Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 6
6
Pagblaöib. Mánudagur 1. desember 1975.
Langvinnri stjórnarkreppu lokið:
Fimm flokka stjórn
í Finnlandi
Langvinnri stjórnarkreppu i
Finnlandi lauk i gær þegar
stofnuö var samsteypustjórn
fimm.flokka. Siöan i júni hefur
embættismannastjórn veriö viö
völd. Þá slitnaöi upp úr
samstarfi fyrri samsteypu-
stjórnar eftir stööugan ófrið
milli jafnaöarmanna og miö-
flokksmanna.
Grundvöllur hinnar nýju
stjórnar er áætlun Kekkonens
forseta um aö viðhalda fullri
atvinnu i landinu.
1 nýju stjórninni, sem er undir
forsæti miöflokksmannsins
Martti Miettúnen, eiga sæti
fulltVúar jafnaöarmanna,
kommúnista, miöflokks, frjáls-
lyndra og sænska þjóöarflokks-
ins. A bak viö sig hefur stjórnin
3/4 meirihluta i þinginu, þar
sem 200 þingmenn eiga sæti.
Jafnaöarmenn eiga fimm
ráöherra, kommúnistar og
miöflokksmenn fjóra hvor,
sænski þjóðarflokkurinn tvo
frjálslyndir einn.
Kalevi Sorsa, sem var
forsætisráöherra fyrri stjórnar,
veröur aöstoöarforsætis -
ráöherra sem fulltrúi
miöflokksins. Hann er einnig
utanrikisráöherra.
Hinir nýju ráöherrarnir eru:
Fjármálaráöherra: Paul Paavela, jafnaöarmaöur.
Aöstoöarfjármálaráöherra: Viljo Luukka, embættismaður.
Innanrikisráöherra: Paavo Tiilikainen, jafnaöarmaöur.
Dómsmálaráöherra: Kristian Gestrin, sænski þjóöarflokkurinn
Varnarmálaráöherra: Ingvar S. Melin, sænski þjóöarfl.
Iönaöarráöherra: Eero Rantala, jafnaðarmaöur.
Utanrfkisviöskiptaráöherra: Sakari T. Lehto, embættism.
Landbúnaöarráöherra: Heimo Linna, miöflokksmaöur.
Atvinnumálaráöherra: Paavo Aitio, kommúnisti.
Samgönguráöherra: Kauko Hjerrppe, kommúnisti.
Félagsmálaráöherra: frú Irma Toivanen, fjálslynd.
Aöstoöarfélagsmálaráöherra: frú Pirkko Tyoelaejaervi,
Menntamálaráöherra: Paavo Vaeyrynen, miöfl. jafnaöarmaöur.
Aöstoöarmenntamálaráöherra: Kalevi Kivistoe, kommúnisti.
Ilúsnæöismálaráöherra : Olavi Haenninen, kommúnisti.
Aætlanaráöherra: Reino Karpola, miöflokksmaöur.
Sorpeyðing
Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hug á
að koma upp sameiginlegri sorpeyðingu.
Ekki liggja endanlega fyrir magntölur
þess sorps er eyða skal, en tveir möguleik-
ar koma til greina, 9000 tonn pr. ár og
37000 tonn pr. ár.
Eru innflytjendur sorpeyðingarvéla og -
ofna og aðrir innlendir aðilar sem áhuga
hafa á framleiðslu og/eða sölu slikra
tækja beðnir að senda tillögur sinar ásamt
kostnaðaráætlun til undirritaðs fyrir 31.
des. nk.
Nánari upplýsingar veita sveitar- og
bæjarstjórar á Suðurnesjum.
Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps
Vogageröi 2, Vogum.
Mahúsio
LAUGAVEGI178.
Meðferð bandarískra
Indíóna brot ó Helsinki-
sóttmálanum
Hin opinbera fréttastofa Sovétrlkjanna, Tass,
sagði i grein sem send var út um helgina, að
meðferð á bandariskum Indiánum væri brot á þeim
mannréttindum, sem staðfest hefðu verið á
Helsinkifundinum i sumar.
Greininni var augsýnilega beint
gegn vestrænni gagnrýni
Sovétrikin fyrir aö viröa ekki
mannréttindayfirlýsingu
Helsinki-sáttmálans.
„Bandariska „jafnréttisþjóð-
félagiö” er þjóðfélag, þar sem
réttindi og möguleikar eru ekki
ætlaöir hinum upprunalegu
Bandarikjamönnum,” sagði
Tass.
„Grundvallarmannréttindi
þeirra eru einskis virt. Fornir
þjóðsiðir þeirra eru vanvirtir.
Þegar ættbálkar Indiána snúast
til varnar og berjast fyrir mann-
réttindum sinum, þá veldur þaö
hatri i herbúöum kynþátta-
hatara.”
Meira en 30 félagar i banda-
risku Indiánahreyfingunni (AIM)
hafa verið skotnir til bana af
starfsmönnum alrikislögregl-
unnar FBI, sagöi i Tass-greininni.
„Hiö gamalkunna máltæki kyn-
þáttahataranna, „góöur Indiáni
er dauöur Indiáni”, er
mottó stuöningsmanna misréttis
og aðskilnaðar I Bandarikj-
unum,” sagði einnig.
„Allar þessar staðreyndir um
meiriháttar brot á mannrétt-
indum innfæddra Bandarikja-
manna brjóta i bága viö sam-
þykktir öryggismálaráðstefnu
Evrópu, sem Bandarikjamenn
undirrituöu i Helsinki.
Vanvirðing grundvallar
mannréttinda bandariskra
Indiána leynist ekki á bak við
gifuryrði um frelsi og rétt, sem
eru litlu nær þvi aö vera raunin
en fyrir 200 árum.”
Bretland:
AUKNAR KRÖTUR UM
DAUÐAREFSINGU
í kjölfar morðsins á McWirter
FORD I PEKING:
„yes##
skrifaði
Mao
Mao tse-tung, formaöur kin-
verska kommúnistaflokksins,
tók tússpenna og skrifaöi
enska oröiö „yes” á blaö, þeg-
ar hann var spuröur hvort
hann myndi vilja hitta Ford
Bandarikjaforseta aö máli.
Formaöurinn er gamall orö-
inn og sjúkur. Hann á erfitt
meömál —og „yes” er eitt af
fáum enskum oröum, sem
hann kann. Ford forseti er nú i
Peking.
Aö sögn bandariska
fréttaritsins Newsweek, sem
skýröi frá samþykki for-
mannsins, var þaö Henry
Kissinger, utanrikisráðherra
Bandarikjanna, sem vildi fá
skriflega staöfestingu á þvi,
aö formaöurinn myndi taka á
móti Bandarikjaforseta.
Kröfur um aö taka aftur upp
dauðarefsingu á Bretlandseyjum
hafa vaxiö mjög I kjölfar morðs-
ins á rithöfundinum og auömann-
inum Ross McWhirter á fimmtu-
daginn.
íhaldsþingmaöurinn Ivan
Lawrence sagöist ætla aö leggja
fram tillögu um dauöarefsingu i
neöri deild þingsins 11. desember.
„Viö eigum i striöi viö hryðju-
verkamenn,” sagöi hann.
Taliö er, aö moröingjarnir hafi
upphaflega ætlað að ræna eigin-
konu McWhirters. Hún varð ræn-
ingjanna vör er hún kom aö hús-
inu og rak upp mikil hljóð. Þegar
maður hennar kom til dyra varð
hann fyrir skothriö.
Þykir liklegt, aö moröingjarnir
hafi ætlaö að krefjast 50 þúsund
sterlingspunda lausnargjalds
fyrir frú McWhirter. Fyrir þrem-
ur vikum bauð rithöfundurinn þá
upphæö hverjum þeim, er gæti
veitt upplýsingar, sem leiddu til
handtöku þeirra, er bæru ábyrgö
á sprengjuöldunni i London að
undanförnu.
I fyrradag hringdi maöur nokk-
ur, sem talaði meö irskum hreim,
til brezkrar fréttastofu og sagði
McWhirter hafa falliö fyrir kúlum
irska lýöveldishersins IRA. Mað-
urinn neitaöi að segja til nafns, en
nefndi lykilorð, sem provisi-
onal-armur IRA hefur notað.
Lawrence þingmaöur nýtur
stuönings leiötoga Ihaldsflokks-
ins, Margaret Thatcher, er hann
ber fram tillöguna um aö dauöa-
refsing veröi aftur tekin upp. Hún
var afnumin 1966.
1 siöustu atkvæðagreiðslu
þingsins um dauðarefsingu, fyrir
réttu ári var tillaga þar um felld
með 152 atkvæöa meirihluta. Tal-
iö er, að margir þingmenn hafi
siðan skipt um skoðun.
BRETAR OG GUATEMALAMENN
RÆÐA UM FRAMTÍÐ BEUZE
Vinsælu
Barnaog
unylinyaskrifboroln
Ódýr, hentug og falleg.
Gott litaúrval.
Sendum hvert á land sem er.
Biðjið um myndalista.
STÍL-HÚSGÖGN
AIJDURFKKU (53 KOPAVOGI SÍMI 44(500
til landsvæöisins, á meöan hann
dvelst þar syðra.
Svefn hinna
réttlátu?
Litlu munaöi að hungruö
geit i Venezuela ylli verkfalli'
meðal landbúnaöarverka-
manna um helgina þegar hún
át launaumslög þeirra.
Verkamennirnir féllustá að
gefa vinnuveitanda sinum
viku frest til að afla nýs út-
borgunarfjár eftir aö þeir
höfðu séö geitina sofa metta
og sæla innan um rifrildin af
peningunum.
Stjórnir Bretlands og
Guatemala munu á næsta ári
hefja nýjar viöræöur um framtiö
Belize (áöur Brezka Hondúras) i
Suður-Ameriku. Ted Rowlands,
aöstoöarutanrikisráðherra
brezku stjórnarinnar, skýröi frá
þessu i Mexico City i gærkvöld.
Belize er brezk nýlenda. Sjálf-
stæöisveitingu landsins hefur
veriö frestað i rúmlega tiu ár
vegna hótana stjórnvalda i
Guetemala um aö gera innrás i
landiö. Guatemalamenn hafa
lengi gert tilkall til Belize, en
Ibúar þar eru 130 þúsund,
I sameiginlegri yfirlýsingu,
sem gefin var út eftir viðræöur
Rowlands og Kjells Lauferuds,
forseta Guatemala, sagöi aö viö-
ræöur þeirra heföu verið I þeim
tilgangi aö skapa viöræöugrund-
völl samningaviðræöna um fram-
tiö Belize. Talið er aö viöræöur
stjórnanna tveggja hefjist i
febrúar.
I yfirlýsingunni sagði ennfrem-
ur, aö stjórn Guatemala hefði
harölega mótmælt þeirri ákvörö-
un Breta i fyrra mánuði um aö
auka herstyrk sinn i Belize.
Þrisvar áöur hafa stjórnir
BretlandsogGuatemala —ásamt
leiötogum heimastjórnarinnar i
Belize — hitzt i Bandarikjunum
en án þess aö viöræöur þeirra
bæru árangur.
Brezki ráöherrann mun eiga
viðræður viö fulltrúa stjórnar
Mexikó, sem einnig gerir kröfur