Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Fimmtudagur 25. september 1975. Buwia frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Iiallur Simonarson Hönnun; Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrímur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ríkið leiðréttir sig í opnu og frjálsu þjóðfélagi á að rikja góður samgangur milli al- mennings og yfirvalda. Valda- menn verða að hlusta á vandamál almennings og skilja þau, en ekki loka sig inni i filabeinsturni með örfáa ráðgjafa i kringum sig, sem smjaðra upp á við og sýna hroka niður á við. Frjáls dagblöð geta verið hentugur milliliður á þessari leið milli almennings og stjórnvalda. í slikum blöðum á almenningur að geta fengið inni með vandamál sin, stór og smá, og óskir sinar, hvort sem þær eru sanngjarnar eða ekki. Nýlega upplýsti Dagblaðið, að mistök hefðu sennilega verið gerð i útreikningi verðbóta á skyldusparnað. Hafði mikill fjöldi fólks á aldrin- um 16-25 ára orðið fyrir miklu tjóni vegna út- reiknings, sem hvorki var i samræmi við tilgang löggjafans né i samræmi við hefðbundnar aðferð- ir við útreikning visitölubóta. Skýrði Dagblaðið frá greinargerð, sem dr. Pét- ur H. Blöndal tryggingafræðingur hafði samið út af máli þessu. Benti Pétur þar á, að löggjafinn hefði ætlazt til, að höfuðstóll skyldusparnaðar og vextir af honum væru verðtryggðir með kaup- visitölu. Taldi Pétur, að ungmenni, sem hefði lagt 10.000 krónur i skyldusparnað 7. marz 1969, ætti að fá út rúmar 55.000 krónur 5. september i ár, en ekki rúmar 27.000 krónur, eins og Veðdeildin hafði reiknað. Veðdeildin reiknaði visitöluuppbótina aðeins einu sinni á ári. Hún lagði uppbótina inn á sér- stakan reikning án vaxta og visitölu og miðaði þar að auki við lægstu upphæð á hverju tólf mán- aða timabili. Frá þessu var skýrt i Dagblaðinu 17. september i ár. Félagsmálaráðuneytið var fljótt að taka við sér. Hinn 23. september skýrði Hallgrimur Dal- bert ráðuneytisstjóri frá þvi i viðtali við Dagblað- ið, að sérfróðir menn i ráðuneytinu og Seðlabank- anum væru að kanna, hvort Veðdeildin hefði farið rangt að i þessu efnum. Meðal þeirra, sem Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra leitaði álits hjá i þessu máli, var Gaukur Jörundsson prófessor og taldi hann að- ferðir Veðdeildar ekki réttar. Hinn 24. september skýrði Dagblaðið svo frá þvi, að Gunnar Thor- oddsen hefði ákveðið, að bæta þyrfti hag eigenda sparimerkja. Þá hafði verið ákveðið, að verðtrygging skyldu- sparnaðar yrði að minnsta kosti svo mikil, að reiknuð yrði verðbót fjórum sinnum á ári i stað eins. Aðeins er eftir að ganga endanlega frá mál- inu. Mega ungmenni þau, sem skylduð hafa verið til að spara fyrir Veðdeildina, þvi reikna með, að sparnaðurinn haldi verðgildi sinu. Af þessu má sjá, að yfirvöld hafa brugðizt vel og drengilega við þessu vandamáli. Það er ekki svo lítið afrek að viðurkenna, að mistök geti hafa átt sér stað i hinu opinbera kerfi, og að leysa vandamálið án þess að dómstólar þurfi að neyða rikið til þess. Af þessu má einnig sjá, að stjórn- völd geta verið snör i snúningum, þegar vakin er athygli þeirra á misskilningi i kerfinu. 1 þessu máli hlustuðu valdamenn á vandamál almenn- ings og skildu þau. Er það satt sem sagt er ETUR BYLTINGIN Ekki er útséð um hvort tveggja mánaða stjórnarkreppu i Portú- gal er lokið, þótt ný rikisstjórn hafi tekið við völdum i landinu um siðustu helgi. Landið virðist stöð- ugt færast nær þvi að vera algjör- lega stjórnlaust. Efnahagslegt hrun virðist blasa við — og líklega glottir Caetano einhvers staðar. Sú bitra og hatramma barátta, er losaði kverkatak kommúnista á stjórninni og heraflanum, hefur skapað tómarúm i stjórnun landsins. Portúgal morari samsærum og gagn-samsærum. Allt er gert i nafni byltingarinnar, sem hófst með valdatöku herforingjanna undir stjórn Antonios de Spinóla i fyrra. Stjórnin, sem Jose Azevedo tókst að koma saman eftir um- talsvert basl, er nokkurn veginn i samræmi við úrslit kosninganna i april. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá niðurstöðu, yfir- gnæfandi meirihluti Portúgala kýs lýðræði að vestur-evrópskri fyrirmynd. Aftur á móti hefur engin trygg- ing fengizt fyrir þvi að núverandi stjórn hafi þau raunverulegu völd sem tryggt geti framgang hug- sjóna byltingarinnar. Frekari átök kommún- ista og sósíalista/ miöf lokksmanna muni nota allar handbærar að- ferðir til að koma i veg fyrir framþróun byltingarinnar, eins og það er orðað. Þar sem kommúnistar eru þeirrar skoðunar, að þeir séu sjálfir framverðir þessarar þró- unar, er útilokað annað en til á- taka komi við andstæðinga þeirra, sem eru staðráðnir i að binda enda á stjórn kommúnista i verkalýðsfélögunum, fjölmiðlum og borgar- og sveitarstjórnum. fram .að húsbændurnir hafa nú á tilfinningunni að þeir syndi undan straumi. Slagurinn um „ Republica' heldur áfram framundan Sautjá^i mánuðum eftir að ung- irforingjar i portúgalska hernum steyptu stjórn dr. Marcello Caetanos hefur enn ekki fengizt svar við þeirri grundvallarspurn- ingu, hvort Portúgal muni i fram- tiðinni tilheyra hinum vestræna heimi eða hinum kommúniska. Og á meðan landið dregst á- fram i þessari hringiðu óvissunn- ar læðist efnahagshrunið nær. Astæðurnar fyrir þvi eru að veru- legum hluta byltingarkenndar aðgerðir til eyðileggingar auð- valdskerfi landsins og aukin ein- angrun frá gömlum viðskipta- löndum. Mönnum hitnar i hamsi, óþolinmæði eykst og óöryggið verður meira. Fátt virðist öruggt. Helzt væri þangað til dregur til meiriháttar átaka á milli kommúnista og fylgismanna þeirra annars vegar og sósialista, miðflokksmanna (PPD) og hægfara stuðnings- manna þeirra innan hersins hins vegar. Áhrif kommúnista hafa farið mjög minnkandi að undanförnu og hafa þeir nú aðeins eitt ráð- herraembætti. Þeir hafa varað hina flokkana við þvi, að þeir óörugg stefna stjórnarinnar t stefnuskrá stjórnarinnar eru loðnar yfirlýsingar um fram- kvæmd þjóðnýtingaráforma, upptöku bújarða og breytingar á rekstri landbúnaðarfyrirtækja i einkaeign. Með tilliti til þess að hægfara stjórnmálamenn og hermenn halda fram að baráttan gegn auð- valdsstefnunni hafi gengið of fljótt fyrir sig og þvi valdið miklum skaða og ónæði, gera kommúnistar og stuðningsmenn þeirra sér ákveðnar hugmyndir um að þessi áform stjórnarinnar komist aldrei i framkvæmd. Kommúnistar eiga litla mögu- leika á' að komast til valda eftir lýðræðislegum leiðum. Þvi er bú- izt við að þeir muni berjast með kjafti og klóm til að halda i það sem þeir hafa náð með byltingar- kenndum aðgerðum siðan fasista- stjórninni var steypt. Þegar hefur komið til átaka á milli fátækra bænda, sem fylgja kommúnistum að málum og hafa setzt ólöglega að á bújörðum, og bænda sem tryggir eru húsbænd- um sinum. Varla þarf að taka Kommúnisku prentararnir, sem yfirtóku útgáfu kvöldblaðs sósialista, Repúblika, i sumar, segjast ákveðnir i að halda blað- inu og ekki hika við að beita valdi til að koma i veg fyrir tilraunir i aðra átt. Sósialistar segja á hinn bóginn að það hafi eingöngu verið vegna loforðs um að þeir fengju blað sitt aftur að þeir féllust á að taka þátt i nýju stjórninni. Allir stjórnmálaflokkarnir i rikisstjórninni voru samtaka I að staðfesta veikleika stjórnarinnar með þvi að tilnefna ekki ráðherra sina i formlega samsteypustjórn þar sem ráðherrarnir væru full- trúar flokkanna sjálfra. Komm- únistar og miðflokksmenn töluðu ekki hverjir viðaðra á meðan við- ræður um myndun rikisstjórnar- innar fóru fram. Menn hafa einnig sinar efa- semdir um raunveruleg völd þeirra hægfara sósialista, sem eru i forsæti stjórnmálahreyfing- ar hersins. Fyrstu lögin, sem byltingarráð hersins sendi frá sér eftir að það var endurskipulagt, þar sem gerð var tilraun til að koma i veg fyrir óleyfilegar yfir- lýsingar róttækra hermanna til fjölmiðla, voru numin úr gildi eftir tiu daga. A hernaðarsviðinu eiga hinir hægfara enn eftir að sanna tök sin á herfylkjum sem undanfarna 17 mánuði hafa búið við algjört aga- og stjórnleysi. SKJALDBORG UMALBERT Réttarglæpir eru eitt það voðalegasta sem. fyrir getur komið i þjóðfélaginu. Við mun- um öll eftir hinu fræga Dreyfus- máli i Frakklandi, er saklaus maður er dæmdur sekur. Hann verður að þola sektardóm, eyði- leggingu fjölskyldu og hræðileg- ar mannraunir vegna ómannúð- legs aðbúnaðar i fangavistinni. Enn þann dag i dag berast fregnir öðru hvoru um að mönn- um eru opnaðar fangelsisdyr, á- stæðan, hann var dæmdur sak- laus. Vegna þess að i dómstól- unum eiga borgararnir að eiga fullkomið öryggi fyrir réttri meðferð mála sinna, og einnig vegna þess hversu hræðilegur glæpur það er að dæma menn saklausa, hefur orðið til orðtæk- ið, „það er betra að tiu sekir sleppi en að einn saklaus sé dæmdur sekur”. Allir hugsandi menn og konur hafa á öllum _timum gert þetta orðtæki að sinu, þótt hlutfallið væri jafn- vel ennþá stærra. Vegna smæð- ar islenzks þjóðfélags og yfir- leitt vammlauss lifernis þjóðar- innar hefur þjóðfélag okkar ver- ið blessunarlega laust við þetta hörmulega fyrirbrigði réttar- fars i þjóðrikjum heimsins. En það er á öðru sviði, sem is- lenzkt þjóðfélag er ennnþá ekki neinn eftirbátur annarra þjóðfé- laga, það er hvernig óvandaðir menn hafa stöðugt reynt að rægja æruna af öðrum og notað við það ýmis mjög óvönduð meðul frá lygi til likinga, sem hafa á sér sennilegt yfirbragð, svo er fordómurinn upp kveð- inn. Þvi skal bókstaflega gleymt, að ein grundvallarregla réttarfars hins „frjálsa heims” er, „að sakborningur er saklaus þar til sekt hans er sönnuð”, og einnig reglunni, „að allur vafi er sakborningi i vil”. Þessar grundvallarreglur réttarfarsins eru til orðnar i gegnum árþúsundir til þess að tryggja borgurunum réttindi og öryggi réttarfarsins. En vegna hins tiltölulega saklausa yfir- bragðs islenzks þjóðlifs, og þar af leiðandi ónógra dæma úr sögu islenzks réttarfars, er til- finning fólks fyrir raungildi þessara reglna mjög takmörk- uð. Þetta hafa ýmsir óvandaðir menn notfært sér á ýmsum tim- um sér og sinum hagsmunum til framdráttar. Er hér ennþá eitt dæmið á ferðinni, er einn af samflokksmönnum i bæjar- stjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins stingur Albert Guð- mundsson rýtingsstungu i bak. Albert er borinn þeim sökum að hann hafi veitt ákveðnum aðila fyrirgreiðslu við lóðaúthlutun,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.