Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 18
18 Dagblaðið. Fimmtudagur 25. september 1975. REKAST Á STEINVEGG ÞEGAR AÐ HJÚKRUNARNÁMI KEMUR Við stofnun framhaldsdeilda gagnfræðaskólanna fyrir sex árum var þeim sem innrituðust til náms á hjúkrunarkjörsviði lofað þvi að þær fengju að af- loknu námi forgang að Hjúkrun- arskóla Islands. Við þetta hefur siðan verið staðið allar götur fram til þessa en i haust var að- sóknin meiri en svo að unnt væri að veita öllum þessum stúlkum viðtöku. Eins og gefur að skilja veldur þetta stúlkunum vægast sagt miklum vonbrigðum, að vera haldið i þeirri trú að af af- loknu námi i framhaldsdeildum gagnfræðaskólanna gengju þær hindrunarlaust inn i Hjúkrunar- skólann. Þær stúlkur sem ekki komust inn og vildu ekki við una gengu þvi á fund menntamálaráðherra i gærmorgun ásamt aðstandend- um þeirra nokkurra. Var ráð- herrann ekki við og ræddu þær við Stefán Ólaf Jónsson deildar- stjóra ráðuneytisins i hans stað. Lýstu stúlkurnar þvi yfir að langlundargeð þeirra væri brátt á þrotum og krefðust þær einhverra ákveðinna svara, já- kvæðra eða neikvæðra. Hafa stúlkurnar verið i næsta stöðugu sambandi við menntamála- ráðuneytið i allt sumar, en verið dregnar á endanlegu svari og tjáð að málin væru i deiglunni. ,,A föstudag” var svarið sem þær fengu i gærmorgun, þvi þá á að vera lokið könnun á hvort hægt er að útvega stúlkum þess- um aðstöðu til verklegs náms, en þó ekki fyrr en eftir áramót. Húsnæði til bóklegrar kennslu og kennaralið mun nú þegar verið búið að útvega en verk- lega kennslan stendur i ráðu- neytinu. Hjúkrunarskólinn er fullskip- aður og veldur þvi m.a. meiri aðsókn stúdenta að skólanum heldur enn hefur áður þekkzt. Einnig munu vera að hefja nám i skólanum núna nokkrar stúlk- ur sém ekki hafa lokið námi i hjúkrunarkjörsviðinu heldur landsprófi og siðan nokkrum ár- um i menntaskóla án nokkurs lokaprófs og vekur það furðu að þær skuli ganga fyrir þeim nemum er byrjað hafa hjúkrunarnámið i framhalds- deildunum. _ __ _ Veldur þetta að vonum enn meiri vonbrigðum þeirra stúlkna sem hafa verið tvö ár á hjúkrunarkjörsviði að læra til einskis. —BH Nokkrar stúlknanna ásamt aðstandendum sinum á tali við Stefán Ólaf Jónsson i menntamálaráðuneytinu. I Barnagæzla i Tck börn i gæ/.lu, 2ja ára og eldri. Er við Vestur berg. Siminn er 75858. I Tapað-fundið i Junghans-kvenúr fannst i miðbænum i gær. Uppl. i sima 36640. Köttur i óskilum Stór hvit- og gulbröndótt læða i óskilum Bárugötu 21 , kjallara. Simi 28387. Tapazt hefur giftingarhringur i grennd við Glaðheima — Gnoðarvog. Uppl. i sima 73304 eftir kl. 5. Sá sem tapaði peysu i Atlavik um miðjan júli i sumar.hringi i sima 51312 frá kl. 6-7. I Hreingerníngar i lbúðir kr. 90 á ferm. eða 100 fermetra ibúð á 9000 kr.Gangar ca.1800 á hæð.Simi 36075. Hólmbræður. Hreingerningar. Geri hreinar ibúðir og stiga- ganga, vanir og vandvirkir menn. Upplýsingar i sima 26437 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7. Hreingerningar—Teppahreinsun. Ibúðir kr. 90 á fermetra eða 100 fermetra ibúð á 9000 kr. Gangar ca. 1800 á hæð. Simi 36075. Hólm- bræður. Teppahreinsun. Hreinsum gólf- teppi og húsgögn i heimahúsum og fyrirtækjum. Góð þjónusta. Vanir menn. Simi 82296 og 40491. I Ökukennsla i Kenni akstur og meðferð bifreiða. Kenni á j Mazda 818 árgerð ’74. ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd i öku- skirteinið, ef þess er óskað. Helgi K. Sessiliusson, simi 81349. ökukennsla og æfingatimar. Kenni á Mercedes Benz, R-441, og SAAB 99, R-44111. ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Magnús Helgason og Ingibjörg Gunnars- dóttir, simar 83728 og 83825. Ökukennsla, æfingatimar, ökuskóli og próf- gögn. Kenni á Volgu. Simi 40728 til kl. 13 og eftir kl. 20.30 á kvöldin. Ökukennsla og æfingartimar. Kenni á Mercedes Benz, R-441 og SAAB 99, R-44111. ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Magnús Helgason og Ingibjörg Gunnars- dóttir, simar 83728 og 83825. Ökukennsla — æfingatimar Lærið að aka bil á skjótan og öruggan hátt. Toyota — Celica. Sportbill. Sigurður Þormar öku- kennari. Simi 40769 og 72214. Get bætt við nemendum i ökukennslu- og æfingatima strax. Kenni á Skoda árg. ’74. Upplýsingar hjá Sveinbergi Jónssyni i sima 34920. Hvað segir simsvari 21772? 1 Reynið að hringja. Geir P. Þormar ökukennari gerir þig að eigin hús- bónda undir stýri. Uppl. i simum 19896, 40555, 71895 og 21772, sem er sjálfvirkur simsvari. Ford Cortina 74 ökukennsla og æfingatimar. Okuskóli og prófgögn. Gylfi Guðjónsson. Simi 66442. Get nú aftur bætt við mig nemendum. Kenni á nýja Cortínu ’75. Skóli og próf- gögn. Simi 19893 og 85475. Þórir S. Hersveinsson. I Tilkynningar b Námskeið. Konur ath. Námskeið i frjálsum útsaumi hefjast 25. sept. Uppl. i sima 82291. Spákona spáir i spil og bolla.Simi 82032. Greind stúlka i fyrsta bekk gagnfræðaskóla, sem kann ekki að skrifa islenzku eða reikna, óskar eftir einka- kennara. Uppl. I sima 42014. Kenni ensku, frönsku itölsku, spönsku, sænsku og þýzku. Bý ferðafólk og námsfólk undir dvöl erlendis. Auðskilin hraðritun á erl. málum. Arnór Hinriksson, simi 20338. Gitarnámskeið. Kennari örn Arason. Uppl. i sima 35982. I Ljósmyndun Hafnarfjörður — Garðahreppur Super 8 mm og 8 mm sýningar vélaleiga. Höfum einungis nýjar og mjög góðar þýzkar vélar. Erum ódýrastir. Höfum opið frá 10—22, sunnudaga 14—22. Simi 53835, Hringbraut 51, Hafn. llafnfirðingar — nágrannar. 8 mm sýningarvélaleiga, leigjum einnig slides-sýningarvélar. Ljós- mynda- og gjafavörur, Reykja- vikurvegi 64, simi 53460. Yasiha 8 mm kvikmyndavél, ný og ónotuð, til sölu. Simi 38054 eftir kl. 7. lí I Fyrir veiðimenn Nýtindir ánamaðkar fyrir lax og silung til sölu. Upp- lýsingar i sima 33948, Hvassaleiti 27. 1 Ýmislegt llnýtið teppin sjálf. Mikið úrval af smymavegg-'* og gólfteppum og alls konar handa- vinnu, alltaf eitthvað nýtt. — Rya- búðin Laufásvegi 1. Get bætt við mig 1—2 fyrirtækjum i bókhald og reikningsskil. Grétar Birgir, Lindargötu 23. Simi 26161. 1 Til sölu i Forhitari, 2,5 ferm dæla o.fl. til sölu. Simi 34254. Mótatimbur til sölu. Tilboð óskast i sima 74091. I Heimilistæki Óska eftir notuðum isskáp. Simi 33725. DAGBLAÐIÐ er smá-| auglýsingablaðið Happdrætti Dregið i bilbeltahapp- drætti Umferðarráðs 1 júli og ágúst efndi Umferðarráð i samráði við lögregluna og bif-. reiðatryggingafélögin til bilbelta- happdrættis. Gefinn var út bil- beltabæklingur sem jafnframt var happdrættismiði. I bæklingi þessum var ýmis fróðleikur um bilbelti og önnuðust lögreglu- menn um land allt dreifingu hans. Dreift var samtals 50 þús. bækl- ingum. Vinningar i happdrættinu voru samtals 25, hver að upphæð kr. 10.000, og gáfu bifreiðatrygg- ingafélögin þessa vinninga. 15. september var svo dregið i bil- beltahappdrættinu. Helga Sigurðardóttir dró út vinningana og eftirtalin númer voru dregin út: 1314, 3466, 5793, 6648, 7471, 9296, 10069, 13026, 16673, 18333, 21640, 23939, 23948, 29038, 31994, 33308, 33431, 34712, 37802, 38593, 38804, 38940, 41032, 41501 Og 41040. Þeir, sem hafa undir höndum bil- beltabækling, sem vinningur hef- ur komið á, geta hringt til skrif- stofu Umferðarráðs, simi 83600, eða snúið sér beint til skrifstofu Sambands islenzkra tryggingafé- laga, Garðastræti 38. MÍR Félagið MIR, Menningartengsl tslands og Ráðstjórnarrikjanna, hefur nú flutt skrifstofu, kvik- mynda- og bókasafn i nýtt hús- næði að Laugavegi 178 og tekið þar I notkun litinn sýningarsal. Fyrsta sýningin i hinum nýju húsakynnum, sem er á myndum eftir sovézk börn, verður opnuð i dag, fimmtudaginn 25. september kl. 18. Sýningarmyndirnar eru 46 talsins eftir börn á aldrinum 7—13 ára, viðsvegar að úr Sovétrikjun- um. — Sýningin verður opin i dag kl. 18—22, á föstudag kl. 18—21 og laugardagog sunnudag kl. 14—18. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fundur verður haldinn að Háaleitisbraut 13 fimmtudaginn 25. september kl. 20.30. Stjórnin. Frá Náttúrulækningafé- lagi Reykjavíkur Fundur fimmtudaginn 25. sept- ember nk. kl. 20:30 i matstofunni við Laugaveg 20b. Kosnir verða átján fulltrúar á 15. landsþing NLFl og skýrt verður frá sumar- starfinu. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs. Fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 25. sept. kl. 8.30 i Félagsheimilinu, 2. h. Sigriður Haraldsdóttir kynnir frystingu á matvælum. Konur mætið vel og stundvislega. — Stjórnin Fundur um gang mála á Spáni og Portúgal Með hliðsjón af pólitísku mikil- vægi þeirra atburða, sem nú eiga sér stað á Pýreneaskaga, hefur Verðandi, félag róttækra stúdenta, ákveðið aö taka boði þeirra Gests Ólafssonar og Birnu Þórðárdóttur um flutning erinda er fjalla um gang mála á Spáni og Portúgal. Verður efnt til fundar með þeim I Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut fimmtu- daginn 25. september kl. 20.30. Að loknum erindum sinum munu þau Gestur og Birna svara fyrir- spurnum. öllum er heimill að- gangur. Ferðalög Farfugladeild Reykjavík- ur Hin árlega haustlitaferð i Þórs- mörk veröur 26.-28. sept. Nánari upplýsingar á skrifstofunni, simi 24950. Farfuglar, Laufásvegi 41. \m UTIVISTARFERÐIR, Föstudaginn 26/9 — kl. 20 Haustlitaferð i Húsafell. Gengið og ekið um nágrennið. Farar- stjóri Jón I. Bjarnason. Gist inni. Sundlaug. Farseðlar á skrifstofunni.^— Útivist Lækjar- götu 6, simi 14606. Klúbburinn: Pelican og Dögg. Opið frá 9—1. Þórscafé: Trio 72. Opið frá 9—1. Röðull: Stuðlatrió. Opið frá 8—11.30. Sesar: Diskótek. Opið frá 8—11.30. Templarahöllin: Bingó. Tónabær:Paradis.Opiðfrá 8—11. óðal: Diskótek. Opið til kl. 11.30. Haustfermingarbörn Neskirkju. Þau börn, sem fermast eiga i Neskirkju á þessu hausti, eru vin- samlega beðin að koma til viðtals i kirkjunni á morgun, föstudaginn 26. september kl. 6 siðdegis. Séra Frank M. Halldórsson. Frá skrifstofu borgar- læknis: Farsóttir i Reykjavik vikuna 7.—13. september 1975, sam- kvæmt skýrslum 6 lækna. Iðrakvef.......................2 Kighósti.......................2 Hlaupabóla ....................1 Ristill........................1 Hettusótt......................2 Hálsbólga.....................50 Kvefsótt......................56 Lungnakvef.....................7 Dilaroði.......................2 Frá Bridgefélagi Kópavogs. Starfsemi félagsins hefst fimmtu- daginn 25. september nk. kl. 8 e.h. stundvislega i Þinghól með tvi- menningskeppni i eitt kvöld, og verður þar einnig skýrt frá fyrir- huguðum keppnum til áramóta. Þann 16. ágúst sl. voru gefin saman I hjónaband af sr. Sigurði Kristjánssyni I kapellunni I Hnifs- dal Jón Aðalsteinsson og Svanhildur Benediktsdóttir. Heimili þeirra er að Sundstræti 14, Isafirði. Ljósmyndastofa ísafjarðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.