Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 9
Dagblaöiö. Fimmtudagur 25. september 1975. 9 BORNIN SIN? Akvöröun herforingjanna um að halda áfram að vera leiðandi afl i stjórnmálum eftir aö Spinaóla var steypt hefur leitt i ljós að meðal þeirra rikir sama ó- einingin og meðal stjórnmála- flokkanna. Þar sem ailir skipa öllum fyrir Klofningurinn, sem brauzt upp á yfirboröið i siðasta mánuði með andstöðunni við Vasco Gon- calves, greiddi hernum greini- Fallhlifarhermenn gæta rit- stjórnarskrifstofa sósialista- blaðsins Repúblika eftir að kommúnistar yfirtóku blaðið. Sósialistar segjast hafa fallizt á stjórnarþátttöku vegna loforðs um að þeir fengju blaðið aftur — en kommúnistar segjast ekki hika við að beita valdi til að halda því. lega algjört rothögg. Nú er enginn herforingi lengur viss um að farið verði að fyrirskipunum hans. Herlögregluþjónar, sem þver- skölluðust við fyrirskipunum um að fara til Angóla, mótmæltu ó- áreittir fyrir framan forsetahöll- ina. Með stuðningi næstæðsta yfirmanns hersins (sem styður kommúnista) gerðu þeir stólpa- grin að hótunum um refsiaðgerðir æðsta yfirmanns hersins, Carlos Fabiao (sem er andvigur komm- únistum), enda fór svo að aldrei var um neinar refsiaðgerðir að ræða. Samtök, studd af kommúnist- um sem kalla sig „Sameinaðir Costa Gomes forseti flytur ræðu á fjöldafundi i Lissabon skömmu eftir að Spinóla var steypt. Fyrir aftan hann er Cun- bal, leiötogi kommúnista, en til hægri þeir Goncalves og Aze- vedo, núverandi forsætisráð- herra. Otelo Saraiva de Carvalho, yfir- maður öryggissveitanna og hersins á Lissabon-svæöinu, einn valdamesti maður i Portúgal, ræðir við fallhlifar- hermann á götu í Oporto. hermenn munu sigra”, hafa hvað eftir annað staðið fyrir blaða- mannafundum og mótmælaað- geröum til stuðnings fyrirhuguð- um her „einkennisklæddra verkamanna”. Markmið þess „hers” er að gera út af við auð- valds- og heimsvaldastefnuna i eitt skipti fyrir öll. Krafa þeirra um að fá að kalla til funda meðal einstakra herdeilda hvar og hve- nær sem er virðist beinast að þvi að brjóta niður starfsmöguleika hersins undir sinni hægfara stjórn. Sjóherinn er eftir sem áður mjög á bandi kommúnista. Einn áhrifamesti hershöfðingi Portú- gals, Otelo Saraiva de Carvalho, yfirmaður Copcon-öryggislög- reglunnar og hersins á Lissabon- svæðinu, heldur áfram að reka á- róður fyrir hugmyndum sinum um aukið vald sveitar og bæjarfé- laga, en hægfara samstarfsmenn hans hafna hugmyndinni þar sem hún sé ólýðræðisleg. Costa Gomes öruggur í sessi? Ólgan og óánægjan innan hers- ins hefur dregið mjög úr þvi trausti sem almenningur sýndi heraflanum fyrr á árinu og i fyrra. Fólk, sem upphaflega studdi herinn fyrir það eitt að hann hafði velt Caetano úr emb- ætti og virtist sterkur og samein- aður, er nú mjög óánægt meö getuleysi hans og sibreytilega stefnu. Francisco da Costa Gomes for- seta hefur tekizt að halda sér á þurru landi i gegnum þau átök sem fyrst leiddu til falls Spinóla og siðan Goncalvesar. Meðal sumra er litið á Gomes sem hinn sterka mann hersins. Þeir klappa honum lof i lófa fyrir að hafa tekið mjúklega á þeim vandræðum, er yfir hafa dunið, og komið i veg fyrir blóðbað — eða það pislarvætti, sem úr Gon- calves hefði»orðið, ef harkalegri aðferðir hefðu verið notaðar til að koma honum frá. Aðrir ásaka forsetann fyrir að- gerðaleysi og segja hann stór- lega ábyrgan fyrir þvi að það dregst á langinn að koma landinu á réttan kjöl. Segja þessir gagn- rýnendur að vegna aðgerðaleysis forsetans sé hætta á að allt þjóðlif Portúgals lendi i algjörri upplausn. Og eftir þvi sem heraflinn veik- ist verður sifellt meira um að ó- breyttir borgarar, einir sér og i hópum, vopnist til að vera við öllu búnir. Ofbeldisverk i norðurhluta landsins i sumar sýndu að bæði vinstri- og hægrimenn hafa yfir vopnum að ráða og hika ekki við að nota þau ef nauðsyn krefur, þótt enn sé um einangruð tilfelli að ræða. Allmargir öfgasinnaðir hópar vinstrimanna gorta opin- berlega af vopnabúrum sinum sem þeir segja bæði stór og öflug. Nýlendubúarnir snúa „heim" Búizt er við að um 300 þúsund hvitir ibúar Angóla verði komnir til Portúgal fyrir lok októbermán- aðar. Við það má reikna með að atvinnuleysi nái til fimmtánda hvers manns. Margir nýlendubú- anna eru vopnaðir og vanir vopnaburði. Þeir eru bitrir og reiðir vegna stefnu vinstristjórn- anna i Lissabon. Efnahagur landsins er slæmur. A fyrstu átta mánuðum þessa árs varð hallinn á þjóðarbúskapnum 12,500 milljón escudos (71,4 milljarðar isl. kr.), enda er nú svo komiö að gjaldeyrissjóðir lands- manna eru gjörsamlega tómir. Staða portúgalsks gjaldmiðils fer sifellt versnandi og i mörgum Evrópulöndum neita bankar aö kaupa escudos. Fjárfestingar á þessu ári verða ekki nema eins og þriðjungur af þvi sem áætlað var og þjóðarframleiðslan minnkar um 10—15%. Halli á fjárlögum er eftir þvi. Eins og við er að búast rikir ör- vænting meðal portúgölsku þjóð- arinnar og blómin, sem voru tákn byltingarinnar 25. april 1974, eru horfin. Nú er fremur búizt við al- gjörri upplausn og borgarastyrj- öld. ,KYNJAHEIMUR' Um sýningu Rigge Gorm Holten í Bogasal Þjóðminjasofnsins Alfreð Flóki segir mér að súrrealismi blómstri nú i Dan- mörku, og eins og til að sanna þá fullyrðingu sýnir nú ung dönsk listakona, Rigge Gorm Holten, i Bogasal Þjóðminja- safnsins 29 verk með súrreal- isku yfirbragði. Hún mun vera fædd 1943 og sjálflærð sem lista- kona og hefur þegar mynd- skreytt margar barnabækur eftir eiginmann sinn, Knud Holten. Má sjá nokkrar myndir hennar af þvi tagi hér en megin- partur sýningar hennar eru sjálfstæð myndverk. Vinnur hún smátt eins og margir súrreal- istar og i dökkbrúnum og rauöum litatónum, og verða myndir hennar keimlikar ind- verskum guðamyndum — ekki aöeins hvað snertir litina heldur koma þar fram indverskir ffla- guðir á köflum. Rigge Gorm Holten leggur ekki áherslu á hið óhugnanlega eða gróteska i draumaheimi sinum, heldur hið munaðarfulla og ævintýralega. Lifsgleði og erótik er burðarás verkanna, kynjadýr skriða um sali þar sem elskendur leika sér, og sterklega byggðar konur opinbera rauðgljáandi sköp sin veröldinni og furðuverum, eins og til að legg ja áherslu á fegurð nautnanna i afskræmdum heimi raunveruleikans. Einkennandi fyrir myndir margra súrreal- ista er sköpun nær steinrunnins heims, og er það að vissu marki einkenni verka Rigge Gorm Holten, — þar biður fólk, lætur sig dreyma, stendur grafkyrrt og horfir á okkur. En litir hennar lifga upp á andrúms- loftið og fjölskrúðugt hugarflug hennar er fullt af liflegum til- brigðum og verkin virðast sann- færandi fyrir vikið. Eru þau einnig blessunarlega laus við þær tuggur sem virðast yfirtaka myndir margra nútima súrreal- ista. Sýning Rigge Gorm Holten stendur til 28. september og eru fjórar myndir af 29 til sölu. Kjallarinn Pétur Guðjónsson og að sá hinn sami aðili hafi greitt ákveðna upphæð i hús- byggingarsjóð Sjálfstæðis- flokksins. Nú er mér spurn, hvaða aðili sem i einhverjum rekstri stendur þarf ekki i einu og öðru að sækja undir opinbera aðila með hina og þessa fyrirgreiðslu i rekstri sinum, og fyrir honum verða fyrir menn, sem blátt á- fram eru pólitiskt skipaðir, i bönkum, fjárfestingarsjóðum i ráðuneytunum o.s.frv., o.s.frv. Það þarf ekki lengi að leita og það er hægt að finna hundruð tilfella þar sem menn hafa greitt i flokkssjóði, en þeir hinir sömu hafa i einu eða öðru formi notið opinberrar fyrirgreiðslu. Þetta vita allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vik, og þetta vita allir aðrir borgarfulltrúar minnihlutans i borgarstjórn Reykjavikur. Þetta vita lika allir menn, sem nokkuö hafa komið nálægt pólitik eða hafa einhverja þjóð- félagsþekkingu. En þá blasir við undir eins sú staðreynd að is- lenzkt þjóðfélag er orðið svo yfirfullt af opinberum afskipt- um, að ekki er orðið hægt að snúa sér svo við i þjóðfélaginu i sambandi við hvers konar rekstur, að menn verði ekki að njóta i einhverjum mæli opin- berrar fyrirgreiðslu. Að neita þessu er að afneita stöðu is- lenzks þjóðfélags i dag. Hvaða aðilar, sem hafa staðið i rekstri, hafa ekki fengið aukin rekstrar- lán, þótt ekki væri nema til að mæta rekstrarfjárþörf vegna verðbólgu? Hafa þetta ekki ver- ið i flestum tilfellum pólitiskt skipaöir menn, sem fyrir- greiðsluna veittu? Nú, ef sá hinn sami aðili hefði látið eitthvert fé af hendi rakna i flokkssjóð þess flokks, sem pólitiska ábyrgð ber á viðkomandi valdamanni, á það þá að þýða að viðkomandi valdamaöur hafi sýnt mútu- þægni? Nei, það er ekki ástæö- an að viðkomandi menn viti ekki nákvæmlega hvað hér er um að ræða. Og hvað um allar embættaveitingarnar? Og hvað um alla bitlingana? Hér er ein- faldlega á ferðinni svivirðileg árás á Albert Guðmundsson, sem hefur reynzt svo sterkur og vinsæll persónuleiki með svo á- kveðnar skoðanir og trú- mennsku við sjálfstæðisstefn- una, að það er ákveðinn hópur innan Sjálfstæðisflokksins, sem heimtar sér til handa alræöis- vald innan flokksins en hefur ekki haft i fullu tré við hann i heiðarlegri samkeppni, sem nú bregður á ráð Marðar sem sina einu þrautalendingu. Og mennirnir eru ekki vandari að virðingu sinni en það, að þeir fara ofan i hið lægsta og svi- virðilegasta. Islenzk þjóð er læs og skrifandi og hún hefur fengið mjög sæmilegar gáfur I vöggu- gjöf. Ef hún gáir að, er það fyrir hana hægðarleikur að sjá hvernig hér er að málum staðið, verða minnug þess og veiti laun- mannorðsmorðingjunum verð- uga refsingu. Eingöngu vaka þjóðarinnar og réttsýni getur komið i veg fyrir að óvandaðir menn reyni aftur slik óþverra- verk sér til framdráttar i valdabrölti sinu. Árásin á Albert er undan sömu rótum runnin og hin andlega sjúku skrif um mig og séra Arelius i Morgunblaöinu á sunnd. sl. á- samt aðförinni að Jónasi Kristjánsyni ritstjóra. Þessi hópur manna hefur nú opinber- lega og notað öll meðul tiltæk til þess að reyna að drepa sjálf- stæða einstaklinga, sjálfstæða skoðanamyndun og tjáningu. Þessir launmorðingjar lýðræð- isins eru miklu hættulegri en kommúnistar, sem sýna sitt rétta andlit. Ég hef þekkt Albert Guð- mundsson frá barnæsku. Ég hef þekkt marga menn um ævina, flesta góða en þvi miður nokkr- ar undantekningar. En enginn hefur reynzt mér heilsteyptari, heiðarlegri, réttsýnni, vinfast- ari og hjálpsamari en Albert Guðmundsson. Það var sérstakt lán er Reykvikingar báru gæfu til að kjósa Albert sem fulltrúa sinn i borgarstjórn og Alþingi. Þar hafa Reykvikingar og ts- lendingar fengið að njóta nú þegar hinna mörgu persónu- kosta og frábærs dugnaðar og alþjóðlegu reynslu Alberts. Vænti ég mikils af honum á þvi sviði i framtiöinni. Það er sama hvort það er innlendur eða er- lendurmaður, sem stendur and- spænis Albert, hann veit að þar stendur verðugur andstæðingur, sem hann á einskis annars kost en virða. Það eru einmitt slikir einstaklingar, sem okkur hefur sárlega skort i samskiptum okkar við erlendar þjóðir. Við verðum að standa vel á verði gagnvart þeim mönnum, sem ætla að fótumtroða grund- vallarreglur lýðræðisins i sinni persónulegu valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Þvi slá all- ir góðir menn nú skjaldborg um Albert Guðmundsson. ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.