabósi sem menn hafi sagt hann vera. Samband þeirra byrjaði við stóra veizlu i London. Lone hafði þá búið þar i mörg ár og sem hæfileikastúlka á sinu sviði hafði hún náð mörgum af hinum æðri i borginni sem viðskipta- vinum. Það er litið að þvi á kvennaári að kalla stúlkuna rakara. t hópi viðskiptavina voru leik- arar og fjármálamenn. Þvi var henni boðið 1 þessa stórveizlu. Krónprinsinum sænska var Lone og Karl Gustav — Hún borgaði Ibúðina. ar. Engan mátti gruna neitt. Einu sinni hafði ljósmyndari nærri komið að okkur á Monte Carlo, en ég kom mér þá burt frá Karli og tók undir handlegg- inn á einum af lifvörðunum. Þannig leit út fyrir að ég væri með lifverðinum. Við töluðum um allt milli him- ins og jarðar. Karl sat ekki og ræddi fram og aftur um sina konunglegu fjölskyldu. Honum þótti ekkert verra að verða kon- ungur, en ég held að innst inni hafi hann langað til að verða bara venjulegur borgari. Það er spennandi að hugsa til þess að ég hefði kannski einhvern tima getað orðið drottning Sviþjóðar. Ég hugsaði þá ekki mikið um það, en seinna. Ég hefði vist ekki haft raunverulega mögu- leika, ég er af svo lágum stig- um.” Lorie byr nú með enskri ljós- myndafyrirsætu (karlmanni), Tony Eades, 34 ára. „Hann elska ég meira en ég hef nokkru sinni elskað nokkurn annan. Ég varð enginn milljónamæringur af þvi að borða kirsuber með þeim „stóru”, en ég fékk lifs- reynslu. Ég hef klippt Peter Sellers, Elvis .Presley, sem er mjög hógvær, Hugh Hefner, „pl'ay- boy”kónginn, sem er furðulega kurteis, Roman Polanski, David Niven og fleiri slika. Ég hef ver- ið ljósmyndafyrirsæta, búið i Paris, Hollywood og London.” Hún segist hafa fundiö „sinn mann” og kóngurinn hafi, vænt- anlega, lika fundið „sina konu”. einnig boðið. Þau hittust, og næsta dag bauð hann henni i kvöldverð, einni. „Kóngurinn er bezti maður,” segir Lone östergaard. „Hann er dálitið feiminn og mjög kurt- eis. En hann er raunverulegur karlmaður með öllu þvi sem unnter að leggja f það orð. Ö, nú hef ég vist svarað of persónu- lega.” Þau bjuggu opinberlega hvort I sinni ibúð i London, Karl Gustav i tengslum við sendiráð- iö en Lone i leiguibúð með vin- konu sinni. „En auðvitað var ibúð krón- prinsins tóm allan sólarhring- inn,” segir Lone. „En húsaleig- una borgaði ég sjálf, hvert pund. Ég segi ekki að kóngurinn sé nizkur, en ekki stráði hann peningum um sig einsog margir gerðu i skemmtanalífinu i Lond- on. Við fórum oft út að borða, drukkum og skemmtum okkur, en allt var þetta i hófi,” segir hún. „Karl Gustav átti það til að skemmta sér til morguns og hann naut þess stundum, en hann hafði meira yndi af að hafa það gott i friði og ró. Ég hlýt auðvitað að hafa verið ástfangin af honum. Þegar hann fluttist til Stokkhólms og varð konungur, mátti ég ekki koma og klippa hann lengur. Það hefði verið of hættulegt. Þá hefðu sögurnar farið að ganga. Blöðin hefðu birt þær. Það var þannig að þegar við fórum til dæmis samán til Frakklands urðum við að vera sitt i hvorum enda flugvélarinn- Lone östergaard. Hér er hún með Bretanum Tony, sem hún eiskai meira en kónginn. Jack Ryan og Zsa Zsa Gabor nýgift. Sú ham- ingju- sama sat ein Hún sagðist vera ham- ingjusamasta kona heims, en um það er vist spurning. Zsa Zsa Gabor, leikkonan fræga, er 56 ára. Hún giftist fyrir nokkrum mánuðum i sjötta skipti, og þá lét hún framangreind orð falla. Hún var hins vegar fyrir skömmu við frumsýningu kvikmyndar i Hollywood, „Einu sinni er ekki nóg”. Hún kom ein. Eiginmaður- inn, Jack Ryan, 58 ára, kom einnig einn sins liðs á frum- sýninguna og sat fjórum sætaröðum frá konu sinni. ÁSTIN ER DÝR! Nývcrið barst Richard Burton simareikningur upp á 10 þúsund dollara auk simtals við Liz Taylor i Leningrad þar sem hún hefur verið að leika i kvikmynd- inni „The Bluebird”. Burton segir að hann og fyrrum eigin- kona sín hafi ekki verið svo nátengd hvort öðru i meira en ár, og hún hefur þekkzt boð um að leika i kvikmynd hans „Jackpot.” ★ Bette Davis var að koma út úr hóteli i London og vék sér að einkennisklæddum manni er stóð fyrir utan dyrnar og sagði: „Dyravörður! kallið á leigubil fyrirmig”. Hann svaraði um hæl: „Kæra frú, ég er ekki dyravörður hér, heldur flotafor- ingi i flota hennar hátignar.” Flotaforinginn sá svo að þetta var engin önnur en hin fræga leikkona Bette Davis og bætti þvi við kurteislega: „En fyrir Bette Davis get ég verið dyra- vörður — með ánægju.” Svo kallaði hann á leigubil. ★ Aðeins örfáum vikum fyrir dauða sinn boðaði Ari Onassis leikarann Anthony Quinn á sinn fund og tjáði honum hve ánægð- ur hann væri með að hann hefði verið beðinn um að leika sig i kvikmynd. „Ég vona að þú takir hlutverkinu þvi ég veit þú munt reynast mér góður,” er haft eft- ir Onassis. Þetta er liklega ástæðan fyrir þvi af hverju Anthony Quinn skrifaði undir samning um að leika Onassis i kvikmyndinni „Tycoon” sem gerð er af alveg óþekktum framleiðanda Nico Mastorakis að nafni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.