Dagblaðið - 27.10.1975, Side 7
Pagblaðið. Mánudagur 27. október 1975.
7
ranco í dauðateygjunum
Spánski þjóðarleiðtoginn
Francisco Franco var í
dauðateygjunum í morg-
un. í Madrid voru á kreiki
sögusagnir um að hann
væri þegar látinn.
Síðasta heilsufarsyfir-
lýsing lækna Francos,
sem út var gefin seint í
gærkvöldi, sagði að heilsu
hans hefði hrakað
skyndilega og hefði gamli
maðurinn nú einnig feng-
ið magablæðingar. Fyrir
var hjartað orðið mjög
veikt og hjartsláttur
óreglulegur.
Fréttastofan Europa
Press skýrði frá því í
,,E1 Ctaudillo” — leiðtoginn —
ásamt Juan Carlos kveður þjóð
sina i siðasta sinn fyrir
nokkrum dögum.
morgun, að hópur kvik-
myndatöku- og tækni-
manna spænska sjón-
varpsins væri kominn til
upplýsingamálaráðu-
neytisins og er talið, að
forsætisráðherrann,
Carlos Arias Navarro,
hafi í hyggju að ávarpa
þjóðina jáegar eftir að hin
aldni ,,Caudillo" (leið-
togi) hef ur gef ið upp önd-
ina.
Fjöldi háttsettra gesta
hef ur streymt til heimilis
forsetans 7 km utan við
Madrid. Þeirra á meðal
voru forsætisráðherrann
og Juan Carlos, prins,
eftirmaður Francos.
Annar gestur var
Aljandro Rodriguez de
Valcarcel, forseti þings-
ins, sem einnig á sæti í
þríeykisstjórninni, sem
lýsa mun Júan Carlos
konung Spánar.
Víðsvegar um allt land
liggur fólk á bæn og biður
fyrir heilsu og lífi
Francos. Spánverjar,
sem fæddir eru eftir
borgarastyrjöldina 1936-
39 þekkja ekki annan leið-
toga.
Meðal stjórnarandstöð-
unnar biða menn átekta.
Flestir leiðtogar andstöð-
unnar hafa látið þau orð
falla i einkasamtölum, að
þeir muni bíða og sjá til
hver fyrstu skref Carlos-
ar kóngs verða áður en
þeir koma fram úr skug*
unum, sem Franco hefur
neytt þá til að starfa í.
Erlendar
fréttir
REUTER
17 konur
tróðust
til bana
Sautján konur voru troðnar
til dauða og sex slösuðust al-
varlega i Madurai i Indlandi i
gær, þegar hópur kvenna
ruddist að til að fá fria
,,sari”-búninga (algildur
klæðnaðurkvenna i Indlandi),
að sögn lögreglunnar i borg-
inni.
Einn maður lét einnig lifið i
kösinni, sem myndaðist eftir
að hliðin að skólalóðinni höfðu
verið opnuð.
Sariunum var dreift ókeypis
vegna ljóshátiðar Hindúa i
næstu viku.
Fjöldi
mynda
frá Venus
Sovézkir visindamenn hafa
fengið fjölda mynda af skýi
þvi er umlykur plánetuna
Venus frá geimstöðunum
tveimur er lent er þar, segir i
Tass-fréttum.
12000 km breið skýjamynd-
un var ljósmynduð að með
ljósmyndvélum geimstöðv-
anna og myndirnar sendar til
jarðar. Vegna hins háa hita á
yfirborði plánetunnar sendu
tækin þó ekki nema i innan við
tvo tima.
Visindamenn sögðu Tass-
fréttastofunni, að plánetan
væri umlukin kerfi öflugra
hvirfilvinda, sem er sama nið-
urstaða og ameriskir visinda-
menn komust að, eftir för
Mariner-geimstöðvarinnar
árið 1973.
Sahara-aanaan mikla
100.000 þegar mœttir
til leiks — galvaskir
Kurt Waldheim, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, er i dag á fundi með for-
setum Máritaniu, Moktar Ould
Daddah og Alsirs, Houari Bou-
medienne, til að reyna að leysa
deiluna um yfirráð spænsku
Sahara.
Waldheim fór i gærkvöldi frá
Marrakesh, höfuðborg Mar-
okkó, til Nouakchoot, höfuð-
borgar Máritaniu, eftir að hann
hafði rætt málin við Hassan,
konung Marokkó, sem beitir sér
fyrir göngu 350 þúsund lands-
manna sinna inn i spænsku Sa-
hara til að leggja áherzlu á
landkröfur sinar.
Þegar hafa rúmlega 100 þús-
und manns safnazt saman i
smábænum Tarfaya nærri
landamærum Marokkó og
spænsku Sahara. Þar eru ibúar
fimm sinnum færri.
1 Marokkó sagði Waldheim
ástandið mjög alvarlegt og
myndi hann gera sitt til að
reyna að leysa vandamálið hið
fyrsta.
Vopnaður Kóraninum og fána
Marokkós heldur þessi sjálfboða-
liði af stað í Sahara-gönguna
ásamt hundruðum þúsunda
landsmanna sinna.
Dr. Herrema enn í haldi:
Málið í sjálfheldu
— eftir að rœningjarnir neita að fallast á
tilmœli IRA um að láta Herrema lausan
Skæruliðarnir tveir, sem halda
hollenzka iðnjöfrinum dr. Tiede
Herrema i gislingu i smábænum
Monastervin i irska lýðveldinu,
neituðu i morgun að taka til
greina áskoranir frá fyrrverandi
félögum sinum i írska lýðveldis-
hernum (IRA) um að gefast upp.
írska rikisstjórnin hefur einnig
neitað að eiga frekari viðræður
við skæruliðana. Þannig virðist
málið komið i algjöra sjálfheldu.
Skæruliðarnir tveir, Eddie Gall-
agher, 28ára,ogMarion Coyle, 19
ára, eiga i höggi við hundruð lög-
reglu- og hermanna.
Það eina, sem gerzt hefur á
undanförnum sólarhring, var i
gærkvöldi, er nokkrir lögreglu-
menn skriðu upp á þak hússins,
sem Herrema er haldið i, og
Skæruliðarnir Marion Coyle og
Kddie Gallagher.
losuðu nokkrar þakplötur. Talið
er, að það hafi verið gert til að
eiga auðveldara með að heyra
samtöl skæruliðanna.
Bæði Coyle og Gallagher eru
fyrrum félagar i IRA. Rory
O’Brady, leiðtogi Sinn Fein —
stjórnmálahreyfingar IRA —
hvatti þau i gær til að láta Herr-
ema lausan, rán hans þjónaði
engum tilgangi. Ekki er vitað
hvort ræningjarnir hafa útvarp,
en lögregiumenn á neðri hæð
hússins eru sagðir hafa komið
boðum O’Bradys áleiðis.
Að sögn blaðamanna á staðnum
hefur Hererema nú fengið kvef og
hefur hann heyrzt hósta i gegnum
hlustunartæki lögreglunnar. Lög-
reglan hefur skýrt frá þvi, að
hann virðist vera i betra andlegu
jafnvægi en mannræningjarnir.
Um helgina hentu þau Gall-
agher og Coyle pokum og flöskum
með saur og þvagi i lögreglu-
mennina og eru þau sögð vera
sifellt orðljótari og æstari. Mat
hafa þau litinn fengið undanfarna
viku.
„Ór landi
innan
sólar-
hrings!"
Hópur öfgasinaðra hægri-
manna á Spáni, sem gengur
undir nafninu ..Dauðasveit-
in”, hefur fyrirskipað 17 virt-
um Katalóniumönnum að
koma sér úr landi innan sólar-
hrings frá dauða F’rancos eða
mæta dauða sinum sjálfir.
Að sögn áreiðanlegra heim-
ilda eru 17-menningarnir fé-
lagar i ólöglegum stjórnmála-
flokkum kommúnista. sósial-
ista og kristilegra demókrata.
Að auki er um að ræða nokkra
iðnjöfra og lögíræðinga.
1 hópi lögfræðinganna
eru lögfræðingarnir. sém
vörðu Baskann Juan Paredes
Manot. er tekinn var af lifi á-
samt fjórum öðrum skærulið-
um 27. september.