Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðiö. Fimmtudagur 25. september 1975.
MAGNUS GISLASON FRÉTTAMAÐUR DAGBLAÐSINS SKRIFAR FRÁ PARIS:
Landhelgismólið hvarf í skugga
knattspyrnunnar í Frakklandi
Mikið hefur verið skraf
að og skrifað um Island
og íslenzka knattspyrnu í
Frakklandi að undan-
'förnu. Fyrst eftir að ég
kom til landsins/ rúmlega
viku fyrir leik, vissu
Frakkar það einna helzt
um ísland, að fyrir dyr-
um stæði að færa út fisk-
veiðilögsöguna. Þegar
nálgaðist millirikjaleik-
inn í Nantes hvarf allt
hjal um landhelgismál í
skuggann fyrir knatt-
spyrnunni. Hvernig
Frökkum reiddi af i
væntanlegri viðureign
skipti þá mun meira máli
en hvort þeir gætu veitt
einum þorskinum fleira
eða færra norður við
heimskautsbaug.
Hvar sem Frakkar komust i
tæri við íslending, hvort heldur
var i heimahúsum, á gististöð-
um eða i samgöngutækjum, —
jvirtust allir vita um leikinn — og
voru fúsir til umræðna og bolla-
legginga um úrslitin, svo langt
sem tungumálakunnáttan
leyfði. I fyrstunni urðu Islend-
ingar, sem hér voru staddir,
undrandi á þessum gifurlega á-
huga sem fólk hafði á leiknum,
en þegar menn höfðu kynnzt þvi
hvernig fjölmiðlar i Frakklandi
fjölluðu um væntanlegan lands-
leik, undraði engan.
ísland sennilega aldrei
meira kynnt í frönskum
f jölmiðlum
Seinustu dagana fyrir leikinn
voru iþróttablöð og iþróttasiður
dagblaðanna þaktar frásögn-
um, viðtölum og myndum og
bæði sjónvarp og hljóðvarp
vörðu löngum tima i dagskránni
til að fjalla um leikinn. Nafn Is-
lands kom þvi æði oft bæði fyrir
augu og eyru milljóna Frakka
þá dagana. Gaman væri að geta
tekið saman hve mörgum dálk-
sentimetrum blöðin vörðu fyrir
leikinn — og um hann, og einnig
hvað hljóð- og sjónvarp eyddu
löngum tima i sama efni. Senni-
lega verður það aldrei saman
dregið, en sé sú kynning, sem
Island fékk, þjóðinni í hag, —
sem enginn efast um, — standa
landsmenn i mikilli þakkar-
‘skuld við knattspyrnumenn
okkar og knattspyrnuforystu.
En það sem einna helzt hefur
snortið hugi Islendinga i skrif-
um og umræðum um leikinn er
hinn vinsamlegi tónn i garð ís-
lands og sú virðing sem Frakk-
ar báru fyrir litla Islandi sem
mótherja. Hvergi var orð að
heyra eða stafkrók að finna um
að islenzku knattspyrnumenn-
irnir væru veikburða væsklar,
sem ekki mátti leika of grátt,
eins og stærri þjóðum hættir til
að halda fram þegar þær minni
eiga i hlut. Ekki höfum við Is-
lendingar alveg farið varhluta
af slikum skrifum þegar ein og
okkur skyldari þjóð en Frakkar
hefur átt i hlut.
Já, Frakkar báru óttablandna
virðingu fyrir islenzkum knatt-
spyrnumönnum, minnugir jafn-
teflisins i Reykjavik, — og
bjuggu sig undir viðureignina i
fullu samræmi við það. Liðiö
dvaldist i æfingabúðum marga
daga fyrir leikinn undir stjórn
Rúmenans Stefan Kovics, en
hann var á-sinum tima ráðinn
landsliðsþjálfari Frakka með
tilstuðlan rikisstjórna Rúmeniu
og Frakklands i þeim tilgangi
að hefja franska knattspyrnu til
vegs að nýju á alþjóðavett-
vangi. En á meðan Frakkar
bjuggu sitt lið undir orustuna
við norrænu vikingana höfðust
tslendingar ólikt að, og kannski
liggur sá munur, sem fram kom
i Nantes, einmitt þar. Allt var i
óvissu um hvort landsliðsþjálf-
arinn, Tony Knapþ, gæti farið
með liðinu — og hvort allir, sem
til voru kvaddir, ættu heiman-
gengt. En þrátt fyrir mörg
mein, sem hrjáðu okkar knatt-
spyrnumál, erfitt ferðalag og
stutta hvild, urðu knattspyrnu-
mennirnir þjóð sinni til sóma.
Frakkar sigruðu að visu, en is-
lenzka liðið, að mestu skipað á-
hugamönnum, veitti harða mót-
spyrnu og átti marga góða kafla
hvernig hægt væri að vinna á
varnarmúr Islendinganna. Sið-
an var honum hælt fyrir að hafa
lagt sóknaraðferðina fyrir áður
en hann vissi um skipan is-
lenzka liðsins, — kjarkmaður
Kovacs, — en hann sagðist hafa
reiknað með styrkri vörn and-
stæðinganna, Jóhannesi
Eðvaldssyni sem miðverði.
„Þrátt fyrir breytta skipan
varnar mótherjanna tókst
framlinumönnum okkar að
vinna skyldustörfin, — opna
tengiliðunum leiðina að mark-
inu, —sprengja sundur islenzka
múrinn með útherjunum, sem
léku mjög utarlega, eins og fyrir
var lagt,” sagði Rovacs hróðug-
um blaðanna um leikinn, þar
sem Islands var að góðu getið,
en dregið saman i stutt mál voru
þeir, sem við var rætt, þar á
meðal frönsku leikmennirnir
yfirleitt þeirrar skoðunar að is-
lenzka liðið hefði verið heil-
steyptara en i Reykjavik og
mun erfiðari andstæðingur en
reiknað var með fyrir leikinn.
En kannski lysir ekkert betur
þeirri gifurlegu áherzlu, sem
Frakkar lögðu á að bera sigur af
hólmi, en það, að sjálfur for-
sætisráðherrann, Jacques Chir-
ac, óskaði formanni franska
knattspyrnusambandsins til
hamingju með sigurinn: ,,Ég
hef með mikilli ánægju fylgzt
íslenzkir knattspyrnumenn eru
orðnir stórkarlar í knattspyrnu-
heiminum eftir keppni íslands
í Evrópukeppni landsliða
i leiknum, — sem ekkert gaf eft-
ir leik mótherjanna.
Fjórar útvarpsstöðvar
lýstu leiknum og sjón-
varpað var beint.
Ekki verður annað sagt en
Islendingum hafi verið gert hátt
undir höfði. Hvorki meira né
minna en fjórar útvarpsstöðvar
lýstu leiknum beint frá Nantes,
Evrópa eitt, frönsk stöð sem
sendir frá Þýzkalandi, Monaco
og Luxemburg. Auk þess var
sjónvarpað beinni útsendingu
frá leiknum á einni rás, en hlut-
ar úr honum sýndir á annarri.
Almennt talað, svo örlitið sé
gluggað i umsagnir um leikinn,
þá hafði eins og vænta mátti
komið fram munur á atvinnu-
og áhugamannaliði. Frakkar
voru að mörgu leyti ánægðir
með frammistöðu sins liðs, en
fylltust ekki neinni sigurvimu.
Töldu þeir sig ekki hafa ennþá
fundið nógu sterka framlinu-
menn, — miðherja sem ógna og
skora mörk. Við verðum að
eignast okkar Puskas eða Péle
til að geta vænzt þess að komast
i fremstu röð, sögðu Frakkar.
Skrif blaðanna um landsleik-
inn voru mjög réttlát og sann-
gjörn. Ótti Frakkanna við is-
hafspiltana fyrir leikinn varð
uppvis eftir á. Fram kom i við-
tali við Kovacs, að hann hafði
lagzt undir feld og hugleitt
ur. Siðan lofar hann mjög þá
Asgeir Sigurvinsson og
Jóhannes Eðvaldsson og likir
þeim við ýmsar stórar stjörnur
á knattspyrnuhimninum. Arna
Stefánsson taldi hann og vera
frábæran markvörð.
Frönsku blöðin voru hreint
ekki að dylja aðstöðumun land-
anna i knattspyrnuiþróttinni.
Eitt þeirra skrifar: „Hið undra-
verða ævintýri Islands i
Evrópukeppninni rann skeið sitt
á enda i Nantes. Rennir það
stoðum undir þá kenningu að at-
vinnumannaliðin hljóta að vera
sterkari en áhugamannalið frá
þjóð sem hefur aðeins 12 þúsund
iðkendur á móti rúmlega einni
milljón i Frakklandi. I öðru
blaði gaf að lita að litla Island
hefði gengið til leiks með sigur
að markmiði, en ekki jafntefli,
'gegn sér mörgum sinnum fjöl-
mennari þjóð. I Le Figaro var
skrifað að Frakkar hefðu að
sumu leyti fengið léttan and-
stæðing, en þeir hefðu ekki náð
sömu tökum á leiknum og gegn
Real Madrid vegna athafna-
semi andstæðinganna og
kannski lika vegna mikilvægis
leiksins. Aðeins eins marks
munur þar til undir lokin hafi
gert þá taugaóstyrka.
Forsætisráöherrann
gladdist yfir sigrinum
Fleira mætti tina til úr skrif-
með hinum sannfærandi sigri
Frakklands yfir Islandi. Ég bið
yður, herra formaður, að koma
á framfæri til fyrirliðans og
leikmanna allra hjartanlegum
hamingjuóskum vegna frábærs
árangurs þeirra.”
Þeir sem fylgdust með
frönskum fjölmiðlum fyrir leik-
inn gengu þess ekki duldir að
heiður franskrar knattspyrnu
var i veði. En það voru fleiri
sem lögðu heiður sinn að veði.
Eins og allt var i pottinn búið
var freistandi fyrir landsliðs-
þjálfarann Anthony Knapp að
sitja heima og fara hvergi til að
eiga ekki á hættu að tapa þvi á-
liti sem hann hafði áunnið sér
með frábærum árangri islenzka
landsliðsins á alþjóðavettvangi.
Framtið hans sem þjálfara i
heimalandinu gat á þvi oltið
hvernig „verst undirbúna
landslið i heiminum”, eins og
hann sjálfur réttilega sagði,
færi út úr þeim leikjum sem
fram undan voru. En Knapp
sýndi hvilikan ágætismann
hann hefur að geyma. Hann
skeytti hvorki um skömm né
heiður og ákvað að þola bæði
súrt og sætt með lærisveinum
sinum. Hafi einhver efazt um
hæfileika Knapp fyrir leikinn
við Frakka og Belga ætti sá að
hafa sannfærzt um snilligáfu
hans i þeim leikjum. Þrátt fyrir
ónógan undirbúning, þreytandi
ferðalag, stutta hvild fyrir leik-
inn i Nantes tókst að veita
Frökkum harða mótspyrnu og
leika á stundum einhverja þá
beztu knattspyrnu sem landslið
okkar hefur sýnt fram á þennan
dag, þótt á hallaði i lokin.
Hvaö gæti Knapp við
betri aöstæður?
Menn voru fremur svartsýnir
á leikinn við Belga i Liege vegna
þess að Jóhannes Eðvaldsson,
ógnvaldurinn mikli, var viðs
fjarri að keppa með liði sinu,
Celtic. En aftur sýndi Knapp að
hann hefur ráð undir rifi hverju,
eins og Montgomery forðum
daga, og að fáir kunna betur en
hann að nýta þá hæfileika leik-
manna, sem öðrum hafa verið
duldir. Róttækar breytingar á
innbyrðisskipan islenzka liðsins
reyndust efla það til mikilla
muna, og mér er til efs að við
höfum teflt fram heilsteyptara
landsliði en gegn Belgum, þar
sem hver og einn gerði eins og
fyrir hann var lagt, jafnvel þótt
stöðurnar væru þeim framandi.
Knapp vissi hvað hann söng, og
hvað gæti hann náð langt með
landsliðið, ef hann fengi að með-
höndla það við beztu aðstæður?
Sennilega fæst aldrei svar við
þeirri spurningu. Þvi miður.
Fyrir nokkrum árum höfðu
menn ekki meiri trú á islenzkri
knattspyrnu en islenzku krón-
unni. Daninn Henning Enokson
var þó á öðru máli. Hann fullyrti
að islenzkir knattspyrnumenn
gætu velgt sterkum knatt-
spyrnuþjóðum undir uggum.
Leiknin og þrekið væri fyrir
hendi, — það sem á bjátaði væri
leikskipulagið. Enoksen, Is-
landsvininum góða, auðnaðist
ekki að sanna sitt mál, en is-
lenzk knattspyrna var ekki með
öllu lánlaus. A hennar fjörur bar
litlu siðar sannarlegan hval-
reka, Englendinginn Anthony
Knapp. Hann hefur lyft grettis-
taki i landsleikjasögu Islands.
Leikirnir við Frakka og Belga
staðfesta það, þrátt fyrir að þeir
hafi tapazt. Erlendir menn, sem
vinna Islandi vel, hljóta stund-
um viðurkenningu af hálfu hins
opinbera. Ætli nokkur eigi það
fremur skilið i dag en Anthony
Knapp, að eins og t.d. ein orða
væri næld i jakkahorn hans i
þakklætisskyni fyrir þann ár-
angur sem hann hefur náð með
landsliðið.
En þrátt fyrir frábært fram-
lag Knapps megum við ekki
gleyma að geta annarra þátta
sem stuðlað hafa að ágæti
landsliðsins. Islenzku piltarnir
eru flestir hverjir hertir i eldi
samskipta Islands við erlendar
knattspyrnuþjóðir, bæði i vin-
áttuleikjum og hinum ýmsu
Evrópukeppnum félagsliða. Sú
reynsla, sem menn öðlast i slik-
um kappleikjum er ómetanleg
fyrir landsliðið. Unglingastarfi
undanfarinna ára og þeim, sem
þar lögðu hönd að verki, má
ekki heldur gleyma. Kjölurinn
að okkar sterka landsliði i dag
var i rauninni lagður þar með
þátttöku unglinganna i keppni á
alþjóðavettvangi. Máttarstólp-
ar landsliðsins hlutu einmitt
eldskirn sina i þeim leikjum og
fengu það veganesti sem reynzt
hefur drjúgur skerfur islenzka
landsliðinu. KSI má þvi ekki
‘fyrir nokkurn mun sofna á
verðinum i unglingastarfinu, —
ef hátt gengi islenzkrar knatt-
spyrnu á að haldast.
^ ^ cmm.
Matthias, Teitur og Marteinn —
Jóhannes undir olnboga Teits —
i landsleiknum i Nantes — og
svörtu varna rm ennirnir
frönsku. Ljósmynd DB —
Bjarnleifur.
d
íþróttii
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
í)