Dagblaðið - 27.10.1975, Page 9

Dagblaðið - 27.10.1975, Page 9
Pagblaöiö. Mánudagur 27. október 1975. 9 og hjörtu Bondaríkjamanna Anwar Sadat og Henry Kissinger komulagiö var komið i höfn. milli Araba og tsraelsmanna. Slikt striö — eða slikt afgreiðslu- bann — myndi kosta Bandarikin kátir og reifir eftir aö Sinaí-sam- miklum mun meira en sú aðstoð, sem Egyptar gera sér nú vonir um. Þeir hafa mikla þörf fyrir bandariska tæknikunnáttu og efnahagsaðstoð. Afborganir af lánum, sem egypzka stjórnin hef- ur tekið á undanförnum árum, nema árlega um 450 milljónum punda — eða um 153 milljarðar islenzkra króna. Striðin við Israel hafa verið mikil blóðtaka fyrir efnahagslif Egyptalands. Lækning þess virð- ist nú ómöguleg nema til komi mikil aðstoð utanlands frá, bæði tæknifeg og fjárhagsleg. Endur- bætur á vopnabúri hersins, sem nú er nær algjörlega sovézkt, eru lika kostnaðarsöm áætlun. Viða komið við. Stjórnin i Kairó gerir sér ekki mikar vonir um áþreifanlegan árangur af Bandarikjaför Sadats. Þess heldur gerir hún sér hóg- værar vonir um að með heim- sókninni skapist andrúmsloft, er skapað getur grundvöll fyrir þvi nána samstarfi, sem Egyptar gera sér vonir um að eiga við Bandarikin. Aróðurshlið heimsóknar Sadats er greinileg i dagskránni. Auk viðræðna hans við Ford forseta, Kissinger og Schlesinger varnar- málaráðherra mun Sadat fara til Chicago, Houston, Jacksonville og New York, þar sem hann mun ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Einnig mun Egyptalandsforseti ávarpa fund i sameinuðu Banda- rikjaþingi og hitta að máli utan- rikismálanefndir beggja þing- deildanna. Eitt helzta umræðuefni fundar Sadats og Fords, að sögn frétta- skýrenda, er vilji Bandarikja- stjórnar til að útvega ísrael F-16 orrustuflugvélar og Pershing-eld- flaugar, sem yfirleitt bera kjarnaodda og ná langt inn i Egyptaland frá Israel. 1 meiriháttar ræðu, sem Sadat flutti fyrir tveimur vikum, lét hann i ljós áhyggjur sinar vegna mögulegrar aukningar hernað- araðaðstoðar við tsrael og sagði slika aukningu aðeins hafa i för með sér, að „hin hliðin” myndi fylgja fast á eftir. Haldið i bæði austur og vestur Þrátt fyrir að Egyptar geri sér nú vonir um aukin samskipti við Bandarikin, þá hefur Sadat haldið öllum möguleikum opnum. „Við höfum breytt afstöðu okkar frá þvi að vera i sérstöku vináttu- sambandi við Sovétrikin og sér- stöku óvináttusambandi við Bandarikin til þess aö vera i jafn- vægu sambandi við báðar þjóð- irnar,” sagði hann nýlega. Fréttaskýrendur i Kairó spá þvi, að i framhaldi af þessari stefnu Egyptalandsforseta muni Sadat senda utanrikisráðherra sinn, Ismail Fahmi, sem er með honum i Bandarikjunum, til Sovétrikjanna i næsta mánuði til viöræðna við Brésnef. Myndlist 1 mörg ár hefur Agúst Petersen stöðugt verið að sækja sig sem listmálari og er framför hans þvi athyglisverðari að hann hóf ekki að mála fyrir alvöru fyrr en hann var kominn yfir fimmtugt. Leit hans að mynd- rænni samsvörun tilfinninga hefur ekki fariö fram með hávaða eða umslætti, heldur hógværö og seiglu i fritimum, bak við tjöldin. En eins og margir sáu i kringum 1960, hlaut þessi leit Agústs að bera árangur vegna þess að hún var byggð á einlægri og djúpstæðri þörf og listamaðurinn var viljugur að læra af öðrum, án þess að gleyma persónulegu takmarki sinu. A leið sinni hefur Agúst lært af öörum Vestmanneying, Júliönu Sveins- dóttur, aö einfalda og mýkja mynd- efni sitt, og af Jóhanni Briem hefur hann lært aö notfæra sér skörp og óvenjuleg sjónhorn I mynd og að lokum hefur hin ljóðræna smásjá Hrings Jóhannessonar gefið honum kjark til þess að takmarka mynd- efni sitt og mála jafnt hið smæsta sem hið stærsta. En ávallt hefur lit- róf Agústs verið persónuiegt og sérstætt, alltaf tilfinningalegt en þó markvisst. Náminu lokið En nú bendir allt til þess að sjálf- skipuðu námi Agústs Petersen sé lokiö þvi á sýningu sinni i Norræna húsinu kemur hann loks fram sem heilsteyptur og sérstæöur lista- maöur sem ekki er lengur hægt að minnast á „i leiöinni”. Sýningu hans er nú að ljúka, en á henni eru 87 verk, málverk, vatnslitir og pastelmyndir. Hinn ljóðræni þokki er eins og áöur undirstaöa listar Ágústs, en úr þeim hæfileika vinnur listamaðurinn betur og heil- legar en áöur, m.a. meö þvi að undirstrika hið mjúka, ljóðræna, með kröftugri myndskipun. Hús, engi, bátar og landslag eru séöir likt og i draumi: útlinur eru mjúkar og renna saman og litir allir eru varfærnislega samstilltir. Með þvi að sveipa myndir sinar MÝKT OG MANNLEGHEIT w um sýningu Agústs Petersen i Norrœna húsinu þessum draumkennda hjúp er eins og Agúst sé bæði að lofsyngja myndefni sitt og jafnframt að draga iefa möguleika listamanns á þvi aö geta nokkurn timann gert þvi fyllileg skil. Það er jafnvægið milli þessa tregablandna efa og munaðar sem gerir myndir Agústs Petersen svo ómótstæðilegar. Sem merki um seiglu Agústs og trúnað við leit sina eru þær myndir hans hér á sýningunni þar sem hann skirrist ekki við að leiða viöfang sitt út i nær afstrakt form, eins og i „Uppstilling” (nr. 2) „A berangri” (nr. 9), „Vetrarsólhvörf” (nr. 14) og i vatnslitamyndum eins og „Haust” (nr.67) og „Grjót” (nr.73). „Svona verð ég að mála þetta,” segir lista- maðurinn við sjálfan sig, — hann á einskis annars úrkosti. Og afleiðingin er hrifandi myndir sem hvila mitt á milli hins hlut- bundna og hins óhlutbundna. BESTUR EINFALDUR Bestar eru myndir Ágústs þegar hann tekur áhættur af þessu tagi, einkanlega þegar einfalt landslag á i hlut. Við hús og fólk hættir honum til að nostra, — eins og I nr. 15 „Frá Vestmannaeyjum” og myndum sinum „A stöðli” og „Eyvindur og Halla” og verður þá tilhneiging hans til stirðleika ofan á. En þegar Agúst getur „generaliseraö” meö landslag er hann i essinu sinu. Óvenjulega einföld og áhrifarik myndbygging samtvinnast þá fingerðum lita- tónum og þaö eru gleðilega margar .myndir af þvi tagi hér á sýningunni. Má aðeins nefna t.d. nr. 1 „Húsin viðhafiö”,nr.29 „Við höfnina”, nr. 37 „Frá Hornströndum”, nr. 43-47, — og fleiri. Portrettmyndir Agústs eru sér- stæðar og kemur sér þar vel hæfi- leikihans til að einfalda myndefni. Massi andlits er dreginn fram, fremur en svipbrigði og smáatriði látin eiga sig. Þannig verða andlit- in mikilúðleg og jafnframt inni- halda þau virðuleika, sem á ekkert skylt við metorð þeirra og orður. Vatnsntamyndir Agústs þykja mér betri en pastelmyndirnar. 1 þeim fyrrnefndu er hann frjálsari og handbragð hans lausara, en pastellinn virðist ýta undir nákvæmari og stirðari vinnubrögð hans. NR 2: Uppstilling. Aðalstrœti framtaki róttækra samtaka. Þannig lét „blað allra lands- manna” sig hafa það að virða að vettugi og láta sem það vissi ekki um atferli stórra hópa i þjóðfélaginu. Þetta kom á sinum tima átakanlega fram I sambandi við baráttuna gegn Vietnamstriö- inu og birtist nú með skemmtileg- um hætti i sambandi við nýaf- staðna ráðstefnu herstöðvaand- stæðinga að Stapa. Þeir sem ein- ungis lesa Morgunblaðið hljóta að fá einkar sérkennilega mynd af jafnt innanrikis- sem utanrikis- málum. Þann áratug sem ég starfaði á Morgunblaðinu urðu furðulitlar breytingar á afstöðu blaðsins, þó ýmsir blaöamenn léituöust vissulega við að opna það og gera það nútimalegra. Tregðulögmálið reyndist allri mannlegri viðleitni yfirsterkara. Þegar ég horfi um öxl, er það mér satt að segja stundum hrein ráðgáta hvernig hægt var að lifa i þessu andrúmslofti i heilan áratug. Skýringin er að sjálfsögðu öðrum þræöi sú, að i heild var islensk blaðamennska ákaflega frumstæð og útnesjaleg, þó hvergi væri nesjamennskan jafnhreinræktuö og á Morgun- blaðinu, og svo er haft fyrir satt að maðurinn ségæddurfrábærum aðlögunarhæfileikum: að hann geti svo vanist illu, að gott þyki. Hvernig sem þvi kann að vera háttað, þá hlýtur það að verða merkilegt rannsóknarefni þegar frami sækir, hvernig hægt var að gera svo einfalda og eirxhliða mynd af veröldinni einsog Morgunblaðið gerði jafnvel eftir að fjölmiðlaöld gekk i garð; hvernig ráðamönnum stærsta blaðs landsins hélst uppi að nota það purkunarlaust sér til persónulegs framdráttar og til ofsókna á hendur mönnum sem þeim var i nöp við; i sem stystu máli:hvernig hægt var að halda lifi i risaeðlunni eftir að öll lifs- skilyrði hennar áttu að hafa ger- breyst meö rofinni einangrun og stórauknum samskiptum við um- heiminn. Þessi samliking viö risaeðluna þykir kannski langsótt, en hún kemur mér jafnan i hug þegar ég minnist Morgunblaðsins . Risaeðla fornaldar lifði sjálfa sig; hún var of tröllvaxin, stirð og ósveigjanleg til að standast svipt- ingar þróunarinnar. Morgunblað- iö er mjög i sömu aðstöðu, en fyrir einhver dulin öfl heldur það enn lifi og sæmilegri heilsu i trássi við náttúrulögmálið. Eitt dæmi um timaskekkjuna verður að nægja: á sama tima og allir sómakærir fjölmiðlar á Vestur- löndum halda uppi öflugri gagn- rýni á pólitiskum ofsóknum, fangelsunum og aftökum hvar sem er i heiminum, einbeitir Morgunblaðiö öllum sinum kröft um að þvi að upplýsa Islenska lesendur um ástandið i Sovétrikj- unum, sem allir vita að er hörmu- legt, en lætur sem allt sé i sóman- um vestan tjalds, i löndum einsog t.d. Chile, að ekki sé minnst á Kjallarinn Sigurður A. Magnússon Grikkland og Portúgal meðan fasisminn var þar i algleymingi. Þetta er nákvæmlega forskriftin sem MacCarthy gaf: einfaldið myndina, ruglið ekki lesendur með of mörgum eða flóknum staðreyndum! Og er ég_þ_á kominn að tilefni þessa pistils. Það hefur væntan- lega ekki farið framhjá neinum, að tilkoma Dagblaðsins hafði i för með sér mjög ánægjulega breyt- ingu á blaðakosti landsmanna, ekki nóg með að Dagblaðið sjálft tæki upp opnari og hressilegri blaðamennsku, heldur hefur það greinilega smitað útfrá sér til allra átta — nema til Morgun- blaðsins: þar er enga breytingu að sjá til batnaðar, heldur stendur fornaldarleg risaeölan með sama óhagganlega svip og áður, einsog hún finni aö þróunin hafi farið framhjá henni og hún hafi ekki þrek til að hlaupa hana uppi, heldur verði bara að láta skeika að sköpuðu og biða enda- lokanna. Við sibreytilegar aöstæður nú- timaþjóðfélags, þar sem um- skipti verða með sifellt örari hætti frá ári til árs, eru stærð og þungi einungis til trafala, einsog Morgunblaðið er skóladæmi um.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.