Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 6
6 DagblaOið. Fimmtudagur 25. september 1975. BREZK DÓSA FYRIR ÍBÓA DIEGO GARCIA Forsætisráðherra Máritius, Sir See- woosagur Ramgoolan, hefur verið fullvissaður um frekari hjálp af hálfu Breta til að koma fyrrum ibúum Diego Garcia i Indlandshafi fyrir á ný. Bandarisk flotastöð verður sett niður á Diego Garcia. Sir Seewoosagur og aðstoðarutanrikisráð- herra Bretlands, David Ennals, ræddust við i London i gær. Varð að samkomulagi þeirra á milli að hópur brezkra sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafar, skyldi heimsækja Máritius á næstunni til að aðstoða hina 1200 ibúa frá Diego Garcia. Þeir komu til Mári- tius á árunum 1970- 1972. Nýlegar fréttir i blöðum og timaritum hafa orðið til að vekja mál þeirra upp að nýju. Sir Seewoosagur, sem fer til New York i dag, sagði á blaða- mannafundi i London i gærkvöldi, að hann myndi ef til vill ræða við Edward Kennedy á meðan hann er i Bandarikjunum. Til- gangur farar hans þangað er að sitja 35. Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna. Kennedy hefur lýst þungum áhyggjum sin- um vegna frétta um að eyjarskeggjamir hefðu verið fluttir nauðugir á brott frá heimilum sin- um. Brezka stjórnin hefur neitað þvi, að um nauð- ungarflutninga hafi verið að ræða til að rýma fyrir bandariskri flotastöð. NIXON íNN BEÐINN UM YITNISBURÐ Richard Nixon, fyrrum Bandarikjaforseta, hefur veriö stefnt fyrir rétt i tveimur málum á næstunni. Bæði málin eru höföuO vegna ólöglegra njósnaaögeröa I forsetatfö hans. Ekkert svar hefur borizt frá Nixon, en eins og menn muna hefur hann sffellt neitað aö koma fyrir rétt og dómara til aö svara spurningum um ýmist mis- ferli, sem hann er grunaður um, fyrst og fremst Watergate. Forsetinn fyrrverandi vinnur um þessar mundir að sjálfsævisögu sinni. Nýlega bauö hann ljósmyndara Hvfta hússins á stjórnarárum sinum þar til kvöldveröar og baö hann aö taka nokkrar myndir af sér og fjöiskyldu sinni iieiöinni. Bandariska fréttaritiö TIME birtir þær myndir nú I vikunni. Hérer ein myndanna, tekin af Ollie Atkins. Mál njósnarans Guillaume SAMÚÐ BRCZNEFS CR MCÐ BRANDT Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands, sagði fyrir rétti i Dusseldorf i gær, að hann teldi áhrifin af njósnum Gunters Guillaumes geta verið „umtals- verð”. Guillaume var sjálfur i réttar- salnum allan timann sem Brandt var fyrir réttinum, alls 4 1/2 klukkustund, en ráðgjafinn fyrr- verandi og kanslarinn, sem hann kom úr embætti, litu aldrei hvor á annan. Þeir höfðu ekki sézt i þá 17 mánuði sem liðnir eru siðan upp komst um njósnir Guillaumes i þágu, Austur-Þýzkalands. Sak- sóknarinn heldur þvi fram, að ráðgjafinn hafi liklega verið æðsti njósnari Austur-Þýzkalands i vesturhluta landsins. Brandt skýrði og frá þvi fyrir réttinum i gær, að við heimsókn sina til Moskvu i júli sl. hefði hann át.t viðræður við Leonid Bréznef og hafi sovézki leiðtoginn þá vott- að samúð sina vegna njósnamáls- ins. Yfirheyrslurnar i gær snerust mestmegnis um sameigiginlegt sumarleyfi Brandts og Guill- aumes i Noregi vorið 1973. Þá fóru leynileg bréfaskipti Brandts og Nixons, þáverandi forseta Bandarikjanna, um hendur Guill- aumes. Efni þeirra bréfa hefur ekki verið gert opinbert, en Brandt skýrði þó frá þvi, að þetta hefði verið skömmu eftir að Kissinger utanrikisráðherra Bandarikj- anna hcfði lýst 1973 „ár Evrópu”. „Bréfaskiptin,” sagði Brandt, „fjölluðu um ágreining okkar við Washington um framtiðarhlut- verk Vestur-Evrópu i alþjóðleg- um stjórnmálum. Kissenger hafði Guiiiaume og Brandt: sáust I fyrsta skipti I 17 mánuði i gær — og forðuðust að iita hvor á annan. sett fram sinar hugmyndir sem mér — eins og mörgum Evrópu- mönnum — voru ekki allar að skapi.” BMdszÆsMhsí céílsuMMw aœtu dreaizt í átta ár! Réttarhöldin yfir fjórum meintum leiðtogum vestur- þýzka stjórnleysingjahópsins Baader-Meinhof gætu tekið átta ár ef rétturinn fylgir ráðlegg- ingum lækna og styttir réttar- höldin á hverjum degi sagði einn verjenda f jórmenninganna i Stuttgart i gærkvöldi. Fjórmenningarnir eru ákærð- ir um morð, sprengjutilræði og vopnuð rán. Fimm læknar voru skipaðir af réttinum til að rannsaka hina ákærðu. Vitnuðu læknarnir I gær og báru að hin ákærðu væru ekki við betri heilsu en svo, að þau gætu i mesta lagi verið fyrir rétti I 2—4 tima á dag — og i mesta lagi þrisvar i viku. „Ef farið verður að ráðlegg- ingum læknanna,” sagði einn verjenda Baader-Meinhof-hóps- ins, ,,þá taka þessi réttarhöld átta ár.” Læknarnir kváðust vera þeirrar skoðunar, að slæm heilsa hinna ákærðu væri vegna aðstæðna i fangelsinu og félags- legrar einangrunar. Þau hafa verið i fangelsi i meira en þrjú ár, yfirleitt i algjörri einangrun og um tima voru þau i meiri- háttar hungurverkfalli. Alit læknanna var að hluta til lesiö fyrir rétti i gær. Þar lögðu þeir til, að fangelsisástæður yrðu bættar og að hinir ákærðu fengju læknismeðferð. Ekkert þeirra 500 vitna, sem til hafa verið kölluð, hafa enn talað og heldur hefur ekkert 1000 tæknilegra skjala um meinta glæpi hópsins milli 1970 og ’72 verið lesið. Réttarhöldin hafa þegar dreg- izt I meira en fjóra mánuði vegna lagalegra deiluatriða. Réttarhöldunum var frestað aftur I gær svo að sókn og vörn fengju tima til að kynna sér skýrslu læknanna og undirbúa framhaldið. NYJAR UPPUOSTRANIRIMARKOVIC-MAUNU „Markovic-málið”, sjö ára gömul rannsókn á morði Stefáns Markovics, lifvarðar franska leikarans Aains Delons, tók nýja stefnu i gær. Var þá skýrt frá því að vinur hins myrta hef ði veriö ákærður fyrir samsekt i málinu. • Um er að ræða Uros Milicevic sem fæddur er i Júgóslaviu. Hann er annar maðurinn sem ákærður er i málinu. Það hefur skilið eftir sig djúp för i skemmtanaiðnaðinum og samkvæmislifi Parisar. Milicevic er kunningi hins mannsins, veitingamanns frá Korsiku, Francois Marcantioni. Júgóslavinn fór á fund lögreglu um helgina og sagöist vilja skýra frá „nýjum uppljóstrun- um” i málinu. Eftir yfirheýrsl- ur var hann ákærður fyrir að vera samsekur. Astæðan fyrir morðinu á Markovic hefur aldrei komið fram, þrátt fyrir þessa löngu rannsókn. Dómari hefur verið beðinn að úrskurða innan næstu vikna hvort ástæða sé til að láta ákæruna á Marcantioni standa. Hann var látinn laus gegn tryggingu eftir aö hafa verið I haldi mestallt árið 1969. Heimildir Reuters i Paris segja aö vitnisburður Milicevics og ákæran á hendur honum geti dregið endanlega ákvörðun i máli Marcationis. Liklegt er að ný rannsókn verði hafin. Alain Delon hefur hvað eftir annað gefið út opinberar yfir- lýsingar um sakleysi sitt i mál- inu. Lik lifvarðar hans fannst i plastpoka á öskuhaug i úthverfi Parisar 1. október 1968. Miklar sögusagnir voru á kreiki um vitorð þekktra borgara i málinu og skömmu áður en Georg Pompidou varð í Frakklandsforseti neyddist * hanntilað neita þvi opinberlega að hann og kona hans hefðu ver- ið i sambandi við Markovic. Að sögn fyrrum utanrfkisráð- herra Frakklands, Michel Joberts var forsetinn látni svo arguryfir málinu, að hann kom sér upp „svörtum lista” yfir fólk, sem hann hafði grunað um að vilja flækja sér i máliö.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.