Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 8
8
F>agblaðið. IVIánudagur 1. desember 1975.
Forsetahjónin vorú meðal heiðursgesta á stúdentaballinu. Forsetafrúin var I skærgrænum kjól, með
hvitt minkakape, perlutösku og i silfurskóm. Formaður Stúdentafélags Reykjavikur, Sigurður Hafstein
og kona hans Andrea Sigurðardóttir buðu forsetahjónin velkomin. Ljósm. DB Bjarnleifur.
Gaudeamus igitur
Með fullveldisfagnaði
Stúdentafélags Reykjavikur
sem haldinn var að Hótel Sögu
s.l. föstudagskvöld hófst eigin-
lega samkvæmislifið i Reykja-
vik. Stúdentaballið hefur
löngum verið „stór” viðburður i
samkvæmislifi höfuðstaðarins
og þangað sækja jafnan fyrir-
menn þjóðarinnar á ýmsum
sviðum. Gómsætur matur og
drykkur er jafnan á borðum og
konur skarta hinum fegurstu
kjólum.
Sigurður Hafstein, formaður
Stúdentafélagsins sagði okkur
að Stúdentafélagið væri nú 104
ára gamalt, en það var stofnað
14. nóvember 1871. Ekki mundi
hann hve lengi fullveldisfagnað-
urinn hefði verið haldinn en
væntanlega hefur hann verið
haldinn fyrst fljótlega eftir 1918.
A matseðlinum á föstu-
daginn voru: r'ækjutoppar',
Sveinn Einarsson þjóðleikhús-
stjóri ásamt konu sinni Þóru
Kristjánsdóttur.
London lamb og ananasrjóma-
rönd.
Meðal . gesta voru forseta-
hjónin, forsætis- og mennta-
málaráðherra, sem flutti aðal-
ræðu kvöldsins, borgarstjórinn
og háskólarektor. Veizlustjóri
var Guðmundur Jónsson og
Ómar Ragnarsson flutti gaiúan-
mál. Siðan var almennur söngur
ballgesta.
Við fengum leyfi til þess að
taka nokkrar myndir af
gestunum þegar þeir komu á
ballið og má þar kenna marga
þekkta borgara og fagra
búninga. —A.Bj.
Jóhannes L.L. Helgason hæsta-
réttarlögmaður ásamt konu
sinni Önnu.
Þröstur Laxdal læknir ásamt
konu sinni Eddu i góðum félags-
skap.
Kristin Sigurðardóttir kona
Kjartans Reynis Ólafsson hrl.
1 f ' W l » 1
i m
Ingunn Jensdóttir leikkona og Björn Tryggvason seölabankastjóri, Sigurður Njálsson fram-
Kjartan Reynir Ólafsson, kvæmdastjóri og Valgarö Briem hæstaréttarlögmaður
hæstaréttarlögmaður. ásamt eiginkonum sinum.
KINVERSKUR
FORMÁU Á
LAUSUM HALA
TIMBURMENN, — eins og Árni Elfar og Flosi
upplifa þá.
,, — fá sér siðan þrjá stóra
gúlsopa og njóta þess svo i
rúminu að vera orðinn afréttur,
heilbrigður, hreinn og rákaður,
mettur og skuldlaus, búinn að fá
vinnuna aftur, unaðsleg
fegurðardis við hliðina á honum
milli tandurhreinna rekkju-
voðanna, lögreglan farin,
enginn verið drepinn, rottur og
kakkalakkar horfnir eins og
dögg fyrir sólu og i stuttu máli
komin lifsgleði i staðinn fyrir
sjálfsmorðsþanka.”
Ofangreint er gripið upp úr
nýjústu bók Flosa Ólafssonar,
sem jöfnum höndum hefur verið
nefndur skáld, höfundur og
lærisveinn lifsgleðinnar og lifs-
þorstans.
Þessi bók, „Leikið lausum
hala”, er eins og kunnugt er
þriðja bók höfundar. Fyrri
bækur eru nú orðnar ófáanlegar
nema i gegnum kunningsskap.
Meðal annarra nýlegra verka
rithöfundarins og leikarans má
nefna þýðinguna á „Catcher in
the rye”, Bjargvættinn i
grasinu, sem hefur fengið mjög
lofsamlega dóma, og óperuna
„Ringulreið”, sem Þjóðleik-
húsið byrjaði leikárið með. Þar
var Árni Elfar hljómsveitar-
stjóri, en hann lýsir eða mynd-
prýðir einnig bækur Flosa fyrir
kunningsskap. Þeir Árni Elfar
og Flosi Ólafsson eru æsku-
félagar.
Við litum inn hjá Flosa þar
sem hann býr i milljónarahverfi
rikisleikaranna allt i kringum
Ráðherrabústaðinn.
— Er þetta eitthvað nýtt blöff
að hafa formála bókarinnar á
kinversku? spyr fréttamaður
Flosa.
— Nei, engan veginn. Ég hef
notað það áður, en eins og þú
veizt, er ég fæddur lingvisti.
Þessi formáli svona eins og
hraut fram úr pennanum i einni
af þessum mánudagsuppljóm-
unum.
— Er andinn þér tiltækur hér
á Skothúsvegshorninu?
— Það er nú upp og ofan eins
og fyrri daginn. Annars er það
sérkennileg tilviljun, sem réð
þvi, að við keyptum hér
á horninu. Ég frétti af gömlum
brunni i kjallara þessa ágæta
húss. Mér héldu þvi hvorki veð-
bönd né önnur bönd, þegar ég
frétti nokkru siðar, að hús-
parturinn með brunninum væri
til sölu. Hér liður okkur vel, þvi
hvað sagði ekki fasteignasalinn,
þegar hann kvað:
— Hér kvöddum við Flosa
Ólafsson og þökkuðum fyrir
greinargóð svör.
Snjóruðningur á Húsavík
Snjókoma hefur verið viða á
Norðurlandi alla helgina. Á
Húsavik er kominn mikill
snjór. Verið var að ryðja götur
bæjarins i morgun. Þungfært
er orðið i sveitum, en þó ekki
ófært.
ASt.
Bílvelta við Hveragerði
Bronco jeppi úr Rangár-
vallasýslu valt i gær við vega-
mót Suðurlandsvegar og
Hveragerðisvegar. Fjórir
voru i bilnum og hlutu tveir
meiðsli. Að sárum annars var
gert á Selfossi. Hafði sá hlotið
smáskurði á höfuð. Hinn var
fluttur til Reykjavikur, en
meiðslin voru ekki talin lifs-
hættuleg.
ASt.