Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 3
Dagblaöið. Fimmtudagur 25. september 1975. 3 Ólíklegt að selji olíuna Norðmenn ódýrar mundi senni- lega tapast Forstjórar oliufélaganna eru efins um hagræðið af þvi að kaupa oliu frá Noregi i stað Sovétrikjanna. Þeir gera tæplega ráð fyrir að olian verði ódýrari og benda á, að við erum mjög háðir sovézka fiskmarkaðinum. Ef við keyptum ekki oliuna i Sovétrikj- unum væri .vafasamt um sölu fisks þangað. „Ég geri ekki ráð fyrir verð- mun,” sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Oliufélagsins h.f., i við- tali við Dagblaðið. „Ég býst við, að bæði Norðmenn og Rússar vilji fá heimsmarkaðsverð. Við þurf- um á að halda fiskmarkaðnum i Sovétrikjunum. Athuga verður hvað þjónar bezt hagsmunum þjóðarinnar i heild. Eins og á- standið er núna sýnist mér að við þurfum á að halda öllum fisk- mörkuðum okkar i Sovétrikjun- um. Norðmenn höfðu 1973 reist tvær oliuhreinsunarstöðvar, ESSO og SHELL, sem það ár framleiddu svipað magn og Norðmenn not- uðu sjálfir,” sagði Vilhjálmur. „Árið 1974 minnkaði oliunotkun þeirra nokkuð, úr um það bil 8,4 milljónum tonna i um 7,6 milljón- ir. Ég held, að oliuhreinsunarstöð Norsk Hydro sé komin i gagnið, og Norðmenn verða með þvi út- flytjendur oliu að marki. Nýja stöðin á vist að framleiða um 4 milljónir tonha á ári”. Norður- sjávarolian er takmörkuð, og munu Norðmenn flytja inn oliu til að hreinsa i stöðvum sinum að verulegu leyti. „Það verður islenzkra stjórn- valda að ákveða hvað gert verð- ur,” sagði Vilhjálmur. Notkunin á íslandi er um 600 þúsund tonn á ári, svo að Norðmenn eiga hægt með að uppfylla þarfir okkar, ef um það semst. önundur Asgeirsson, forstjóri Oliuverzlunar íslands, sagði i viö- tali við blaðið, að venjulega tæki framleiðandinn flutningskostn- aðinn þannig að það kæmi Norð- mönnum en ekki Islendingum til góða, hve skammt væri frá fram- leiðanda til markaðar, ef keypt yrði frá Noregi. Miöað við það, sem venjulegast væri, fengju Norðmenn hærra verð vegna sparnaðar við flutning, en Islend- ingar mundu greiða oliu svipuðu verði hvort sem hún kæmi frá Noregi eða Sovétrikjunum. Þetta væri þó samningsatriöi sem ekki væri séð aö svo stöddu hvernig lyktaði. Islendingar hefðu á timabili keypt dýrar af Rússum en annars staðar hefði verið en 1973 hefði þetta jafnazt, þar sem verð frá Sovétrikjunum heföi þá verið hagstæðara. Verðið væri annars miðað við heimsmarkaðsverð en ekki hefði á þaö reynt, hvernig Norðmenn vildu semja við okkur. Það yrði annars pólitfsk ákvörðun stjórnvalda. —HH Betrí sœtonýting en fœrrí farþegar í óœtlunarflugi Flugleiða milli landa Farþegar i áætlunarflugi Flug- leiða milli landa eru færri i ár en þeir voru fyrstu átta mánuöi árs- ins i fyrra. Hins vegar er sætanýt- ing Flugleiða i áætlunarflugi milli landa betri nú en i fyrra. Þessar upplýsingar fékk Dag- blaðið hjá Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa. Sagði hann að far- þegafjöldinn i ár væri 273.509 en var á sama tima i fyrra 295.894. Kemur þessi fækkun farþega ekki á óvart, var reyndar búizt við henni og þvi tekin ein flugvél út úr áætlunarfluginu. Af þeim sökum verður sætanýtingin i' áætlunar- fluginu betri i ár en f fyrra, þó farþegum hafi fækkað. Sveinn sagði,. að flugvallar- skatturinn hefði mjög spillt fyrir. Hans vegna var fjöldi farmiða- pantana afturkallaður og telur Sveinn að það hafi skipt hundruð- um sæta. Voru þess dæmi að er- lendar ferðaskrifstofur afpöntuðu alla farmiða sem þær höfðu pant- að fyrir farþega til íslands. Verst i þessum efnum kvað Sveinn hafa verið hve hár skatturinn var og hve snögglega honum var skellt á. Skatturinn hér er sá hæsti, sem vitað er um, eða rúmlega 15 dalir með núverandi gengi. Næstir i röðinni koma Israelsmenn með sinn skatt, sem Sveinn hélt að væri 9 dalir, en þar rikti þó allt að þvi hemaðarástand og setti sinn svið á þjóðlifið. —ASt. ÆTLAR VIST EKKI Í ÚTGERÐ A flestu má nú gera út, varð einhverjum á ritstjórninni að orði, þegar hann sá þessa ágætu mynd á borði fréttastjórans. Raunar er hann vfst ekki i nein- um útgerðarhugleiðingum, svona beinlinis, maðurinn á gúmmituðrunni. Hann var að bjástra á þessu undarlega far- artæki i bátahöfninni i Hafnar- firöi, og þar smellti Stefán Nikulásson, sá góðkunni myndasmiður, mynd af honum. ÓHRESSIR YFIR ÁTÖKUM VK> FIMM ÓEINKENNISKLÆDDA LÖGREGLUMENN Bíllyklum að tveím bílum stolið Kona nokkur, sem skrapp á Hótel Sögu á dögunum, varð fyrir leiðri reynslu. Litilli, rauðri buddu var stolið frá henni. í buddunni var ekki mikið um fé, en lyklar að tveim bilum og ibúð konunnar. Þegar til átti að taka voru engir varalyklar til að bilun- um.Mazda ogOpelþannigað þeir voru óbrúklegir i bili. Ekki er ósennilegt að þjófurinn hafi fleygt lyklunum frá sér ein- hvers staðar, nú eða að hann er svo „heiðarlegur” að vilja skila þeim til baka. Ef einhver veit um lyklana munu blaðamenn Dag- blaðsins með ánægju sjá um að koma þeim til réttra eigenda, þannig að þeir megi njóta bila sinna, þvi erfitt eða útilokað er að fá kveikjulykla þessa nema utan- lands frá og nýir kveikjulásar fokdýrir. Þeir voru heldur óhressir i garö lögreglunnar, leigubil- stjórinn og farþeginn, sem lög- reglan tók i fyrrakvöld fyrir meinta ólöglega áfengissölu. Dagblaðið sagði frá atburðinum i gær og komu þeir, bilstjórinn og farþeginn, til að mótmæla frásögninni. Bifreiðarstjórinn, Þráinn örn Friðþjófsson, ekur bifreið, sem. annar maður frá Borgarbil- stöðinni.Kvaðst hann hafa tekið farþega, sem reyndar er annar leigubilstjóri á Borgarbilstöð- inni, og ekið með hann að horni Frakkastigs og Njálsgötu. Segir Þráinn að hérhafiekki verið um kunningjaakstur að ræða, held- ur „túr” gegn fullu gjaldi og gjaldmælir á eins og vera ber. Þarna á horninu fer farþeginn út úr bilnum og ætlar inn i ná- lægt hús og biður leigubilinn að biða. Þá storma að honum óein- kennisklæddir lögreglumenn sem veitthöfðu leigubilnum eft- irför i gamalli Opel-bifreið. Báðu þeir hann fara aftur inn i leigubilinn og settist hann nú i aftursæti, en hafði setið i fram- sæti á leiðinni frá stöðinni að Njálsgötuhorninu. Leigubilstjórinn segir, að lög- reglumennirnir hafi siðan tekið sig með valdi út úr bilnum og slökkt á talstöð hans, en siðan hafi þeir fyrirskipað honum að aka inn á lögreglustöð. Er i lögregluportið kom neit- aði farþeginn að fara úr bilnum og komu þá alls 5 óeinkennis- klæddir menn til að reyna að ná honum út. Tókst það ekki, en hann segir að snúið hafi verið upp á fót og handlegg sér auk þess sem haustak hafi veriö á honum tekið. Mæddist farþeg- inn nú mjög, enda sjúklingur, lungnaskorinn báðum megin og auk þess með asma. Er honum rann mæðin varð hann við beiðni lögreglumanns i búningi að koma inn til yfirheyrslu. Leigubílstjórinn og farþeginn harðneita þvi að sprúttsala hafi átt sér stað og segja að flaskan, sem farþeginn var með, hafi veriö átekin þá er ferðin hófst á Borgarbilstöðinni. Leit i bifreið- inni hafi og engan árangur bor- ið. Þráinn bifreiðarstjóri tjáði Dagblaðinu, að hann hefði hringt i ráðuneyti i gær og feng- ið þær upplýsingar að lögreglu- mönnunum væri óheimilt að nota bifreið hans sem lögreglu- bíl. Við fangaflutninga til lög- reglustöðvar yrði að nota aðra bila. Kvað hann ráðuneytið hafa beðið sig að skrifa þvi bréf um þetta mál. Báðum var þeim heitt i hamsi til lögreglunnar og segja að þeir hafi oft verið hundeltir I starfi sinu, en eins og fyrr segir eru þeir báðir leigubilstjórar. Farþeginn kveðst hafa farið i slysadeild að aflokinni yfir- heyrslu og myndi hann fá á- verkavottorð i dag. Fékk hann lyfseöil, er hljóðaði upp á pillur til að lina verk i hálsi, en þar kveðsthann hafa tognað i átök- unum við lögregluþjónanna ó- einkennisklæddu. Mýrarhúsaskóli er aldargamall: SKÓLINN HEFUR REKIÐ ÞRJÚ ÚTIBÚ Mýró er hann i daglegu tali kailaður, barnaskólinn á Sel- tjarnarnesi. Liklega hafa nem- endur vestur þar ekki verið farnir að kalla skólann sinn þessari styttingu fyrir einni öld, en þá hófst kennsla við skólann. Mýrarhúsaskóli var fyrst til húsa I verbúð i landi Mýrar- húsa, en frá 1906 hefur skólinn veriö til húsa i Gamla-Mýrar- húsaskóla, sem flestir munu kannast við, en þar eru nú skrif- stofur Seltjarnarneshrepps I fallegu og vel við höldnu húsi. Skólinn rak á timabili' þrjú „útibú”, i Viðey 1912-41 I Skild- inganesi 1930-32, og i Kópavogi 1945-47. 1 dag er skólinn i ágætri skóla- byggingu sem tekin var I notkun 1960. Búa nemendur við það sjaldgæfa fyrirkomulag að skól- inn er einsettur, auk þess sem húsnæðiö er rúmgott mjög. Að sjálfsögðu verður 100 ára afmælisins minnzt á ýmsa lund. Aformað er að biðja hvern nem- anda skólans um að gefa eina trjáplöntu i vor og gróðursetja hana I gróðurreit, sem bæjar- stjórn hefur ákveðið að úthluta skólanum iþessu tilefni. Þann 1. október verður hátiðleg skóla- setning kl. .17.15 i skólanum. Nemendur kynna sögu skólans i stórum dráttum og nokkrir nemenda skólans, sem lagt hafa út á listabrautina, munu skemmta og ávörp verða flutt. Þá er fyrirhugað að fara i skrúðgöngu þennan dag frá skólanum um bæinn. Munu kennarar og nemendur taka þátt i henni. Skólastjórar Mýrarhúsaskóla frá upphafi hafa verið þeir Sig- urður Sigurðsson i 29 ár, Einar G. Þórðarson 10 ár, Sigurður Heiðdal 5 ár, Þorsteinn G. Sig- urðsson 3 ár, Sigurður Jónsson 37 ár og Páll Guðmundsson, nú- verandi skólastjóri, sem setið hefur I 16 ár. —JBP—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.