Dagblaðið - 27.10.1975, Síða 2

Dagblaðið - 27.10.1975, Síða 2
2 Oagblaðiö. Mánudagur 27. október 1975. „Þú tapaðir skákinni góði minn,” sagöi mótsstjórinn Lombardy, þegar Timman mætti til leiks þrem stundum of seint. — PBmynd Bjarnleifur. Timman mœtti of seint, — missti hann af lestinni? Allt hór þarfnast umhirðu rminal Hollendingurinn Timman var ekki mættur til leiks i 5. umferö, þegar skákin hófst. Klukkan var sett á stað, og þegar hún hafði gengiö 1 klukkustund á Timrnan úrskurðnð. mótsstjórinn, Lombardy . að skákin væri töpuð hjá Timn.an og unnin hjá Guernsey-manninum Laine. ,,Það er ekki gaman að fá svona vinning”, sagöi Laine, „sérstaklega ekki, þegar haft er i huga, að Timman er einn þeirra, sem átti góða möguleika á mótinu.” y Stórmeistarinn Timman hafði sézt fara frá Hótel Esju um kl. 13. Mótið byrjaði stundvislega kl. 14. Menn settust aö töflum, klukkur fóru i gang, en ekki kom Timman. Klukkan rúmlega 4 fréttist af honum á hótelinu og fór Bragi Kristjánsson, aðstoðarmóts- stjóri upp á herbergi stórmeist- arans. Var hann þá að búast til keppni, sem hann taldi að ætti að hefjast kl. 17. Reyndar er það venjulegur keppnistimi, en á sunnudögum er teflt frá kl. 14. Timman tók orðnum hlut eins og karlmenni og stórmeistari, en Guernsey-maðurinn var ekk- ert ánægður með svona ódýran vinning. Sem sagt Timman — Laine: 0-1. Friðrik Ólafsson haföi hvitt á móti Ribli, tefldu þeir Griinfeld- vörn. Friörik tefldi stift til vinn- ings, en Ribli þvingaöi fram uppskipti og jafntefli blasti við eftir 25 leiki: 1/2-1/2. Hamann haföi hvitt á móti Poutiainen. Þeir tefldu kóngs- indverskt tafl. Skákin fór i biö og var siðan tefld áfram i gær kvöldi. Aftur fór hún i biö, en erfitt er að sjá, hvernig Poutiainen getur varizt Danan- um, sem teflir af hörku til vinn- ings. Skákin er ennþá i biðstöðu. Zwaig hafði hvitt á móti Van den Broeck. Þeir tefldu væng- tafl eða Reti. 1-0 fyrir Norð- manninn, sem er þannig efstur á mótinu með 4 vinninga. Liberzon hafði hvitt á móti Birni Þorsteinssyni. Upp kom spánskur leikur. Þetta var hörkuskák, sem fór i bið. Liber- zon tefldi mjög vel og þegar bið- skákin var tefld, var útlitið m kadus er hárnæring, sem ekki á að skola úr hár- inu. Notið terminal Quick alltaf eftir hárþvott. Það er svo auðvelt. Stærðir: 20 ml og 85 ml. Kristján .lóhannesson s/f simi 32399 Keykjavik Sjónvarpskaupendur athugið Vorum að fá hin frábæru Ferguson sjónvarpstæki. Engir lampar. Mjög gott verð. Fullkomin viðgerða- og varahluta- hifSniKsta Liberzon tekur þátt i endurskoðun þeirra Friðriks og Ribli á jafn- teflisskákinni úr umferðinni i gær. reyndar þegar orðið tvísýnt hjá Birni. Enda fór svo, að Liberzon sigraði. Murray hafði hvitt á móti Parma. Þeir tefdlu Nimso-ind- verskt tafl, sem fór i bið eftir 40 leiki. Þegar biðskákir voru svo tefldar i gærkvöldi var allt útlit fyrir jafntefli, en hart barizt. Þeir hafa hvor sinn hrók og hnifjöfn peð. Þannig fór skákin aftur i bið kl. 11. Ostermayer hafi hvitt á móti Jansa. Þeir tefldu Sikileyjar- vörn Þegar skákin fór i bið, var almennt spáð jafntefli. Reyndist sú spá rétt: 1/2-1/2. Eftir 5 umferöir er Norömaö- urinn Zwaig efstur með 4 vinn- inga, næstur er Liberzon meö 3 1/2 v., og siðan i 3.-4. sæti Friðrik og Timman meö 3 vinn- inga Hamann og Parma eru meö 2 1/2 vinning og biðskák, Jansa er með 2 1/2 vinning. Ahorfendur voru margir i gær og meðal þeirra þekktust Egill Valgeirsson rakari, Reynir Þórðarson knattspyrnu- og verkamaður, Guðmundur J. Guðmundsson Dagsbrún, Jó- hann Friöriksson kaupmaður, Einar Þorfinnsson, Páll Hannesson verkfræðingur, Ingi G. Ingimundarson, Róbert Gestsson, Baldur Kristjánsson skrifstofustjóri, Vilmundur Gylfason, og meðal kunnra fyrrverandi og núverandi skák- manna Jón Þorsteinsson, Lárus Johnsen, Ingvar Ásmundsson, Benóný Benediktsson, Guð- mundur Agústsson, og að sjálf- sögðu Jón Pálsson, Bragi Kristjánsson, Gunnar Gunnars- son, svo einhverjir séu nefndir. Hartston fékk mörg aukastig á vinsældalistanum fyrir það, að hann stóð eins og hetja i hlið- arsal og útskýrði skákir fyrir á- horfendum. I dag eiga keppendur fri frá skákinni, en njóta gestrisni borgarstjórans, Birgis Isleifs Gunnarssonar, i Höfða. I fyrra- málið verða tefldar biðskákir, en kl. 5 á morgun hefst svo al- vara mótsins á ný með 6. um- ferð. Þá tefla þessir: Ribli — Zwaig Poutiainen — Friðrik Hartston — Hamann Van Den Broeck — Timman Laine — Liberzon Björn Þorsteinss. — Murray Parma — Ostermayer Jansa situr yfir þessa umferð. Verð á tæki með 24” skermi kr. 71.325,- Sjónvarpsmiðstöðin s.f. Þórsgötu 15, Reykjavik. Simi 12880. Club Mallorka á fundi vegna lesendabréfs: „BRÉFIÐ ER MARKLEYSA EIN" — telja að bréfritari hafi lýst því yfir að eyðileggja klúbbinn Oðru hverju berast dagblöðunum bréf frá óánægðu fólki, sem hefur brugðið sér utan og talið sig vera svikið um þá þjónustu, sem því hefur verið lofað. Síðast á fimmtudaginn birtl Dag- blaðið eitt slíkt bréf á les- endasíðu sinni, þar sem maður nokkur lýsir von- brigðum sínum vegna vanefnda frá hendi Club Mallorka. Vegna þessa bréfs boðuöu ferðafélagar mannsins blaða- mann Dagblaðsins á sinn fund. Þar lýstu þeir þvi yfir að bréfiö væri markleysa ein, og aöbún- aðurinn hafi hvorki verið betri né verri en þeim hefði verið lof- aö. „Okkur þykir það hart, að maður, sem var drukkinn allan timann, sem ferðin stóð yfir, sé að rægja félagið og bera upp á þaö alls konar sakir, sem fá ekki staðizt,” sagði einn af ferðafé- lögunum, „en það var svo sem ekki við öðru að búast. Maður- inn lýsti þvi yfir á fyrsta degi ferðarinnar, að hann ætlaði að gera allt, sem hann gæti, til að eyðileggja klúbbinn.” I bréfi mannsins segir meðal annars, að hann telji það skyldu sina að vara fólk við óábyrgum ævintýramönnum, sem ætli að afla sér skjótfengins gróöa af grandalausum ferðamönnum. Vegna þessa vildu forráðamenn Club Mallorka taka það fram að félagið væri eign félaganna 800, og þar væri kosin stjórn árlega. Það væri þvi engum mögulegt að stinga nokkrum sköpuðum hlut undan, fyrir utan, að fjár- hagur félagsins biði tæplega upp á neitt slikt. Þessi skrif manns- ins væru þvi aðeins ein mark- leysan enn. -AT-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.