Dagblaðið - 09.10.1975, Page 7
Pagblaðið. Fimmtudagur 9. október 1975
7
V
ÓMAR VALDIMARSSOh j»*i
Á ■■■).
Erlendar
fréttir
REUTER
Vopnaðir hermenn
augliti til auglitis
— í Oporto í nótt og morgun
Chou Hsing
látinn
Dagblað alþýðunnar i Peking
skýrði frá þvi i morgun, að
Chou Hsing væri látinn. Hann
tók þátt i byltingu Maos og var
I göngunni miklu upp úr 1930.
Chou Hsing átti sæti i
miðstjórn kinverska
kommúnistaflokksins.
Að sögn Dagblaðs
alþýðunnar lézt hann 3. þessa
mánaðar, 70 ára gamail. A
siðustu árum var hann
aðstoðarráðherra almanna-
varna.
Uppreisnargjarnir
hermenn og hersveitir
stjórnarinnar stóðu aug-
liti til auglitis i borginni
Oporto i Norður-
Portúgal i nótt. Báðir
hóparnir voru vel
vopnaðir og með bryn-
varða bila.
Til þessa atburðar dró
eftir að komið hafði til
óeirða tveggja hópa
mótmælenda óbreyttra
borgara. Að minnsta
kosti 45 manns meiddust
i átökunum.
Sínaí-samkomulagið:
FuHtrúadeHdin
samþykkti 341:69
Fulltrúadeild banda-
ríska þingsins samþykkti í
nótt með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða áætlun
stjórnarinnar um að senda
200 bandaríska tæknimenn
til eftirlitsstarfa í Sínaí-
eyðimörkinni.
341 greiddi atkvæði með,
69 á móti. Áætlun þessi er f
samræmi við samkomulag
Egypta og ísraelsmanna
um Sínaí.
Öldungadeildin hefur
hafið umræður um málið,
en ekki er búizt við at-
kvæðagreiðslu þar fyrr en
seint í kvöld eða á morgun
— áður en deildin fer í 10
daga leyfi.
OECD-tölurí moraun:
Upphaf óeirðanna var
það, að þúsundir
stuðningsmanna mið-
f lokksins ( PPD )
mótmæltu er vinstri-
sinnaðir hermenn tóku
búðir stórskotaliðs i
úthverfi borgarinnar.
Efnahagsvandinn
gœti orðið
vinstrifíokkum
til framdráttar
— segir hershöfðingi úr
stjórn Spínóla
Portúgalski hershöfðinginn
Galvao de Melo sagði i viðtali,
sem birtist i franska ihaldsblað-
inu Le Figaro i Paris i morgun,
að Portúgal væri andspænis al-
varlegum efnahagsvandræðum.
Þessi vandræði gætu orðið öfga-
sinnuðum vinstriflokkum til
framdráttar, sagði hershöfðing-
inn.
De Melo er hægfara stjórn-
málamaður. Hvatti hann
Frakkland og önnur frjálslynd
Evrópuriki til ,,að hjálpa okk-
ur”.
Hershöfðinginn sagðist ekki
hafa barizt árum saman gegn
einræðisstjórn fasista til þess
eins að viðurkenna fall
Portúgals undir einræðisstjórn
kommúnista.
De Melo átti sæti i fyrstu
rikisstjórninni, sem komið var á
fót eftir fall Caetano-stjórnar-
innar i april i fyrra. Hann sagði
öfgasinnaða vinstrimenn vera
að berjast fyrir völdum i land-
inu með ólýðræðislegum aðferð-
um.
„Kommúnistaflokkurinn hef-
ur komið herskáum félögum
sinum alls staðar,” sagði hers-
höfðinginn, „og þá sérstaklega i
f jölmiðlunum . Portúgölsk
alþýða hefur spyrnt fótum við
þessari óheiliaþróun.”
De Melo er fulltrúi borgarinn-
ar V'iseu — i norðurhluta lands-
ins — á portúgalska stjórnar-
skrárþinginu. Hann sagði að
lokum i viðtalinu við Le Figaro:
„Portúgalska þjóðin neitar al-
gjörlega að fallast á kúgunar-
stjórn af nokkru tagi. Við viljum
að i Portúgal riki lýðræði sam-
kvæmt evrópskri hefð og frjáls-
lynt lýðveldi.”
Hrópaði mannf jöldinn:
,,Fólkið i norðri vill
vinnu, ekki strið!” og
stormaði til búðanna.
Áður höfðu miðflokks-
menn lýst stuðningi við
yfirmann búðanna,
Antonio Pires Veloso,
sem vinstrimenn vilja fá
settan af.
Er andmælendurnir
héldu til baka inn i
borgina, voru þeir
grýttir og koma þá til
áðurnefndra átaka.
i ,,
FRITIMA
RUmlega fertug hóra i
Omaha í Nebraska i
Bandarikjunum sagði i út-
varpsviðtali þar i gærkvöldi,
að hún hefði staðið i kynferðis-
sambandi við um það bil 60
lögreglumenn i borginni — og
þar af suma á meðan þeir áttu
að standa sina vakt.
Yfirvöld skýrðu frá þvi
skömmu siðar, að verið. væri
að rannsaka málið. Lögreglu-
stjórinn vildi ekkert segja fyrr
en þeirri rannsókn væri lokið.
Hóran sagði i viðtalinu. að
hún hefði ákveðið að tala
hreint út eftir að hún var
dæmd fyrir vændi — og helztu
vitnin voru fjórir lögreglu-
þjónar.
^ ^ ^ ^ ^ ^ i
Islenzk verðbólga
fer vaxandi
SKÁKMÓTIÐ í MANILA:
Ljubojevic
heldur forystunni
minnkar verulega í öðrum Evrópulöndum
Mjög dró úr verðbólgu i vest-
rænum iðnaðarrikjum i ágúst. í
nokkrum löndum varð meira að
segja vart lækkunar á neyzlu-
vörum. Kom þetta fram i hagtöl-
um, sem Efnahags- og framfara-
stofnun Evrópu (OECD) lét frá
sér fara i Paris i morgun.
Neyzluvörur hækkuðu i ágúst
að meðaltali um 0,4% i hinum 24
aðildarlöndum OECD. í júli var
hækkunin 0.8%.
Verðbólgan i löndunum á árinu,
sem lauk 31. ágúst, var að meðal-
tali 11%. Fyrir árið sem lauk 31.
ágúst 1974 var verðbólgan að
meðaltali 13.2%.
tsland á enn verðbólgumetið -
og kemst þar enginn með tærnar
hvar við höfum hælana. A tima-
bilinu sept. '74—31. ágúst 1975 var
islenzka verðbólgán 54.5% - en
fyrir árið þar á undan var hún
„aðeins” 42,9%.
Næst kemur Bretland með
26.9% og þar á eftir Tyrkland með
21.1%.
Júgóslavneski stórmeistarinn
Ljubomir Ljubojevic heldur enn
forystunni á alþjóðlega skák-
mótinu i Manila á Filipseyjum.
1 gær gerði hann jafntefli við
helzta keppinaut sinn, Sovét-
manninn Lev Polugaévskl.
Ljubojevic hefur ekki tapað
neinni af sjö skákum sinum.
Hann féllst á jafntefli við
Polugaévski eftir 42 leiki. Þá
hafði Rússinn riddara yfir.
Rosendo Balinas frá Filips-
eyjum þvingaði Lubomir Kava-
lek frá Bandarikjunum til upp-
gjafar eftir 40 leiki, Gruenfeld-
vörn. Balinas hafði svart.
Brasiliumaðurinn Mecking
vann biðskák við Kavalek i
sjöttu umferð og gerði jafntefli
við alþjóðlega meistarann
Mikola Kraklaic frá Júgóslaviu.
Vestur-Þjóðverjinn Helmut
Pfleger vann skák sina við
Torre frá Filipseyjum, sem
hafði svart, eftir 44 leiki, ensk
byrjun.
Attunda umferð verður tefld i
dag og sitja þá Norðurlandabú-
arnir Leif Ogaard og Bent
Larsen hjá. Staðan eftir sjö um-
ferðir er þessi:
1. Ljubojevic 5v.
2. Balinas 4 1/2v.
3. Polugaévski 4 v.
4. Mecking 4v.
5. Pfleger 3 1/2v.
6. Torre 2 1/2v.
ALLSHERJARVtRKFALL I NIW YORK?
Enn magnast erfiðleikar New
York-borgar, sem þegar er á
barmi gjaldþrots. Verkalýðs-
leiðtogar i borginni — sem hafa
um 300 þúsund verkamenn á
bak við sig — sögðu i morgun, að
þeir veltu nú fyrir sér möguléik-
anum á almennri verkfallsboð-
un vegna mikillar kjaraskerð-
ingar. Kjaraskerðingin er til-
komin vegna ráðstafana til að
bjarga borginni. Ef af verkfall-
inu verður, er það fyrsta alls-
herjarverkfallið i sögu New
York.
Verkalýðsleiðtogarnir héldu i
morgun fund með Abraham
Beame, borgarstjóra, og voru
augsýnilega öskureiðir að hon-
um loknum. Beame hafði þá
skýrt fyrir þeim áætlanir sinar
um áframhaldandi launastöðv-
un i þrjú ár, fækkun borgar-
starfsmanna um 20 þúsund
manns og verðstöðvun, án þess
þó að verðbólga hafi verið til-
takanlega mikil i New York.
Aætlun borgarstjórans er ör-
væntingarfull tilraun til að
bjarga borginni frá efnahags-
legu hruni áður en varasjóðir
hennar eru þurrausnir i desem-
ber.