Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 4
4 Dagblaðið. Fimmtudagur 25. september 1975. Nýja gjaMskrtun kann að vera ódkl — birting gjoldskrárinnar talin ófullnœgjandi Vafi þykir vera á þvi, hvort nýjasta gjaldskrá Rafmagns- veitu Reykjavikur er gild frá 1. september að telja, eins og i henni segir. Gjaldskrá þessi var birt i B-deild Stjórnartiðinda, sem gefin voruút hinn 9. septem ber sl. í lögunum um birtingu laga og stjórnvaldaerinda segir að ekki megi beita fyrirmælum fyrr en birting þeirra hefur farið fram. Raftækjaverksmiðjan hf. höfðaði á sinum tima mál gegn rafveitu Hafnarfjarðar vegna ófullnægjandi birtingar á nýjum rafmagnstaxta. Krafa Raf- tækjaverksmiðjunnar var tekin til greina i undirrétti, en Hæsti- réttur hefur ekki dæmt i málinu. „Við höfum skilið þetta þann- ig að nýja gjaldskrá sé heimilt að miða við staðfestingardag iðnaðarráðuneytisins. Þessi nýja gjaldskrá var staðfest af iðnaðarráðherra hinn 29. ágúst sl., en rafmagnsverðið hækkar frá og með 1. sept. eins og gjald- skráin segir,” sagði Steinar Berg Björnsson, skrifstofustjóri Rafmagnsveitu Reykjavikur, i viðtali við DAGBLAÐIÐ. Hann kvað allan gang þessara mála vera þungan i vöfum. 1 stórum dráttum er hann sá, að fyrst leitar Rafmagnsveitan til borgarstjórnar um heimild til þess að sækja um hækkun. Að þeirri heimild fenginni er siðan sótt um til iðnaðarráðuneytis- ins. Fáist jákvætt svar semjum við gjaldskrá sem siðan þarf að hljóta staðfestingu ráðuneytis- ins. Loks þarf að birta gjald- skrána lögum samkvæmt, en þar er komið að ráðuneytinu. Jóhannes Guðfinnsson, deildarstjóri i iðnaðarráðuneyt- inu, sagði I viðtali við DAG- BLAÐIÐ, aði birtingarskyld er- indi væru send útgáfu Stjórnar- tiðinda þegar i stað eftir að þau væru tilbúin til birtingar. „Skiljanlegir annmarkar geta verið á þvi að birting geti farið fram svo til samdægurs,” sagði Jóhannes. „A það getum við oft- ast engin áhrif haft, ef það fellur innan okkar verkahrings. Ég held að útgáfa þeirra sé yfirleitt eins hröð og þörf er á.” Dagatalið segir okkur, að 29. ágúst hafi verið föstudagur. Þann dag er gjaldskráin stað- fest af ráðherra. Hún fól I sér 10% hækkun á raforku til neyt- enda. Samkvæmt framansögðu var þessi gjaldskrá ekki birt i Stjórnartiðindum fyrr en 9. september. Ýmiss konar raforkufrek framleiðsla miðar verðlag við kaupverð á raforku, enda þótt leyfi þurfi til að koma. Meðal annars þess vegna er eðlilegt og nauðsynlegt að gætt sé vel lög- boðinnar birtingarskyldu, hvað sem verðlagi á rafmagni til neytenda liður. — BS- Barnaf lokkar — unglingaflokkar. Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. Byrjendur og framhald. Innritun daglega frá kl. 10-12 og 1-7. Reykjavík Brautarholt 3 simar 20345 og 24959. Breiðholt. Kennt verður i nýju húsnæði að Drafnarfelli 4 simi 74444. Kópavogur Félagsheimilið simi 84829. Hafnarf jörður Góðtemplarahúsið simi 84829. Seltjarnarnes Félagsheimilið simi 84829. Unglingar Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem Hustler, Bump (Boom), Kung Fu, El Bimbo, Brazilian Carneval, Harlem og margir fleiri. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Kvik myndir SKAMMBYSSAN, - UND- ANTEKNINGIN SEM SANNAR REGLUNA Austurbæjarbió. Skammbyss- an. (The revolver) + 110 min. frönsk, itölsk, þýzk. Litir. Leikstjóri: Sergio Soilima. Ég ætla ekki að reyna að rekja efni þessarar myndar. Til bess er hún allt of ruglingsleg og yfirborðskennd. En þrátt fyrir allan ruglinginn hef ég það á til- finningunni að upphaflega hug- myndin bak við handritið hafi verið nokkuð góð. Þvi miður hefur sú hugmynd týnzt i vinnslu myndarinnar og má kannski rekja það til þess að það eru of margir aðilar sem standa að myndinni og vilja ráða. Satt bezt að segja skil ég ekki hvern- ig Oliver Reed fékkst I aðalhlut- verkið. Hann er það eina i myndinni sem er einhvers virði. En þrátt fyrir góðan leik og heil- lega persónusköpun megnar hann ekki að lyfta henni upp úr skitnum. Mér finnst það hrein- asta skömm hvernig bió, sem er yfirleitt með gott myndaval, getur fengið það af sér að bjóða áhorfendum upp á svona sam- sull. En vonandi er þessi mynd einungis undantekningin sem sannar regluna I myndavali kvikmyndahússins. Upphaflega ætlaði ég að gefa þessari mynd minus en eftir að hafa hugleitt málið ákvað ég að gefa henni eina stjörnu fyrir leik Olivers Reed og smáviðleitni sem örlar á öðru hvoru. Að lokum langar mig, að gefnu tilefni, að minnast á þann leiða sið kvikmyndahúsa að sleppa þvi að sýna titla i enda mynda. Af titlum fær maður oft upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að fjalla um mynd af sanngirni. AFÞREYINGARMYND: EN SKRAMBI ER Nýja bió. The seven-ups. + + + 100 mín., bandarisk, gerð 1974, TVC, de Luxe litir. Leikstjóri: Philip D’Antoni. Sérstök deild innan lögregl- unnar, kölluð seven-ups, fæst við að handtaka og draga fyrir rétt glæpamenn sem eiga yfir höfði sér 7 ára fangelsisdóma eða meir. Tveir smáglæpa- menn, sem þykjast vera lög- reglumenn, fara að ræna stór- glæpamönnunum og heimta fyr- ir þá lausnargjald. Yfirmaður seven-up deildarinnar (Buddy, sem Roy Scheider leikur) kemst að þvi hver stendur á bak við ránin og myndin endar á þvi, að höfuðpaurinn á yfir höfði sér hræðilega refsingu. Þéssi mynd er gott dæmi um afþreyingar- eða skemmtimynd og þar að auki skrambi vel gerð. Atburðarásin er ágætlega upp- byggð (eftir tilganslausan for- mála I antfkverzlun) og flest brögð notuð til að ná fram stemningu. Það sem einna mest er notað eru hraðar klippingar og úthugsuð myndhorn. Einnig er hljóðrásin tiltölulega vel unn- in. Fyrir bilaáhugamenn er einn herjans mikill kappakstur á götum New York. Félagar i Kvartmiluklúbbnum sækja sjálfsagt mikinn lærdóm i það atriði. Annars er kappaksturinn sérstaklega vel útfærður tækni- lega. Þetta er góð afþreyingar- mynd og vel þess virði að sjá hana.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.