Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 24
V-þýzkur ráðherra: „Afléttum löndunarbanni fáist viðunandi skilyrði" — fyrir framhaldi samninga Útfærslan i 50 milur hefur valdiö minnkun á afla Þjóöverja viö Island, segir vestur-þýzki matvælaráðherrann. Aflinn var .aö meöaltali 120 þúsund tonn á ári á árabilinu 1962—1971. Árið 1972 fór aflinn niður i 94 þúsund tonn og alit niður i 90 þúsund tonn i fyrra. Ráðherra kallaði aðgerðir ís- lendinga ólöglegar. Þær hefðu valdið mikilli kostnaðarhækkun fyrir vestur-þýzka togaraút- gerð, sem berðist i bökkum. V- þýzka rfkið mundi áfram styrkja veiðarnar með fjár- framlögum. Þá minnti hann á, að eftirlits- skipin „væru togurunum til hjálpar gegn árásum islenzkra varðskipa”. Vestur-þýzku tog- aramir hefðu að meiri hluta fengið afla sinn við ísland innan 50 milna. Veiðar, sem væru að- eins á svæðinu milli 50 og 200 mflna væri óhagkvæmar. Með útfærslu i 200 milur mundu Is- lendingar hins vegar rjúfa þá „keðju veiðisvæða”, sem væri Þjóðverjum nauðsynleg. Rikis- stjórnin i Bonn stefndi sem fyrr að þvi, að eigin togarar öfluðu nægilegs magns til að fullnægja eftirspurn i V-Þýzkaiandi. Rikisstjómin hefði áhuga á, að Islendingar kæmu með fisk til V-Þýzkalands til að bæta upp það, sem tapaðist, en til þess þýrfti samninga. Löndunar- bannið yrði þegar i stað afnum- ið, ef sæmileg skilyrði fengjust fyrir framhaldi samningavið- ræðna milli V-Þjóðverja og lslendinga, sagði ráðherra. V-Þýzka rikið mun halda áfram að styrkja útgerð til að endurnýja skip. Ráðherra ræddi um mögu- leika á, að riki almennt mundu færa út efnahagslögsögu i 200 mflur innan tiðar. —HH SJÖ ARA,- MÁLAR OG SELUR Á GÖTUNUM Ef þið rekizt á ungan mann, á að gizka sjö ára gamlan, niðri I bæ að selja málverk, þá er það að Ölium likindum Sverrir Heiðarsson. Sverrir hefur fengizt við það undanfarna 2—3 mánuði að selja verk eftir sjálfan sig og einnig eftirprentanir, sem hann fær hjá nágranna sinum, sem starfar við innrömmun. Er við ræddum við hann fyrir skömmu sagðist hann vera búinn að selja allnokkur verk. Hann fær 2-300 krónur fyrir hverja eftirprentun, sem hann selur, og einnig hefur hann fengið um 200 kr. fyrir mynd- irnar sinar. — Hvað hann gerði við peningana? Jú, hann keypti sér flugdreka. —ÁT— Sverrir Heiöarsson fyrir framan vinnustofu sfna. Meö á myndinni er skóiabróöir hans úr isaksskóla DB-mynd: Björgvin Pálsson. öwi&tfa R*iknlnaúf nr. 2509-2 086 7-í.m’ lil.-'l •Í.IBMó'fDSr. (A«»< Við fimoaJ b»r t>b Af«f{a<i ffamviounai IroUinnar I Raykjayllí i* AGUST 1915 Raltur fyrir tölvmkrKt — Hér lyfir neSan roi hvorkt skrlla né ttimpla Upph«ð TékktnV. lUnki-Hb Tollreglur og ðryggi í bílum fer ekki saman 0804454+ 20< 000126> 025092 + Eins og sjá má á myndinni er þannig gengiö frá giugganum að járn plata er sett yfir hliðarrúöuna fyrir aftan ökumann og farþega. Hvers vegna mega ekki vera gluggar á skilrúminu, sem skil- ur að bilstjóraplássið og farangursrýmið á sendibilum? Þessa spurningu lögðum við fyrir einn af starfsmönnum Bifreiðaeftirlits rikisins. Hann svaraði þvi til, að veittur væri 300.000krónááfsláttur á aðflutn- ingsgjöldum þeirra bila, sem ekki hefðu glugga. Hvers vegna það væri gert, vissi hann ekki, en taldi vist, að þetta væri ein- hver gömul og úrelt klausa i tollalöggjöfinni. Viða erlendis er það skylda að hafa glugga sem þessa á bilun- um, en nú sem endranær virðist landinn vera i seinna lagi til að átta sig. Bifreiðaeftirlitsmaðurinn lýsti sig sammála blm. um að þessir gluggar væru i rauninni öryggistæki, og þessu máli þyrfti að kippa i liðinn fyrr en seinna. —AT LÁTIN FYRIR ÞREM ÁRUM, - FÆR NÚ ENDURGREIÐSLU Henni er ekki alls varnað, Gjaldheimtunni okkar bless- aðri. Hún lætur sér ekki nægja að senda Iátnu fólki reikninga, heldur dreifir hún einnig inn- eignum eftir álagningu til löngu liðinna gamalmenna. DAGBLAÐINU barst i hendur ein slik ávisun, sem út- gefin er 1. ágúst siðastliðinn. Konan, sem átti að leysa út peningana, lézt fyrir þremur árum og er þvi ekki alveg til- búin að veita þeim .viðtöku. Hún hafði, að sögn furðu lost- inna aðstandenda, engar tekj- ur siðustu árin, sem hún lifði, nema ellistyrkilnn sinn og éft- irlaun frá starfsmannasjóði Reykjavikur. Hún átti engar eignir. Aðstandendur konunnar segjast ekki hafa gott sam- band við riki hinna liðnu, og póstþjónustan vildi ekki taka ábyrgð á að bréfið kæmist til skila. Þess vegna leituðu þeir til umboðsmanna himnarikis á jörðunni, en þeir þvoðu hendur sinar af soddan gern- ingum, — sögðust bara visa veginn. — AT— UNNAR KJÖTVÖRUR HÆKKA Unnar kjötvörur munu senni- lega hækka i' næstu viku. Verð- hækkunin leiðir af þeirri miklu 'hækkun, sem varð á kjöti fyrir skömmu, en verður vafalitið eitt- hvað minni. Verðlagsstjóri sagði I morgun, að enn hefði ekki verið reiknað, hve mikil þessi hækkun mundi verða. —HH frjálst, nháð dagblað Fimmtudagur 25. september 1975. Á 80 km hraða ó Akureyrar- strœtum 20 teknir fyrir of hraðan akstur Þeir óku nokkuð hratt bil- eigendur á Akureyri i gær. Lögreglan þar var með radar- mælingar á fjórum götum, Þórunnarstræti, Þingvalla- stræti, Glerárgötu og Tryggvagötu og voru 20 öku- menn kærðir fyrir að aka of hratt. Reyndar telur lögreglan að sumir þeirra að minnsta kosti hafi stigið bensinið i botn, þvi þeir sem hraðast óku mældust vera á 80 km hraða á klst. en hinir óku á 68—72 km hraða á klst. Það þykir lögreglumönn- um á Akureyri allt of mikið á þröngum strætum Akureyrar. „Hér eru engar breiðgötur eins og i Reykjavik,” sagði lögreglumaðurinn sem við töl- uðumvið. —ASt VILJA EKKI UNA 90 DAGA VARÐHALDI Annar mannanna sem lög- reglan i Kópavogi handtók i Apóteki Kópavogs i byrjun vikunnar var mikill „vinur” lögreglunnar i Reykjavik. Hann.var i gær úrskurðaður i 90 daga varðhald fyrir sibrot i Reykjavik. Þennan úrskurð hefur maðurinn nú kært, en sú kæra mun ekki hafa áhrif á gang mála hjá rannsóknarlög- reglunni varðandi meint eldri afbrotmannsins. —ASt. Játuðu innbrot sem lögreglan vissi ekki um Rannsóknarlögreglan i Kefla- vik hefur upplýst tvö innbrot, sem framin voru i kaupstaðnum fyrir og um siðustu helgi. Hafði annað innbrotanna ekki verið tilkynnt lögreglunni þegar rannsóknarlögreglan var með játningu pilta er höfðu framið það. Á fimmtudagskvöldið var brotizt inn i Kaupfélagið og það- an stolið 19-20 þús. kr. og nokkru af vindlingum. Það innbrot var þegar tilkynnt lögreglunni. Á sunnudagskvöld var brotizt inn I verzlun Nonna og Bubba og stolið þaðan um 15 þús. kr. og 20- 30 lengjum af vindlingum. Það innbrot var ekki tilkynnt, þó þess hefði orðið vart. Rannsóknarlögreglan hand- tók tvo unga pilta vegna fyrra innbrotsins og hafa þeir játað sekt sina — og einnig játuðu þeir siðara innbrotið, sem lögreglan vissi þó ekki um. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.