Dagblaðið - 12.11.1975, Side 6

Dagblaðið - 12.11.1975, Side 6
6 Dagblaöið. Miövikudagur 12. nóvember 1975. 13 CIA-menn við bandaríska sendiráðið í Helsinki — segir bandarfskur blaðamaður í Finnlandi Þrettán starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar Cl A eru starfandi við sendiráð Bandaríkjanna í Helsinki/ að sögn bandariska blaðamannsins Georges Lennox, sem nýlega Ijóstraði upp nöfnum CIA-manna við banda- ríska sendiráðið í Stokkhólmi. Lennox hefur skýrt frá þessu I I fjölmiðlum i Finnlandi og sýnt ljósmyndir sem hann hefur tekið ! af helztu CIA-mönnunum, þ.á m. | yfirmanni Finnlandsdeildar. Bandariska sendiráðið i Helsinki hefur hvorki viljað stað- festa né afneita fullyröingum Lennox um að á diplómatalista þess væru sjö starfsmenn CIA. Hinir sex eru ekki i hópi diplómata heldur gegna ýmsum öðrum stöðum i tengslum við sendiráðið. Lennox segist hafa fullvissað sig um sannleiksgildi nafnalista sins með þvi að bera hann saman við lista er finnst i skjalaskápum Center for National Security Studies (Miðstöðvar þjóöar- öryggismála) i Washington. Sú stofnun var sett á laggirnar eftir að upp komst um Watergate- hneykslið. CIA sýnir Finnlandi mikinn áhuga, segir Lennox. Vegna sér- stöðu þess bæði landfræði- og stjórnmálalega hefur leyni- þjónustan skiljanlega áhuga á að vera vel inni i málum þar eystra. t Helsinki er til dæmis sérstak- ur CIA-maður hafður i öllu er viðkemur verkalýðshreyfingunni og einstökum fagfélögum. Lennox segir það hafa verið sérstaklega erfitt að vinna i Finnlandi vegna ósamvinnuþýðni ibúanna. — Þá var nú einhver munur að vera i Stokkhólmi, sagði hann i viðtali við Tor Högnas, fréttamann Dagens Nyheter i Helsinki. Lennox er náinn vinur Philips Agee, fyrrum CIA-manns, sem skrifaði merkilega bók um undir- róðursstarfsemi CIA nýverið. Brezkir og skozkir tog- aroeigendur krefjast 200 mílna fyrir órslok '76 Sambönd brezkra og skozkra togaraeigendar hafa hvatt rikisstjórn Bretlands til að lýsa yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu eigi síðar en í árslok 1976. Gildir þá einu hvort alþjóðlegt samkomulag hefur náðst á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, að því er segir í brezka blaðinu Times. Fimm tonn af físki f höfnina f Ostende Belgiskir sjómenn hentu fimm tonnum af nýjum fiski i höfnina i Ostende á fimmtu- daginn i fyrri viku til að mót- mæla lágu fiskverði. Ostende er einn helzti fisk- markaður Evrópu og þar hafa islenzkir bátar oftlega landað afla sinum. Það er þvi viðar en hér sem sjómenn eru óánægðir með fiskverðið. Þessi tvö sambönd ráða öllum úthafsflota Breta. Samböndin lögðu á það áherzlu, að þau væru þvi ekki hlynnt að gripið yrði til einhliða útfærslu eins og tslend- ingar hefðu gert. Þess í stað skyldi haft samflot með öörum aðildarlöndum Efnahagsbanda- lags Evrópu og þá einnig þjóðum er hagsmuna ættu að gæta, s.s. Noregi. Austen Laing, formaður Brezka sambandsins, sagði i viðtali við Times að Bretar væru að missa af lestinni i þessum efnum. „Við höfum ekki efni á að biða öllu lengur, það er vaxandi ótti við að það sé einmitt það sem er að gerast. Aðrar þjóðir i Norður- Atlantshafi virðast liklegar til aö færa út sina lögsögu fljótlega eftir ráðstefnu Sþ og það liklega áður en við gerum það. Það getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir fisk- iðnað okkar og komið i veg fyrir að við verðum sjálfum okkur nóg- ir með fiskframleiðslu,” haföi Times eftir Laing. Hann bætir við: „Við getum ekki farið að dæmi Islendinga og fært út einhliða en við getum heldur ekki beðið lengur og séð hvað verða vill. Við vitum hvað á eftir að gerast og, á sama hátt og Norðmenn, ættum við að undir- búa okkur fyrir það.” Gullsleginn númeraskjöldur af einkabifreið Adolfs Hitlers — Ilklega þaö eina úr riki hans er dugaö getur i 1000 ár — var nýlega seldur á uppboöi INew York fyrir andviröi 580 þús. isl. kr. Viðbrögð við dómnum í máli Karenar Quinlan: „Betra að treysta lœknum en lögmönnum" Fjöldi lækna og kirkj- unnar manna víöa um heim hefur látið í Ijós ánægju sina með að úr- skurður dómarans í máli Karenar Quinlan féll á þá lundað um læknisfræðilegt vandamál væri að ræða. Dómarinn sagði í dóms- orði sínu að ákvörðun um að taka stállungað, sem hefur haldið Karen á lifi í sjö mánuði, úr sambandi væri læknisfræðilegs eðlis og læknar hennar hefðu ekki viljað gera það. „Ég tel þessa ákvörðun góða,” sagði séra William Smith, guðfræðingur við guðf ræðideild róverks- kaþólsks skóla í New York. „ Ég álít að betra sé í þessu tilfelli að treysta orðum þeirra læknislærðu manna, sem eru á staðnum, en lög- spekinga er hvergi koma nærri". Margir læknar hafa tek- ið undir þessa skoðun víða um heim. Virðist hún vera í fullu samræmi við það álit og fullyrðingu margra lækna að ákvarðanir um að hætta að berjast við að bjarga mannslífum séu teknar í þögn og ró á ýmsum sjúkrahúsum. Dómstóll laga, samkvæmt þessari skoðun, hefur engu hlut- verki að gegna við slíka ákvarðanatöku. Bretaprins stöðugt ástfanginn 1 hópi fagurra meyja I Papúa-Nýju Glneu. Karl Bretaprins, erfingi krún- unnar, viðurkenndi i viðtali við brezkt tlmarit að hann hefði oft- lega orðið ástfanginn af ýmsum stúlkum og að hann hefði i hyggju að halda þvi áfram. 1 furðulega opinskáu viðtali sagði eftirsóttasti piparsveinn brezka samveldisins að hann væri hreint ekki tilbúinn til að kvænast. Karl verður tuttugu og sjö ára á föstudaginn. Hann tel- ur aö heppilegasti timinn fyrir mann til að ganga i hjónaband sé um þritugt. „Ég hef orðið ástfanginn af alls konar stúlkum og hef svo sannarlega i hyggju að halda þvi áfram,” sagði hann i viðtali við blaðið Womans’s Own. „Ég er búinn að koma i veg fyrir að ég hafi rokið til og gifzt fyrstu stúlkunni sem ég varð ástfang- inn af. Maður verður að lita á allt þetta hjónabandsstúss sem mikið mál, þvi ég geri mér vonir um að vera giftur sömu konunni það sem eftir er.” Prinsinn bætti þvi við að hann reyndi aö taka mið af mistökum annarra i þessum efnum, bæöi i sinni eigin fjölskyldu og ann- arra. „Ég vona að ákvörðun min, þegar þar að kemur, verði skynsamleg.” Prinsinn sagði það að sjálf- sögðu skipta sig miklu máli að hann veldi sér réttan lifsföru- naut i upphafi, þvi hann gæti ekki skilið og gifzt aftur eins og honum þóknaðist. Er hann var spurður hvernig sérstaða hans takmarkaði vin- áttusambönd hans við stúlkur svaraði hann: „Ég verð að fara mjög varlega. Ég flæki mér ekki of mikið I málin.” I lok viðtalsins sagi erfingi brezku krúnunnar: „Hjónaband er miklu mikilvægara en aðeins það að verða ástfanginn.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.